Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 30

Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 30
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981 Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyvrbjörnsson Siyvrbvr Pálsson aUdrottinsdegi líkt við stórfelldan uppblástur og gróðureyðingu þar sem áður voru fagrir skógar og ræktaðar lendur. Þó á kristin trú og kirkja enn mikil ítök í hugum fólks og margt bendir til þess, að staða hennar hafi um margt styrkst í seinni tíð ekki síst inn á við. Kirkjusókn er í vexti, almennari þátttaka í guðsþjón- ustunni og aukin safnaðarvit- und. „Enn þann dag í dag taka fámennir söfnuðir á sig gífur- legt starf við að endurreisa eða byggja frá grunni kirkjur sín- ar. Kirkjan er enn í dag mið- depill í hátíðakerfi lands- manna. Hundruð manna, jafn- vel þúsundir taka á hverjum degi þátt í kirkjulegu starfi, prestar, meðhjálparar, organ- istar og söngfólk. Á annað þúsund manns sitja í sóknar- nefndum í landinu. Mikið starf er árlega unnið til viðhalds kirkjum og kirkjugörðum. Kirkjan gefur út bækur og blöð, hún nær til útvarpshlust- enda að morgninum, á degi hverjum berst klukknaómur úr turnum hennar yfir borg og bæ. Kirkjan starfar án afláts, án stimpilklukku, fumlaus og hik- laus heldur hún áfram verki sínu, þjónustu sinni, hátiða- haldi sínu. Og dag hvern er barn borið til skímar, fólk gengur í hjóna- band, og yfir látnum er sungið versið um óttaleysið gagnvart hinum óumflýjanlega dauða. Allt þetta gerist undir múrvegg kirkjunnar með orð hennar sem undirspil við mestu atburði í lífi eins og sérhvers." (Harald- ur Ólafsson: Kirkjurit, 4.1977.) Islenska kirkjan stendur um margt á krossgötum á þessu kristinboðsári. Unnið hefur verið markvisst að því að laga íslensk framtiö - kristin framtíð Á hinum almenna bænadegi hefur íslenska kirkjan ávallt sameinast í bæn fyrir ákveðnu málefni, sem verið hefur ofar- lega á baugi i lífi þjóðar og kirkju. Bænarefnið tekur að þessu sinni mið af því að á þessu ári er þess minnst að 1000 ár eru liðin frá því að skipulegt kristinboð hófst á íslandi. Þess minnumst við með þakkargjörð fyrir hið liðna, alla þá blessun, sem við höfum notið á langri og farsælli sam- leið kristni og þjóðar. Og við minnumst þess með þvi að íhuga stöðu kirkjunnar í sam- tímanum og reyna að ráða í það hvert stefnir í þeim efnum og hvernig kirkjan getur betur rækt hlutverk sitt í sviptingum okkar tíma. Yfirskrift bænadagsins er að þessu sinni: „íslensk framtíð — kristin framtíð!" Þorvaldur víðförli kom í heiðið ísland með boðskapinn um Jesú Krist. Þó ætla mætti að hér hafi verið æði margt kristinna manna og talsverð kristin áhrif, þá var hér heiðið þjóðfélag og öll löggjöf og siðgæði byggt á heiðnum lífs- viðhorfum. Þorvaldur víðförli varð að hrökklast úr landi og svo varð um fleiri, sem hingað komu sömu erinda, en hér var þó hafin bylting, sem ekki var stöðvuð. Tveimur áratugum siðar var kristni lögtekin á íslandi — „en það urðu best tíðindi á íslandi," segir í forn- um ritum þar um. Síðan hefur kristin trú verið undirstaða Iaga og siða íslenskrar þjóðar. „Það er upphaf laga vorra, að allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður, son, helgan anda,“ segir Grágás. Oft hefur verið talað um það að íslendingar hafi aldrei orðið almennilega kristnir og ýmsir okkar áhrifamestu rithöfunda og menningarfrömuða á þessari öld hafa haldið því mjög á lofti. En það er sögufölsun af grófara tagi. Það þarf ekki að skyggn- ast djúpt í íslenska menningar- sögu og þjóðhætti til að komast að raun um að kristin lífsvið- horf hafa staðið hér ákaflega djúpum rótum, kristin guð- rækni og siðgæði hafa verið samofin lífi og hugsun þessarar þjóðar um aldir. Hinu er ekki að neita, að umbyltingar þess- arar aldar hafa valdið gífur- legum breytingum að þessu leyti, svo stundum hefur verið starfshætti hennar að kröfum okkar fjölþætta nútímaþjóðfé- lags. Þar er margt ógert. Unnið er að endurskoðun kirkjulög- gjafarinnar, sem er um margt afar úrelt orðin. Starfshátta- nefnd kirkjunnar, sem starfaði að frumkvæði Prestastefnu, vann ítarlegt álit og Kirkjuþing hefur fjallað um ýmsa þætti þess. Það er kirkjufólki mikið gleðiefni, að núverandi kirkju- málaráðherra, Friðjón Þórðar- son, hefur sýnt þessum málum mikinn áhuga og fullan vilja að stuðla að framgangi þeirra á Alþingi. Væntanleg er nú útgáfa Bibl- íunnar, endurskoðuð og sum- part endurþýdd. Það markar sannarlega tímamót, en núver- andi Biblíuþýðing er frá 1912. í sumar er væntanleg ný helgi- siðabók, sem unnið hefur verið að undanfarin ár og samþykkt var á Kirkjuþingi sl. haust. Á prjónunum er kirkjuleg bókaútgáfa og blaðaútgáfa og markvisst er unnið að endur- bótum og eflingu kristinnar fræðslu innan skólakerfisins og í söfnuðunum. Allt eru þetta mikilvægir þættir, sem varða framtíð kirkju og kristni í landi hér, og heill og framtíð ís- lenskrar þjóðar. Uppstigningardagur vikuna 24.—30. maí Sunnudagur 21h maí Jóh. 16, 23—30 Mánudagur 25. maí Mark. 1, 35—39 Þriðjudagur 26. maí Kól. U, 2—6 Miðvikudagur 27. maí I. Tím. 2. 1—8 Uppstigningardagur Mark. 16, U—20 Föstudagur 29. maí Kól. 3, 1—U Laugardagur 30. maí Lúk. 18 l—8a Vitnis- buröir um bœnina „Hálfnað er verk þá beð- ið er vel.“ Lúther. „Þegar bænin er þögnuð, þá er úti um trúna sjálfa.“ Thiele. „Málið er einfalt. Tak Nýja testamentið, loka dyrum þínum, tala við Guð og bið. Siðan skaltu gera það, sem skrifað stendur i Nýja testamentinu. Gerðu það raunverulegt með því að tjá það i verki. Það er kristin- dómur.“ Sören Kierkexaard. „Gleym ekki bæninni. Hvert sinn sem þú biður af hjarta, á ný tilfinning að vakna með þér, og með henni ný hugsun, sem þú þekktir ekki fyrr, og sem gefur þér nýtt hugrekki.“ Dostojevski. „í bæninni á hinn ein- mana viðmælanda, hinn þjáði þann sem skilur, hinn hamingjusami þann sem þakka ber. og syndarinn þann, sem unnt er að opna hjarta sitt fyrir.“ J. Nilsson. „Trúin á Guð er trú á kraftaverk. Að trúa á Guð er að vera í þeirri undra- veröld, þar sem eru ekki aðeins lögmál Guðs að verki, heldur og hönd Guðs. Kristnir menn þurfa aldrei að standa ráðlausir og dáð- lausir. Geti þeir ekkert annað. þá biðja þeir. Og bænin er stórvirki, því trú- in grípur þar fast um hönd Guðs, og þá eru engin takmörk fyrir því, sem get- ur gerst. Hvílik sæla mann- inum að þurfa ekki að beygja sig undir ok lög- málsins, heldur geta falið sig i föðurhendur Guðs.“ Kaj Munk. „Lofum hver öðrum því, að vera trúir í fyrirbæninni hver fyrir öðrum! Ég skal biðja fyrir þér um styrk, heilsu, þolgæði og vörn gegn andstreymi og freist- ingum. Bið þú um hið sama mér til handa. Og ef okkur er ekki ætlað að sjást fram- ar, þá skulum við minnast hver annars með þökk og fyrirgefningu i hjarta. Guð gefi okkur að fá að standa frammi fyrir hástóli hans i bæn hver fyrir öðrum.“ Bonhoeffer. „Ef bæn okkar er sönn þá er hún persónuleg af- staða til lifandi Guðs, og hlýtur sem slik að birtast i afstöðu okkar til annarra manna. Kærleikurinn til náungans er mælikvarði á heilindi bænarinnar.“ RoKer Sehutz. „Hvað er bæn? Bæn er að taka undir andvarpanir Guðs heilaga anda, að berg- mála orðin frá hjarta Jesú, hans sem er við hægri hönd Guðs, hans em einnig biður fyrir oss. Með honum, í honum, eru ailir þeir, sem eru og voru hans, lifs sem liðnir.“ SÍKurhjorn EinarsHon. „Bænin má aldrei hresta þig. Búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáö. lykill er hún aö Drottins náö." Ilallgrimur PéturHson. • * i r * I •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.