Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 39 ÞÖRSiCAFE Lokað i kvöld og annan í hvítasunnu. £iúblm Opiö 9—11.30. Hljómsveitin HAFRÓT verður meó fjörið hjá okkur á 4. hæóinni í kvöid. Pétur Steinn og Baldur sjá um aó snúa plötunum rétt og þetta ætti aö vera nóg til þess aó allir mæti í Klúbbinn í kvöld .. .I Annan í hvítasunnu opiö 9—1. K Englendingarnir BOBBY HARRISSON og GUS ISADORE koma í heimsókn og leika rokk, reagge og blues ásamt Gunnari Hrafnssyni og Ein- ari Jónssyni Opiö í hádeginu frá 12—14.20 og í kvöld frá 18—23.30. OÐAL í hjarta borgarinnar Óöal óskar öllum landsmönn- um gleöilegrar hátíöar og veöurblíöu um helgina. Sjáumst heil. OÐAL Helgarvinnubann Helgarvinnubann í hafnarvinnu og viö alla fiskverkun veröur í sumar frá og meö 13. júní — 1. sqpt. n.k. Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkakvennafélagið Framtíöin, Verkamannafélagiö Hlíf. Námskeið fyrir afgreiðslufólk kynnt. F.v. Magnús E. Finnsson. framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, Gunnar Snorrason, formaður samtakanna, Þorvarður Elíasson. skólastjóri Verzlunarskóla íslands, og Guðni Þorgeirsson, starfsmaður Kaupmannasamtakanna. og formaður nefndar, sem undirbjó námskeiðin. , Ljósmynd Mbl. Kristján. Þriggja vikna námskeið fyrir afgreiðslufólk verzlana að hef jast: Gef a viðkomandi eins launaflokks hækkun VIÐ síðustu kjarasamninga verzl- unarfólks var gefin yfirlýsing þess efnis, að afgreiðslufólki yrði gefinn kostur á þvi að sækja námskeið i ýmsum verzlunarfræð- um, sem samtök vinnuveitenda myndu standa fyrir og ákveða námsefnið á. Eftir setu á slíku námskeiði skyldi afgreiðslufólkið fá eins launaflokks hækkun. Á vegum Kaupmannasamtaka ts- lands og Verzlunarskóla íslands hefur verið unnið að þessu máli undanfarna mánuði og verður fyrsta námskeiðið haldiö 22. júni til 10. júlí nk. í húsakynnum Verzlunarskólans. Mbl. hitti fyrir skömmu þá Gunnar Snorrason, formann Kaupmannasamtak- anna. Magnús E. Finnsson. fram- kvæmdastjóra þeirra, Guðna Þorgeirsson, starfsmann Kaup- mannasamtakanna, sem jafn- framt var formaður nefndar vegna námskeiðanna, og Þorvarð Elíasson, skólastjóra Verzlun- NÚ ERÚ 10 ár siðan hjónin Lísa Wium og Gunnar Jónsson stofn- uðu Keramikhúsið hf., og ráku fyrst i Keflavík en frá 1974 að Reykjavikurvegi 68 í Hafnar- firði. Laugardaginn 30. mai sl. flutti Keramikhúsið til Reykja- vikur og opnaði að Sigtúni 3. I frétt frá Keramikhúsinu segir, arskólans. Fyrsta spurningin var hvort þeir teldu svona námskeið eiga rétt á sér. Það var samdóma álit þeirra, að svona námskeið ættu tvímælalaust rétt á sér enda væru menntunar- mál afgreiðslufólks í algjörum ólestri. Með námskeiði eins og þessu væri hægt að bæta úr mesta þekkingarskortinum. Á námskeið- inu verða kennd undirstöðuatriði í greinum eins og verzlunarrekstri, verzlunarrétti, vörufræðum, með- ferð reiknivéla og hvernig verðút- reikningar eru gerðir og síðast en ekki sízt verður fólki kennd tján- ing og framkoma. I sambandi við tjáningu og framkomu gat Þorvarður Elíasson þess, að byrjað yrði á þeim þætti með aðstoð sjónvarps og segul- banda. „Það fær því hver nemandi að sjá sig í réttu ljósi og getur því bætt um betur í samræmi við það,“ sagði Þorvarður ennfremur. Kennarar á námskeiðinu verða að nú þegar fyrirtækið opnar í nýju húánæði í Reykjavík, muni það auka umsvif sín, bæta við leirbrennsluofnum og hafa til sölu litla slíka til heimila og skóla, rennibekki, verkfæri fyrir þá sem stunda leirmunagerð, glerunga og undirliti, pensla og hvaðeina til gagns við leirmunagerð. ýmist frá Verzlunarskólanum, eða þá ýmsir sérfræðingar úr röðum kaupmanna. Námskeiðið verður haldið að einum þriðja hluta í vinnutíma starfsfólksins og tveim- ur þriðju hlutum í eigin tíma, en hvert námskeið mun standa í um 45 klukkutíma, fyrir utan heima- nám, sem verður talsvert. Kennsla hefst klukkan 08.00 á morgnana og stendur til klukkan 10.20, frá mánudegi til föstudags. Áætlað er, að í hópnum verði 25 manns, en Þorvarður skaut því að, að hægt væri að hafa þrjá hópa í gangi í einu, þannig að alls gætu 75 manns tekið þátt í námskeiðinu. Varðandi framhaldið kom það fram, að þetta er einungis byrjun- in á námskeiðahaldi sem þessu. Þörfin væri augljóslega mikil. Rétt til að sækja námskeið, sem þetta, hefur allt afgreiðslufólk í verzlunum, hvar sem er á landinu, en það kom fram, að hugmyndin væri að fara síðar meir með námskeiðin út á landsbyggðina. Kostnaðurinn vegna þátttöku verður 700 krónur og greiða verzl- anirnar hann eins og sagði í upphafi. I nefnd Kaupmannasamtakanna vegna málsins sátu, auk Guðna Þorgeirssonar, Arndís Björnsdótt- ir og Jóhannes Jónsson. Af hálfu Verzlunarskólans tók þátt í þessu samstarfi Þorvarður Elíasson, skólastjóri. „Berjist trúarinnar góðu baráttu“ VOTTAR Jehóva á íslandi halda nú um helgina mót að Laugar- borg i Ilrafnagilshreppi. skammt frá Akureyri. Mótið. sem hófst 5.6. ber heitið „Berjist trúarinn- ar góðu baráttu**. Mót af þessu tagi eru haldin þrisvar á ári en hafa ekki verið haldin utan Reykjavíkur um all- langt skeið. Vottar Jehóva vilja því sérstaklega bjóða Akureyring- um að sækja mótið og munu heimsækja þá fyrir hádegi í dag í því skyni. Um eitt hundrað manns af Reykjavíkursvæðinu munu taka þátt í mótinu. Dagskráin fer fram í formi erinda, viðtalsþátta og umræðna. Aðalræðu mótsins flytur Bjarni Jónsson og nefnist hún „Horfum til framtíðarinnar með trú og hugrekki". Mótið er opið öllu áhugafólki um Biblíuna og aðgangur er ókeypis. Lísa Wium og Gunnar Jónsson í nýju húsnæði Keramikhússins í Reykjavik. Keramikhúsið opn- ar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.