Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 6. JÚNÍ 1981 . HLAÐVARPINN . VeiíKtcppi hnýtt ok unniö úr leir. Mar»{o J. Renner við eitt verka sinna í Akó»{eshúsinu i Vest- mannaeyjum. BarnavaKKa sem Margo hefur hrtýtt. Ljósm. Mbl. SÍKunceir. Hnýtingarlist í Vestmannaeyjum IlnýtinKarlist er kannski nokk- uð sem ekki heyrist oft ok er ef til vill nýyrði. en ei»{i að síður er hér mjoK athyKÍisverð list. Um Ilvita- sunnuna eða frá 4.-8. júní verður opin sýnintí í AkÓKeshúsinu i Vestmannaeyjum á hnýtinKarlist- munum. Þegar ég leit við í sýningarsaln- um var listakonan að koma verkum sínum fyrir og eru þar á ferðinni bæði stór og smá verk. Mörg þau staerstu eru mikil handavinna, allt upp í 3 metra löng, eða frá lefti og niður í gólf. Um 50 verk verða á sýningunni, sem að mestu er unnin úr nylongarni, bómull og fleiri efnum. Kinnig eru nokkrir gler- munir og leirmunir á sýningunni. Um 20 verk eru að einhverju leyti pottahengi og varð Margo, en svo heitir listakonan, að rækta upp blóm sem verða í verkum hennar á sýningunni. Einnig eru ýmis stór- verk, eins og barnavagga, teppi, Ijósahengi, veggklukka, hengi fyrir fiskabúr og margt fleira. Margo J. Rennar heldur sína fyrstu sýningu á verkum sínum sem hún hefur unnið að á síðustu árum. Margo er Ameríkani. Kom fyrst til íslands sem skiptinemi 1971, en 1973 flutti hún hingað og hefur verið hér síðan. Fljótlega eftir að hún kom hingað fór hún að vinna að ýmsu á þessu sviði, en hún lærði handmennt og glerblástur í háskóla í heimaborg sinni, sem er útborg Milwaukee, en einnig var hún í einkanámi við glerblástur og fieira. Aðspurð sagðist hana langa til að vinna við glerblásturinn, en henni hefði ekki gefist tími til þess þó hún eigi öil tæki til þess. Kannski næsta sumar ogþájafnvel úti á góðviðrisdögum niður á torgi. Margo hefur kennt hnýtingar og fleira í námsflokkunum hér, auk þess að standa fyrir námskeiðum í hnýtingarlist. Þessi listgrein er verulega í sókn, bæði í Reykjavík og úti á landi, en hún sagðist halda að þetta væri fyrsta einkasýningin sinnar teg- undar hér á landi. Nær öll verkin eru teiknuð, útfærð og hönnuð af henni sjálfri. Hnýtingarlist er gömul listgrein, a.m.k. frá miðöldum, en þá var nú efnið annað sem notað var, hamp- ur, hrosshár og fleira. Þá voru unnin margskonar höfuðskraut á konur, sennilega hefur þessi, eða lík list, borist til Bandaríkjanna með Spánverjum. — Sigurgeir og _ ____ m í þann mund sem íólk var aft lesa um það frétt í blöðum að meirihlutinn hefði með samþykkt í fræðsluráði ákveðið að loggja niður meðferðarheimilið fyrir taugaveikluð börn á Kleifarvegi, eina heimilið sem rekið er af Reykjavíkurborg fyrir börn sem eiga við slíka erfiðleika að striða, þá tóku ýmsir upp boðskort um að koma í Höfða í móttöku vegna ráðstefnu um skipulag á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga, sem haldin er í Reykjavík. En ein aðalrök þeirra sem leggja vilja heimilið fyrir taugaveikluð börn niður eru þau, að viðkomandi ráðuneyti, menntamálaráðu- neytið, vilji ekki lengur leggja íram sinn skerf, og báðum aðilum þykir reksturinn á meðferðarheimili of dýr fyrir borgarsjiið og ríkissjóð. Þótti sumum þetta dálítið skondið. Siggi Steindórs opnar verslun Annar ekki eftirspurn „Ég hef verið með Orobronze á markaði í þrjár vikur og eftir- spurn er gífurleg. Raunar anna ég henni ekki frekar en Frakkar, sem hafa framleitt efnið frá 1977. Hvarvetna hefur eftirspurn verið meiri en framboð og mér er sagt, að Orobronze sé nú helsta smygl- varan frá Kanada til Bandaríkj- anna,“ sagði Sigurbjörn Friðriks- son í samtali við blaðamann í vikunni en hann flytur inn efnið Orobronze. Litarefni þetta hefur vakið mikla athygli og farið eins og eldur um sinu víðs vegar um heim. Fólk borðar pillu og verður brúnt; svo einfalt er það. En er það ekki hættulegt? „Nei, það er algjörlega skaðlaust. I Orobronze er karotin, litarefni úr náttúrunni en það finnst aðaliega í gulrótum en er tilbúið, „synthetic canthaxanthin". Þannig að það framleiðir ekki A-vítamín í líkam- anum eins og gulrætur. Því er það algjörlega skaðlaust og veldur engu ofnæmi. Samkvæmt bréfi sem ég hef hér frá yfirlækni húðsjúkdómadeildar Landspítalans og eiturefnanefnd, þá er Orobronze algjörlega skað- laust og er ekki þekktur ofnæmis- valdur. En gæta skal sömu varkárni í sólböðum og um eðlilegan húðlit sé að ræða. Litarefni fer aðeins í fituvefi likamans og því litar það ekki neglur augnhvítu né hár. Og það er ágætt að taka Orobronze með sólböðum og sólarlömpum svo og einnig sólarlandaferðum til að auka brúnkuna. Með Orobronze eins og öðrum efnum eru hættumörk. Og hættu- mörk Orobronze eru 20 þúsund hylki í einu, en dagskammturinn er eitt hylki. Það segir sig sjálft, að að taka 20 þúsund hylki er hverjum manni ofraun og undir- strikar það skaðleysi Orobronze," sagði Sigurbjörn Friðriksson. Þú ert nú ekki mikill herramað- ur! Nei, en þú ert nú heldur ekki Ijóshærð... SIGUROUR Steindórsson stofnaöi fyrir skömmu nýja verzlun í Kefla- vík, Sportvörubúöina. Þar hefur hann á boöstólum Hummel-vörur, æfingabúninga, trimmgalla, regn- galla, fótbolta og fótboltaskó. Einnig innanhússíþróttavörur ýmsar almennar sportvörur. og Siguróur Steindórsson var áður snjall íþróttamaöur og síöustu árin starfaöi hann ötullega aö knatt- spyrnumálum í Keflavík en dró sig í hlé síöastliöiö haust. „Nú eru komnir ungir og frískir strákar til aö annast þessi mál,“ sagöi Sig- uröur í stuttu spjalli vió blaða- mann. Hjólmundur:] Hjólmundur eða Uenato tíertoli hjá nokkrum þeirra hjóla sem hann leigir m.a. íslendingum í Lignano. Ljósm. RMN. Leigir íslending- um hjól á Ítalíu Hjólmund eða Hjóla, kannast flestir þeir tslendingar við sem gist hafa Gullnu strönd Lignano. Hjólmundur heitir i raun Renato Bertoli og hefur hjólaleigu í byggingu þeirri sem farþegar Útsýnar búa i á Lignano og hafa þeir gefið honum viðurnefnið. Ef hann er spurður hvort hann kunni islensku svarar hann „tíara litið.“ Hann getur lika komið þvi til skila á íslensku að viðskiptavin- irnir eigi að „borga strax“. Renato hefur aldrei komið til íslands en segist eiga þar marga vini og það sýna líka glöggt mörg póstkort frá íslandi sem ánægðir viðskiptavinir hafa sent honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.