Morgunblaðið - 06.09.1981, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.09.1981, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 Inntaksmannvirki, stálpípur og stöövarhús. Fallhæðin er um 88 m. Hver fallpípa er 272 m löng, 4,8 m víð og flytur vatn aö 70 MW aflvél. Brátt mun hún Tungnaá koma þarna í gegn og út í frárennslisskuröinn fyrir neöan húsið. Hrauneyjafossvirkjun er að ljúka. Fram- kvæmdir á síðasta snúningi. A þessum síðsum- ardögum keppast 550 manns uppi á hálendinu við að reka endahnútinn á alla verkþætti, svo að fyrsta vélin geti byrjað að senda rafmagn inn á orkukerfið 1. nóvember, Hrauneyjafossvirkjun er á ýmsan hátt merkilegur áfangi í virkjunar- sögu á Islandi. Þetta er fyrsta stórvirkjunin, sem standast mun fullkomlega upphaflega tímaáætlun. Sigöldu- virkjun og Búrfellsvirkjun seink- aði báðum um 9 mánuði þar sem tafir urðu á ákveðnum verkþátt- um. Seinkunarmánuðir hefðu orð- ið dýrir nú, því rafmagnskerfið er fullásett, og hefði án Hrauneyja- fossvirkjunar mátt búast við raf- magnsskorti á hörðum vetri eða vatnslitlum. Með henni er því bjargað um sinn, enda kemur önnur aflvélin í gagnið í vetur, og síðan sú þriðja í kjöifarið. Aflvélarnar þrjár við Hrauneyja- foss framleiða jafnmikið rafmagn og sex vélar við Búrfell eða 240 megavött. Það er hinn stóri mark- aður sem nú gerir fært að taka svo stóra áfanga, sem er mun drýgra, að sögn Páls Ólafssonar, staðar- verkfræðings. í þriðja lagi var við Hrauneyja- fossvirkjun farið inn á þá nýju braut hjá Landsvirkjun, að gera íslenzkum verktökum fært að ráða við framkvæmdir með því að brjóta þær niður í 9 verkhluta, kaupa stórvirk sérhæfð vinnutæki og leigja þeim þau, reka steypu- stöð og leggja alfarið til vinnubúð- ir, svo hægt væri að hefja verkið strax og það var fengið, án þess að þurfa að eyða löngum tíma og dýrmætum í undirbúning á að- stöðu. Auk þess sem ráðgjafaþjón- ustan er nú, eins og í Sigölduvirkj- un, komin að hálfu í hendur íslenzkra aðila. Semsagt stór I áfangi í að færa framkvæmdir við virkjanir inn í landið. Útilegu menn hinir nýju Um leið og Hrauneyjafossvirkj- un tekur að senda raforku frá aflvélunum þremur, hverfur um- fangsmikið mannlíf misfjölmennt að vísu, sem blómstrað hefur þar efra síðan 1978, með einu hléi veturinn 1979, og enginn verður eftir, því rafstöðinni verður fjar- stýrt. Á lokasprettinum er þar nú 550 manna byggðarlag með íbúðahúsaþyrpingum, sex mötu- neytum, kvikmyndahúsi, slökkvi- stöð, sjúkraþjónustu með sjúkra- bíl og hjúkrunarstöð o.s.frv. Þarna er samfélag fólks, sem vinnur margvísleg störf myrkranna á milli alla virka daga. Hverfur að vísu að mestu um helgar, því nú fara menn heim um hverja helgi, en ekki aðra hverja eins og fyrri virkjanir. Aðra helgina í stutt frí frá föstudagskvöldi til mánu- dagsmorguns, hina frá fimmtu- dagskvöldi fram á mánudags- kvöld. Þarna eru komnir „Útilegu- menn hinir nýju“ eins og þeir eru kallaðir. Önnur tegund en þeir fyrri, sem rændu fé og voru til óþurftar fyrir byggðamenn, eins og Páll Ólafsson orðaði það. — En þessir útilegumenn á fjöllum færa þeim rafmagn, vegi og ýmiskonar þægindi. — Oddvitar í sveitunum eru boðnir hingað í ágæta sam- komu einu sinni á ári, og kemur þá oftast í ljós að við þurfum að bæta fleiri ærgildi en fyrr, segir Páll. Virkjunarsvæðið hefur þurft að girða af, frá Tungná í Köldukvísl, enda þarf Þóristungusvæðið að Fyrsta stórvirkjunarframkvæmdin sem stenst fyllstu tímaáætlanir Staðarverkfræðingurinn Páll Olafsson og aðstoðarstaðarverkfræðingurinn Sigurður Þórðarson fyrir framan skrifstofu og teiknistofubygginguna við Hrauneyjafoss, en þar er skálaeiningum hlaðið saman eins og legokubbum. Útilegumenn hinir nýju að Ijúka Hraun- eyjafossvirkjun Ekki er alveg kvenmannslaust viö Hreuneyjafoss. í einu af sex mötuneytunum elda þær Ragnheiöur Egilsdóttir, Þórdís Siguröardóttir, Ólafía Eiríksdóttir, Magnhildur Ólafsdóttir, Sigrún Haraldsdóttir og Stella Björk Georgsdóttir. í aðrennslisskurðinum er nú keppst við aö sprauta steypulagi á veggi og botn, áöur en vatninu er hleypt á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.