Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ifigólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað -aða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 30, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. €rlenð siœskeytl Khöfn, 7. sept. örumlvallaiiögin samþykt. Grundvallarlögin voru samþykt með 613,471 atkvæði gegn 19,490 atkvæðum- Blaðið Politiken full- yrðir að verkalýðurinn hafi svo að segja alls ekki tekið þátt f at- kvæðagreiðslunni. Sjálfsmorð. Tveir nýskipaðir suður-józkir póstmeistarar hafa framið sjálfs- morð. Orsök ókunn. JÆerk frep. Brezku verklýðsfélögin hafa myndað yíirforráðanefnd (gene- ralstab) fyrir brezka iðnaðinn. Skeyti frá Khöfn segir þessa merku fregn, sem vel má skoða eins og fyrsta skrefið til mynd- unar verklýðs-veldis (bolsivíka-rík- is) í Bretlandi. Pólverjar og Lit- háar í stríð? Khöfn, 7. sept. Frá Berlín er símað, að Pól- verjar hafi sent Litháum síðustu sáttaboð og boðið þeim að verða burtu úr landahlutum, er þeir sitja í nú, er æðsta ráð bandamanna hafi úthlutað Pólverjum, en Lithá- ar neita boðum þessum, en bjóða að samninga sé leitað. 0m daginn 09 Tegim, Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 8 í kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: .Dótt- ir Jafeths". Nýja Biosýnir: „Pen- ingar herra Árna“, eftir sögu Selmu Lagerlöf. Veðrið í morgnn. Vestm.eyjar . . . SA, hiti 7.9- Reykjavfk . . . . A, hiti 7,i- ísafjörður .... logn, hiti 7,3- Akureyri .... logn, hiti 7,o. Grfmsstaðir . . . SA, hiti 6,0. Seyðisfjörður . . logn, hiti 5.2. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 9.3. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðvestan land; Ioftvog fallandi. Utlit fyrir norðlæga átt á Norðvesturlandi, suðaustlæga annarsstaðar. Sagt er, að eitthvað af íslenzku togurunum komist ekki burt frá Englandi, aðallega vegna þess, að þeir fái ekki kol til heimferðarinn- ar. Vilja kolakaupmenn ekki láta kolin, ef til verkfalls skyldi koma. Þrír togarar sem komu af síldveið- um, fara ekki á fiskiveiðar fyrst um sinn, þeir hafa verið bundnir út við garð. Knattspyrnan í gærkvöldi fór svo, að leikurinn varð jafn, x : i bæði í síðari hálfleik. Er óhætt að þakka markverði Vestmanna- eyinga það, að ekki urðu fleiri mörk hjá þeim. Hann sýndi í fyrsta skifti í gær, að hann er ágætt markvarðarefni. Víkingar voru ó- venju linir og iá knötturinn til- tölulega miklu meira á þeim, þó gerðu þeir mörg snörp áhlaup og skoruðu þetta eina mark á síðustu mínútunum. Vörn Vestmannaey- inga var ágæt, en sóknin ekki í lagi. Áhlaupsliðið sótti^ of mjög aftur, og var því ekki til taks er varðliðið skaut knettinum langt fram á völlinn. Fnlltrúaráðsfnnd»r verður haldinn annað kvöld á venjuleg- um stað kl. 8. ísflrðingnm neitað nm hol* Morgunblaðið flytur þá fregn eftjr bréfi af ísafirði, að Landsverzlunim hafi neitað ísfirðingum um kol, en eigi segist blaðið vita hvort fregn þessi sé sönn. Af því Alþbl. þótti fregnin merkileg, ef sönn værir leitaði það upplýsinga í Lands- verzluninni og fékk það svar þar, að hún væri tiihæfulaus. S. P. og spnrningarmerhið. Vegna þess, að Sigurður Þórólfs- son hefir verið skólastjóri, gefst eg upp á því, að deila við hann um þýðingu spurningarmerkis. Hann vill sýnilega ekki kannast við, að lestrarmerki eru fullgild tákn, er séstaka, ákveðna merk- ingu hafa, engu síður en bókstafir, orð og setningar. En kann ske hann ætli að gera doktorsritgerð um það, að lestrarmerki hafi enga þýðingu ? Um mjólkurverðið ræði eg síðar. /. 7. Kóra fer norður um land tif Noregs á föstudaginn. PrentYÍlIur slimargar voru f nokkru af upplagi blaðsins í gær„ Aftan af málsgreininni um 5000 metra hlaupið hafði fallið: „asta> hringinn". I klausunni „Ekkert frost“ kemur komman ekki út milli 2 og 7, og er það f sjálfu sér auðséð, en þó réttara að leið- rétta það, svo það valdi eigi síð- ar misskilningi. Ódýr sala. Athygli manna skaE vakin á »útsöluc Jóhönnu Olgeirs- son, sem stendur þessa daga. Er oss tjáðf að þar sé margt mjög' ódýrt að fá, eftir núverandi verði. Úrslitahapploihur verður t kvöld milii Fram og K. R. Fram hefir enn sem komið er á þessu móti sigrað. Gaman að sjá hvernig fer í kvöld. / ■ ■ '-■ Islandsbanhaseilar ehhi tehn- ir. Afgreiðsla gufuskipsins „Kora" upplýsir, að farseðlar verði að borgast í Iandi, þar eð skipið takt ekki íslandsbankaseðla. Alþýðublaðid er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.