Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ1981
57
Unnið að tamningu stóðhestanna. talið frá vinstri, Páll B. Pálsson, Magnús Einarsson og Þorkell Þorkelsson á hestunum
Verðanda frá Gullberastöðum, Draum frá Háhoiti og Eiðfaxa frá Stykkishóimi.
Þorkell Þorkeisson á Hrana frá Hrafnkelsstúðum. t baksýn er tjorn, sem mikið
hefur verið notuð isiiögð til útrelða á vetrum.
Séð inn eftir einni básaröðinni á Stóðhestastöðinni. Húsnæðiö er
rúmgott og hlýtt, og sjálfbrynning við hvern bás. Gólf básanna
eru þannig gerð, að ofan á steinsteypuna er lagt timbur, en þar á
ofan útflattir hjólbarðasólar.
Hér hafa tamningamennirnir gert stuttan stanz til myndatöku,
talið frá vinstri: Páll B. Pálsson, Þorkell Þorkelsson og Magnús
Einarsson. Þorkeil Bjarnason hrossaræktarráðunautur lengst
til hægri. Stóðhestarnir eru hins vegar, frá vinstri: Önguli frá
Kirkjubæ, undan Þætti 722 og Eldingu frá Kirkjubæ. Jarpi
folinn er Ilrani frá Hrafnkelsstöðum, undan Kolbak 730 i
Gufunesi og Vindu 3294. Sá stjörnótti er Kolskeggur úr
Reykjavik, en foreldrar hans eru Hrafn 802 frá lioltsmúla og
Kolfinna i Reykjavik.
Þorkell Biarnason hjá nokkrum af yngri hestunum i Stóðhesta-
stöðinni. I miðið er bráðefnilegur foli að sögn Þorkels, Adam
frá Meðalfelli i Kjós, fæddur 1979. Hann er undan Hrafni 802
frá Holtsmúla, og Vordisi 4726 frá Sandhólaferju.
Uér hefur nokkrum folanna verið gefið úti, enda veðrið gott. A
folanum lengst til vinstri má sjá tölustafina 123, sem
_djúpfrystir" eru i húð hestsins. Frystingin veldur þvi að hárin
á viðkomandi bletti verða hvit eftirleiðis, en menn hafa löngum
átt i erfiðleikum með merkingar hrossa. Eyrnamerkingar eru
óvinsælar og brennimerkingar einnig, enda lýta þær hestana
talsvert. Þessi aðferð er ein þeirra sem nú er verið að gera
tilraunir með. Merkti hesturinn er Höskuldur frá Sigurði
Snæbjörnssyni á Höskuldsstöðum i Eyjafirði, undan Sleipni 785
frá Vatnsleysu og Grímu á Akureyri.
Tamningamennirnir sinna hirðingu hrossanna jafnt sem
tamningunum, og hér er Páll aö moka frá folunum i öðru
hesthúsinu.
að vilji graðhesta í tamningu gefur
alls ekki rétta mynd af hestunum.
Oft er eins og viljann skorti framan
af, en seinna getur svo komið fram
nægur vilji, og eins eru dæmi þess
að úr stóðhesti, sem talið væri að
skorti vilja, verði bráðviljugur reið-
hestur eftir vönun. í þessu efni
förum við því að öllu með gát..“
Tamdir á 4. og 5. vetri
Þegar á fyrsta vetri er lítilshátt-
ar farið að venja folöldin við
umgengni við manninn, og jafn vel
lagt við folana nokkrum sinnum, en
hin eiginlega tamning hefst ekki
fyrr en þeir eru á 4. og 5. vetri. í
vetur voru 24 stóðhestar á járnum
hjá stöðinni, og vinna tamninga-
mennirnir að þjálfun þeirra jöfnum
höndum. Fjöldans vegna er varla
unnt að koma á bak þeim öllum
daglega, en einhverja hreyfingu fá
þeir þó alla daga.
Að tamningunni lokinni er síðan
tekin ákvörðun um framtíð hvers
og eins hests, þó í flestum eða nær
öllum tilvikum hafi þeir áður farið í
gegnum hreinsunareld á stöðinni.
Framtíðin ein getur endanlega
skorið úr um hvort þeir verða taldir
hæfir til undaneldis, en reynt er að
fá fyrstu reynslu á hestana sem
fyrst með því að nota þá til
undaneldis þegar á þriðja ári. —
Folarnir eru flestir leigðir út á
sumrin, og í sumar er til dæmis
búið að koma því sem næst öllum
hestunum 50 til bænda og hrossa-
ræktarsambanda víða um land.
Sérstakar reglur gilda um leigu og
flutning, eftir því hvert á land
hestarnir fara, og er reynt að sjá
svo til að kostnaður verði svipaður
fyrir þá aðila er hestana taka á
leigu, hvort heldur þeir búa í
nágrenni Stóðhestastöðvarinnar
eða í fjarlægum landshlutum.
Ekki ætlunin að koma
upp kynbótabúi
Þorkell segir, að ekki standi til að
koma upp kynbótabúi á Stóðhesta-
stöðinni eða í beinum tengslum við
hana, þar sem alin væru upp hross
undan hestum stöðvarinnar og sér-
staklega völdum hryssum. Þorkell
sagðist að vísu hafa séð slík bú
erlendis, svo sem í Þýskalandi, og
eflaust gætu þau gefið góða raun.
Hér á landi hefði hann hins vegar
meiri trú á því að Stóðhestastöðin
veldi úr fola og miðlaði þeim til
hrossaræktarmanna vítt og breitt
um landið, en bændurnir sjái síðan
sjálfir um uppeldið og framleiðsl-
una, bændur og aðrir hestaeigendur
á landinu. „Ég er þó opinn fyrir
öllum hugmyndum í þessu efni, og
vil alls ekki útiloka neitt," sagði
Þorkell, „en eins og er held ég að
núverandi fyrirkomulag henti
okkur best.“
Að sögn Þorkels er feikinóg
aðsókn að stöðinni. Á hverju ári
hafa verið nægilega margir folar til
að velja úr, en þó hefur ekki þurft
að vísa mörgum frá vegna þrengsla.
Fjöldi folaldanna sem valinn er, er
að sjálfsögðu breytilegur ár frá ári,
enda koma upp misgóðir einstakl-
ingar á einu ári til annars. Óvenju
fáir folar voru valdir síðastliðið
haust, eða fimm talsins eins og áður
greinir. Að sögn Þorkels hefur
tilkoma Stóðhestastöðvarinnar
heldur orðið til þess að draga úr
stóðhestahaldi hestaeigenda heima
í héraði, enda oft fyrirhafnarmikið
og erfitt að halda stóðhesta innan
um önnur hross. Því þykji mörgum
gott að geta komið hestum á
stöðina til geymslu og tamningar,
en margir stóðhestar eru þó í
uppeldi hjá mönnum víða um land
eins og áður.
Þrír starfsmenn
við stöðina
Nú starfa þrír menn við Stóð-
hestastöðina á Litla-Hrauni, þeir
Þorkell Þorkelsson frá Laugar-
vatni, Páll B. Pálsson úr Reykjavík
og Magnús Einarsson frá Gamla-
Hrauni við Eyrarbakka. Auk þess
sem Þorkell Þorkelsson er tamn-
ingamaður við stöðina er hann
bústjóri. Á sumrin eru túnin á
Litla-Hrauni nýtt til heyskapar, og
vinna sömu menn alla jafna við
heyskapinn, en túnin gefa næg hey
fyrir stöðina og raunar gott betur.
Leitað að nýjum stað
Eins og fram kom hér að framan
eru aðstæður ekki nægilega góðar á
Litla-Hrauni fyrir Stóðhestastöð-
ina, einkum hvað varðar aðstöðu og
aðkomu utan dyra. Innanhúss er á
hinn bóginn ekki yfir neinu að
kvarta, húsin bæði stór og loftgóð.
Rými er þar fyrir um það bil sextíu
hesta, og varla við því að búast að
þeir verði fleiri alveg á næstunni.
En vegna fyrrnefndra galla sagði
Þorkell, að nú væru menn mjög
alvarlega teknir að svipast um eftir
hentugum stað fyrir starfsemina,
og kæmu einkum þrír staðir til
greina. Norðlendinga sagði hann
gjarna vilja fá stöðina norður í
land, og væri þá rætt um Hóla í
Hjaltadal, sem æskilegan framtíð-
arstað. Sunnlendinga sagði Þorkell
vilja halda í stöðina, og þar kæmu
einkum til álita Torfastaðir í Bisk-
upstungum, og Gunnarsholt á
Rangárvöllum. Á Torfastöðum, sem
er ríkisjörð, hefur ábúandinn boðist
til að standa upp af búi sínu fyrir
stöðina, gegn því að fá þar vinnu, en
í Gunnarsholti er ríkið þegar með
ýmsa starfsemi sem kunnugt er.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörð-
un um hvert Stóðhestastöðin flyst,
en að því líður nú innan tíðar, sagði
Þorkell.
Hvert sem Stóðhestastöðin verð-
ur flutt, er þess þó að vænta að
starfsemin haldi áfram í svipuðu
formi, og vonandi að áframhald
verði á því merka starfi sem þar
hefur verið unnið, hrossaræktinni í
landinu til mikils framdráttar.
Anders Ilansen.