Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 1
ublaðið Grefið át aí A.!þýÖuílokknum. XBm X920 Miðvikudaginn 8. september. 205. tölubl. Uppástunga um nýjan bankaseðil. Uppástunga sú um bankaseðil, er hér birtist, þarf eigi frekart skýringar við en þeirrar, er myndin sjálf gefur. Tómur peningaskápur og greiðsla í saltfiski. Norskír verzlunarmenn og „Þjóðhjálpin". Uadanfarið hafa verkföll verið alltíð í Noregi, og eru enn. En það verkfallið er stærst hefir verið og mestri hreyfingu hefir komið af stað þar í landi, er járnbraut- arverkfallið, sem hófst í júlímán- uði og var ekki hætt er sfðustu atorsk blöð bárust hingað. Til þess að reyna að dreifa á- hrifum verkamanna og veikja af- stöðu þeirra, tóku atvinnurekendur til sömu ráðanna og stallar þeirra í Danmörku, að stofna til „Þjóð- hjálpar". Leituðu þeir styrks, fyrst og fremst hjá atvinnulausum tnönnum, en fengu enga áheyrn. ®>á fóru þeir til starfsfólks síns og áhangenda. Einkum sóttu þeir fast að verzlunarmannastéttinni. En hún er í Noregi í aiþjóðar- sambandi og hefir fullan skilning á því, að hún er engu síður undirorpin dutlungum vinnuveit- -enda en algengir verkamenn. Auðvitað hafa einstaka attaní- ossar, sem eru svo sljóir að álíta að sjálfsagt sé að dansa eftir pípu húsbóndans, jafnvel þó það sé þeim algerlega í óhag, viljað styðja *Þjóðhjálpina“, en þeir hafa litla áheyrn fengið innan stéttarinnar. Víðsvegar um landið hafa verzl unarmannafélögin lýst yfir ánægju sinni yfir ákvörðunum sambands- stjórnarinnar. Meðal annars hefir íélagið í Kristianíu samþykt eftir- farandi: „Þar eð menn um þessar mundir eru hvattir til að ganga í hinn nýja félagsskap, sem fengið hefir nafnið „Þjóðhjálpin", og vegna þess að verzlunarmenn eru einnig hvattir til þessa, gerist kunnugt: Eélag vort viðurkennir fullkomlega þýðingu verklýðsfélaganna til þess að/ auka fjárhagslegt og ándlegt frelsi stéttarinnar: Við viðurkenn- um meðal annars verkföll sem eitt- ^vert öruggasta vopn vort. Þess '^egna getum við ekki viðurkent samskonar félag og ^Þjóðhjálpin“ er, sem stofnuð er af atvinnurek- endum til þess eins, að tefja fyrir og trufla störf verklýðsfélaganna. Enginn verzlunarmaður má því ganga í þennan félagsskap, sem að öllum líkindum aðeins er ný- móðins skálkaskjól verkfallsbrjóta, sem vel getur fyrst og fremst ver- ið notaður gegn okkur.“ Margar fundarsamþyktirnar eru ennþá ákveðnari.j Þess ska.1 getið, að til skamms tíma hafa laun verzlunarmanna í Noregi verið mjög bágborin, svo þingið sá ástæðu til að setja lög um launakjör þeirra. Eins og víðar brennur við, voru margir verzlun armenn svo skammsýnir, að þeim fanst nærri því heiður að því, að hanga sem fastast í frakkalafi húsbóndans, hvernig sem alt velt- ist fyrir þeim sjálfum, og kjör þeirra væru óþolandi. Þessir menn voru versti þrándur í götu verzl- unarmannafélaganna, eða öllu held- ur þess, að þau gerðu nokkuð til að bæta kjör stéttarinnar. Þeir voru til f að halda dansleiki og nsálfundi, en þar méð var áhuginn búinn. Ef einhver braut upp á því, hvort stéttin ætti ekki að nota samtök sín til þess, að hún gæti lifað við sæmileg kjör, töldu þessir veslingar það hina mestu fjarstæðu, að styggjal! húsbænd- urnar; það gæti orðið þeim dýrt spaug. En eftir þvf, sem heilbrigð verzlunarþekking óx í landinu, urðu fleiri og fleiri sannfærðir um það, að verzlunarstéttin yrði aldrei annað en pappírsbúkar og væskil- menni, ef hún héldi svona áfram. eina ráðið til þess, að hægt væri nokkurn veginn að lifa af þessart atvinnu, væri það, að taka upp sömu aðferð og verklýðsfélögin. Enda þótt skamt sé síðan þessi stefna var tekin, hefir þegar mikið áunnist og skilningur verzlunar- stéttarinnar hefir stórum aukist á gagnsemi verklýðssamtakanna. Og má meðal annars sjá það á þess- ari viðureign við »þjóðhjálpina«. Togararnir. Ethel kom í morg- un frá Englandi. Belgaum fór tii veiða í gærkvöldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.