Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981
23
Minning:
Magnús Norðdahl
múrarameistari
Fimmtudaginn 9. júlí sl. fór
fram i Fossvogskapellu útför
Magnúsar Norðdahl, fyrrv. múr-
arameistara, frænda míns og vin-
ar, og einnig hugsjónabróður.
Samkvæmt eindreginni ósk
Magnúsar var útförin mjög ein-
föld og látlaus. Á séra Sigurður
Haukur þakkir skildar fyrir það,
hversu smekklega og óþvingað
hann leysti verk sitt af hendi.
Það er ekki ætlunin að rekja hér
æviferil Magnúsar né heldur að
skrá niður neina lofgerðarrollu
um hann látinn. Ekki vegna þess,
að eigi megi margt gott um hann
segja eins og flest alla, sem lifað
hafa heila mannsævi, heldur
vegna þess að það væri ekki í anda
hins framliðna vinar.
Ég veit, að það var einkum eitt,
sem hann vildi, að ástvinir hans
hefðu hugfast að honum látnum,
en það var, að hann væri einmitt
alls ekki látinn, heldur lifnaður
við aftur í öðru lífi. Þetta var
honum alveg heilagt mál og bjarg-
föst sannfæring og það eina, sem
hann langaði til, að skrifað væri
um sig, eftir að hann flytti af
þessari jörð. Mér er það bæði ljúft
og skylt að verða við þessari ósk
hans.
Svo lengi sem ég man eftir,
alveg frá því að ég var barn,
snerust umræður okkar Magnúsar
frænda, eins og ég ævinlega kalla
hann í huganum, um það, sem
nefna mætti almenningsheim-
speki. Þá á ég ekki við heimspeki
eins og hún er skilgreind nú á
dögum, heldur í þeirri merkingu,
sem átt er við, þegar nöfn eins og
Plató, Sókrates eða Pyþagóras eru
nefnd.
Eins og svo margra manna, sem
hafa glöggt auga fyrir fegurð
náttúrunnar og fegurð mannlífs-
ins, var það líf og yndi Magnúsar
að velta fyrir sér undrum verald-
ar. Velta fyrir sér tilgangi lífsins
og hvert þetta allt stefnir, sem
nefnt er tilvera.
Ég hafði, eins og svo margir
aðrir, hreina unun af því að ræða
við frænda um þessi mál. Og það
er áreiðanlega engin tilviljun, að
ég get nú, er leiðir okkar skilja í
bili, fullvissað þá, er unna Magn-
úsi, að ég er sjálfur jafnsannfærð-
ur og frændi, að hann hafi ratað á
þá leið í leit sinni að tilgangi
lífsins, sem að okkar mati er
líklegust til þess að leysa gáturn-
ar, a.m.k. sumar, og einnig er
líklegust til þess að menn geti
sætt sig við ástvinamissi eða
glötuð tækifæri hér í þessu jarð-
lífi, en það er sú leið, sem vísað er
á í heimspekiritum vizkuvinarins
Helga Pjeturss, sem bera samheit-
ið Nýall.
Það var ekki undireins eða eftir
skamma íhugun, að Magnús
frændi öðlaðist sína sannfæringu,
heldur eftir næstum ævilanga leit,
vangaveltur og samanburð. Það
var margt í kenningum kristinna
manna, guðspekinga og spíritista,
sem féll vel að skoðunum Magnús-
ar, og jafnframt margt það, er
nútima vísindi varpa ljósi á varð-
andi lífið sjálft, en það var ekki
fyrr en með áðurnefndum kenn-
ingum, að frændi öðlaðist óbifan-
lega sannfæringu um það, að
menn lifðu áfram eftir svonefndan
dauða.
Og það var um þetta, sem hann
langaði til, að vinir sínir ræddu og
hugleiddu, eftir að hann væri
farinn héðan.
Ég hef nú reynt að verða við ósk
vinar míns og frænda hvað þetta
snertir og vona og. bið að allir
viðkomandi taki því vel.
Dóttur Magnúsar, henni Normu,
sem annaðist föður sinn í svo
mörg ár og alveg til hins síðasta,
sendi ég hugheilar samúðar- og
virðingarkveðjur og sömuleiðis
öllum öðrum ástvinum hans, jafn-
framt því sem ég sé í huga mér,
hvar Magnús frændi er setztur
upp í græna brekku, svipaða
þéirri, sem ég sit nú í, nema hvað
þar er sólskinið bjartara, litirnir
fegurri og mannlífið betra en bezt
er á jörðu hér.
Og þarna í brekkunni sé ég
alveg fyrir mér, hvar hann er
staddur meðal góðra vina í hróka-
samræðum um framhald og til-
gang lífsins.
Veri frændi kært kvaddur.
Kjartan K. Norðdahl.
Húsnæðisstofnun
ríkisins
verður lokuö kl. 10—12
fimmtudaginn 16. júlí vegna
útfarar
HAUKS VIGFUSSONAR,
fyrrverandi forstöðumanns
Veðdeildar
Landsbanka íslands.
+
Þökkum hlýhug og vinsemd viö andlát og útför
MARINÓS H. PÉTURSSONAR,
Noröurgötu 11,
Akureyri.
Halldóra Kjartansdóttir
og börn hins látna.
Þorgeröur Þorvarðar-
dóttir - Minningarorð
Fædd 5. nóvember 1925.
Dáin 3. júli 1981.
Hinn 9. júlí sl. var jarðsett frá
Fossvogskirkju skólasystir min og
vinkona, Þorgerður Þorvarðar-
dóttir. Það er ekki ætlun mín að
rekja að neinu ráði æviferil henn-
ar í þessum fáu kveðjuorðum. Ég
vil fyrst og fremst þakka henni
ógleymanleg kynni fyrr og síðar.
Haustið 1945 komum við saman,
nokkrar glaðar og áhugasamar
ungar stúlkur úr hinum ýmsu
landshlutum, til að stunda nám í
Húsmæðraskólanum á ísafirði.
Það þótti þá sjálfsagður hlutur að
mennta sig á því sviði til að búa
sig sem best undir húsmóðurhlut-
verkið. Námið var alger nýjung
fyrir okkur en allur aðbúnaður var
mjög ófullkominn.
Já, minningarnar frá þessum
vetri hrannast upp í huga mér. Ég
var svo lánsöm að lenda í sama
herbergi og Þorgerður — eða
Hodda eins og hún var kölluð —
og Kristín systir hennar. Við
komum ekki allar á sama tíma í
skólann. Sumar komu að sunnan
— aðrar að norðan. Ég gleymi því
seint. Ég sat í borðstofu skólans
og inn komu tvær systur frá
Hafnarfirði, fallegar stúlkur og
vöktu sérstaklega athygli mína
fyrir fágaða framkomu. Og eins og
fyrr segir urðu þær herbergisfé-
lagar mínir. Glugginn á herbergi
okkar vissi að sjónum, en skólinn
stendur við fjöruna. Þetta var
mikill frostavetur og fjörðurinn
fylltist af ís. En við létum það ekki
hafa nein áhrif á okkur, við tókum
námið alvarlega. Það kom fljótt í
ljós að Hodda bar af með allt
handbragð og það var henni leikur
einn að skapa listaverk, hvort sem
um var að ræða útsaum, sauma-
skap eða eitthvað annað.
Mánuðirnir liðu við störf og
leiki, gaman og alvöru — og kulda
— þar til útmánaðasólin tók að
ylja okkur. En tilvist hennar var
blandin örlitlum sársauka, því
okkur var ljóst að brátt mundu
leiðir skiljast.
Síðar tóku þær sem búa á
Reykjavíkursvæðinu upp þráðinn
á ný og stofnuðu saumaklúbb sem
enn kemur saman reglulega. En
stórt skarð hefur verið höggvið í
litla hópinn sem hittist á Isafirði
haustið 1945. Aujs Hoddu eru
látnar Hulda Jónsdóttir, 1974 og
Guðrún Sigurðardóttir, 1976.
Hodda fæddist í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Þorvarður
Þorvarðarson, verkstjóri, og Geir-
þrúður Þórðardóttir. Hún ólst upp
á heimili foreldra sinna í stórum
og glaðværum systkinahópi þar
sem tekið var á móti öllum af
hlýhug og frábærri gestrisni. Fjöl-
skyldan var ákaflega samhent og
þær voru sérstaklega samrýndar
systurnar, Hodda og Kristín.
Hinn 20. desember 1953 giftist
Hodda Höskuldi Ólafssyni, lög-
fræðingi, sem nú er bankastjóri
Verslunarbanka íslands. Þau
eignuðust yndislegt heimili og við
mótun þess komu hinir miklu
hæfileikar Hoddu best í ljós, allt
var gert af smekkvísi og snilld.
Hodda var ákaflega hlédræg að
eðlisfari en starf eiginmanns
hennar var þess eðlis að það lagði
á herðar henni ýmsar skyldur og
hún rækti þær af stakri prýði og
skaut sér aldrei undan því sem
hún taldi að sér bæri að gera. En
heimilið, sem hún skóp Höskuldi
og sonunum þeirra þremur, var
hennar helgireitur. Þar ríkti ein-
drægni og hamingja.
Hodda átti við mikla vanheilsu
að stríða síðustu árin en í þeirri
baráttu stóð hún ekki ein. Hún
naut slíkrar ástúðar og umhyggju
frá eiginmanni sínum að fátítt
mun vera.
Ég vil að lokum þakka Hoddu
fyrir allt, fyrr og síðar. Við hjónin
vottum Höskuldi, sonum þeirra,
tengdadóttur og sonarsyni dýpstu
samúð okkar.
Jóna Kristjánsdóttir
„Fiskisagan” um
Autolite
/lutolite var fyrsta verksmiðjan sem framleiddi kerti með mót-
stöðu og kerti með hinum svokallaða orku oddi. /lutolite kerti
eru til í 98% allra benzínvéla sem framleiddar eru í heiminum.
Framleiðsla /lutolite verksmiðjunar er rúmlega ein milljón
kerti á dag. Verksmiðjan í Fostoria, Ohio er sú stærsta sinnar
tegundar í heiminum undir sama þaki.
Að skilja hlutverk kertisins
Kertiö er siöasta þrep kveikishringsins.^
Þaö fær rafstraum frá háspennukeflinuy
í gegnum kveikjuna og framleiöir
háspenntan neista sem kveikir
í hinni samanþjöppuóu blöndu
lofts/benzfns, I hverju einstöku
sprengihólfi.
Ef allt vinnur á réttan hátt og
gott eldsneyti er notaö, veröur
jöfn brennsla af þessari
samanþjöppuöu blöndu,
þábyrjar sveifarásinn aó
snúast og vélin gengur
fullkomlega - meö
hámarksafköstumog
lægsta mögulegu
eldsneytisnotkun.
Sýnist einfalt, en
margt getur haft
áhrif á ásigkomulag
kertisins og afköst.
Stutt yfirsýn á hinum
einstöku hlutum
kveikikerfisins er rétt
byrjuntil þessaöskilja
hlutverk kertisins og
viöhald.
Kerti er ekki bara kerti,
þú kemst á raun um það
þegar þú skiptir yfir á
/lutolite
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
/lutolite
Sverrir Þóroddsson & Co.
Heildverslun Sundaborg7-9
Reykjavík Sími 82377