Morgunblaðið - 15.07.1981, Side 10

Morgunblaðið - 15.07.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981 Blóðgjafafélagið - félag blóðgjafa og áhugafólks stofnað annað kvöld Rætt við Olaf Jensson forstöðumann Blóðbankans Blóðgjafafélag, fyrsta félag sinnar tegundar, verður stofnað í Domus Medica annað kvöld, fimmtudagskvöld. Tilgangur félagsins verður að efla tengsl íslenzkra blóðgjafa og almennings við Blóðbankann, fræða blóð«jafa, almenning og stjórnvöld um mikilvægi blóðs til lækninga. Einnig að veita starfsemi Bióðbankans stoð á svipaðan hátt og mortí líknar- og styrktarfélög veita hinum ýmsu stofnunum heilbrigðiskerfisins. í tilefni þessa ræddi Mbl. við óiaf Jensson forstöðu- mann Blóðbankans og kynnti hann blaðamanni starf- semi Blóðbankans við EiríksKötu í Reykjavík. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði bankans og aðstaða blóðgjafa og starfsfólks verið bætt til muna. Með sanni má segja að meginstarfsemi Blóðbankans felist í söfnun og úthlutun blóðs og er bankinn eina stofn- unin hérlendis sem annast slíka þjónustu. Sagði Ólafur að sökum smæðar þjóðfélagsins væri það hentugasta fyrirkom- ulagið, en bankinn er með eitt útibú, í Borgarspítalanum í Reykjavík. Fyrir utan þennan meginþátt starfseminnar fer þar fram annað og yfirgrips- mikið starf, sem ekki lætur mikið yfir sér út á við. Er það vinnsla blóðhluta og blóðþátta og síðast en ekki sízt er þar unnið að veigamiklum rann- sóknum á blóðefnum, erfða- þáttum blóðsins og einnig á sviði blóðónæmisfræði og ónæmiserfðafræði. Ólafur sagði að allt frá stofnun Blóðbankans árið 1953 hefði verið haldin nákvæm skrá yfir alla blóðgjafa, sjúkl- inga og vanfærar konur. Nú væri fyrirhugað að koma þess- ari skrá inn í nýtt tölvukerfi sem yrði sameiginlegt fyrir allar deildir Landspítalans. Rannsóknir á sviði blóðflokka vörðuðu erfðagengni, tíðni sjúkdóma o.fl. Þá væri blóð- flokkarannsókn stór þáttur í mæðravernd. Þá hafa farið fram kannanir á blóðflokkum stórra fjölskyldna og eru niðurstöður þeirra rannsókna ómæld aðstoð í könnun erfða- sjúkdóma og erfðagengni. Það kom fram í samtalinu við Ólaf að miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum hvað varðar þennan þátt heilbrigð- isgeirans sem aðra. Hann sagði að nú væri til að mynda mun betri aðstaða til að geyma blóð. Blóð til beinnar yfir- færslu milli manna geymist í þrjár vikur, en að loknu því tímabili er nú unnt að vinna úr blóðinu „plasma", sem að hluta til er notað hérlendis til að vinna úr, en einnig er það selt til útlanda og þess í stað keypt inn til landsins storknunarefni og fleira sem til starfseminnar þarf. Ólafur sagði að blóðgjöfum hefði fjölgað ár frá ári í bankanum og einnig í ferðum bifreiða Rauða kross Islands. Sem dæmi nefndi hann að árið 1976 hafi blóðgjafir verið alls 8.440 en á síðasta ári um 12.000. Um 3.000 nýir blóðgjaf- ar hefðu bæst í hópinn á Ilúsnæði Blóðbankans hefur ver- ið endurbætt og fer blóðtaka nú fram i stórri, bjartri stofu, sem rúmar sex bekki. Áður voru aðeins þrir bekkir i bankanum. Ólafur Jensson forstöðumaður er lenjjst til vinstri á myndinni. Ljósm. Mbl. Gudjón Þá hefur biðstofa einnig verið stækkuð og spjaldskrá og skrif- stofuaðstaða er nú mun þægi- legri. Bióðgjafi biður hér cftir að starfsstúlka Blóðbankans finni spjaldið hans, en i skjalaskápun- um tveimur er fullkomin skrá yfir alla blóðgjafa. síðasta ári, fastir gefendur væru um 2.000 og margir þeirra gæfu blóð fjórum si- nnum á ári, en það er sú tíðni, sem talin er heilbrigðust fyrir mannslíkamann. Aðstaða til geymslu blóðsins er góð, en einnig sagði Ólafur, að bank- inn hefði stöðugan aðgang að mönnum í sjaldgæfum blóð- flokkum, þegar mikið lægi við. Væri þar um að ræða menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins og brygðust þeir ætíð vel við þegar á þyrfti að halda. Þar sem blóð geymdist ekki nema í um þrjár vikur ylti á miklu að hafa haldgóðar skrár og góða aðila til að leita til í slíkum tilfellum. Blóðbankinn er í ágætri samvinnu við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum og nefndi Ólafur sem dæmi að 10.—12. júlí sl. hefði verið haldið í Reykjavík þing nor- rænna blóðbankastjóra, en þau eru haldin til skiptis á Norður- löndunum á þriggja ára fresti. Þá hefur Blóðbankinn nána samvinnu við Evrópublóð- bankann, sem staðsettur er í Amsterdam. Sá, banki er hinn stærsti og fullkomnasti í Evr- ópu og þjónar Evrópulöndun- um hvað varðar sjaldgæfar tegundir blóðs og efnasam- banda, sem of kostnaðarsamt og erfitt er að vinna sérstak- lega í hverju landi fyrir sig. Um hugmyndina að stofnun félagsins annað kvöld og til- gang þess sagði Ólafur: „Marg- ar stofnanir og þættir heil- brigðiskerfisins njóta stoðfé- laga, svo sem Krabbameinsfé- lagið og sykursýkisfélag svo dæmi séu nefnd. Þessi félög tengjast starfi á ríkisspítölun- um og hafa reynzt starfsemi þeirra ómetanleg stoð. Fjár- veitingarammi hins opinbera hefur reynzt mörgum stofnun- um óþægur ljár í þúfu og hafa stoðfélög oft tekið til höndum hvað tækjabúnað snertir. Þá er annar þáttur og ekki veigaminni sem þetta félag á að geta sinnt, en það er 82455 — 82330 ] Efra Breiðholt — 4ra herb. falleg íbúð á 3. hæö. Ákveðin í sölu. Verð 530 þús. Kríunes — Einbýli Fokhelt hús á 1 hæð með tvöföldum bílskúr. Til afhendingar nú þegar. Verð 720 þús. Vesturberg — Raðhús á einni hæð auk rýmis í kjallara. Bílskúrsréttur. Verö 900—950 þús. Nýbýlavegur — Einbýli Húsið er alls 250 fm auk bílskúrs. 4 svefnherb., baöstofuloft, 2ja herb. íbúð að auki sem getur verið sér. Stór ræktuð lóö. Bergstaðastræti — 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Hagstætt verð. Laus nú þegar. Langholtsvegur — 3ja herb. stór samþykkt kjallaraíbúð Sér inngangur og sér hiti. Verð 380 þús. 2ja—4ra herb. óskast Höfum fjölda kaupenda að 2ja—4ra herb. íbúöum. Oft eru í boði verulega háar greiðslur fyrir réttar eignir. Skipti Hjá okkur eru margvíslegir skiptamöguleikar. Látið skrá eignir yöar til skipta. riGNAVER sr Suðurlandsbraut 20, símar 82455 — 82330. ^ Allir þurfa híbýli ★ Einbýlishús — Seljahverfi Fokhelt einbýlishús, 2 hæðir og ris. Innbyggöur tvöfaldur bílskúr. Fallegt hús. ★ 3ja herb. íb. — Kópavogur 3ja herb. íbúö á jaröhæö í tvíbýlishúsi. 1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Sér inngangur. ★ .3ja herb. íb. — Bergstaðastræti 3ja herb. íbúð á 1. hæö. íbúöin er laus. ★ 4ra herb. íb. — Sólvallagata 4ra herb. íbúö á 2. hæð. Nýlegar innréttingar. ★ 5 herb. íb. — Hraunbær íbúðin er 1 stofa, 4 svefnherb.. eldhús, bað, sér þvottahús, búr. Fallegar innréttingar. ★ Einbýlishús — Vogahverfi (sænskt timburhús) 1. hæð; 2 stofur, húsbóndaherb., eldhús, bað. Jaröhæö; 3 svefnherb., sjónvarpsskáli, bað og þvottahús. ★ íbúðir óskast Vegna mikillar sötu undanfariö vantar okkur á söluskrá allar stærðir íbúða. Höfum fjársterka kaupendur að öllum stærðum íbúða. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 43466 Dalbrekka — 2 herb. jaröhæð með sér inngangi. Laugavegur — 3ja herb. ofan viö Hlemm. Ný standsett íbúð. , Engíhjalli — 3 herb. 80 fm á 4. hæö. Laus í ágúst. Digranesvegur — Hæð 4ra herb. neðrl hæð f tvíbýli. Suöursvalir. Garðabær — Einbýli 138 fm á einni hæð í Lundun- um. Tvöfaldur bílskúr. Falleg lóð. Eign í sérflokki. Arnarnes — Einbýli Fokhelt 150 fm hús á einni hæð. Plast í gluggum. Grófjöfnuð lóð. Tvöfaldur bílskúr. Til afhend- ingar strax. Úti á landi Sauðárkrókur 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Stórar suður svalir. E Fasteignasalan EIGNABORG sf H«r~<oo<g ' 7« kowvogur W434áé4«J80i iðkirn Vithtátmur f msræon Stgrúrt KrðySr Lðgm Ólafur Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.