Morgunblaðið - 15.07.1981, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
Sykursnautt
Spur
ertu komínn á
nýja bragðið ?
Lilja betri
en oft áður
Lilja Guðmundsdóttir ÍR
er i áKætis keppnisformi um
þessar mundir, miðað við
þann áranRur sem hún hef-
ur náð á mótum i Sviþjóð að
undanförnu.
Á móti í Kil í júnílok hljóp
hún 800 metra á 2:08,51, og í
síðustu viku hljóp hún á
2:08,43 mínútum í Stokk-
hólmi. Sigraði Lilja þar í
B-hiaupi á miklu móti og
hefði áreiðanlega náð betri
tíma í betri keppni, því í
hlaupinu hljóp hún seinni
hring hraðar en þann fyrri
vegna iítils byrjunarhraða
andstæðinganna. Lilja á bezt
2:06,2 mínútur, en hefur í ár
verið betri en undanfarin ár í
800 metra hlaupi, þriðja
bezta hiaup hennar í ár er
2:08,7 mín. Lilja hefur aðeins
hlaupið eitt 1500 metra hlaup
á 4,30 mínútum, og eitt 400
metra hlaup á 60,12 sekúnd-
um.
Einar P. Guðmundsson
PH, sem flutzt hefur til
Svíþjóðar, náði sínum bezta
tíma um árabil í 800 metra
hlaupi í Oskarshamn um síð-
ustu mánaðamót. Hljóp hann
á 1:56,4 mínútum við slæmar
aðstæður. Kona hans, Lára
Halldórsdóttir, setti persónu-
legt met í hástökki í móti
ytra fyrir skömmu, stökk 1,63
metra.
ÍR-ingar með
námskeið í
frjálsíþróttum
Frjálsíþróttadeild ÍR hef-
ur ákveðið að efna til 3ja
vikna námskeiðs i frjáls-
iþróttum fyrir börn 8—13
ára.
Námskeiðið verður haldið
á Fögruvöllum, hinum nýja
frjálsiþróttavelli i Laugar-
dal. Kennt verður 5 daga
vikunnar, mánudag til föstu-
dags kl. 15.00-16.30.
Aðalkennari á námskeið-
inu verður hinn þekkti þjálf-
ari félagsins Guðmundur
Þórarinsson, íþróttakenn-
ari.
Skráning á námskeiðið er
nú þcgar hafin og þeir sem
áhuga hafa á að vera með,
geta komið upp á völiinn
daglega og látið skrá sig og
hafið æfingar um leið.
Námskeiðinu lýkur hinn
7. ágúst nk.
Tugþraut
um helgina
Ákveðið hefur verið að
efna til keppni í tugþraut
dagana 18. og 19. júli nk. ef
veður leyfir. í keppnisskrá
FRÍ stendur að þessa helgi
fari fram tugþrautarkeppni
Evrópulandanna. en i h(;nni
tekur Ísland ekki þátt að
þessu sinni. bvi þykir rétt
að gcfa þeim tugþrautar-
mönnum sem vilja, tækifæri
til að fara i gegn um þraut
hér heima á sama tima og
þrautir fara fram erlendis.
Keppnin fer fram á Laugar-
dalsvellinum og hefst
keppni klukkan 13 á laugar-
dag, en kl. 10 fyrir hádegi á
sunnudag.
14 ára
og yngri
MÍ í frjálsíþróttum 14 ára
og yngri verður haldið á
Selfossi dagana 25. og 26.
júlí nk. Þátttókutilkynn-
ingar skulu hafa borist
skrifstofu HSK i sima 99-
1189 í síðasta lagi miðviku-
daginn 22. júli.
Myndir frá landsmóti UMFÍ
Nokkrir ungir og upprennandi keppendur i frjálsum iþróttum úr
UMSK. Talið frá vinstri: Helga D. Árnadóttir, Ragna Ólafsdóttir,
Guðrún Sveinsdóttir, Kristján Harðarson og Guðni Sigurjónsson.
Óhætt er að fullyrða að unga fólkið i UMSK hafi komið öllum á óvart
með góðri frammistöðu sinni og þarf UMSK engu að kviða i náinni
framtið ef þvi tekst að halda vel á spilunum.
Myndir frá setningarathöfninni. Framkvæmdaraðili landsmótsins var
Ungmennasamband Eyjafjarðar. Framkvæmd mótsins var þeim til
mikils sóma. í ræðustól við setningu mótsins er Þóroddur Jóhannsson
formaður UMSE.