Alþýðublaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBlíAÐIÐ Atvinnane Við kosningar iþær, , sem nú standa fyrir dyrum, stendur har- átta um atvinnu handa verka- lýðnum. Baráttu Alþýðuflokksins á síðasta þingi fyrir verklegum framkvæmdum ríkisins næsta ár hefir nýl-ega verið lýst hér í 'blað» inu, hversu fulltrúi Alþýðu- flokksins í fjárveitinganefnd neðri deildar stóð einn meö verklegum framkvæmdum, en á móti fjár- veitinganefndarmienn íhaldsflokk- anna beggja. Þar stóðu „Fram- sókn“ og íhaldið hlið við hlið með allsherjar-niðurskurði. Lengra var málinu ekki komið þ-egar stjórnin rauf þingið; en framhald- ið verdur á pinginu í s'nmar. Það verður áreiðanlega hart í búi hjá mörgum verkamönnum, ef verkl-egar framkvæmdir ríkis- ins falla alveg niður eitt til tvö ár eða fleiri, — hætta einmitt nú, þegar útlitið er verst um aðra atvinnu. Vegagerðarmenn. siem -einkuan eru verkamenn kaup- túna víðs vegar á landinu, eru þá sviftir atvinnu sinni, símalagn- ingarmenn og þeir, sem unnið hafa að bryggjugerðum sömu- leiðis. Og sama er um þá, sem unnið hafa á undanförnum ár- um byggingarvinnu, sem ríkið hefir lagt fé í. Hér í Reykjavík munar mest um það, að hafist verði handa um virkjun Sogsins og veruleg byggingarvinna verði í bænum, bæði hinna sérstöku verkamanna- bústaða og að endurnýjun v-eð- deildarinnar blási afli í aðrar húsby ggi n gaf ramk v æm d ir. Þetta er annað aðalatriðið í þeám málum, þótt ýmsir, sem sjálfir þurfa ekki að kv'íða at- vinnuleysi, gefi því oft lítinn gaum. Hitt er öllum ljóst, að mikill munur er á kyrrstöðu og nytsömum framkvæmdum-, að mikill rnunur er á því, að fjöldi landsmanna fái nóg og ódýrt raímagn, bætt húsakynni, að þjóðin fái aukna v-egi, síma, bætt- ar lendingar, nýjar bryggjur, nýja vdta ti;I að auka öryggi sjómann- anna og aðrar sJíkar þjóðnytja- framkvæmdir, ellegar að kyrr- staða og aðgerðaleys-i sé um all- ar verklegar gerðir. Verkalýð-num, sem sér fram á vandræðatima, tíma atvinnuleysis og neyðar, ef ekkert er gert til þess af ríkisins hálfu að skapa atvinnu á komandi tima, — hon- um er sú hlið málsins engu síður ljós, að ríkið á einmitt að auka sínar framkvæmdir sem allra mest þegar útlitið er ilt um aðra atvinnu. Þá má sízt af öllu taka fyrir opinberar framkvæmdir, því að þá er nauðsyn þeirra tvöföld, bæði framtíðargagniÖ og atvinn- an fyrir verkamennina. Þetta þurfa allir verkamenn og verkakonur að leggja sér á hjarta og minnast þesis, að nú er barist um atvinnu eða atvinnuskort. Ný korntegund fyrir ísland? Halldórskornið. Hver vili reyna pað? Eins og kunnugt er, þá er þvi Ikaldara í loftinu, sem ofar -dr-eg- ur, eins og sjá má af því, hve snjó tekur seinna upp því ofar sem -er á- fjalli. Uppi á háum fjöllum hér í nágrenni Reykja- víkur hefi ég oft séð geldinga- hnappa og lambablóm vera að byrja að springa út tveim mán- uðum eftir að þessar tegundir blómguðust á láglendinu, en þetta merkir í raun og veru að hvað jurtagróðri viðvíkur, þá er loftslagið t. d. hérna uppi á Esj- unni líkt og einlivers staðar norðarlega í Grænlandi. Það hefir sýnt sig að ofarlega í Alpafjöllum vaxa margar sömu jurtirnar eins og norður í Lapp- landi, þó þær vaxi ekki á svæð- inu á milli, enda hefir reynslan sýnt að margar af þeim jur^um, siem vaxa í háfjöllum í hitabelti jarðar, þrífast sæmilega alt norð- ur undir pólbaug, og er þá næst að benda á kartöflujurtina, sem á lieima hátt uppi í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Ég hefi nokkuð verið að kynna mér, eftir því sem hægt er af bókum og með bréfaskriftum við menn út um heim, hvaða jurtir og tré, er víðsvegar vaxa í há- fjöllum, svo og annars staðar á norðurhvelinu og , á suðurhvel- inu, væru líklegust til þess að geta orðið okkur til gagns og gleði hér á Islandi. Eitt sinn í vetur var ég að segja Halldóri Stefánssyni alþingismanni frá sveifgrastegund einni, sem er fyr- irtaks fóðurjurt og vex á Falk- landseyjum og verður þar mjaðmarhá þó sumrin þar sé sízt heitari en hér á Suðurlandi. (En af þessari tegund á ég nú nokkra tugi plantna.) Sagði Halldór mér þá frá korntegund einni, er vex hátt í Andesfjöllum (á sömu stóðum og kartaflan er ættuð af). Korn þetta nefnist kvínóa (Che- nopodium quinoa), og ber jurtin örsmá grjón (víst tugi þúsunda hver jurt), sem eru möluð og ihöfð í brauð eða soðin í grauta. Frá Indíána einum í Peru hefi ég nú fengið dálítið sýnishorn af þessu Halldórskorni, sem ég vil kalla jurt þessa, en það er ekki nema það sem ólýgnast er, þ. e. reynslan, sem getur sagt okk- ur hvort hún ber þroskuð korn hér, en ekki er ósennilegt að hún geri það. Vil ég nú biðja lesendur Al- þýðublaðsins um að gera tilraun með þetta Halldórskorn og sá IþVí í garð hjá sér. Væri líklegast bezt að sá því fyrst þétt og planta síðar út líkt og gulrófna- fræi (þó því sé breiðsáð, eins og höfrum hér, í heimalandi sínu). Getur hver og einn af full- orðnum lesendum blaðsins feng- ið bréf með fræi, siem i eru 5 —6 hundruð korn, á mánudag milli 10 og 12 á ritstjórn AI- þýðublaðsins. Kornið kostar ekk- ert; Alþýðublaðinu er þvert á móti þölok á að sem flestir reyni það, svo fjölbreytt neynsla fáist siem fyrst. Ölafur Fridriksson. Terkfallsbriötaverndud Borska anðvaldsins. Samkvæmt NRP.-fréttum frá Noregi. FB. 5. júní: Arthur Berg- by verkstjóri hefir verið hand- tekinn fyrir að hafa staðið fyrir andstöðunni við verkfallsbrjóta- ÞaTi er lífsnaudsyn fyrir verka- lýdinn iad fjölga Alpýduflokks- mönnum á alpingi. Því ad undir styrkleika Alfi ýd ufl o kksins á nœsta pingi er pad komíð, hvort pingið sampykkir að stofna til opinberra framkvœmda, sem fjöldi marma fœr atvinnu við, ell- egar framkvœmdirnar verða skornar niður eða peim skotið á frest um óákveðinn tíma, svo að ekki nýtist að peirri atvinnu á meðan atvinnuskortur er, — á mecan aukin atvinna er lífsnauð- syn fyrir verkalýðinn. Minnist þess, verkamenn og verkakonur, áður en það er um seinan. Vinnið að miklum kosn- ingasigri Alþýðuflokksins. Sigur hans verður atvinnusigur ykkar vinnuna í Menstad. Lögreglu- stjórinn á Þelamörk hefir bannað allar kröfugöngur og mótmæla- samkomur. (Bergby er formaður í verklýðsféiagi.) og stéttarbræðra ykkar. Hann merkir brauð handa börnum ykk- ar og minkaðar áhyggjur fyrir heimilsfeðurna og heimilismæð- urnar, því að vinna við virkjun Sogsins, auknar húsabyggingar og aðrar framkvæmdir mun þá verða fjöldEmum til bjargar. Drakknnn. Siglufirði, FB. 5. júní, Maður féll í nótt út af vélbátn- um „Meikúr“. ís. 416, og náðist ekki, Slysið varð þegar var ný- byrjað að draga lóðina. Maðurinn fór aftur fyrir stýrishúsið og var horfinn þegar aðgætt var, Hann hét Hannibal og var frá Selvogi. Nokkur stormur var á og bára. Eftirmionanleg^r íhaldsflótti. Mikla athygll vekja fréttir þær úr Hafnarfirði, er frá var sagt thér í bliaðinu í gær. Mæilist fram- ferði ihaldsins alls staðar á einn veg fyrir. Aldreá hefir nokkur stjórnmálafJokkur orðið sér jafn- átakanlega til minkunnar og hafnfirzka íhaldið, þegar það þorði ekki að þiggja boð ungra. jafnaðarmanna og koma á al- rnennan fund til að ræða lands- mál við þá. Vitaskuld hefðu í- haldsmenn ekki borið neinn sig- ur frá þeim fundi, en með því að koma hefðu þeir þó getað firt sig því ámæli, sem nú htýt- ur að brenna sáran á baki þeirna: Þeir skammast sín svo fyrir flokk sinn, að þeir vilja heldur bera bleyðiorð en gera málstað hans opinberlega að sínum májsitað, enda vita þeir sem .er, að sá mál- staður er með afburðum illur og imannskemdaverk að verja hann. En hvaða lýsingarorð á bezt við um þá menn, sem skammast sín fyrir þá stefnu, sem þeir ljá fylgi, og viðurkenna hana óverjandi, en hafa þó ekki manndóm í sér til að segja skilið við liana? Frambjóðandi ílialdsins, Bjarni læknir Snæbjörnsson, neitaði bréf- lega að koma á fundinn. Bréf hans er hið merkilegasta plagg, og hefir hann nú sjálfur látið birta það í blaði Hafnarfjarðar- íhaldsins, Hamri (þessum með ax- arskaftið). Að því er frambjóðandinn sjálf- ur siegir er aðalástæða hans til að koma ekki á fundinn sú, að hann hafi tjáð meðframbjóðanda sínum, Stefáni Jóhanni, að hann „væri mótfallinn því að halda nema einn landsmálafund“. Varð það og að samkomulagi mieö þeim frambjóðendunum, að þeir skyldu ekki gangast fyrir nema einum fundi, og var hann hald- inn s. 1. laugardagskvöM, eins-' og kunnugt er. Þessa linkind Stefáns Jóhanns við deigan andstæðing notar frambjóðandinn til að sýna lítils- virðingu þeim fjölmörgu kjóstend- um( í Hiafnarfirði, sem væntu þess. að fá þarna betra tækifæri til að heyra frambjóðanda íhaldsins lýsa stefnumálum sínum, en þeim. hafði tekist að fá á Laugardags- fundinum, þar sem mörg hundr- uð kjósenda urðu að hverfa frá húsinu vegna þrengsla, en þeiT, sem inn komust, heyröu fram- bjóðandann minnast á að edns. örfá mái og það með svo loðn- um orðum, að þau mörkuðiu á engan hátt afstöðu hans til þeirra. En hvers vegna vildi fram- bjóðandi íhaldsins ekki halda nema einn Landsmálafund ? Og hvers vegna þorði hann ekki að koma á fundinn, .sem F. U. J. boðaði og bauð honum á? Frambjóðandinn svarar þessu I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.