Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ 4 verður háður i kvöld kl. 6. Pá keppa „K. R.“ og „Fram“. Enginn vafi er á því að kappleikurinn verður afar spennandi, þar sem »Fram« keppir við »K. R.« Engan má vanta suður á völl i kvöld. 3kó5míðaviririu5Íofu mína hefi eg flutt á Laugaveg 17 B. (Par sem bæjar- vinnustofan var áður). — Vönduð vinna! Fljót afgreiðsla! Virðingarfylst Porlákur Guðmundsson. Fulltrúaráðsfundur annað kvöld fimtudaginn 9. kl. 8 á vanalegum stað. Kartöflur írá Garðskag’a verða til sölu í stórkaupum seint í þessum mánuði. Þeir sem vilja kaupa þær semji við formann kartöfluræktarinnar Guð- mund Jónsson á Skeljabrekku eða undirritaðan. Reykjavík 7. september 1920. Einar Helgason. E.s. „Sterling“ fer héðan tii Vestmannaeyja og Leith á föstudag 10. september á hádegi. Kynd ari getur fengið atvinnu á »Sterling« nú þegar. Koli konaagnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). .Ágætt", sagði Hallur, „þetta bragð er gott“. Hann stóð á fæt- ur. „Það er eitt, sem eg hefi ekki sagt ykkur enn þá. Þegar búið var að kasta ykkur á dyr, talaði eg til lýðsins og lét hann sverja, að svíkja ekki verkfallið. Svo mér ber að fara upp eftir og leysa hann af eiðnum. Ef nota þarf dulbúning og slæður, getur karl klæðst kvenfötum og leikið, engu síður en kona% Þau gláptu á hann, „Þeir ráð- ast á þig, ef þeir þekkja þig“, sagði Wauchope. „Eg held, að það verði ekkert alvarlegt", sagði Hallur. „Það er sanngjarnt, að eg geri eitthvað, því eg er sá eini, sem ósigurinn í verkfallinu gerir ekkert mein“. Þögn. „Mig iðrar þess, er eg sagði áðan“, hrópaði Tim. „Minstu ekki á það“, svaraði Hallur. „Það, sem þú sagðir, var sannleikur, og eg vil eitthvað hafast að til þess að létta á sam- vizku minni". Hann leit á félaga sfna og skellihló. „Eg skal svei mér verða myndarleg ekkja, þeg- ar eg fer að drekka síðdegis- kaffið með Jeff Cotton". XXI. Þau tóku nú að ræða um ýms atriði þessu viðvíkjandi. Hallur vildi fara og ná í frú Zamboni, en Moylan mælti á móti og sagði, að njósnararnir mundu vafalaust elta hann. Jafnvel þó þau færu öll í einu burtu úr húsinu, var enginn vafi á því, að versti óróa- seggurinn, Joe Smith, mundi elt- ur. Þau ákváðu loksins að senda boð eftir frú Zamboni. Hún átti að koma með frú Swajka eða einhverri annari konu sem kunni ensku, og ganga djarflega beint til dyravarðarins, spyrja eftir Mary Burka og segja, að hún hefði lánað henni peninga, sem hún endilega þyrfti að fá til að borga grafaranum með. Dyravörðurinn þekti auðvitað Mary ekkert, en frú Zamboni átti þá að æpa og hljóða, unz snuðrararnir komu til að hlusta á. Hún væri frá Norð- urdalnum, og hún þyrfti að ná f Mary, og hún vissi að hún væri þarna inni. Þá mundu snuðrar- arnir segja, hver hún væri. Rusick flýtti sér af stað á eftir henni, og hálfum tíma síðar kom hann aftur og sagði þær á leið- inni. Nokkrutn mínútum síðar stóð ekkjan sorgarklædd úti fyrir ásamt vinkonu sinni. Hvað vildu þau svo sem? Landi hennar sagði henni, að hún yrði að Iána Joe Smith sorgarklæðin! í andliti gömlu konunnar var máluð sorg og örvænting. „Hún segist ekkert annað eiga“, sagði Rusick. „Segðu henni, að eg skuli gefa henni nóga peninga til að kaupa sér ný föt fyrir", sagði Hallur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.