Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 32

Morgunblaðið - 15.07.1981, Page 32
Síminn á algreiðslunni er 83033 2florx5itnWní»ií> SMffttunMiifeifr MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981 Coopers og Lybrand um súrálsverðið: 16 milljón dollara hækkun miðað við óskylda aðila - 22-25 millj. dollara „í hafi“ Likan aí trébrúm á Tjörninni noróanveröri, en að þessum íram- kvæmdum hefur borKarskipulaK unnið að undanförnu á veKum Umhverfismálaráðs. Þetta likan er aðeins eitt af morKum. sem Kerð hafa vcrið ok sýnir ekki endanleKa mynd svæðisins. T.a.m. mun þeim hluta brúnna, sem teyKja anxa sina út frá tröppunum við Iðnó, verða sleppt. í fyrstu atrennu a.m.k. En stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir á næstunni við þann hluta. sem na>stur er Vonarstræti. TilloKur þessar eÍKa þó eftir að fara fyrir ByKKÍnKarnefnd Rcykja- víkurborKar. (Sjá tcikninKar ok frásöKn á hls. 16.) Hvetja til samningaviðræðna milli stjórnvalda og álfélagsins - Kanna ekki hugsanlegar málsbætur Alusuisse vegna umboðsskorts BRESKA endurskoðendafyrirtækið Coopers ok Lybrand telur, að með tilliti til súrálsviðskipta milli óskyldra aðila sé ekki óeðlileKt að álykta að á tímahilinu frá ársbyrjun 1975 fram á mitt ár 1980 hafi ísal Kreitt um lfi milljónum dollara hærra verð fyrir súrál til Alusuisse en tíðkaðist í viðskiptum milli óskyldra aðila á þessu timabili. SeKja Coopers ok Lybrand. að af þessum sökum séu ásakanir iðnaðarráð- herra um of hátt verð á súráli til ísals réttlætanleKar. Endurskoðend- urnir taka jafnframt fram, að vegna takmarkaðs umboðs i erindisbréfi iðnaðarráðuneytisins til sín haíi þeir ekki Kotað kannað, hvort þessi munur i súrálsviðskiptum ísals ok Alusuisse hafi verið minnkaður með einhverjum hætti. MeKÍnniðurstaða Coopers ok Lybrand i skýrslunni til iðnaðarráðu- neytisins um súrálsviðskipti ísaí ok Alusuisse er sú, að rétt sé, að teknir verði upp samninKar milli iðnaðarráðuneytisins. Alusuisse ok ísals um endurskoðun á raforkuverði ok breytta tilhöKun á skattKreiðslum vegna álversins. Fari þessi endurskoðun fram innan ramma aðalsamninKsins, sem Kerður var 19fifi milli íslensku ríkisstjórnarinnar ok Alusuisse en samninKur þessi var endurskoðað- ur 19fi9 ok 1975. Þá er það einnÍK álit Coopers ok Lybrand, að súrál hafi á athuKunartímahilinu hækkað um 22 til 25 milljónir dollara _í hafi“ á leiðinni frá Ástraliu til Straumsvíkur. EinnÍK i þessu tilviki seKjast endurskoðendurnir ekki hafa Ketað athuKað huKsanleKar gagn- Kreiðslur fn. Alusuis.se til ísals vegna takmarkaðs umboðs. Iðnaðarráðuneytið mun nú ætla að beita sér fyrir rannsókn á rafskautasölu Alusuisse til ísals til að kanna, hvort verðið á skautunum sé óeðlileKa hátt. Súrálsskýrslan svonefnda frá Coopers og Lybrand er enn trún- aðarmál, eins og kunnugt er, en í frétt Morgunblaðsins um hana í gær fullyrti ein heimild blaðsins, að „hækkun i hafi“ sé að áliti Coopers og Lybrand meira en helmingi minni en iðnaðarráð- herra og sérfræðingar hans héldu fram á sínum tíma. I fréttatil- kynningu þeirri, sem iðnaðarráðu- neytið gaf út 16. desember 1980 og er að ýmsu leyti upphaf þessa máls, segir, að „á tímabilinu janúar 1974 til júní 1980 hefur súrálsverð hækkað í hafi sem nemur að meðaltali um 54,1%, eða samtals 47,5 milljónir bandaríkja- dollara á verðlagi hvers árs,“ eins og bent er á í forystugrein Morg- unblaðsins í dag. Tölurnar 22 til 25 milljónir dollara í sambandi við þessa svonefndu „hækkun í hafi“, sem nefndar eru í skýrslu Coopers og Lybrand koma heim og saman við frétt Morgunblaðsins í gær. Segj- ast Coopers og Lybrand hafa tekið tillit til réttmætra athugasemda Alusuisse við fullyrðingar iðnað- arráðuneytisins og leiði þær til þessarar 22—25 milljón dollara lækkunar. Coopers og Lybrand fram- kvæmdu einnig athugun á mark- aðsverði á súráli, svokölluðu verði milli óskyldra aðila, sem sam- kvæmt aðalsamningnum um ál- verið á að ráða í viðskiptum Isals og Alusuisse. Við slíka athugun er ekki unnt að taka mið af heims- markaðsverði, því að það er ekki til í súrálsviðskiptum og er verð mjög breytilegt í þessum viðskipt- um. Séu súrálsviðskipti Isals og Alusuisse skoðuð frá ársbyrjun 1975 fram á mitt síðasta ár telja Coopers og Lybrand, að Isal greiði Alusuisse 16 milljón dollurum hærra verð fyrir súrálið en gerist og gengur milli óskyldra aðila á sama tímabili. I báðum tilvikum, hvort sem miðað er við „hækkun í hafi“ eða viðskipti óskyldra aðila, setja bresku endurskoðendurnir fram fyrirvara um að annað kunni hér að koma á móti í viðskiptum ísals og Alusuisse, er lækki þennan mun. Hins vegar hafi þeir ekki getað kannað þessi atriði vegna umboðsins, sem þeir fengu í erind- isbréfi ráðuneytisins á sínum tíma. Þessi atriði eru meðal ann- ars, að Isal kunni að hafa fengið hærra verð en ella fyrir fram- leiðslu sína frá Alusuisse vegna markaðskerfis þess, Isal kunni að hafa fengið beinar greiðslur frá Alusuisse og önnur viðskipti Isals og Alusuisse geti komið hér til frádráttar. Um umboð Coopers og Lybrand segir svo í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu, sem dagsett er 9. júlí síðastliðinn, að ráðuneyt- ið hafi óskað eftir því við endur- skoðendafyrirtækið, að það rann- sakaði skýringar Alusuisse frá því í febrúar 1981 á súrálsverðinu og gæfi ráðuneytinu skriflegt álit um tvö meginatriði: í fyrsta lagi hver væri mismunur útflutningsverðs frá Gove í Ástralíu og innflutn- ingsverðs til Straumsvíkur („hækkun í hafi“). Og í öðru lagi, hvort Isal hefði verið krafið um of hátt verð á súráli á umræddu tímabili (þ.e. frá árinu 1974 til miðs árs 1980 samkvæmt frétta- tilkynningunni) miðað við við- skipti milli óskyldra aðila. (Sjá forystuKrein á miðopnu, greinina „Endurskoðun ÁI- samningsins fyrr ok nú“ á hls. 19 og viðtal við Geir Ilall- grímsson á bls. 2.) Nýja Guðbjörgin setti met í fyrstu veiðiferðinni: Einn fiskur í fyrsta hali - endaði með 250 tonn millidekkinu, því að bæði lestin og millidekkið er fullt af fiski. Mesti afli sem fékkst á gömlu Guðbjörgina var 283 tonn, þá var mikill afli laus á dekki og í aðgerðarplássi. Skipið reyndist í alla staði mjög vel, einhverjar minniháttar lagfæringar þarf þó að gera. Skipið liggur alveg sérstaklega ,vel undir veiðarfærum, enda stórt og þungt, 13 mm stál í öllum byrðingum. Spilin eru alveg sér- stök, nákvæm og hljóðlát. Fiskur- inn fékkst að mestu á Kögur- grunni, en fyrsti aflinn fékkst á Halanum. Allur aflinn að undan- skildum 20 tonnum fékkst i botntroll. Aðspurður sagðist Ás- geir ekki vita um afla annarra skipa þarna, en taldi þó að almennt væri ágætis afli og var Bessi frá Súðavík t.d. að landa tæpum 200 tonnum af þessum sömu miðum. Byrjað var að Ianda úr togaranum strax og er vonast eftir að hann geti haldið á veiðar aftur síðdegis á morgun. Guðbjörgin leggur upp afla hjá íshúsfélagi ísfirðinga og að sögn Þorleifs Pálssonar skrifstofu- stjóra þar, er áætlað aflaverð- mæti úr þessari einu veiðiferð liðlega 1 milljón nýkróna, eða 100 milljónir gamalla og útflutnings- verðmæti á Bandaríkjamarkað um 2 milljónir nýkróna. Úlfar. IsafirM. 14. julí. nÞETTA ER ósktatúr,“ sagði Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS við komuna til ísafjarðar í dag eftir 7 daga veiðiferð. „Ég var lukkulegur með að við fengum einn fisk i fyrsta halinu í óklárt troll, alveg eins og á eldra skipinu. Siðan hefur aflinn verið jafn og góður, svona upp að 20 tonnum i hali.“ Skipið er með u.þ.b. 250 tonn af þorski, öllum ísuðum í kassa. Kom sér vel að hafa aðstöðu á Afla landað úr GuðbjörKU í gær. Ljónm. Mbl. ÍJifar. Otto N. Þorláksson: Afli 1000 tonn á mánuði „Otto N. Þorláksson hefur farið í fjórar veiðiferðir og komið með fullfermi úr þeim öllum,“ saKði Marteinn Jónas- son framkvæmdastjóri BÚR i samtali við Morgunblaðið í Kær. „Togarinn hefur fiskað vel, eða um 900—1000 tonn i þeim fjórum veiðiferðum sem hann hefur farið þann mánuð, sem skipið hefur verið á veiðum.“ „Annars verður að segjast eins og er að togarinn hafi verið á hálfgerðu „skrapfiskeríi" þ.e. ekki verið á þorskveiðum heldur veitt „blandaðan" fisk eins og það er kallað." Að sögn Marteins hefur Otto aðallega verið á veiðum á „Fjöll- unum“ svokölluðu, suður af Eld- ey og Eldeyjarbankakantinum. Skipstjóri á Otto N. Þorláks- syni er Magnús Ingólfsson og var hann áður skipstjóri á Bjarna Benediktssyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.