Morgunblaðið - 24.05.1981, Qupperneq 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAI1981
Misþyrmingar
varðveittar á
myndsegulbandi
Mikið hneykslismál
er nú rekið fyrir hæsta-
rétti í Texas og verður
ekki saRt. að málarekst-
urinn og þær upplýs-
ingar, sem þar hafa kom-
ið fram, hafa aukið á
náungakærleikann milli
fjandvinanna beKKja
vegna við landamærin,
Mexikana og Bandaríkja-
manna.
Málið snýst um ofbeldisverk
lögreglumanna en um margra
ára skeið hafa ýmis mannrétt-
indasamtök Mexikana sakað
bandaríska lögregiumenn og
landamæraverði um að svífast
einskis í skiptum sínum við
fólk af mexikönskum ættum
og Mexikana, sem komið hafa
á ólöglegan hátt til Bandaríkj-
anna, en þeir skipta tugum
þúsunda.
Mannréttindasamtök Mexi-
kana hafa lengi átt erfitt
uppdráttar og jlla gengið að
sanna eilt eða annað en nú
loks hefur þeim borist vopn í
hendur, sem þau telja að muni
bíta vel. Það er hvorki meira
né minna en sjónvarps-
upptökur af ómannúðlegri
meðferð lögreglumanna á
föngum, einkum ungum Mexi-
könum, á síðustu sjö árum.
Snemma á síðasta áratug
kom lögreglan í McAllen,
70.000 manna borg í S-Texas,
fyrir sjónvarpsupptökuvélum í
yfirheyrsluherbergjum iög-
reglustöðvarinnar og þó að
undarlegt sé, í ljósi þess sem
síðar varð, var tilgangurinn
með því sá að koma í veg fyrir,
að falskar ákærur um harð-
ræði við fangana væru bornar
fram á hendur lögreglumönn-
unum. Tilgangurinn með tækj-
unum breyttist þó fljótt og
brátt voru þau orðin að nokk-
urs konar „æfingatæki", sem
hratt af stað heldur ófagurri
samkeppni meðal lögreglu-
mannanna og nótt eftir nótt
söfnuðust þeir saman fyrir
framan skjáinn og nutu þess
að sjá sjálfa sig berja á
fylliröftum og öðrum meintum
lagabrjótum.
„Þeim, sem ekki voru nógu
kaldir karlar, var einfaldlega
sagt upp,“ sagði einn fyrrver-
andi lögreglumaður í vitnis-
burði sínum fyrir réttinum.
„Lögregluforingjarnir beinlín-
is hvöttu til barsmíðanna og
sögðu þær nauðsynlegar í bar-
áttunni gegn glæpunum."
Bandarísku mannréttinda-
samtökin komust loksins yfir
þessar myndir, sem gefa ljóta
mynd af aðferðum lögreglunn-
ar í McAllen, og í síðasta
mánuði sýndi CBS-sjón-
varpsstöðin úrdrátt úr þeim.
Á einní upptökunni sést
hvar fimm lögreglumenn
skiptast á um að berja ungan
mann í handjárnum, sem
hvorki gat né gerði nokkra
tilraun til að bera hönd fyrir
höfuð sér. Snúið var upp á
handleggi hans þar til hann
hljóðaði af sársauka og höfði
hans var hvað eftir annað
slegið utan í borðplötuna. Lög-
reglumennirnir jusu yfir hann
fáryrðunum og þó að hann
lægi ósjálfbjarga á gólfinu og
bæðist vægðar héldu þeir
áfram að lemja hann og berja.
„Þeir voru eins og Gestapo-
menn, eins og úlfar, sem hafa
læst tönnunum í lamb,“ sagði
Pedro Dennett, sem varð að
liggja á sjúkrahúsi í þrjá daga
eftir „yfirheyrslu" lögreglunn-
ar og var seinna dæmdar
17.000 dollara skaðabætur frá
McAllen-borg. Lögreglumönn-
unum, sem „yfirheyrðu“ hann,
var hins vegar ekki refsað og
einn þeirra er nú lögreglu-
stjóri í Bishop í Texas.
Bandaríkjamenn af mexi-
könskum ættum binda miklar
vonir við að réttarhöldin geti
dregið úr óvildinni og ofbeld-
inu, sem gjarna er beitt í
samskiptum þessara grann-
þjóða, enda er það alls ekki
svo, að það sé allt á annan
veginn. Bandarískir landa-
mæraverðir verða oft fyrir
grjótkasti og jafnvel skotárás-
um að næturlagi og sumir
hafa verið drepnir og margir
særst. Sem dæmi má nefna, að
í síðasta mánuði handtók
mexikanska lögreglan fjóra
félaga í „Che Guevara-sam-
tökunum", sem hafa það eitt á
stefnuskrá sinni að drepa
bandaríska lögreglumenn og
landamæraverði.
- WILLIAM SCOBIE
ÁFENGISNEYSLA
fólkiðverr enkarla
Starfshópur sérfræð-
inga í áfengissjúkdómum
hefur komizt að raun um, að
ef konur vilji halda heils-
unni megi þær aðeins
vera hálfdrættingar á við
karlmenn í áfengisneyslu.
Konur, sem reyna að
drekka karlmenn undir
borðið, gætu orðið áfeng-
isneyzlunni að bráð i eigin-
legri merkingu.
Ástæðan fyrir því að áfengi
hefur skaðvænlegri áhrif á kon-
ur en karla er sú að meiri fita
er í líkama þeirra. Þetta kom
fram í brezka læknaritinu Brit-
ish Medical Journal fyrir
skömmu og er niðurstaða sér-
fræðinga í lifrarsjúkdómum við
Kings College Hospital í Eng-
landi.
Þótt miðað sé við mismun-
andi líkamsþyngd karla og
kvenna segir hún ekki alla
sögu, því jafnan er meiri fita í
líkama kvenna en karla. Þar
sem fituvefir innbyrða áfengi
mjög seint verður áfengismagn
í blóði kvenna miklu meira en
karla.
Ekki er talið heppilegt fyrir
konur að neyta meira áfengis
en sem svarar 40 grömmum
daglega. Það þýðir að þær geta
drukkið tvo potta af bjór eða
fjóra sjússa. Karlmenn mega
hins vegar hesthúsa helmingi
meira áfengi eða fjóra lítra af
bjór.
Upplýsingar frá ýmsum
heimshornum renna stoðum
undir það sjónarmið að konur
þoli áfengi verr en karlmenn og
eigi frekar en þeir á hættu að
baka sér heilsutjón með mikilli
drykkju.
Aðrar skýringar á því að
konur þola áfengi verr en
karlmenn, en þær sem hér frá
greinir, kunna þó vissulega að
vera fyrir hendi. Til dæmis
ræður sköpulag kvenna ef til
vill úrslitum þar um, en mis-
munur á líkamsþyngd karla og
kvenna gerir það að verkum, að
konur eru næmari en karlar
fyrir sjúkdómum er stafa af
því, að náttúrulegar varnir
líkamans gegn öðrum sjúkdóm-
um snúast gegn honum sjálf-
um. Sem dæmi um slíka sjúk-
dóma má nefna gigt.
Konur þreyta drykkju af
stöðugt meira kappi. Sam-
kvæmt skýrlu sérfræðinganna,
sem fyrr frá sagði, hafa þær
tvöfaldað neyzlu á sterkum
drykkjum á síðastliðnum ára-
tug. Samfara þessu eiga konur
við að etja í ríkari mæli en áður
sjúkdóma, sem beinlínis stafa
af drykkju. Engir slíkra sjúk-
dóma hafa herjað jafn grimmi-
lega á þær og lifrarsjúkdómar.
Á árabilinu 1970—1978 varð
64% aukning á því að konur
hlytu sjúkdóma, sem áttu ræt-
ur að rekja til áfengisneyzlu
þeirra. Á sama tímabili varð
tvöfalt meiri aukning á því, að
þær þyrftu á læknishjálp að
halda vegna ofdrykkju og legð-
ust inn á spítala af þeim
sökum.
Dauðsföllum kvenna vegna
áfengisneyzlu fjölgaði á þessu
tímabili um 130%.
MARGT BYR I DJUPINUl
Sælureitir
sjávardýra
Fyrir nokkrum árum
fundu hafrannsóknamenn,
sem staddir voru á skipi sínu
á Suður-Kyrrahafi undan
ströndum Suður-Ameríku,
mikið af heitum uppsprett-
um, hverum, á hafsbotni og
einnig óþekktar og hrífandi
sjávardýrategundir, sem eng-
inn hafði áður augum litið.
Það voru vísindamenn á haf-
rannsóknaskipinu Melville, sem
þessar uppgötvanir gerðu og
aldrei fyrr hefur fundist jafn
fjölskrúðugt dýralíf í kringum
heitar lindir á hafsbotni. Fyrsti
fundurinn var árið 1977 úti fyrir
Galapagos-eyjum og sá seinni
nokkru síðar undan Mexikó. Sum-
ir taka svo djúpt í árinni að segja,
að hér sé um að ræða stærstu
fundi nýrra dýrasamfélaga í allri
sögu líffræðinnar.
Fram á árið 1977 voru allir á
einu máli um að á botni úthafanna
væri vistin vægast sagt ömurleg,
dimmt og kalt og eyðimörk líkast,
enda yrðu þær Hfverur, sem hugs-
anlega þrifust við þessar aðstæð-
ur, að búa við algjört ljósleysi og
þrýsting, sem er 250—300 sinnum
meiri en á landi. Nú hafa skoðanir
manna heldur betur breyst og í
ljós hefur komið, að allt í kringum
þessar heitu lindir, upp undir 500
fet frá hverunum, er hið marg-
breytilegasta dýralíf alls kyns
tegunda, sem eru frábrugðnar
öllum öðrum lífverum, sem hingað
til hafa þekkst.
í hásuður frá Galapagos-eyjum
og samhliða Perú, fundu vísinda-
mennirnir sams konar lífverur við
heitar uppsprettur og þeir höfðu
áður fundið umhverfis aðra hveri,
þ. á m. sex feta langa, blóðrauða
orma, skelfisk hárauðan, fet á
breidd með hvítar skeljar, nýjar
tegundir krabba og olnbogaskelja
og plöntur, sem kallast „fíflar" og
eru einna líkastar marglyttum að
sjá.
Allt líf, eða næstum allt, á
yfirborði jarðar er beint eða
óbeint háð sólarljósinu og ljóstil-
lífuninni við orku- og fæðuöflun
en augljóslega geta þessir undar-
legu „hverafuglar" í hinu algera
svartnætti hafdjúpanna notfært
sér ýmis efni í hveravatninu sér til
lífsviðurværis.
- PHILIP HILTS.