Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
Japanir tor-
tímdu þúsundum
í tilraunaskyni
Vestur í Bandaríkjunum voru fyrir
skömmu gerð opinber skjöl, sem
lengi hefur mikil leynd hvflt yflr. í
þeim kemur fram, að þúsundir
stríðsfanga í japönskum fangabúð-
um í síðari heimsstyrjöld létu líflð á
afar kvalarfullan hátt þegar Japanir
notuðu þá sem tilraunadýr í rann-
sóknum sínum á sýklahernaði. I’að,
sem mesta athygli vekur, er, að þeir,
sem báru ábyrgð á þessum grimmd-
arverkum, voru aldrei leiddir fyrir
rétt.
Eftir uppgjöf Japana fyrir
Bandaríkjamönnum var japönsku
herforingjunum, sem báru ábyrgð
á dauða fanganna, heitið uppgjöf
saka gegn því, að þeir gæfu sigur-
vegurunum nákvæmar upplýs-
ingar um allt það, sem þeir höfðu
orðið áskynja með tilraunum sín-
um á föngunum. Flestir voru þess-
ir fangar Kínverjar, en þó voru
nokkrir Engilsaxar þeirra á með-
al.
Sá, sem svipti hulunni af þess-
um skammarlegu atburðum, heitir
John W. Powell, bandarískur rit-
höfundur, sem í heila þrjá áratugi
hafði grunað sannleikann í mál-
inu, þótt honum tækist ekki að
' sanna neitt fyrr en með tilkomu
laganna, sem sett voru í kjölfar
Watergate-hneykslisins, en þar er
kveðið á um frjálsari aðgang að
upplýsingum.
I mjög ítarlegri skýrslu um
þetta mál, sem birt var í hinum
virta „Tímariti kjarneðlisfræð-
inga“, segir Powell, að varlega
áætlað hafi 3000 stríðsfangar ver-
ið drepnir í sýklahernaðartilraun-
um Japana í „Deild 731“, sem
komið var upp skammt frá borg-
inni Harbin í Mansjúríu. Einnig
segir hann, að Japanir hafi rekið
nokkrar aðrar tilraunastöðvar og
að alls staðar hafi tilraunadýrin
verið menn.
Á síðasta áratug hafa smám
saman verið að leka út upplýs-
ingar um þessar tilraunir og hafa
þær flestar komið frá Japönum,
sem sjálfir tóku þátt í þeim. Hins
vegar hefur það ekki komið fram
fyrr hjá Powell, að meðal þeirra,
sem drepnir voru í þessum til-
raunum, voru Bandaríkjamenn og
að bandarísk hermálayfirvöld hafi
tekið þá ákvörðun að hylma yfir
með illvirkjunum.
Eins og fyrr segir voru flest til-
raunadýrin Kínverjar en í einu
skjalinu, sem Powell komst yfir,
kemur fram, að áhugi Japana á
Bandaríkjamönnum hafi stafað af
því, að þeir vildu rannsaka
„ónæmi Engilsaxa fyrir smit-
sjúkdómum". Tilraunirnar voru
llpphafsmaður tilraunanna spáði
„gífurlegum usla“ meðal óvinanna.
meðal annars fólgnar í því, að
föngunum var gefinn stór
skammtur af banvænum sýklum,
t.d. sýklum, sem valda eitlasýki,
taugaveiki, miltisbrandi, bólusótt,
kolbrandi og kóleru, og voru þeir
þá oft drepnir á ýmsum stigum
sjúkdómsins til að japönsku vís-
indamennirnir gætu fylgst með
þróun hans. Yfirmaður yfir til-
raununum var skurðlæknir að
nafni Ishii Shiro, en hann lést
fyrir skömmu á gamals aldri og
hafði aldrei þurft að svara til saka
fyrir gerðir sínar.
Ekki löngu eftir innrás Japana í
Mansjúríu árið 1931 tókst Ishii að
sannfæra yfirboðara sína um, að
sýklum mætti beita sem ódýru
árásarvopni og valda þannig gíf-
urlegum usla meðal óvinanna.
Honum var falið það verkefni að
koma á fót „Deild 731“, sem Pow-
ell segir, að hafi verið „mikið
fyrirtæki, búið fullkomnum tækj-
um, fangelsum fyrir tilraunadýr-
in, sérstökum tilraunasvæðum,
verksmiðju fyrir sýklasprengjur,
flugvelli, sérsmíðuðum flugvélum
og líkbrennsluofni".
Á síðustu dögum stríðsins var
tilraunstöðin tekin í sundur og öll
merki um hana afmáð. Þegar Jap-
anirnir höfðu drepið þá fanga,
sem enn voru á lífi, og brennt lík-
in, tókst þeim að sleppa í gegnum
Suður-Kóreu og taka með sér öll
gögn um starfsemina.
Þessi skjöl voru síðan sú Höfuð-
lausn, sem Ishii Shiro orti banda-
rískum hernaðaryfirvöldum árið
1947.1 strangleynilegu skeyti, sem
hermálaráðuneytinu í Washing-
ton barst frá aðalstöðvum banda-
ríska hersins í Tókýó, var fullyrt,
að ef tryggt væri, að japönsku vís-
indamenninir yrðu ekki dæmdir
fyrir stríðsglæpi, þá stæði Banda-
ríkjamönnum til boða aðgangur
að „allri reynslu og þekkingu yfir-
mannsins, Ishii Shiro, fyrrum
hershöfðingja, sem einnig gæti
ábyrgst fullkomna samvinnu
fyrrverandi undirmanna sinna".
Powell segir á einum stað í
skýrslu sinni: „Það er kannski
engin furða þótt þetta mál hafi
ekki upplýstst fyrr en nú. Á liðn-
um árum hefur að vísu ýmislegt
lekið út, en alltaf hefur verið
þvertekið fyrir sannleiksgildi
þeirra upplýsinga, fyrst af jap-
önskum stjórnvöldum og seinna af
bandarískum."
Þegar „Tímariti kjarneðlisfræð-
inga“ barst skýrsla Powells fékk
ritstjórnin nokkra virta vísinda-
menn og sagnfræðinga til að
kanna sannleiksgildi hennar. í
formála ritstjórnarinnar að grein
Powells sagði: „Þegar okkur barst
sagan voru fyrstu viðbrögð okkar
vantrú og hryllingur. Við vonuð-
um allir, að hún væri ekki sönn, en
því miður, rannsóknir okkar hafa
leitt í Ijós, að hún er alltof sönn.“
— JOYCE EGGINTON
TAPAÐ/FUNDIÐ
Á dauða
sínum áttu
þeir von!
Starfsmenn bandaríska fjár
málaráðuneytisins ráku upp stór
augu nú á dögunum þegar þeir
voru að taka dálítið til í fjárhirsl-
um ríkisins. Að vísu áttu þeir ekki
von á að flnna þar gamlar kistur
fullar af gulli og gersemum en
þrátt fyrir það kom þeim það á
óvart þegar þeir fundu þar heila
kassastæðu, sem ekki hafði inni
að halda skjöl og skrár heldur
ýmsa persónulega muni genginn-
ar kynslóðar.
Þegar tekið var upp úr köss-
unum reyndist vera þar komin
hreinasta gullnáma af alls kon-
ar gripum, sem verið höfðu í
eigu fólks á þriðja áratug þess-
arar aldar. Þar voru meðal ann-
ars stúlknatímarit, löng hár-
flétta af ljóshærðri konu, sam-
kvæmisveski, falskar tennur,
skór og hundruð verðlausra
hlutabréfa. Nú hefur verið upp-
lýst, að þessir kassar bárust
fjárhirslunum í kjölfar banka-
hrunsins mikla, þegar 3.000
3.000 bankar fóru á hausinn og ríkið
hreppti óvenjulegt gripasafn.
bankar í Bandaríkjunum fóru á
hausinn.
í Bandaríkjunum er nú risin
upp mikil deila um hvað gera
skuli við þessa muni. Sumir
þingmenn hafa haft á orði að
flytja um það frumvarp, að
þeim skuli skilað til fyrri eig-
enda eða afkomenda þeirra, en
gallinn er bara sá, að það er
næstum ekkert vitað um það
hverjir þeir voru. Þegar bank-
arnir hrundu hver um annan
þveran á þriðja áratugnum,
mátti það heita regla, að allar
skýrslur frá þeim týndust um
leið.
Sem stendur eru kassarnir á
Bandaríkjasögudeild Smith-
sonian-safnsins og þar vilja líka
margir að þeir verði áfram.
„Fyrir þá er þetta eins og fund-
inn fjársjóður," er haft eftir
einum starfsmanni fjármála-
ráðuneytisins, sem segir að á
safninu hafi þegar verið lagðir
til hliðar ýmsir munir, sem eigi
að verða til sýnis. Þar á meðal
er kassi, sem var í eigu fjöl-
skyldu í Chicago, og hefur að
geyma hárlokkka ásamt ljós-
myndum af viðkomandi mann-
eskjum.
Hvernig skyldi svo standa á
því, að í allan þennan tíma hef-
ur enginn gert tilkall til eigna
sinna í kjallara bandarísku
fjárhirslunnar? Ástæðan er sú,
segir sagnfræðingur, sem er vel
að sér í sögu þessa tímabils, að
þegar bankarnir lokuðu í
sumarróti kreppunnar vissi fólk
ekki hvað af eigum þess varð, né
átti það von á að geta endur-
heimt þær.
— ALEX BRUMMER
ARVEKNI
Af bflnúmer-
unum skulið
þér þekkja þá
Að undanfdrnu hefur verið
skýrt frá því með stóru letri í
sovézkum blöðum, að út-
lendingar, sem búa í Sovét-
ríkjunum hafi nú hlotið laga-
legt jafnrétti á við sovézka
borgara. En jafnframt hafa
stjórnvöld þar eystra gert
enn frekari ráðstafanir til að
gera erlendum kaupsýslu-
mönnum og blaðamönnum
lífið leitt og auka fram-
færslukostnað þeirra.
Útlendingar hafa fengið
ný bílnúmer, sem gera það
auðveldara fyrir stjórnvöld
að hafa eftirlit með þeim.
Húsaleiga þeirra og skattar
hafa hækkað og hærra verð
fyrir matvæli mun gera það
að verkum, að dýrara verður
fyrir þá en áður að starfa og
búa í Sovétríkjunum.
í Moskvu búa um 26.000
útlendingar og flestir
þeirya dveljast í sérstökum
diplómatahverfum í borg-
inni, sem eru tólf talsins.
Sovézka lögreglan hefur
nákvæma gát á fólki þessu
og fylgist gaumgæfilega
með ferðum þess. Enn
fremur kemur hún í veg
fyrir að útlendingar hafi
samneyti við óbreytta
borgara. Margir erlendir
sendifulltrúar, fréttaritar-
ar og kaupsýslumenn eru
þess fullvissir, að síminn
hjá þeim sé hleraður og að
óeinkennisklæddir menn
hafi á þeim nánar gætur.
En þótt yfirvöld leggi
allt þetta á sig til að koma
í veg fyrir samskipti út-
lendinga og alþýðu manna í
Sovétríkjunum hefur
æðsta ráðið samþykkt lög
sem veita útlendingum í
landinu sama rétt og Sov-
étborgurum, — að því er
virðist.
Erlendir sendifulltrúar í
Moskvu eru varkárir í orð-
um um þessa nýju löggjöf.
Sendifulltrúi frá vestrænu
ríki sagði, að hún virtist að
hluta til eiga að koma enn
betur í veg fyrir samskipti
Sovétborgara við útlend-
inga. Benti hann í því sam-
bandi á ákvæði gegn áróðri
og rógburði í garð Sovét-
ríkjanna en slíkur áburður
er oft viðhafður gegn and-
ófsmönnum.
Sovézk yfirvöld gerðu
tvenns konar ráðstafanir
gegn erlendum borgurum í
landinu um svipað leyti og
löggjöf þessi kom fram. I
fyrsta lagi var útlending-
um gert að hafa ný, áber-
andi bílnúmer og í annan
stað var afnumið leyfi
kaupsýlsumanna og frétta-
ritara til að kaupa gjald-
miðla til notkunar í búðum,
er selja innfluttar vörur,
sem ófáanlegar eru í sov-
ézkum verzlunum.
„Bílnúmerin virðast sem
fyrr segir, einkum þjóna
þeim tilgangi að gera yfir-
völdum auðveldara að hafa
eftirlit með útlendingum
Strangara eftirlit með útlendum.
og gera betri greinarmun á
bifreiðum diplómata og
annarra útlendinga," sagði
vestrænn sendifulltrúi í
Moskvu. „Þeir vita, að
óleyfilegt er að angra dipl-
ómata, en þeir njóta frið-
helgi í Sovétríkjunum sem
og annars staðar."
Númeraplöturnar eru nú
skærrauðar og gular en
voru áður svartar og hvít-
ar. Merkin á þeim gefa og
til kynna, hvort viðkom-
andi er sendifulltrúi,
fréttaritari eða kaupsýslu-
maður. Það er auðveldara
að greina þau í fjarska en
gömlu bílnúmerin og þykja
þau á ýmsan annan hátt
mjög til hægðarauka fyrir
stjórnvöld. Stjórnvöldin
hafa hinsvegar aldrei gefið
neina skýringu á, hvers
vegna skipt hefur verið um
merki. Þau hafa heldur
enga skýringu gefið á því,
hvers vegna kaupsýslu- og
blaðamenn geta ekki leng-
ur fengið keypta gjald-
miðla. Gjaldmiðlarnir hafa
verið við lýði frá árinu
1965, en 30. júní sl. var
notkun þeirra hætt.
Vesturlandabúar í
Moskvu segjast sjaldan
verzla í sovézkum ríkis-
verzlunum vegna þess hve
þar er lítið úrval, lélegar
vörur og langar biðraðir.
Kaupsýslumaður í Moskvu,
sem ekki vildi láta nafns
síns getið, var skjótur til
svars, er hann var spurður
um, hví hann héldi að þess-
ir nýju verzlunarhættir
hefðu verið teknir upp.
„Þetta er eingöngu til þess
að afla Sovétmönnum fleiri
dollara og annars eftir-
sóknarverðs gjaldeyris."
Hann kvaðst héðan í frá
verða að kaupa mat og
hreinlætisvörur erlendis
frá, þó að hann þyrfti að
greiða af því toll.
„Rússarnir geta ekki
veitt manni lágmarksþjón-
ustu miðað við það sem
maður er vanur á Vestur-
löndum," sagði hann. „Ég
er ekki að tala um lúxus
eins og stereotæki, heldur
nauðsynjavörur eins og
klósettpappír."
— bryan brumley.