Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 44

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 44
Síminn á afgretóslunni er 83033 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 Einstæð hjónavígsla Brúðhjónin ásamt foreldrum sínum. F.v. Þórður Örn Sigurðsson, Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Sr. Dalla bórðardóttir, Agnar Gunn- arsson cand, theol. Helga Guðmundsdóttir og Gunnar Halldórsson. í GÆR voru gefin saman í Kópavogskirkju brúðhjónin Dalla Þórðardóttir prestur og Agnar Gunnarsson, cand. theoi. Hjónavígsluna framkvæmdi móðir brúðarinnar, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, en hún er, sem kunnugt er, fyrsta kona er vígð hefur verið til prestsstarfa á íslandi. en Dalla önnur. Það er því einstæður atburður á íslandi að kvenprestur framkvæmi hjónavigslu dóttur sinnar, sem einnig er prestur og brúðguminn reyndar guðfræðingur. Séra Auður Eir þjónar nú Kirkjuhvolsprestakalli, en brúðhjónin Dalla og Agnar munu innan tíðar setjast að á Bíldudal þar sem sr. Dalla er settur prestur frá 1. júní sl. í ræðu sinni yfir brúðhjónunum vitnaði sr. Auður Eir m.a. í hiblíuna þar sem segir að i hjónabandi beri báðum að hlýða og báðum að stjórna. Fiskverð hækkaði um 8% að meðaltali: Útgerðin rekin með 1,9% hagnaður af vinnslunni í NÝTT fiskverð var ákveðið á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær. Felur hækkunin í sér 8% meðalhækkun frá því verði, sem gilti til maíloka. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Eftir þessa fiskverðshækkun er frystingin rekin með tæplega 1% halla miðað við gengi dollarans í gær. Arni Benediktsson annar fulltrúi seljenda sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að gengi dollarans væri mikill óvissuþáttur og stöðu dollara bæri að túlka með meiri varfærni en gert hefði verið. Því hefði hann verið andvígur þessari ákvörðun fiskverðs. Hann sagði, að í raun væri staða fryst- ingar verri heldur en útreikningar segðu til um, þar sem framundan væri á næstu mánuðum mikil framleiðsla á óarðbærari tegund- um. Þó frystingin sé rekin með nokkrum halla þá er hins vegar nokkur afgangur á fiskvinnslunni í heild. Saltfiskverkun stendur bezt skv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, en nokkur óvissa er um stöðu skreiðarverkunar, þar sem Nígeríumenn hafa ekki enn tilkynnt um hvert verður há- marksverð á skreið, sem þeir kaupa í ár. halla. heild Hafnarfjarðarvegsdeilan í Garðabæ: Lögbannskröfu íbúanna hafnað B/EJARFÓGETI Garðakaupstaðar, Einar Ingimundarson, kvað í gær upp úrskurð í lögbannskröfumáli 71 Garðbæings, sem varðar framkvæmdir Vegagerðar rikisins við breikkun Hafnarfjarðarvegar- ins neðan Silfurtúns. Lögbanni var hafnað í úrskurðinum og kveðið á um að málskostnaöur falli niður. íbúarnir, sem kröfðust lögbannsins voru ekki taldir hafa fært sönnur á að rétti þeirra hefði verið raskað með framkvæmdum Vegagerðarinnar við breikkun vegarins. Einar Ingimundarson bæjarfóg- eti sagði í samtali við Mbl. í gær, að viðstaddir uppkvaðningu úr- skurðarins hefðu verið þrír fuli- trúar þeirra sem skrifuðu undir kröfuna, en það voru 71 Garðbæ- ingur. Þá hefðu bæjarstjóri og bæjarritari Garðakaupstaðar ver- ið á staðnum, einnig Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri og full- trúi hans. Jón Baldur Sigurðsson forsvars- maður íbúanna sagði í samtali við Mbl. í gær, að ekki væri enn ljóst hvort um framhaldsaðgerðir yrði að ræða né hvort úrskurðinum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í gærkvöldi, að eftir þessa fiskverðshækkun væri út- gerðin rekin með 0,9% halla að meðaltali samkvæmt útreikning- um Þjóðhagsstofnunar. Bátar (ekki loðnuskip) væru reknir með 3,2% hagnaði, minni togarar með 1,9% halla og stærri skuttogarar með 10,8% halla. Sagði Kristján, að staða margra togaranna væri ískyggileg. Olafur Davíðsson, fortstjóri Þjóðhagsstofnunar og oddamaður í yfirnefndinni, sagði aðspurður í gærkvöldi, að ekki væri um neinar yfirlýsingar eða aðgerðir að ræða af hálfu stjórnvalda vegna þessar- ar fiskverðsákvörðunar. Fundur hefur ekki verið haldinn í stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, en búist er við, að viðmiðunarverð verði sett jöfn markaðsverðum. Fiskverðið gildir frá 1. júní sl. til 30. september og í frétt frá Verðlagsráði sjávarútvegsins seg- ir m.a: „Þorskur og ufsi hækka um 9,1%, grálúða hækkar um 3%, verð á ýsu verður óbreytt og aðrar fisktegundir hækka um 8%. Gert er ráð fyrir að greidd verði uppbót úr verðjöfnunardeild Aflatrygg- ingasjóðs, er nemi 25%, á verð karfa og ufsa og 15% á verð skarkola, þykkvalúru og grálúðu." Fulltrúar kaupenda gerðu ekki bókun við ákvörðun fiskverðs. Einar Ingimundarson bæjarfógeti Garðakaupstaðar les upp úrskurð- inn i gær. Ljósm. Mbl. Guðjón Fá ekki rækju ofan á brauðið VEIÐAR á rækju við miðlinu milli íslands og Grænlands hafa gengið illa það sem af er sumri og höfðu sjómenn á orði, að þeir fengju varla ofan á brauð — hvað þá í salatið. Úti fyrir Norður- landi munu veiðarnar hafa geng- ið skár. 27 skip hafa fengið leyfi til djúprækjuveiða í sumar og þeirra á meðal er skuttogarinn Arsæll Sigurðsson frá Hafnarfirði. Tvö loðnuskip hafa fengið leyfi til þessara veiða, Bjarni Ólafsson og Arsæll. Minnstu bátarnir, sem fengið hafa leyfi til veiðanna, eru um 30 rúmlestir að stærð og eru margir þeirra frá Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. 64 laxar í Norðurá LAXVEIÐIN í Norðurá hefur gengið sæmilega það sem af er sumri. en veiðitimabilið þar hófst þann 1. júní. Um miðjan dag í gær voru komn- ir (54 laxar upp úr ánni, en flestir fiskar veiddust fyrsta daginn. Siðustu daga hefur Norðurá verið fremur köld, enda kalt veður, en í gær rofaði til og hlýnaði. í Norð- urá er veitt á 12 stengur. Af þeim 64 löxum sem fengist hafa, hafa 51 veiðst á maðk, en 13 fiskar hafa tekið fluguna. Samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk í veiðihúsinu munu flestir flugufiskarnir hafa tekið á flugu sem heitir „Þingeying- ur“. Tjöld bönnuð á flestum úti- vistarsvæðum í Rangárvallasýslu er mikill viðbúnaður af hálfu lögreglu- yfirvalda vegna hvítasunnuhelg- arinnar. Búist er við f jölda fólks i Þórsmörk þar sem á ÞingvöIIum, Laugarvatni, Þrastaskógi og í Þjórsárdal er hannað að tjalda þessa helgi vegna þess hve gróð- ur er kominn stutt á veg. Sérstök slysa og gæsluþjónusta verður í Þórsmörk og verður gjald innheimt við hliðið en það mun vera 20 krónur. Lögreglan á Hvolsvelli vill vara fólk við Krossá, því á árstíma sem þessum er mikið vatn í ánni. Fólk er eindregið hvatt til að sýna að- gæzlu þegar það fer yfir Krossá og tefla ekki í tvísýnu. MIKILL bílastraumur var úr höf- uðborginni í gærkvöldi. Umferð var mikil jafnt á Vesturlands- og Suðurlandsvegi. Lögreglan á Sel- fossi taldi að straumurinn lægi til Þórsmerkur. Þá var einnig mikil umferð um Akranes og fóru fjöl- margir vestur á bóginn með Akrá- borg í gær. Bað lögreglan menn að aka Akranesafleggjara með full- um ljósum í dag, því mikill rykmekkur hefur verið yfir vegin- um. Á það sama áreiðanlega við um fleiri þjóðvegi. Vitað var um eitt slys í gær- kvöldi. Bifreið fór út af Þingvalla- vegi. Einn maður var í bílnum en hann mun ekki hafa slasast alvar- lega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.