Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
65
Jón Óskar
gangstéttir
í rigningu
imm
salinn gustmikiil eins og honum lægi lífið
á. Hann sveiflaðist einhvernveginn svo
kynlega til eins og hann héldi ilia jafnvægi
af æsingi og ákefð. Hann var gífurlega
málhress og sagði „Heyrðu" á þann hátt
sem hann væri alltaf að uppgötva eitthvað
stórkostlegt. Og raunar var hann að upp-
götva eitthvað. Hann hafði tekið við því
hlutverki sem Hannes Sigfússon hafði
rækt af svo mikilli elju á sínum tíma, að
uppgötva ný skáld. Hann var sífellt að viða
að sér efni í Lífog list sem var gefið út með
nokkrum æsiblaðastil á stundum og flutti
yfirleitt ekkert varðandi bókmenntir og
listir sem kom okkur atómskáldunum á
óvart nema það sem birtist eftir nýja höf-
unda. Og reyndar kom það lítið á óvart,
nema helst Ásta Sigurðardóttir. Atóm-
kveðskapurinn var þá nýjasta fyrirbærið í
íslenskum bókmenntum og um hann stóð
slagurinn, en ritið Líf og list sinnti honum
varla nema í spotti og hálfkæringi, þótt
stundum þætti ritstjóranum gott að birta
eftir okkur kumpána eitt og eitt ljóð,
svona eins og til að sýna hvernig við vær-
um.
Helsta tromp Steingríms Sigurðssonar í
Lífi og list var ung stúlka að nafni Ásta
Sigurðardóttir. Hún var jafnan í dimmu
kaffistofunni við Laugaveginn. Þar kynnt-
ist ég henni og við urðum góðir kunningj-
ar. Hún vakti mikla athygli með sögum
sínum í Lífi og list. Þær voru grófar, en
ófalskar. Hún vakti líka athygli með lífi
sínu sem var eins óheflað og sögur hennar.
Og hún vakti athygli með því að vera öðru-
vísi ásýndum en annað fólk. Sérkennilegur
fríðleiki var yfir andliti hennar, en annars
ekki gott að átta sig á svipmótinu, sem var
að hluta tilbúið með óvenjulega mikilli
förðun. Augnabrúnir voru málaðar kol-
svartar og framlengdar út og upp, varirn-
ar sterkrauðar, andlitið mjög hvítt af
púðri, en hárið hrafnsvart. Með slíkt yfir-
bragð varð hún mjög óíslensk eða ónorræn
álitum, en einkennilegast þó, að það var
sem rödd hennar kæmi einhversstaðar
neðan að, undarlega dimm rödd sem var í
fullu samræmi við svartar augnabrúnir og
svart hár, svört augnahár og dökk augu, ef
ekki svört. í þessu var svo mikið samræmi
að manni kom ekki til hugar að einungis
dimma röddin og dökku augun væru ósvik-
in, en hitt málning. Ég var búinn að
þekkja Ástu lengi, þegar ég frétti að nátt-
úrlegur háralitur hennar væri rauður, og
það var engin Gróa á Leiti sem sagði mér,
en svo ósennilegt þótti mér þetta að ég hef
ekki þann dag í dag getað séð Ástu í því
nýja ljósi ...
Þá voru menn, sem verið höfðu við nám
í útlöndum frá stríðslokum, farnir að
koma heim til landsins. Einn þeirra var
Geir, þ.e.a.s. Geir Kristjánsson. Annar var
Thor Vilhjálmsson. Hár hans hafði vaxið
og jafnvel komið á hann töluvert skegg. En
var hann í rauninni alkominn til landsins
sjálfur, eða var þetta aðeins svipur hans á
reiki í dimmunni að Laugavegi 11, hár
hans og skegg og fjarlægðarfull augu eins
og þau horfðu frá útlöndum? Nú ætlaði
hann að fara að gefa út bók, fyrstu bók
höfundar. Hún átti að heita Madurinn er
alltaf einn. Frá því var sagt í Lífi og list
með miklu viðtali og teikningu af skáldinu
eftir vin skáldsins, en kunningi höfundar-
ins var bróðir Steingrrhs, ritstjóra Lífs og
listar, það vildi svo vel til. Þá var og birtur
skáldskapur eftir Thor ásamt rómantískri
ljósmynd af honum sem líkt og sagði:
Svona eiga skáld að vera.
En hver var Geir? Hann var einnig rit-
höfundur upprennandi og einnig sérkenni-
legur. Ég kynntist honum fljótlega, og þá
var mér sögð þessi saga af honum. Hann
var að koma til útlanda í fyrsta sinn.
JÖN OSKAR
Skólabræður hans höfðu safnast saman á
Kastrupflugvelli til að taka á móti honum.
En þegar Geir kom út úr flugvélinni og sá
hópinn, gekk hann í áttina að hópnum, tók
upp sígarettu á leiðinni, hélt henni milli
fingra sér upp að vörunum og sagði: Eigiði
eld, strákar? .
Geir var mjög hæglátur í fasi, dimm-
raddaður, hafði lagt stund á rússnesku,
sem var nýlunda í þá daga, áður en Islend-
ingar með siðferðisvottorð frá hinum eina
sanna flokki fóru að geta veitt sér þann
munað að láta Rússa mennta börn sín.
Geir hafði aldrei komið til Rússlands.
Hann hafði lært rússneskuna í Svíþjóð.
Hann var hár og grannur og gekk svo hægt
að menn hlutu að veita honum athygli á
götum Reykjavíkur meðan miðbærinn
kringum Austurstræti var ennþá mann-
legur, þegar enn hafði ekki tekist að gera
hann að bílarúnti fáviskunnar og ekki enn
tekin upp sú stefna að steypa alla i sama
mótið, eða hafi hún verið upp tekin, þá að
minnsta kosti ekki komin lengra í fram-
kvæmd en að smala sérkennilegasta fólk-
inu af götum Reykjavíkur og loka það inni
á hæium þar sem líf þess fjaraði út. Geir
hafði á sér það orð að hann væri gáfaður,
og eftir að ég hafði kynnst honum, þótti
mér ekki ástæða til að rengja það.
— Kynslóð Kalda stríðsins 1975 —
Kringum 1955 og síðar á þeim áratug
komu fram nokkur ný skáld í Reykjavík.
Fögnuður manna, sem illa eða ekki þoldu
nýjungar „atómskáldanna", varð svo mik-
ill við tilkomu Hannesar Péturssonar að
einn lýsti því á prenti, svo sem lesa má í
Öldinni okkar, nýjustu útgáfu, hvernig
hann gat með naumindum aftrað sjálfum
sér frá að hlaupa niður á Lækjartorg, stíga
þar upp á kassa og hrópa þennan hrífandi
boðskap tii lýðsins: „Fögnum, bræður og
systur. Stórskáld er upp risið meðal vor.“
Ástæðan fyrir þessum gífurlega fögnuði
var sú, að menn vantaði einhvern ungan
mann sem væri nógu þjóðlegur og trúr
ljóðstafasetningu fyrri alda, og mætti þó
segja að hann tilheyrði nútímanum, færi
til dæmis einstaka sinnum út fyrir ströng-
ustu reglur forfeðranna. Þarna kom einn
sem fullnægði þessum skilyrðum: Hann
orti vel, hann var kornungur.
Það fór ekkert á milli mála, að unga
skáldinu, Hannesi Péturssyni, var ætlað
að vera fyrirmynd um það hvernig yrkja
skyldi og vörn gegn áhrifum okkar „atóm-
skáldanna“. Áberandi verður þó við nánari
athugun þáttur menntamannanna, sam-
staða þeirra gegn þeim sem ekki höfðu
prófblað í vasanum, vottorð um stúd-
entspróf að minnsta kosti. Þessar niður-
stöður eru ekki fengnar við skyndiathug-
un, heldur hafa árin smám saman fært
mér heim sanninn um ýmisleg fyrirbæri
sem áður voru mér hulin eða ég hugði til-
heyra liðnum öldum. Síðan hefur bilið orð-
ið enn skarpara milli prófblaðafólks og
hins „ólærða", að ég ekki segi „óæðra“
samkvæmt hugarfari prófblaðaeigenda ...
Og þegar mesta herferðin var gerð gegn
atómskáldunum 1952, þá voru það mennta-
menn sem stóðu fyrir henni. Það segir sína
sögu, að á fyrri fundinum sem haldinn var
gegn okkur, fengu engir að vera nema þeir
ættu sitt prófblað, þ.e. hefðu stúdentspróf,
og þurftu fundarmenn því ekki að óttast
að „atómskáldin" reyndu að bera af sér
höggin. Þau höfðu engin prófskírteini,
nema Sigfús Daðason, sem var við nám
erlendis. Jóhannesi úr Kötlum var að vísu
boðið að halda framsöguræðu á þessum
lokaða fundi, þó hann hefði kennarapróf,
en ekki stúdentspróf, en hvað var það ann-
að en sýndarmennska? Hann mun ekki
hafa áttað sig á hvað til stóð. Að sjálf-
sögðu komust þeir ekki upp með þessar
aðfarir sínar og neyddust til að halda ann-
an fund, þar sem almenningur fékk aðgang
(einnig ólærð „atómskáld"), en það er at-
hyglisvert að á þeim fundi héldu uppi
árásum þrír menntamenn, en enginn stúd-
entslærður maður tók upp hanskann fyrir
ungu skáldin. Leiðinlegast var að sjá í
fjandaflokknum Reykjavíkurskáldið Tóm-
as Guðmundsson sem við allir dáðum. Ég
minnist þess, að einu sinni á stríðsár-
unum birtist langt kvæði eftir Tómas í
tímaritinu Helgafelli. Heftinu var stillt út
í glugga í Austurstræti og haft opið þar
sem kvæði Tómasar var prentað. Þetta var
um helgi. Hannes Sigfússon kom til mín og
sgaði, að nú væri nýju hefti af Helgafelli
útstillt niðri í Austurstræti með nýju
kvæði eftir Tómas. Við létum okkur ekki
nægja að fara að glugganum og lesa kvæð-
ið, heldur hafði ég stílabók með mér niður
í Austurstræti og skrifaði allt kvæðið í
hana þar við gluggann ...
Kristinn E. Andrésson yfirbauð Ragnar
í Smára til að fá að gefa út Kvœðabók
Hannesar Péturssonar, og var Ragnar þó
talinn gera betur við höfunda en allir aðrir
útgefendur. Hversvegna var Kristni svo
mikið í mun að ná í þennan höfund? Hann
var þó enginn byltingarsinni, jafnvel
fremur talinn íhaldssamur. Var það
kannski af því að hann hafði sitt prófblað?
Svo mikið er víst, að við róttæku en
óskólagengnu alþýðusynirnir fengum ekki
útgefið hjá Máli og menningu eða Heims-
kringlu nema þá að nafninu til. Jafnvel
smásagnasafn mitt, sem Kristinn sagði þó
í mín eyru að væri gott safn, komst ekki að
hjá honum nema í gustukaskyni. Og ekki
hélt Kristinn höfundinum, Hannesi Pét-
urssyni, því næsta bók hans kom út hjá
öðru forlagi.
— Borg drauma minna 1977 —
Þegar atburðirnir í Ungverjalandi voru
á döfinni og meðan enn var ekki búið að
setja Janos Kadar á valdastól, átti ég einu
sinni sem oftar leið til Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar, fornvinar míns, sem bjó við
Suðurgötu, en þangað þótti mér jafnan
gott að koma og þiggja góðgerðir hjá Önnu
og rabba við Olaf eða þau bæði ... Hann
hafði ekki fyrr lokið upp hurðinni og séð
hver kominn var en hann sagði, eftir að
hafa kastað á mig kveðju:
Þú kemur eins og kallaður.
Ekki vissi ég gerla hverju þetta sætti, en
meðan ég var að fara úr yfirhöfninni,
sagði hann, að hann væri búinn að stefna
til sín nokkrum mönnum í því skyni að
ræða síðustu atburði í heimsmálunum,
hann ætti von á þeim á hverri stundu. Nú
væri gott að hafa mig líka. Það voru að
vísu ekki nema tveir menn sem komu, en
þeir voru líka einhverjir helstu forustu-
menn sósíalista á íslandi um þær mundir,
Brynjólfur Bjarnason og Magnús Kjart-
ansson. Ef Einar Olgeirsson og Sigfús Sig-
urhjartarson hefðu verið þarna líka, hefði
í stofunni hjá Ólafi verið saman kominn
helsti baráttukjarni íslenskra sósíalista á
opinberum vettvangi (fyrir utan Kristin E.
Andrésson sem reri á mið menningarinn-
ar). Hverja Ólafur kallaði á fyrir utan
þessa tvo, sem komu, veit ég ekki. Hann
var þá 38 ára gamall, en ég þremur árum
yngri. Skyldi nú á dögum vera til rithöf-
undur sem geti á þennan hátt kallað til sín
forustumenn í stjórnmálum og reynt að
koma fyrir þá vitinu? Vel má það vera, þó
ég hafi ekki haft spurnir af því. Ég skal
taka það fram undireins, að tilraun Ólafs
var gagnslaus. Það hefur aldrei verið hátt-
ur stjórnmálamanna að meta rithöfunda
nema í hlutfalli við fylgispekt þeirra. Við
fundum það báðir mjög fljótt, að við töluð-
um fyrir daufum eyrum.
Flest af þeim orðum, sem þarna voru
sögð, héfur tíminn máð út, en þó hefur mér
orðið það sérlega minnisstætt að sá mað-
ur, sem þá var álitinn helsti leiðtogi sósíal-
ista á Islandi og meginhugsuður, Brynjólf-
ur Bjarnason, réttlætti atburðina í Ung-
verjalandi og um leið það sem hafði gerst í
Rússlandi með því að vitna í frönsku bylt-
inguna (menn kannast ef til vill við fras-
ana: Imyndið ykkur ekki að bylting gangi
þegjandi og hljóðalaust fyrir sig, að hægt
sé að búa til eggjaköku án þess að brjóta
egg). Þá þótti mér langt gengið og gat ekki
orða bundist. Það var svo fáránlegt að
bera saman ógnarástand frönsku bylt-
ingarinnar, sem hafði staðið í fjögur ár,
frá 1789 til 1793, og þá atburði sem nú voru
að gerast þrjátíu árum eftir byltinguna í
Rússlandi. En þegar ég benti Brynjólfi á,
að hann væri þarna að bera saman hluti
sem væru ekki sambærilegir, lét hann það
sem vind um eyru þjóta. Hann vildi greini-
lega ekki hlusta á nein gagnrök: hann einn
vissi.
Eitt var öllu mikilvægara í viðhorfi
okkar Ólafs, atriði sem við vorum báðir
hjartanlega sammála um: að gagnrýna al-
ræði öreiganna. Ég heyri enn þungann í
rödd Ólafs, þegar hann sagði:
Það verður að endurskoða kenninguna
um alræði öreiganna.
Þeir, sem þekktu fræðikenninguna,
hlutu að sjá, að þarna var um meginatriði
að ræða sem nauðsynlegt var að hafa á
hreinu, enda gerðu kommúnistaflokkarnir
úti í Evrópu sér grein fyrir því síðar meir
(samanber Evrópu-kommúnisminn með
Berlinguer hinn ítalska í broddi fylk-
ingar). En það er skemmst frá því að
segja, að viðhorf okkar Ólafs til þessa
máls 1956 fékk engan hljómgrunn hjá
stjórnmálamönnunum. Ólafur hafði hugs-
að sér, að þeir Brynjólfur og Einar, sem þá
voru helstu forustumenn sósíalista á Is-
H€RN7ÍMS7lR7l
SK7ÍLD
landi, gæfu út sameiginlega yfirlýsingu
vegna Ungverjalandsmálanna, en þegar
hann orðaði það, vísaði Brynjólfur slíkri
uppástungu algerlega á bug og taldi hana
hlægilega. Slík var dómgreind hans um
atburði þá sem voru að gerast og höfðu
áhrif um heim allan.
Eftir þetta hafði ég engan hug á því að
kjósa Brynjólf Bjarnason á þing eða styðja
sósíalistaflokkinn á Islandi. Og þó sneri ég
ekki baki við sósíalistum þá þegar, því nú
var Alþýðubandalagið stofnað með nýjar
kosningar framundan. Enn var það maður
frá Alþýðuflokknum sem kom með sitt lið
til samstarfs við kommúnista, eins og Héð-
inn forðum. Nú var það Hannibal Valdi-
marsson, og hafði marga fylgismenn að
baki sér. Auðvitað var hér aðeins verið að
skipta um nafn á sósíalistaflokknum sem
nú var í hættu vegna Ungverjalandsmál-
anna, en með Hannibal voru efstu sæti
listans stokkuð upp, svo aðgengilegra væri
fyrir vafagemlinga að kjósa flokkinn sem
nú hét Alþýðubandalag. Það var ekki hægt
að fá forustumenn flokksins til að endur-
skoða neitt eða breyta afstöðu sinni í ljósi
reynslunnar, en þeir gátu staðið að ein-
hverri sambræðslu við aðra á þeim for-
sendum að hægt væri að sameinast um
ákveðin málefni sem þeir vissu að til dæm-
is rithöfundar eins og Ólafur Jóhann, ég og
fleiri gátu fylgt þeim í og vildu að næðu
fram að ganga, eins og herstöðvamálið, en
þeir höfðu ekki skipt um skoðun gagnvart
neinu, ekki heldur gagnvart kenningunni
um alræði öreiganna. Ég hafði haldið, eftir
lestur margra bóka, að sú kenning væri vel
hugsuð, en eftir 20. flokksþing kommún-
istaflokksins í Moskvu og eftir atburðina í
Ungverjalandi var mér orðið ljóst, að svo
var ekki. Kenningin um alræði öreiganna
var falskenning.
— Týndir snillingar 1979 —