Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 1

Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 1
32 SÍÐUR 155. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981____________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stanislaw Kania i ræðustóli á aukaþingi pólska kommúnistaflokksins. Óeining um kjör Kania — bendir til átaka innan Tékkóslóvakía: Mann- réttindi- minnka Vin. 14. júli. AP. Alþjóðasamtökin Amn- esty International telja, að ástand í mannréttindamál- um í Tékkóslóvakíu hafi versnað mikið undanfarið og yíirvöld feli sig bak við ónákvæma lagabókstafi í baráttu sinni gegn mann- réttindum. Samtökin segja, að yfirvöld noti orð eins og „kollvörpun", „ófriður" og „undirróður" mjög frjálst. Þeim sé beitt blygðun- arlaust gegn einstaklingum, sem berjast fyrir skoðanafrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Samtök- in segja, að stuðningsmenn Charter 77 og aðrir, sem berjast opinberlega fyrir mannréttind- um, verði fyrir barði yfirvalda. Þeir hafi margir misst vinnu sína, orðið fyrir líkamsárásum og verið handteknir og yfir- heyrðir æ ofan í æ án þess að hafa nokkuð til saka unnið. CIA-for- ingi hættir Washington. 11. júlí. AP. NJÓSNAFORINGI hjá handa rísku leyniþjónustunni, CIA, og starfsmaður Ronald Reagans, for- seta, í kosningabaráttunni sagði af sér í dag vegna greinar, sem hirtist í Washington Post 1 morgun. Þar sagði, að Max Ilugel hcfði nefið tveimur kaupsýslumönnum á Wall Street uppiýsingar um ráðagerðir fyrirtækis, sem hann var forstjóri fyrir, og hjálpað fyrirtæki þeirra verulega á ólögleKan hátt. Hugel sagði, að ásakanir blaðsins ættu ekki við nein rök að styðjast, en það væri ekki rétt fyrir hann leyniþjónustunnar vegna að halda störfum sínum þar áfram. Varsjá. 11. júlí. AP. AUKAÞING pólska kommún- istaflokksins náði ekki sam- komulagi um endurkjör Stan- islaw Kania, formanns flokks- ins, á fyrsta degi þess í Varsjá á þriðjudag. Kosninganefnd rcyndi að koma sér saman um á fundi, sem stóð fram á kvöld, hvernig standa skyldi að kosn- ingunum. Diplómatar sögðu, að töfin benti til verulegs ósam- komulags innan flokksins og dvínandi áhrifa Kanias. Fulltrúar á þinginu sögðu fréttamönnum á þriðjudagskvöld, að þeir byggjust við, að Kania yrði endurkjörinn, en þrír aðrir kynnu að bjóða sig fram í formannsstöð- una. PAP-fréttastofan sagði, að kosninganefnd myndi hittast aft- ur á lokuðum fundi á miðviku- dagsmorgun, áður en þingið kæmi aftur saman. Kania setti aukaþingið í dag. Hann ítrekaði fyrir fulltrúunum, sem eru 1964 talsins, að hlíta ráðum miðstjórnar, svo að þingið yrði ekki „áhrifalaust fjöldaþing". Hann bað þjóðina að standa sam- einaða gegn erfiðleikum, sem steðja að. New York, 14. júlí. AP. ALEXANDER Ilaig, utanríkis- ráðherra Randaríkjanna, sagði i ræðu á þriðjudag. að Ronald Reagan. forseti, liti „alvarlegum og raunsæjum augurn" á takmörk- un vigbúnaðar i hciminum. Ilann sagði. að takmörkun vigbúnaðar væri undir jafnvigi stórveldanna komið og Bandarikin þyrftu þvi að eflast enn um stund. Ilann vísaði á bug fullyrðingum um. að stjórn Reagans hafi litinn áhuga á takmörkun vigbúnaðar og hafi rofið samband við Sovétríkin varðandi þau mál. Þetta var fyrsta ræða Haigs um stefnu Reagans varðandi vopnatak- markanir. Hann sagði, að stjórnin væri að bræða með sér margar hugmyndir um þessi mál. Hann sagðist vona, að samningaviðræður við Sovétmenn um staðsetningu meðaldrægra eldflauga í Evrópu gætu hafist um miðjan nóvember, en tiltók ekki tíma í sambandi við hugsanlegt framhald á SALT- samningaviðræðum stórþjóðanna. Haig sagði, að þjóðirnar þyrftu að koma sér saman um, hvernig hægt sé að fylgjast með vígbúnaði, þannig að báðar treysti, að samn- ingum sé framfylgt. Einnig þyrfti að finna leið til að bera ólík vopn stórþjóðanna saman, svo hægt væri að dæma um, hvort jafnvægi Viktor Grishin, formaður sendi- nefndar Sovétríkjanna á þinginu, sagði, að Pólverjar sjálfir yrðu að sjá um endurreisn kommúnista- flokksins í landinu. Hann sagði, að Sovétmönnum þætti þeim þó koma málið við, þar sem um sósíalistaþjóð væri að ræða. Sov- ríkti eða ekki. „Við erum ákveðnir í að finna lausn á þessum málum," sagði Haig, „og gera það, sem þarf, til að hægt verði að draga úr vígbúnaði beggja þjóðanna." En hann bætti við, að engir samningar gætu tekist, nema Bandaríkjamenn sannfærðu Sovétmenn fyrst um, að þeir væru tilbúnir að heyja vopna- kapphlaup, ef annað brygðist. Beirúl. Tel Aviv. 14. júli. AP. ÍSRAELAR skutu niður sýr- Icnska orustuþotu I lofthardaga yfir suður Líhanon í dag. Vélin var sovésk af MIG-23 gerð. Flugmað- urinn lést. Þetta var 14. sýrlenska orustuþotan. sem ísraelar skjóta niður, siðan loftbardagar milli þjóðanna hófust í júní 1979. Síðast skutu þeir niður vél yfir austur Lihanon 13. febrúar. ísraelsku þoturnar voru í árásar- ferð á bækistöðvar Palestínuaraba í Líbanon. 6 létust í árásinni og 35 slösuðust samkvæmt heimildum PLO. Þetta er önnur loftárás Isra- ela á Líbanon á tveimur dögum. flokksins éska sjónvarpið greindi frá þing- inu í dag og sagði að breytinga innan flokksins væri að vænta. Pólska stjórnin birti á mánudag efnahagsráðstafanir, sem hún kann að grípa til, ef ástand í landinu fer ekki batnandi. Stjórn- in boðaði allt að 220% verðhækk- un á matvælum og sagði að framfærslukostnaður kynni að aukast um 55% í ár. Hún sagði, að það þyrfti að endursemja um viðskipti við Sovétríkin til næstu þriggja ára og að það kynni að taka Pólland sex til sjö ár að endurgreiða 26 milljarða dollara lán, sem það hefur fengið á Vesturlöndum. Mun minna er gert úr aukaþing- inu í Varsjá nú en gert var úr flokksþingi árið 1980. Þá voru loforð gefin um miklar umbætur í landinu, en sumir óttast, að auka- þingið kunni að ákveða að ganga á bak aftur hluta þeirra loforða. í upphafi var áætlað að þingið stæði i 4 daga, en nú er talið, að það kunni að standa í allt að 10 daga. Óttast er, að aukin átök milli landanna kunni að spilla fyrir samningsumleitunum Philip Hab- ibs, sendiboða Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Hann er um þessar mundir í Saudi-Arabíu, en mun fara til Sýrlands seinna í vikunni. Honum mun væntanlega veitast erfiðara að semja við stjórn- völd í Damascus um brottflutning sýrlenskra eldflauga frá Líbanon svo skömmu eftir árás ísraela. ísraelar hafa hótað að sprengja eldflaugarnar í loft upp, ef þær verða ekki fjarlægðar með öðru móti. Ráfaði ein um Himalayafjöll Nýju Delhí. 14. júlt. AP. FINNSK 23 ára stúlka, Liisa Koskinies. kom til Nýju Delhi á þriðjudag. eftir að hafa ráfað villt um Himalayafjöllin i rúman mánuð. Ilún nærðist á trjálauf- um. grasi og von um að komast aftur til mannabyggða, eins og hún sagði sjálf. Loks hitti hún fyrir þrjá menn, sem voru að lcita hennar. „Ég trúði þvi varla, þegar þeir sögðust vera að leita mín.“ sagði Liisa, sem er nú 1 finnska sendiráðinu að jafna sig eftir gönguferðina. Liisa lagði upp í ferðina með þýzkum kunningja sínum í byrjun maí. 12. maí ætluðu þau að flýta sér í hellisskjól á undan stormi, en hún var þreytt, svo hann fór á undan henni. Þegar hún ætlaði að elta hann, villtist hún all hrapa- lega. Hún var illa útbúin og matarbirgðir voru fljótt uppurnar. Hún fylgdi lækjarsprænu og drakk úr henni. Hún vissi ekki, hvað tímanum leið eða hversu langt hún gekk. Einn dag kom hún í eyðiþorp og annan hitti hún fyrir munk, sem gaf henni ávexti, ost og brauð, en bauð henni ekki inn. Loks hitti hún tvo menn á hest- baki, sem köstuðu á hana kveðju, en stöðvuðu ekki. Þeir sögðu þó leitarmönnunum frá henni. Liisa hvíldist á sjúkrahúsi í Leh-héraði í nokkra daga, en var síðan flutt til Nýju Delhí. Hún veit ekki, hvað tekur nú við, en vonast til að hitta aftur þýzka vininn, sem hefur haft þungar áhyggjur af stúlkunni undanfarnar vikur. Alexander Haig: Raunsæ stefna í YÍgbúnaðarmálum Sýrlensk orustu- vél skotin niður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.