Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ1981
67
í STUTTU MÁLI
Iláskólabíó: Konan sem hvarf
(„The Lady Vanishes“)
Konan sem hvarf, er endurgerð einnar af
betri myndum meistara Hitchcocks, og er
sjálfsagt þeim mest til skemmtunar sem
séð hafa frummyndina. (En Hitch gerði
hana næst á undan Jamaica Inn, sem sýnd
var á kvikmyndahátíðinni í vetur.) Saman-
burðurinn sannar að tíminn þýðir ekki
alltaf framfarir.
„Hitch“ skipuleggur atriði í myndinni THE LADY
VANISHES - (árgerð 1938) (á bls. 132).
Anthony Page við leikstjórn THE LADY VANISHES -
árgerð 1980.
Af frímúrurum og fjöldamorðingjum
AUSTURBÆJARBÍÓ:
Vændiskvennamorðinginn,
(„Murdor by Decrce“)
Leikstjóri: Bob Clark. Iland-
rit: John Ilookins. Lciktjöld:
Harry Pottle. Aðalhlutverk:
Cristophcr Plummer, James
Mason, Donald Sutherland,
Genevieve liujold. David
Hemmings, Susan Clark.
Fyrir nokkrum árum barst
mér í hendur bókin _Jack the
Ripper: The Final Solution“.
Þar kom höfundurinn, Step-
hen Knight, með þá tilgátu að
morðinginn illræmdi hefði
verið handbendi frímúrara í
baráttu þeirra við að hvítþvo
breska aðalinn af hneyksl-
ismáli.
Svo virðist sem handrits-
höfundur þessarar kvikmynd-
ar, hafi einnig komist í téða
bók, þrátt fyrir að Knight sé
hvergi getið, bætt síðan ein-
um skammt af Sherlock
Holmes og Watson í súpuna.
A þeim tíma sem myndin var
framleidd, gekk og laus
vændiskvennamorðinginn
„The Yorkshire Ripper",
þetta óhugnanlega viðurnefni
brann á hvers manns vörum í
Englandi og vakti skelfingu.
Utkoman verður harla
ruglingsleg, langdregin og á
köflum yfirmáta ósennilegt
hnoð, sem í anda á engan
myndarinnar. Donald Suth-
skyldleika við hinar glæstu
kempur Baker-strætis.
Þeir Plummer og Mason,
sem Holmes og Watson, kom-
ast dálaglega frá sínu —
einkum Mason, og er samleik-
ur þeirra lang-skásti hlutur
erland bregður fyrir í hlut-
verki miðils, það er tilhlökk-
unarefni að fá loks að sjá
þennan afbragðs leikara í
góðu hlutverki — sem heimil-
isfaðirinn i Oscarsverðlauna-
myndinni Ordinary People.
Leiktjöld og búningar eru
dável gerðir og myndin oft
sannfærandi hráslagaleg, en
yfir höfuð er Vændiskvenna-
morðinginn fjarri því að vera
sú afbragðsfilma sem henni
er bersýnilega ætlað.
* .
Dansatriði úr rokksöngleiknum THE APPLE, sem Laugarásbió mun sýna í sumar.
A næstunni —
í Laugarásbíó
í sumar mun Laugarásbíó
bjóða gestum uppá eftirtald-
ar myndir: Nú um helgina
hefjast sýningar á Privatc
Lessons, með Sylviu Kristel,
og verður nánar fjallað um
myndina á næstu síðu.
Thc Apple, nefnist rokk-
söngleikur sem á að gerast á
því herrans ári 1994. Myndin
hefur því á sér nokkurn
vísindasögublæ, en fjallar í
rauninni um gamalkunnugt
efni — baráttuna á milli góðs
og ills.
Leikstjóri er Menahem
Golan, nafn sem er nátengt
kvikmyndagerð ísraels-
manna, en meðal mynda hans
má nefna Lupo. Operation
Thunderbolt og Tevy And
IIis Seven Daughters. Tón-
listin er eftir Coby Recht, og
er að sjálfsögðu flutt í
Dolby-stereo.
Walter Matthau og Glenda
Jackson, það góðkunna par úr
fjölmörgum myndum, fara
með aðalhlutverkið i Hop-
scotch, þriller sem hlotið
hefur mjög lofsamlega dóma.
Matthau leikur njósnara,
einn af þeim bestu, sem CIA
ætlar að fara að leggja á
hilluna. Hann grípur þá til
sinna ráða og hyggst eyði-
leggja starfsemi, ekki aðeins
CIA, heldur KGB og allra
helstu leyniþjónusta á vestur-
löndum. Verður þá að sjálf-
sögðu hið mesta hafarí og er
sagt að þau Matthau og
Jackson fari á kostum. Fjöl-
margir ágætis skapgerðar-
leikarar sjást í minni hlut-
verkum, þ.á m. Sam Waters-
ton, Ned Beatty, Herbert Lom
og Severn Darden.
Aðalmynd sumarsins í
Laugarásnum verður að öll-
um líkindum framhaldið á
þeirri vinsælu mynd Smokey
And The Bandit, en nefnist á
íslensku Reykur og bófi
koma aftur. (Smokey And
The Bandit Ride Again). Þau
Burt Reynolds, Sally Field,
Jerry Reed og Paul Williams
fara með sömu hlutverk og í
fyrri myndinni og nú lætur
Jackie Gleason sér ekki
nægja hlutverk Smokey
gamla, heldur fer með tvö við
viðbótar.
Hinn seinheppni lögreglustjóri Buford Justice i REYK-
UR OG BÓFI KOMA AFTUR.
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
Víbró
valtarar
Mjög handhagir
og auðveldir í notkun ^
Leitið upplýsinga
Aveling Barford
ERKÚR HE
SUNDABOHG 7 - 124 REVKJAVÍK SÍMI: 82530
□ Aveling Barford
BAveBng BartordMT