Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 19

Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981 19 Álsamningar endur- skoðaðir fyrr og nú í SAMANTEKT vidræðunefndar um orkufrckan iðnað á árinu 1975 um málefni ÍSAL var vakin athygli á þróun kostnaðarverðs þeirra hráefna, sem Alusuis.se selur til ÍSAL hér á landi, frá lokahagkvæmnisathugunum Alusuisse 1967. Samantekt þessi var gerð vegna viðræðna Íslendinga við Alusuisse vegna framkominna krafna félagsins um skattaendurgreiðslu. Endurskoðunarfyrirtækinu Coopers & Lybrand í London hafði verið falið að athuga málið. I samantekt viðræðunefndar um orkufrekan iðnað var sagt, að súr- álsnotkun væri áætluð 1925 kíló á hvert tonn af áli og væri gert ráð fyrir því, að hvert tonn af súráli myndi kosta 70 dollara, eða ná- kvæmlega tiltekið 134.75 dollara súrálskostnaður á hvert áltonn. Samkvæmt nýjum samningi ÍSAL og Alusuisse, dagsettum 30. sept- ember 1974, sem gerður var eftir að íslenzkir endurskoðendur höfðu bent á veilur í fyrri samningi, er grunnsúrálsverðið orðið í maí 1975 176.50 dollarar tonnið, sem þýðir að súrálskostnaður á hvert tonn af áli er 339.76 dollarar, eða 152.14% hærra en gert var ráð fyrir í upprunalegu áætluninni. Einnig kemur fram á þessum tíma að anóðukostnaður á hvert áltonn er 120,5% hærra en gert var ráð fyrir í upphaflegu áætluninni. Hækkun á þessum tveimur aðal- hráefnum ÍSAL, sem keypt eru af Alusuisse, var því á þessu tímabili 142,2%, eða sem svarar 289.60 dollarar á áltonn, en hækkun sölu- verðs á sama tíma var 320 dollarar. í samantekt viðræðunefndar um orkufrekan iðnað segir, að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem nefndin hafi um verð á súráli, þá sé verðið í nýja samningi ÍSAL og Alusuisse í algjöru hámarki miðað við önnur verð á markaðinum. Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað og fulltrúar Alusuisse áttu viðræðufundi um endurskoðun raf- orkuverðs og skattlagningar ISAL fram eftir árinu 1975, Coopers & Lybrand skiluðu íslenzku ríkis- stjórninni skýrslu 29. ágúst, þar sem þeir sögðust þeirrar skoðunar, að súrálsverð það, sem ÍSAL-var gert að greiða á árinu 1974, hafi verið hærra en við mætti búast í viðskiptum óskyldra aðila, en sam- kvæmt álverssamningnum skyldu viðskipti ÍSAL og Alusuisse vera með þeim hætti sem tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Ríkisstjórn íslands líkaði ekki að fá svo ónákvæmt svar frá Coopers & Lybrand og var endurskoðun- arskrifstofunni því skrifað bréf og hún beðin um tölulegt mat á mismuninum. I svari sínu vísaði Árásir Sovétmanna á Fríðrík halda áfram: „Hagar sér eins og sérstakur lögfræðingur áskorandans - hefur APN eftir Tal og haft er eftir Spassky, að hann skilji ekki afstöðu forseta FIDE .66 í GREIN eftir Alexei Srebnitsky, sem APN fréttastofan sovézka hefur dreift. er haft eftir Boris Spassky, fyrrum heimstmeistara í skák, að hann drtlji ekki afstöðu Friðriks Ólafssonar. forseta FIDE. I greininni segir, að Friðrik Ólafsson hafi ekki svarað þeirri kröfu Sovétmanna að kalla þegar saman fund í framkvæmdaráði FIDE vegna ákvörðunar Friðriks um að fresta heimsmeistaraeinvíginu í skák um einn mánuð. í grein Srebnitskys segir, að í í greininni segir að sovézka skák- Sovétríkjunum telji áhugafólk um hreyfingin hafi kunnað að meta þróttir ákvörðun Friðriks gróft brot i reglugerðum, sem samþykktar voru » þingi FIDE 1979 og með frestun- nni hafi hann farið út fyrir valdsvið sitt. Sagt er í greininni, að ákvörðun- in hafi pólitískt yfirbragð eins og heimsmeistarinn, Anatoly Karpov hafi lagt áherzlu á er hann sagði: „Hefur ekkert með skák að gera og styðst ekki við reglugerðir." Bent er á, að Karpov hafi tekið þátt í mörgum mótum framan af þessu ári, og yfirleitt hafnað í efsta sæti. Síðan hafi hann minnkað þátt- töku í mótum, en einbeitt sér að fræðirannsóknum með heimsmeist- araeinvígið í september í huga. Korchnoi hafi hins vegar haldið áfram að taka þátt í mótum og frestunin geti því aðeins komið honum vel. Þess vegna hafi Mikhael Tal, annar fyrrverandi heimsmeist- ari, haft fulla ástæðu til að segja: „Ólafsson hagar sér eins og sérstakur lögfræðingur áskorandans." Srebnitsky segir,að þessi óumdeil- anlega staðreynd sé enn undarlegri þegar hefðbundin virðing fyrir meistaranum sé höfð í huga. Vitnað er í orð alþjóðlega meistarans Suetin, sem nú er við kennslu hér á landi á vegum Skáksambands íslands, þar sem hann sagði að Friðrik hjálpi áskorandanum, en við undirbúning heimsmeistaraeinvíga hafi heims- meistarinn alltaf verið í aðalhlut- verki á undirbúningsstigi mótanna. Friðrik Ólafsson og hafi átt von á, að hann yrði hreinskiptinn og óhlut- drægur og aðgerðir hans hafi virzt ætla að verða skákíþróttinni í heim- inum til framdráttar. Því miður hafi forseti FIDE þessi óskráðu lög að engu um þessar mundir. „Ég skil ekki afstöðu Friðriks Ólafssonar," hefur APN eftir Boris Spassky og hann leggur áherzlu á, að einvígi undanfarinna ára hafi farið fram við erfiðar aðstæður og flóknar, en að baki séu stöðugt vaxandi viðhorf fjarri íþróttum. Haft er eftir Spassky, að þetta sé mjög slæmt fvrir skákmenn og skákíþróttina sem slíka. Rifjuð eru upp einvígin um heimsmeistaratitilinn í Baguio og Reykjavík. Spassky vill þó ekki bera þau að öllu saman, þar sem Fischer hafi frekar verið að berjast gegn skipuleggjendum mótsins frekar en gegn andstæðingi sínum. Barátta Korchnois hafi hins vegar beinzt gegn andstæðingnum og hafi hann notað við það óheiðarlegar aðferðir og oft móðgandi. I niðurlagi greinarinnar er bent á, að Friðrik Ólafsson hafi tekið óskir áskorandans fram yfir óskir heims- meistarans er hann ákveð keppnis- stað. hann hafi valið Merano eins og Korchnoi hafi viljað, en að engu virt óskir heimsmeistarans um að tefla á Kanaríeyjum. Þó svo að boðið hafi verið upp á 200 þúsund svissneskum frönkum meira í verðlaun á Kanarí- eyjum hafi Friðrik valið Ítalíu. í greininni segir að FIDE fái 10% af verðlaunafénu og Friðrik hafi horft framhjá þeim þúsundum sem hefðu getað notað þetta fé í þágu skák- íþróttarinnar. í niðurlaginu segir síðan, að skák- hreyfingin í Sovétríkjunum haldi áfram að krefjast þess að haldinn verði fundur í framkvæmdaráði FIDE, sem ógildi ólöglega ákvörðun forsetans. Friðrik Ólafsson hafi tekið upp leik, sem sé ekki framkvæman- legur i skák. Ekki náðist í Friðrik í gærkvöldi vegna þessa máls, en hann er nú staddur erlendis. endurskoðunarskrifstofan til fag- tímaritsins Metal Bulletin, sem heimild þess áiits, að súrálsverðið sem ÍSAL var gert að greiða 1974, hefði verið 6,5% hærra en almennt tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Þessari staðhæfingu mótmælti Alusuisse og því til sönnunar var bréf frá ritstjórum tímaritsins, þar sem þeir sögðu upplýsingar Coopers & Lybrand ekki gefa rétta mynd af því, sem fram hefði farið í óform- legu samtali fulltrúa endurskoðun- arskrifstofunnar og ritstjóra Metal Bulletin, en efni þess hafi endur- skoðunarskrifstofan notað í hálfop- inbert plagg án þess að láta þess getið við ritstjórann. Að ósk Jóhannesar Nordal, for- manns viðræðunefndar um orku- frekan iðnað, sendu Coopers & Lybrand drög að skýrslu 3. október 1975, þar sem þeir kváðust gera tilraun til þess að setja fram mat á því súrálsverði, sem ISAL var gert að greiða 1974 og samanburði á því verði, sem tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Segir endurskoðun- arskrifstofan, að súrálsverð ÍSAL ætti að samsvara þvi verði, sem ISAL þyrfti að greiða í viðskiptum við þriðja aðila. Fyrirtækið bendir á, að það sé ekki um neitt eiginlegt heimsmarkaðsverð á súráli að ræða eins og áli og því verði að taka tillit til þess, að þær upplýsingar, sem tekizt hafi að afla um súrálsverð hrökkvi ekki til þess að segja nákvæmlega til um verð í viðskipt- um óskyldra aðila. Með þessum fyrirvara, sem hnykkt er á í lokaorðum skýrslunn- ar, en þar er sagt að mat á viðeigandi verði í viðskiptum óskyldra aðila hljóti frekar að teljast skoðun en staðreynd, komast Coopers & Lybrand að þeirri niður- stöðu, að lækka beri tölu ÍSAL um súrálskaup á árinu 1974 um 344 milljónir króna. Eftir viðræður Islendinga og Alu- suisse náðist samkomulag um breytingar á raforkuverði og breyttan hátt á skattlagningu fyrir- tækisins. Síðan var lítið rætt um þessi mál fyrr en Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, boðaði blaðamenn á sinn fund 16. desember á sl. ári. Ráðherrann sagði þar, að iðnaðar- ráðuneytið hefði unnið að könnun á verðlagningu á súráli til ÍSAL. Niðurstaða þeirrar könnunar væri sú, að innflutningsverð á súráli væri miklu hærra en eðlilegt mætti teljast miðað við útflutningsverð frá Ástralíu — þegar borin eru saman sambærileg verð, FOB-verð í báðum tilfellum, kemur í ljós, að á tímabilinu janúar 1974 til júní 1980 hefur súrálsverð hækkað í hafi um sem nemur að meðaltali um 54,1%, eða samtals um 47.5 milljónum dollara á verðlagi hvers árs. Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, tilkynnti ennfremur, að endurskoðunarskrifstofunni Coop- ers & Lybrand, hefði verið falið að gera úttekt á þessum málum og væri skýrslu þeirra að vænta innan fárra vikna. Það skeði hins vegar ekkert í málinu fyrr en nú í byrjun júlí, að skýrslan barst ráðherra. Ráðherrann hefur hins vegar ekki' talið ástæðu til að kunngera inni- hald hennar. Þess má geta í lokin, að í umfjöllun Ragnars Halldórssonar forstjóra ÍSAL í ÍSAL-tíðindum, 1. tbl. 11. árgangs, um „Orkumál í brennidepli“ segir m.a. um endur- skoðun aðalsamnings árið 1975: „Staðreyndir um endurskoðun aðal- samnings 1975 hafa verið rangfærð- ar í þá átt, að óeðlilega hátt súrálsverð hafi verið notað til að hækka raforkuverð. Þetta er mikill misskilningur. Árið 1975 voru að- stæður þannig, að báðir aðilar þurftu að semja um breytingar á aðalsamningi: ríkisstjórnin og Landsvirkjun vegna þess að orku- verðið átti að lækka 1. október 1975 og verða síðan óbreytt eða því sem næst í nær 20 ár, og Alusuisse vegna þess að þær reglur, sem giltu um framleiðslugjaldið, höfðu reynzt nánast óframkvæmanlegar. Þetta hvorutveggja varð til þess að gengið var til samninga, sem lyktuðu með því, að bæði var samið um hækkun á rafmagnsverði — og það tengt heimsmarkaðsverði á áli — og breytingar á reglum um fram- leiðslugjaldið, og þær færðar í viðunandi horf. Það var sem sagt um að ræða samninga um ákveðnar breytingar, sem báðir aðilar töldu sér hag í. 1973 var súrálsverð til ÍSAL eðlilegt að mati trúnaðarmanna ríkisstjórnarinnar. Á þeim tíma, sem liðinn er, hefur verð orku og súráls til ÍSAL hækkað álíka mikið í dollurum. Engu að síður á hækkun súrálsverðs að vera tortryggileg.“ Framhaldsaðalfundur Arnarflugs: Aðeins lá fyrir að kjósa nýja stjórn FRAMIIALDSAÐALFUNDUR Arnarflugs var haldinn í gærdag. en fyrir fundinum lá aðeins að kjósa fyrirtækinu nýja stjórn og raöa um önnur mál. Stjórnarkjöri hafði verið frestað vegna þeirrar miklu óvissu sem rikti um framtíð fyrirtækisins. vegna hins svokallaða hlutabréfamáls. en ríkisstjórn- in hafði gert að skilyrði sinu fyrir rikisábyrgð til Flugleiða i vetur. að Flugleiðir seldu starfsmönnum Arnarflugs hlutabréf sin i félaginu. að einhverju eða öllu leyti. Þetta mál hefur nú nýverið verið til lykta leitt með þeim hætti, að starfsmenn Arnarflugs kaupa 17,5% hlutafjár í félaginu af Flugleiðum, en Flugleiðir eiga eftir 40%. Það er því ekki fyrir hendi hreinn meirihluti Flugleiða í stjórn fyrirtækisins. í stjórn Arnarflugs voru kosnir þeir Arngrímur Jóhannsson, yfir- flugstjóri Arnarflugs, Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, Björn Theódórsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, Hauk- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Karnabæjar, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. I varastjórn voru kjörnir: Gunnar Helgason, Halldór Sigurðsson, Sig- urður Helgason jr., Sigurkarl Torfa- son og Örn Helgason. P\txO í\e* r Pinotex grund i I Pinotex ,=> extra MHrtii iiiii —I Pinotex struktur t Pinotex grund Pinotex extra Pinotex struktur Þessi Pinotex-viðarvörn er ætluÖ til að grunna ófrágenginn við. Seld í 1, 2xk og 5 lítrum litlaus og svört. Nýjung á Pinotex-sviðinu. Þessi viðarvörn lekur ekki niður, er óvenjulega litheld og að auki búin mikilli endingu og varnar- hæfileika. Seld í 1, 2xh og 5 lítrum. Níu litir og auk þess litlaus. Þessi Pinotex-viðarvörn skýrir og yarðveitir fagra og eðlilega æðagerð og byggingu viðarins. Seld í 1, 2%, 5 og 25 lítrum í 28 litum og litlaus. FÆST í ÖLLUM HELZTU MÁLNINGARVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.