Morgunblaðið - 06.09.1981, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
VBRiLD
FANGELSANIRI
Stjórnvöld
í Sovét eru
steinhætt
að sýnast
Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa
nú um margra vikna og mánaða
• skeið gengið hart fram í því að
handtaka og dæma þá menn, sem
gerst hafa svo djarfir að mótmæla
stjórnarfarinu í landinu, þá menn,
sem á Vesturlöndum eru gjarna
kallaðir andófsmenn. Breskir sér-
fræðingar, sem fylgst hafa með
örlögum þessara manna, segja, að
þrír eða fjórir að jafnaði séu
handteknir eða dæmdir í viku
hverri.
Ógjörningur er að afla sér
nákvæmra upplýsinga frá yfir-
völdum í Rússlandi og andófs-
menn, sem enn ganga lausir, geta
heldur ekki gefið fullnægjandi
svör, en þessir sérfræðingar telja
sig þó hafa vissu fyrir því, að um
250 manns hafi verið dæmdir í
þunga fangelsisvist það sem af er
þessu ári. Á þessu og síðasta ári
hafa því 500 manns verið fangels-
aðir í þessari umfangsmestu til-
raun yfirvalda til að bæla niður
starfsemi andófsmanna, en allt
frá því á sjöunda áratugnum hafa
þeir haft með sér skipuleg samtök
og ekki reynt að fara með það í
felur.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
héldu í fyrstu, að handtökurnar
væru eins konar varúðarráðstaf-
anir af hálfu yfirvalda til að koma
í veg fyrir uppistand á Ólympíu-
leikunum á síðasta sumri, en nú
eru þeir komnir á aðra skoðun.
Stanslausar handtökur síðustu
tólf mánuðina hafa fullvissað þá
um, að hér er um að ræða
stefnumarkandi framkvæmd, trú-
lega samþykkt af stjórnmálaráð-
inu 1979, sem felur í sér, að öll
andófsstarfsemi skuli upprætt í
eitt skipti fyrir öll.
Ofsóknir KGB, sovésku leyni-
lögreglunnar, hafa lamað starf
allra helstu andófshreyfinganna
og sú þeirra, sem nú síðast missti
alla leiðtoga sína bak við lás og
slá, var hópur mjög ötulla og
einbeittra manna, sem gert hafa
ráðamönnum í Rússlandi lífið leitt
með því að koma á framfæri á
Vesturlöndum upplýsingum um
misbeitingu geðlækninga í heima-
landi sínu. í júlí sl. var sá síðasti
úr hópnum dæmdur í fjögurra ára
þrælabúðavinnu og í fimm ára
útlegð innanlands að henni lok-
inni.
Álíka þunga fangelsisdóma hafa
fengið leiðtogar tveggja annarra
samtaka, þeirra, sem einn sovésk-
ur fræðimaður kallaði „tauga-
miðstöðvar andófsins", þ.e. Hels-
inki-nefndarinnar, sem var stofn-
uð 1975 til að fylgjast með mann-
réttindabrotum í Sovétríkjunum,
og Kristilegu nefndarinnar til
varnar trúfrelsi.
Ofsóknirnar á hendur andófs-
mönnum hafa einnig gert öðrum
hópum mjög erfitt um vik. Leið-
togar kvenréttindahreyfingarinn-
stofnunar sem fylgist með trúar-
lífi í ríkjum kommúnismans, hafa
um 100 baptistar verið fangelsaðir
af þessum sökum á síðustu tveim-
ur árum.
Þrátt fyrir þessar ofsóknir
koma enn út neðanjarðartímarit í
Sovétríkjunum. Þar ber fyrst að
nefna „Annál vorra tíma“, sem
kemur út á þriggja til fjögurra
mánaða fresti og segir frá örlög-
um andófsmanna í Sovétríkjun-
um. SMOT-hreyfingin, sem berst
fyrir frjálsum verkalýðsfélögum,
gefur enn út fréttabréf og í
síðustu eintökum þess var t.d. sagt
frá þremur verkföllum í Úkraínu
og mótmælum gegn matarskorti.
Ráðamenn í Sovétríkjunum láta
sig nú orðið engu skipta mótmæli
á Vesturlöndum og sem dæmi um
það má nefna, að þegar Helsinki-
ráðstefnan var haldin í Madrid
fyrr á þessu ári héldu handtök-
urnar og réttarhöldin áfram eins
Baptistar hafa orðið hvað harðast úti. Hér situr baptistafjölskylda í
rústum heimilis síns, sem útsendarar yfirvalda eyðilögðu eftir að
uppvist varð um bænasamkomu sem þarna hafði verið efnt til í
heimildarleysi. Myndin er úr bókinni „Prisons and concentration camps
of the Soviet Union“, sem gefin var út í Bretlandi.
ar, baráttumenn fyrir rétti fatl-
aðra og þeir, sem vinna að stofnun
frjálsra verkalýðsfélaga, hafa allir
verið handteknir. Fólk, sem er
mótmælendatrúar, hefur sætt ótal
kárínum og einkum þó þeir
100.000 baptistar, sem neitað hafa
að ganga í hina opinberu baptista-
kirkju, sem yfirvöld leyfa tak-
markaða starfsemi. Að dómi
fræðimanna við Keston College,
og ekkert hefði í skorist. Það
gerðist þó ekki þegar hún var
haldin í Belgrad.
Nú þegar engar viðræður við
Bandaríkjamenn eru fyrirsjáan-
legar virðist sem sovéskum leið-
togum finnist sem þeir hafi engu
að tapa þó að illa sé talað um KGB
og virðingarleysi þeirra fyrir
mannréttindum þegnanna.
- MARK FRANKLAND
ASTARLEIKIR
Veiklaðir
fari
varlega
í sakirnar
Breskur sjúkdómafræðingur,
sem starfar fyrir innanríkis-
ráðuneytið þar í landi, hefur
kveðið upp þann úrskurð, að
ástarleikir seú lífshættulegir
fyrir miðaldra menn, sem veilir
eru fyrir hjarta, og að þeir eigi
það á hættu að kveðja þennan
heim fyrirvaralaust undir þeim
kringumstæðum. Alan Usher,
sérfræðingurinn sem hér um i
ræðir, segir, að samförum fylgi
nefnilega þvílík áreynsla, andleg
og líkamleg, að ekki sé á leggj-
andi nema sæmilega hrawst fólk.
„Ég hef oft verið kallaður á
vettvang vegna fólks, sem dáið
hefur skyndilega af einhverjum
ástæðum. Ósjaldan er bana-
meinið hjartasjúkdómur, sem
hvorki hinn látni né aðrir höfðu
haft hugmynd um. Ég er ansi
hræddur um, að samfarir séu
ekki versta aðferðin til að leiða í
ljós þennan Akkillesarhæl,“
sagði Usher í samtali við
fréttamann nú fyrir skemmstu.
Usher hefur birt skýrslu um
rannsóknir sínar í tímariti
breskra heimilislækna og á þingi
sjúkdómafræðinga í London nú
nýlega sagði hann kollegum sín-
um frá forstjóranum, sem fannst
látinn í baksæti bifreiðar sinnar
af völdum hjartaslags.
„Staða líksins var dæmigerð
fyrir tilfelli af þessu tagi og
benti eindregið til, að maðurinn
hefði látist í miðjum samförum,"
sagði Usher. Að hans sögn kom
einnig í ljós, að maðurinn, sem
Áreynsla — andleg og likamleg
að sjálfsögðu var ekki nafn-
greindur, hafði verið að gamna
sér með einkaritara sínum þegar
dauðann bar að höndum. Usher
segir, að oft sé tilkynnt, að þessi
eða hinn maðurinn hafi kvatt
þennan heim í svefni á heimili
sínu og að við rannsókn hafi
komið í ljós að banameinið hafi
verið hjartaslag. „Það fer ekki á
milli mála, að áreynslan, sem
fylgir samförum, er oft ástæðan
fyrir þessum skyndilegu dauðs-
föllum, þó að makinn veigri sér
yfirleitt við að skýra frá því,“
segir Usher, sem telur að aðeins
í einu af hverjum tíu tilfellum sé
ekki reynt að fela hina raun-
verulegu ástæðu.
Kvenfólk á miklu minna á
hættu af völdum kynlífsins en
karlmenn og segir Usher, að það
sé fyrst og fremst vegna þess, að
kynlífið sé miklu áreynsluminna
fyrir konurnar en karlana og
auk þess séu hjartasjúkdómar
algengari í karlmönnum.
Usher segir, að kynlífið sé
bara einn þáttur af mörgum,
sem geti reynst hjartasjúkling-
um hættulegir, og t.d. sé það
ekkert hættulegra en að taka á
rás eftir strætisvagninum eða að
rjúka upp á nef sér í stundar-
bræði. Hann tekur það líka skýrt
fram, að hann hafi ekkert á móti
kynlífsæfingum hvers konar því
að „fyrir hraust fólk er það hin
ágætasta líkamsæfing“.
- ANDREW WARSHAW
Svona á að
skjóta fólk,
sjáðu til
Tímarit fyrir málaliða, þá, sem
eiga þá hugsjón æðsta að bjarga
eigin skinni hvað sem öðru fólki
líður, ævintýramenn hvers konar
og draumóramenn, renna nú út
eins og heitar lummur vestur í
Bandaríkjunum, að sögn útgef-
enda þeirra, og stöðugt líta fleiri
tímarit af þessu tagi dagsins ljós.
„Ævintýramaðurinn" heitir eitt
þessara rita, „tímarit fyrir þá,
sem hafa ævintýramennsku að
atvinnu", og segja útgefendurnir,
að upplagið hafi aukist um 50.000
eintök á síðustu tólf mánuðum og
seljist það nú í 200.000 eintökum á
mánuði. Gung-Ho, tímarit, sem
kennir byssumönnúm hvernig
þeir eigi að bera sig að í skotbar-
daga, og Örninn komu fyrst út í
janúar sl. en eru nú þegar komin í
100.000 eintök á mánuði og í haust
er enn von á fjórum nýjum
tímaritum, „Málaliðanum", „Bú-
inn til bardaga", „Strandhöggið"
og „Að bera hærri hlut“.
„Hér er um alveg nýtt fyrir-
brigði að ræða, annars eðlis en
þessi venjulegu tímrit fyrir skot-
menn,“ segir Daniel David, fram-
kvæmdastjóri útgáfufyrirtækis í
New York, sem sérhæfir sig í
bókum um hermennsku og vopna-
burð. „Venjuleg byssutímarit hafa
verið fyrir skotmenn og byssu-
safnara, en þessi kenna mönnum
að skjóta fólk.“
í sumum þessara tímarita er
talað um manndráp eins og þau
væru til merkis um ást á föður-
landinu, önnur líta á þau sem
hverja aðra atvinnugrein og enn
önnur telja þau nauðsynlega
skyldu til að verja fjölskyldu og
eignir á viðsjárverðum tímum.
Ritstjóri eins tímaritsins segir, að
hér sé ekki um annað að ræða en
að fólk fái með lestri tímaritanna
saklausa útrás fyrir innibyrgða
óánægju, en gagnrýnendurnir eru
þar á öðru máli. Þeir segja, að þau
séu stórhættuleg því að í þeim sé
ofbeldið lofsungið og talið sjálf-
sagður hlutur.
„Þessi tímarit eru táknræn
fyrir tímana sem við lifum á,“
segir Edward Konick, fram-
kvæmdastjóri útgáfunnar, sem
gefur út Gung-Ho. „Fleira og
fleira fólk hugsar nú ekki aðeins
um það að verja hendur sínar,
heldur að verða fyrri til að skjóta
þann, sem ætlar að skjóta það.“
Robert L. Brown, ritstjóri
„Ævintýramannsins", segir, að
vinsældir tímaritsins megi að
nokkru rekja til hægrisveiflunnar
í Bandaríkjunum og til ákveðnari
pólitískrar afstöðu í skrifunum
sjálfum. Tímaritið birtir auglýs-
ingar þar sem falast er eftir
raunverulegum málaliðum, sem
ritstjórinn telur að séu þó ekki
nema nokkur hundruð manns af
öllum lesendahópnum. „Hér kem-
ur það, tækifæri lífs þíns — að
skjóta á ívan (Rússan) sjálfan,"
segir í nýlegri grein í „Ævintýra-
ormA 1
= m
wwwri / wwi
„Útrás fyrir innibyrgða
óánægju.“
manninum". „Það, sem þú þarft
að vita ef þú ætlar til Afganist-
an.“
Tom Mcmullen, útgefandi eins
þessara tímarita, sem hefur sama
boðskap að færa lesendum sínum,
þ.e. að verða fyrri til að skjóta
náungann, segir að fyrsta eintak-
ið hafi komið út í janúar sl. en nú
sé upplagið orðið 100.000 á mán-
uði. „Við erum vissir um, að ef ný
kreppa skylli yfir stæði fólk ekki í
biðröðum eftir súpudiskinum sín-
um eins og í þeirri fyrri — það
yrðu óeirðir og upplausn og hver
og einn reyndi að bjarga sjálfum
sér,“ sagði Macmullen. Jim
Shults, ritstjóri Gung-Hos, segir
með stolti að ritið sitt sé fyrir
„harðsvíraða atvinnumenn" og í
nýlegu hefti „Ævintýramannsins"
er heilsíðuauglýsing þar sem segir
að fyrir 100 dollara geti fólk orðið
sér úti um „Handbók hermanns-
ins“, sem kennir m.a. að „berjast,
verjast og drepa, koma fyrir
sprengjum og koma öllu í bál og
brand".
„Þessi tímarit hvetja raunveru-