Morgunblaðið - 06.06.1981, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.06.1981, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 „ÉG VARÐ t>RlOarI.,,, að dreyma hvort annaö. TM Rea U.S Pit. Off --iM riflhts rwerved © 1981 Los Angeles Times Syndicate Konan mín misskilur min ok nú þjóninn! HÖGNI HREKKVÍSI /AJTI HÖ6NA-MARAþONIÐ lí\Ð HÍR UM?" Svo ein- falt er það Hr. Flinkur skrifar: „Elsku besta Valgerður. Ég var að enda við að lesa bréf þitt í Velvakanda 24. maí sl. í fyrsta lagi hef ég aldrei haldið því fram að ég væri einn í heiminum, og heldur ekki hinir sem hafa beðið um endursýningu þáttarins með Bay City Rollers. Varðandi stöðnunina í tónlist BCR, og hina öru þróun hjá Bítlunum vil ég benda þér og fleirum á að hlusta annars vegar á Bítlalögin, „She loves you“ ('64) og „0 bla di o bla da“ (’69) og hins vegar á Rollers lögin „Shang a lang“ (’74) og „Stoned houses (parts 1&2)“ (’79), og þá máttu fara að tala um stöðnun — þ.e.a.s. hjá Bítlunum. Ég styð eindregið þá tillögu þína um að sjónvarpið keypti nýja poppþætti, því þá gæti maður kannski séð í það minnsta nýlegan þátt með The Rollers (Þýska sjónvarpið á áreiðanlega ein- hverja þætti með þeim í fórum sínum). Þetta með að setja BCR-þáttinn á undan Barbapabba var heldur slæmur brandari hjá þér. Mér er nákvæmlega sama hvort Rory Gallagherþátturinn verði endursýndur, en samt sem áður held ég því statt og stöðugt fram að erfiðara sé að setja saman létta og gripandi laglínu heldur en langdregin og, að mínu mati, leiðinleg gítarsóló. Og að lokum langar mig að beina orðum mínum til Valgerðar, Senor Zýkúrta (æðislega þróað dulnefni) og fleira fólks, sem er mér ósammála: Við erum ekki skoðanasystkin, og verðum það líklega aldrei, svo ég held að það sé óþarfi að halda þessu þrasi áfram. En ef þið viljið halda áfram þá held ég fúslega líka áfram. Én satt best að segja er ég orðinn þreyttur á þessu. Það eina sem ég bað um í upphafi var að sjónvarpið endursýndi þáttinn með Bay City Rollers, sem ég vona að verði, sumir hafa greinilega verið sammála mér en aðrir hins- vegar ekki. Svo einfalt er það.“ Frestur er á illu bestur Göngu-IIrólfur skrifar: „Það urðu margir furðu lostnir, þegar þeir fréttu að Alþingi hefði samþykkt hið stórgallaða frum- varp dómsmálaráðherra um breytingar á umferðarlögunum. Einkum voru það 2 greinar, sem gagnrýndar voru, og var önnur þeirra um að hjólreiðar skyldu leyfðar á gangstéttum. Dylst víst fáum, að hér er farið inn á mjög varhugaverða braut, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Lausn fundin Undirritaður var einn þeirra mörgu, sem bjóst við að þessi grein laganna yrði felld í þinginu, en því miður virðast þingmenn ekki hafa haft tíma til að hugsa þetta mál í ró og næði, enda mikið að gera síðustu daga fyrir þingslit, eins og títt er á því heimili. Eftir að hafa hugsað rækilega um þetta mál, datt mér þó í hug lausn sú, sem kemur fram í eftirfarandi línum: Gangstéttirnar glatast senn, gatan ætluð bílum einum. Geta nú allir göngumenn Gengið í rennusteinum. Það má kannski segja, að frest- ur sé á illu bestur, því að lögin koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. október nk.“ Um skrefatalningu innanbæjarsimtala: Eðlilegt að bíða eftir svari samgönguráðherra Friðrik Sophusson alþingis- maður skrifar: „Sl. sunnudag 31. maí skrifaði Jón Ögmundur Þormóðsson lög- fræðingur í dálk Velvakanda og beindi þá þremur spurningum til símamálaráðherra um svokall- aða skrefatalningu innanbæjar- símtala. Valkostir verði kynntir bingmonmim Reykvíkinga Eins og fram hefur komið í fréttum sendu 12 þingmenn Reykvíkinga símamálaráðherra bréf 30. marz, þar sem óskað var eftir svörum við nokkrum spurn- ingum, er varða skrefatalning- una. I lok bréfsins sagði orðrétt: „Við fyrirhugaða breytingu sem hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir símnotendur höf- uðborgarsvæðisins, verður að gera þá kröfu, að fyrir liggi upplýsingar um alla þá kosti sem fyrir hendi er við fram- kvæmdina. Hér með er óskað eftir að þeir valkostir verði kynntir þing- mönnum Reykvíkinga og fullt samráð verði haft við þá um alla framkvæmd málsins, áður en endanleg ákvörðun verður tek- in.“ Alfarið vísað til bréfs póst- og símamálastjóra Hinn 6. maí barst síðan svar frá samgönguráðuneytinu, þar sem alfarið var vísað til bréfs póst- og símamálastjóra til sam- gönguráðuneytisins, en það var dags. 27. apríl. Bréf póst- og símamálastjóra til samgöngu- ráðuneytis er til í fórum allra þingmanna Reykjavíkur. Ýmsar tæknilegar upplýsingar eru í því bréfi, en það svarar hins vegar ekki spurningum Jóns Ögmund- ar Þormóðssonar lögfræðings og er því eðlilegt að bíða svars samgönguráðherra við spurning- um Jóns, áður en rætt verður frekar um málið á opinberum vettvangi, enda hafa þingmenn Reykjavíkur óskað eftir að fullt samráð verði haft við þá áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ófullnægjandi upplýsinKar Að höfðu samráði við Guð- mund G. Þórarinsson, Ólaf Ragnar Grímsson og undirritað- an sendi Jóhanna Sigurðardóttir samgönguráðherra nýlega bréf, sem mér finnst eðlilegt að birta af þessu tilefni: „29. maí 1981 Samgönguráðuneytið Steingrímur Hermannsson Arnarhvoli. Sem svar við bréfi þingmanna Reykjavíkur dags. 30. marz hef- ur borist bréf frá samgöngu- ráðuneytinu dags. 6. maí, en með því bréfi fylgdi í myndriti svar póst- og símamálastjóra dags. 27. apríl til samgönguráðuneyt- isins. I bréfi samgönguráðuneytisins kemur fram, að upplýsingar þær sem fram koma í bréfi póst- og símamálastjóra séu svar við téðu bréfi þingmanna Reykjavíkur. Sem fyrr er hér um alls ófullnægjandi upplýsingar að ræða, enda einstök atriði, sem upplýsinga hefur verið óskað um, ákvörðunaratriði samgöngu- ráðherra en ekki póst- og síma- málastjóra. Ekki kemur heldur fram í bréfi ráðuneytisins hvort það hafi tekið afstöðu til ýmissa efnisatriða í tillögum póst- og símamálastjóra. Má í því sam- bandi t.d. benda á eftirfarandi: a) Hver verður skrefalengdin? b) Hvaða fyrirkomulag verði látið gilda gagnvart elli- og örorkulífeyrisþegum c) Hvort tekjuaukningunni verði dreift á öll langlínusamtöl d) Hvort skrefagjaldinu verði breytt. I bréfi þingmanna Reykvík- inga eru óskir þessar enn á ný ítrekaðar við samgönguráðherra og óskað eftir svari hans og ákvörðun um hvað fyrirhugað er varðandi einstök framkvæmda- atriði þessa máls. Virðingarfyllst Jóhanna Sigurðardóttir.““

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.