Morgunblaðið - 15.07.1981, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981
12
Minning:
Jón Helgason
ritstjóri og rithöfundur
Fæddur 27. mai 1914.
Dáinn 4. júli 1981.
Langdegið er tími starfa og lífs,
en alltaf er samt jötunninn við
Lómagnúp að kalla menn sinni
köldu raust, stundum að öllum
óvörum, og svo fór nú. Kannski
var ekki fullljóst, að hér var í
rauninni að ljúka langri ferð, því
að starfsaldur Jóns Helgasonar í
blaðamennsku var orðinn hér um
bil 44 ár, en hann hafði lítt verið
við krankleik kenndur.
Jón hóf sitt blaðamennskustarf
við Nýja dagblaðið í ársbyrjun
1937 og starfaði í þeirri grein alla
stund upp frá því, Iengst af hjá
Tímanum, en um sjö ára skeið hjá
Frjálsri þjóð. Allan sinn starfs-
tíma tók hann lifandi þátt í
daglegum viðburðum og hafði
fingurna eins og biaðamanni er
eiginlegt á púlsi þjóðlífsins og
fylgdist með hræringum þjóðar og
einstaklinga frá degi til dags.
Jón Helgason var Borgfirðingur
að uppruna, af kunnum ættum þar
í héraði. Foreldrar hans voru
Helgi Jónsson bóndi í Stóra-Botni,
sonur séra Jóns Benediktssonar í
Saurbæ, af ætt Benedikts Grön-
dals yfirdómara, og Oddný Sigurð-
ardóttir frá Efstabæ í Lundar-
reykjadal, en af Efstabæjarætt
eru margir þjóðkunnir Borgfirð-
ingar. — Jón ólst upp hjá foreldr-
um sínum til tvítugs. Skólaganga
hans varð ekki löng, en hann
stundaði nám á Laugum hjá Leifi
Asgeirssyni, frænda sínum, og
síðar í Samvinnuskólanum, en lítt
mun hann hafa fýst í bóndastöðu,
enda voru uppvaxtarár hans örðug
bændum. Jónas Jónsson, sem auga
hafði á hverjum fingri í leit að
álitlegum ungum mönnum, fékk
hann til blaðamennsku hjá nýju
flokksblaði sínu, og þar með var
ráðin framtíð hans og ævistarf.
Auðsætt er, að þeir sem fást við
blaðamennsku, öðlast meiri og
víðtækari reynslu en gengur og
gerist, og hefur sá skóli nýtst
mörgum íslenzkum blaðamönnum
til sjálfstæðra ritstarfa með ágæt-
um eins og dæmi sanna. I þeim
hópi stóð Jón Helgason mjög
framarlega. Um miðjan aidur hóf
hann sinn rithöfundarferil, og
lagði við ritstörf sín mikinn metn-
að og mikla elju og skilur eftir sig
dýrmæt höfundarverk, sem munu
lengi halda nafni hans á lofti.
Fyrst af frumsömdum ritum
Jóns mun vera Árbók Ferðafélags-
ins 1950, en það er lýsing átthaga
hans, Suður-Borgarfjarðarsýslu.
Varð þá nokkurt hlé á rithöfund-
arferli hans, en árið 1958 hófst
hann handa svo um munaði, og
urðu þjóðlífs- og mannlýsingar
hans í fjögurra binda verki, er
hann nefndi íslenzkt mannlíf,
mjög vinsælar og mikið lesnar,
enda er þar að finna marga
afburða vel ritaða sagnaþætti frá
fyrri öld. Síðar birtist þriggja
binda verk af sama toga, Vér
íslands börn, á árunum 1968—70.
Þá ritaði hann tvær sjálfstæðar
ævisögur, Orð skulu standa, ævi-
sögu Páls Jónssonar, sem er eitt
hans bezta verk, og Þrettán rifur
ofan í hvatt, æviþætti flækingsins
Jóhanns bera, ennfremur Annála
17. og 18. aldar, Tyrkjaránið og
sögu Borgarness á aldarafmæli.
Síðasta áratuginn tók Jón
Helgason að beina huganum
meira að samtíðinni og ritaði
fjögur smásagnasöfn. Naut hann
þar mikilla og alhliða kynna af
íslenzku samfélagi, umhverfi og
mannlífi, sem var nátengt
blaðamannsstarfi hans, en um-
fram allt var stílsnilld hans
óvenjuleg og ótrúleg orðgnótt og
leikni í íslenzku máli, sem lék við
tungu hans og penna oft með
fágætum töfrum.
Þar var komið sögu, að Jón
Helgason hugðist hverfa frá
blaðamennsku og gefa sig ein-
göngu að höfundarverki. Hafði
hann komið sér upp afdrepi á
æskuslóðum sínum og flutt þang-
að ritvél sína, þegar kallið kom.
Hann átti verk í smíðum, sem biðu
hans. Vinir hans og kunningjar
væntu enn mikils af honum. Verki
hans varð ekki lokið.
Jón Helgason fer ekki heim í
dalinn sinn í þeirri veru, sem ráð
hafði verið fyrir gert. Hann situr
ekki við sagnaritun, þar sem
vagga hans var undir þeim gneypu
fjöllum sem lykja Hvalfjörðinn,
þar sem Botnsúlur baða sig í
himinblámanum, en þó dvelst Jón
Helgason með nokkrum hætti
meðal vor. Hann skilur eftir sig
verk, sem enn um langan aldur
munu gleðja og styrkja íslenzkt
fólk og verða því til varnar í
lífsins stríði.
Eiginkonu og sonum Jóns
Helgasonar votta ég samúð við
fráfall þessa góða drengs.
Andrés Björnsson
í Botnsdalnum inn af Hvalfirði
er að finna á einum stað flest það,
sem prýðir mest íslenska náttúru.
Vetur, sumar, vor og haust blasir
þar við augum hin fjölbreytta
fegurð árstíðanna. Þar ilmar gróð-
ur vorsins og söngur fugla bland-
ast niði ár og fossa. Björkin
skrýðist grænum laufum sínum og
skógarins ilmur kryddar tilver-
una.
Þessi mynd kemur ósjálfrátt í
huga manns við skyndilegt fráfall
Jóns Helgasonar, rithöfundar og
ritstjóra frá Stóra-Botni. Sá sem
þetta ritar trúir því, að góðir
stofnar og æskuárin í faðmi ís-
lenskrar náttúru hljóti að eiga
sinn þátt í því að hafa mótað í
skapgerð Jóns þá óbilandi ætt-
jarðarást, tryggð við frelsi og
réttlæti, sem var svo ríkur þáttur
í lífi hans og ritstörfum.
Jón Helgason var um margt
óvenjulegur maður. Hann var
trygglyndur, vinfastur drengskap-
armaður og umfram allt þoldi
hann illa allt sem heitið getur
yfirgangur og óréttlæti. Samúð
með lítilmagnanum og þeim sem
órétti var beittur, var honum
jafnan ofarlega í huga, enda var
sú lífsskoðun hans jafnan eins og
rauður þráður í flestum hans
ritverkum í blöðum og bókum.
Sá sem setur á blað þessi
fátæklegu minningarorð hefir
margs að minnast við fráfall Jóns
Helgasonar. Tvítugur unglingur,
sem settist við blaðamennsku-
borðið við hlið hans, reynds í
starfinu, — og naut leiðsagnar
hans fyrstu skrefin á braut fjöl-
miðlunar og ritstarfa, mun seint
gleyma þeirri handleiðslu. Þar var
lögð áhersla á virðingu fyrir
íslenskri tungu, lipurð í frásögn,
jafnframt notkun kjarnmikils
máls, og ekki síst þeirri höfuð-
reglu, að ljós vitans í fjölmiðlun
og frásögninni væri réttlætið
sjálft. Virðing fyrir lifandi fólki
og sálum og minningu liðinna, —
mannhelginni.
Ef einhverntíma yrði stofnaður
blaðamennskuskóli á Islandi,
væru valdir kaflar úr ritum Jóns
og blaðagreinum holl lesning fyrir
nemcndur, sem læra vildu hvernig
meðhöndlun á fréttum og frásögn-
um nútíðar og þátíðar getur notið
sín best í góðum texta á kjarn-
miklu máli íslenskrar tungu, þar
sem gróin heiti eru notuð um það
sem frásagnarvert er í lífi þjóðar,
en ekki tölvutilbúið stofnanamál.
Slíkur lærdómslestur gæti einnig
orðið til fyrirmyndar þeim sem
segja vilja fréttir, án þess að
mannlegar sálir séu meiddar.
Með Jóni Helgasyni er horfinn
af ritvellinum einn snjallasti
blaðamaður og rithöfundur, sem
Island hefir lengi átt. Það hefir
stundum verið sagt um ítali, að
þeir geti aldrei búið til ljótan hlut.
Fegurð hinna fornu lista hefir
þannig greypst í þjóðarsálina. Á
svipaðan hátt má það um Jón
Helgason segja, að hann gat aldrei
skrifað lélegan texta, hversu
hversdagslegt það var, sem frá
þurfti að greina í daglegum
önnum fjölmiðlunar. Þegar best
lét og Jón fjallaði um hugleikið
efni, reis ritsnilld hans hæst, og
skapaði hann þannig margar perl-
ur í íslenskum bókmenntatexta,
snilldarverk, sem ekki gleymast.
Við fráfall Jóns Helgasonar er
mörgum söknuður í huga, ekki
aðeins eftirlifandi eiginkonu,
börnum og öðrum nákomnum,
heldur einnig stórum hópi vina,
sem dáðu hann og virtu fyrir þá
réttlætiskennd og drengskap, sem
aldrei brást — og þeim tugþús-
undum lesenda sem átt hafa
unaðsstundir við lestur þeirra
fróðleiks- og skemmtunarlinda er
frá penna hans runnu.
Guðni Þórðarson
Mér er tregt tungu að hræra
þegar mig langar til að kveðja Jón
Helgason örfáum orðum. Ber
hvorttveggja til: harmur eftir góð-
an mann genginn og svo hitt, að
ætti ég að minnast hans eins og
vert væri þyrfti til þess miklu
lengra mál en hér er kostur.
Eg sá hann skömmu áður en hið
sviplega andlát hans bar að hönd-
um. Hann var nýkominn ofan úr
Botnsdal þar sem hann hafði verið
að gróðursetja skógarplöntur
ásamt fjöiskyldu sinni. Þetta var á
sólbjörtu sumarkvöldi eins og þau
gerast fegurst í Reykjavík. Og það
jók á birtuna að Jón var óvenju-
lega glaður í bragði. Ævilangur
draumur hans hafði ræst. Hann
var að ljúka við að búa um sig í
góðu húsi í þessum fagra og
hlýlega dal þar sem hann sleit
barnsskónum og eyddi tveimur
fyrstu áratugum ævinnar. Þangað
„heim“ hafði hugur hans ávallt
staðið og nú var markinu náð.
Víst er það gott að síðustu
samfundirnir voru með þessum
hætti. Erfið hefðu orðið sporin að
hvílu hans sárþjáðs af erfiðum
sjúkdómi þar sem aðeins var beðið
dauðans. Og þó á ég erfitt með að
sætta mig við þessi óvæntu enda-
lok. Það gladdi mig mjög að hugsa
til þess að nú ynnist Jóni tóm til
að sinna ritstörfum og skógrækt á
þeim stað sem honum var kærast-
ur af öllum. Allt benti til að hann
gæti átt enn allmörg ár til að
starfa. Heilsan var góð og kjark-
urinn óbilaður. En þá vitjaði hans
sá sendiboði sem ekki verður vísað
á bug. Á bakka Svartár í Húna-
vatnssýslu féll hann í faðm fóst-
urjarðarinnar sem hann unni svo
heitt og fölskvalaust.
Við höfum kannski ekki leyfi til
að óska eftir annarri og síðbúnari
kveðjustund því að við vitum ekki
hvers við óskum. Og kveðjustund-
in er sársaukafull hvenær og
hvernig sem hana ber að höndum.
Meira en fjörutíu ára vinátta á sér
býsna djúpar og marggreindar
rætur. Og þegar æskuvinur hverf-
ur er eins og hverfi um leið
einhver hluti af manni sjálfum
sem aldrei verður endurheimtur.
í þessum örfáu og fátæklegu
kveðjuorðum er ekki ætlunin að
gera grein fyrir æviferli Jóns,
enda er það gert af öðrum hér í
blaðinu, og ekki heldur að tíunda
störf hans og hæfileika. Flestir
vita að hann var einn af örfáum
verulega ritfærum blaðamönnum
þjóðarinnar á þessari öld og átti
þar að baki langan og giftudrjúg-
an starfsferil. Ritverk hans, önnur
en blaðamennska, eru mikil að
vöxtum og bera Ijósastan vottinn
um stílsnilld hans og listatök á
íslensku máli. En hitt er ekki
minnst um vert að Jón var dreng-
ur góður í þess orðs ,fyllstu
merkingu. Mátti það ekki síst
marka af því hvernig hann reynd-
ist þeim sem minna máttu sín og
halloka fóru í lífinu.
Jón var kvæntur heilsteyptri
mannkostakonu, Margréti Péturs-
dóttur. Synir þeirra eru þrír,
atorku- og efnismenn, sem Jón bar
mikla umhyggju fyrir og studdi
dyggilega til mennta. Og sú um-
hyggja náði jafnt til tengdadætra
og barnabarna. Öllum þessum
aðstandendum vottum við Ingunn
innilega samúð á þessari örlaga-
stundu.
Valdimar Jóhannsson
Kveðja frá
Blaðamannafélagi íslands
Með Jóni Helgasyni er genginn
einn merkasti blaðamaður, sem
ísland hefur alið. Fjölmargir ís-
lenzkir blaðamenn hafa stigið sín
fyrstu spor á grýttri braut blaða-
mennskunnar undir öruggri hand-
leiðslu Jóns Helgasonar og ekki
færri en fjórðungur núverandi
félagsmanna í Blaðamannafélag-
inu hefur starfað undir hans
stjórn.
Jón hóf blaðamennskustörf sín
á Nýja dagblaðinu í Reykjavík í
janúar 1937, og starfaði hann
síðan alla daga — flesta lengur en
almennt gerist — á blöðum. Fyrir
utan geysileg afköst á sviði eigin-
legrar blaðamennsku gaf Jón
Helgason sér tíma til að rita
fjölmargar bækur um margvísleg
efni, flestar þó sögulegs eðlis.
Gamlir samstarfsmenn hans vita,
að þótt Jón hefði brennandi áhuga
á samtíð sinni, þótti honum ef til
vill vænna um fortíð þjóðarinnar
og sögu hennar. Hann var enda
óþrjótandi sagna- og vizkubrunn-
ur, sem allir gátu leitað til. Aldrei
komu menn að tómum kofunum
hjá Jóni Helgasyni, þótt hann
hefði aldrei notið langskólamennt-
unar.
Lengst af starfstíma síns starf-
aði Jón hjá dagblaðinu Tímanum
og um tveggja áratuga skeið var
hann ritstjóri þess blaðs. Því
starfi gegndi hann allt til dauða-
dags, sem bar að allt of snemma,
því ekki var annað að sjá og heyra,
en mikil lífsorka og lífsgleði byggi
enn í Jóni Helgasyni.
Jón Helgason hefur markað
djúp spor í sögu íslenzkrar blaða-
mennsku. Hann hafði og sín áhrif
á starf og viðgang Blaðamannafé-
lags íslands, þar sem hann gegndi
trúnaðarstörfum fyrr á árum.
Jafnan sýndi hann félagi sínu
áhuga og ræktarsemi.
íslenzkir blaðamenn eru Jóni
Helgasyni þakklátir fyrir þá
miklu ánægju og lífsreynslu, sem
það var að starfa með honum.
Blaðamannafélagið sendir ekkju
hans og börnum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Verktakasamband Islands:
Verktakaiðnaðurinn framleiðir
fyrir grundvallarþarfir mannsins
Dagana 1,—3. júní var aðal-
fundur Evrópusamhands al-
þj«'»ðlegra verktaka (Internat-
ional European Construcion
Federation. FIEC) haldinn í
London.
Þingið var sótt af fulltrúum
Verktakasambands íslands og
stjórn Verktakasambandsins
telur ástæðu til að vekja at-
hygli á eftirfarandi atriðum
sem fram komu á þinginu.
I.
Kreppa sú sem gekk yfir
hinn vestræna heim um 1975
kom mjög hart niður á verk-
takaiðnaði. Jákvæðari þróun
frá 1975 til 1980 hefur ekki
komið verktakaiðnaði til góða
sem skyldi og sá afturkippur
sem nú virðist vera að koma
fram getur haft alvarlegri af-
leiðingar en 1975 en svo virðist
sem stöðnun nú bitni enn einu
sinni helst á verktakaiðnaðin-
um.
Vegna þessa er þess krafist
af ríkisstjórnum þeirra þjóða
sem fulltrúa áttu á þinginu að
miklum fjármunum sé varið til
mannvirkjagerða þar sem:
A. Verktakaiðnaðurinn fram-
leiðir grundvallarþarfir
mannsins, svo sem húsnæði
og önnur mannvirki,
B. Fjárfestingin er innan-
lands,
C. Innflutningur er ekki mjög
stór hluti af fjárfesting-
unni,
D. Verklegar framkvæmdir
hafa mikil áhrif á allt
þjóðlíf og störf margfald-
ast,
E. Orkunotkun er tiltölulega
lítil við mannvirkjagerð,
F. Utflutningur á verktakaiðn-
aði (mannvirkjagerð) hefur
mjög hagkvæm áhrif á við-
skiptajöfnuðinn.
II.
Þegar haft er í huga það
mikilvægi sem alþjóðaviðskipti
og alþjóðasamanburður hefur
á efnahagslíf þjóðanna og að
framförum verði ekki náð í
verktakaiðnaði nema á grund-
velii nákvæmra upplýsinga tel-
ur fundurinn nauðsynlegt að
yfirvöld komi því til leiðar að
allar tölulegar upplýsingar
verði staðlaðar þannig að sem
mest not verði fyrir upplýs-
ingarnar.
III.
Ráðherra umhverfismála og
íbúðarbygginga hélt ræðu á
fundinum og kom greinilega
fram hjá honum skilingur á
þeirri nauðsyn að hafa sterkan
verktakaiðnað en slíkt hefur
jafnan komið fram í öðrum
vestrænum ríkjum þar sem
fundirnir hafa verið haldnir.
FréttatilkynninK.
Þrjár breiðskíí-
ur Mike Oldfield
gefnar hér út
Þrjár af breiðskifum Mike
Oldfields voru gefnar opinher-
lega út i siðustu viku hérlendis.
„Tubular Bells", hans fyrsta og
vinsælasta plata, sem hefur að
sögn útgefenda, Steina hf., verið í
stöðugri sölu hérlendis í sjö ár, en
platan kom fyrst til landsins 16.
júní 1973.
Hinar tvær eru plöturnar „Plat-
inium" og „QE2“, eru tvær síðustu
breiðskífur Oldfields.
Tónlist Mike Oldfields hefur
jafnan notið vinsælda þó ekki hafi
allar plötur hans gengið jafn vel.