Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981
3
Hallgrímur Pétursson, formaður Hlífar:
„Hvetjum öll verka-
lýðsfélög til hreyfings
Framhlið skautahallarinnar sem risa á i Laugardal
Teikningar af 4400 m3
skautahöll lagðar fram
TEIKNINGAR af skautahöll.
sem fyrirhugað er að byggja i
Laugardal. voru lagðar fram á
fundi borgarráðs i gær. Jafn-
framt var lögð fram kostnaðar-
áætlun og tillaga um áfanga-
skiptingu framkvæmda. Teikn-
ingar þessar hafa hlotið sam-
þykki byggingarnefndar og
íþróttaráðs.
í framkvæmdaáætlun sem lögð
var fram ásamt teikningunum
kemur fram að byrjað verði að
grafa fyrir húsinu árið 1982 og
húsið steypt upp, jafnframt verði
þak og gaflar boðnir út. Árið 1983
verði gengið frá húsinu að utan og
byggingu hússins, að innan sem
utan, verði lokið árið 1984. Miðað
við framkvæmdaáætlunina er
kostnaðurinn við verkið 25,5 millj-
ónir. Verð á rúmmetra yrði sam-
kvæmt því, en húsið er 4400
fermetrar að stærð.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um hvenær hafist verður
handa við bygginguna, eða hvort
hún verður unnin í samræmi við
framkvæmdaáætlunina sem fram
var lögð ásamt teikningunum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ekki búist við að
borgarráð taki ákvörðun um þetta
mál alveg á næstunni.
Sótt um síldveiðileyfi
fyrir 404 fley, allt frá
skektum upp i skuttogara
Næstu borgar-
stjórnarkosningar:
Grænn“ listi
boðinn fram?
IIUGSANLEGT er að nýr
flokkur muni bjóða fram full-
trúa við næstu borgarstjórn-
arkosningar i Reykjavík, vorið
1982. Hefur hópur fólks. sem
áhuga hefur fyrir ýmis konar
umhverfisvernd. rætt saman.
en allt cr þó óráðið um frekari
gang mála.
Gert er ráð fyrir að með
haustinu geti mál þetta farið að
skýrast, en auk umhverfis-
verndar er talið mögulegt að
ýmis fleiri borgarmálefni verði
á stefnuskrá þessa nýja flokks,
t.d. dagvistarmál, en sem fyrr
segir er hér aðeins komin fram
hugmynd, sem er enn á um-
ræðustigi.
SAMTALS hafa 404 fley sótt um
lcyfi til sildveiða i haust og eru
þau af ýmsum stærðum og gerð-
um. Minnstu skipin eru jafnvel
óskráðar skektur. sem sækja um
leyfi til að veiða sild i beitu i
lagnet. en þau stærstu eru loðnu-
skip og reyndar einnig einn skut-
togari. I>að er Breki frá Vest-
mannaeyjum, sem fékk leyfi til
sildveiða í fyrrahaust.
74 bátar sóttu um leyfi til
síldveiða í reknet, en umsóknar-
frestur um síldveiðileyfi rann út um
síðustu helgi. í fyrra fengu 64 bátar
leyfi til reknetaveiða. 95 bátar
sækja um leyfi til hringnótaveiða
og er þar um vertíðarbáta að ræða.
í fyrra fengu 95 slík skip leyfi til
síldveiða í nót. Þá sækja nú 49
loðnubátar um leyfi til síldveiða í
hringnót, en í fyrra sóttu öll skipin
52 um slík leyfi. Til viðbótar er sótt
um leyfi fyrir skuttogarann Breka
frá Vestmannaeyjum, sem stundum
hefur verið á nótaveiðum, einkum
loðnu, en í fyrrahaust á síldveiðum.
Fjöldi þeirra skipa, sem sækja um
raunveruleg síldveiðileyfi, er því
219, en í fyrrahaust fengu 212 bátar
leyfi til síldveiða í reknet og
hringnót.
í fyrrasumar voru gefin út 126
leyfi til síldveiða í lagnet, en nú
hefur verið sótt um heimild til
veiða í lagnet fyrir 185 báta.
Sildveiði í lagnet er stunduð allt
umhverfis landið, en hún er ein-
göngu hugsuð sem beituöflun.
Minnstu bátarnir, sem væntanlega
leggja lagnet í haust, eru óskráðar
skektur, en stærstu lagnetabátarnir
eru í kringum 30 tonn að stærð.
í fyrra var mönnum leyft að
leggja lagnet 5. ágúst, reknetin 25.
ágúst og veiðar í nót byrjuðu 20.
september. Hvenær veiðar byrja í
haust fer eftir ástandi síldarinnar.
í fyrrahaust veiddust um 55 þúsund
tonn af síld, en fyrir vertíðina, sem
senn fer í hönd, hafa fiskifræðingar
lagt til, að afli fari ekki yfir 40
þúsund tonn.
„ÞAÐ ER allt óráðið eins og
staðan er í dag, en það verður
að fara að gera eitthvað
þegar samningar verða lausir
með haustinu.“ betta sagði
Hallgrímur Pétursson. for-
maður verkamannafélagsins
Illífar. er Morgunblaðið hafði
samband við hann vegna
harðorðaðrar ályktunar sem
samþykkt var á aðalfundi
Hlífar 29. júní sl. í ályktun-
inni var verkafólk um allt
land hvatt til að búa sig undir
harða kjarabaráttu.
„Við hvetjum öll verkalýðsfé-
lög til hreyfings," sagði Hall-
grímur, „en meta verður hvernig
staðan verður þegar samningar
verða lausir. Við gerum samn-
inga sem eru í lágmarki og þeir
eru síðan skertir stórkostlega.
Það hefði einhvern tímann ekki
verið gert.
Það eru allir orðnir gramir og
sárir yfir þessum vinnubrögðum
ríkisstjórnarinnar. Þeir standa
að samningum og skerða svo
kaupgjaldsvísitöluna eftir stutt-
an tíma frá samningsgerð.
Þessu má ekki taka þegjandi og
það mega verða miklar breyt-
ingar á hlutunum ef ekki verða
aðgerðir í haust.
Fyrst og fremst þarf að koma
til veruleg launahækkun. Loforð
í sambandi við skattalækkanir
hljóma verulega fallega en þeg-
ar á reynir fer afskaplega lítið
fyrir þeim.
Ríkisstjórnin hlýtur að fara
að undirbúa sig undir samn-
Hallgrímur Pétursson
ingagerð. Þeir hafa fengið æf-
inguna í gegnum læknana." Að
lokum sagði Hallgrímur að það
væri fráleitt að vera að semja
um hluti sem síðan væru gerðir
ógildir með einu pennastriki.
Lík skipverjans af
Lagarfossi fundið
LÍK unga mannsins. sem fór fyrir
borð á Lagarfossi í Norðursjónum
fyrir nokkru siðan. hefur fundist
að því er breska strandgsrslan
hefur tilkynnt utanríkisráðuneyt-
inu. Hefur verið staðfest að líkið
sé af Þorsteini Ingólfssyni. skip-
verja af Lagarfossi. Ilann var
tvítugur að aldri. ókvæntur og
harnlaus.
Skýrsla um málið mun væntaleg
frá Bretlandi til utanríkisráðu-
neytisins næstu daga.
Agúst frá Stóra-
Hofi látinn
ÁGÚST Guðmundsson. fyrrum
hóndi að Stóra-Hofi á Rangár-
völlum. lézt á Landakotsspítala
aðfaranótt laugardagsins 11. júli,
75 ára að aldri.
Ágúst var fæddur að Hvoli í
Mýrdal 6. júni 1906 en foreldrar
hans voru Guðmundur Þorbjarn-
arson og Ragnhildur Jónsdóttir.
Ágúst fluttist með foreldrum sín-
um að Stóra-Hofi á Rangárvöllum
1910. 1928 starfaði hann hjá
Bjarna Runólfssyni í Hólmi við
uppsetningu rafstöðva á Suður-,
Vestur- og Norðurlandi við góðan
orðstír. Síðan tók Ágúst við búi af
foreldrum sínum og gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum í sveit sinni.
Meðal annars átti hann sæti í
hreppsnefnd, í stjórn veiðifélags-
ins, skólanefnd, kjörstjórn og
skógræktarfélaginu.
Ágúst kvæntist þýzkri konu,
Magdalenu Guðmundsson, 1951 og
eignuðust þau tvö börn. Hún átti
tvö börn fyrir, dóttur, sem hann
gerði að kjördóttur sinni og son,
sem hann ól upp. Þau hjónin slitu
samvistum fyrir nokkru og bjó
Ágúst hjá tengdasyni sínum og
dóttur í Reykjavík hin síðari ár.
Bridgestone: Þaö besta undir bílinn.
Bridgestone dekkin eru allstaðar þekkt fyrir
mikinn styrkleika og slitþol.
Léttiö reksturinn og veljið Bridgestone
undir bílinn.
Sérlega hagstætt verö.
iili:
..‘'---í ■ '■ 'iJ"
■*■«*>
BILABORG HF
Smiöshöfóa 23. Sími: 81299