Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 77 _ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Um blóðgjöf Erling B. Snorrason prestur og Snorri Olalsson læknir skrifa. „Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað mikið um blóðgjöf í æð og afstöðu kristinna manna til hennar. Þessi afstaða þeirra hlýtur að byggjast á Biblíunni og þess vegna viljum við líta nánar á hvað hún hefur um þetta mál að segja. í 3. Mósebók 3,17 stendur: „Skal það vera ævinlegt lögmál hjá yður frá kyni til kyns í öllum bústöðum yðar: Þér skuluð eng- an mör og ekkert blóð eta.“ Ennfremur lesum við í 3. Mós. 7,26.27: „Eigi skuluð þér heldur nokkurs blóðs neyta í neinum af bústöðum yðar, hvorki úr fugl- um né fénaði. Hver sá, er nokk- urs blóðs neytir, hann skal upp- rættur verða úr þjóð sinni." Það fer því ekki á milli mála að Biblí- an bannar neyslu blóðs og mörs. Þetta bann var ekki einskorðað við gyðinga heldur kemur greini- lega fram í Nýja testamentinu að það skyldi einnig gilda um kristna menn. Á postulafundin- um í Jerúsalem var meðal ann- ars gefin út svohljóðandi yfirlýs- ing: „Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frek- ari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, að þér haldið yð- ur frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel. Verið sæl- ir.“ Post. 15,28.29. Hvers vegna skyldi Guð hafa bannað neyslu blóðs? Okkur er ekki kunnugt um sannanir á því að neysla blóðs sé óholl né held- ur að gildi þess að halda sér frá blóðneyslu sé afsannað. Þó er vitað að í blóðinu eru ótal mörg efni, m.a. örvandi efni, hormón og ýmis úrgangsefni líkamans. Það er athyglisvert að í sama Þessir hringdu . . . -o' J((cM Hver velur danslögin á laugar- dagskvöldum? Nátthrafn hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til þess að beina fyrirspurn til tón- listardeildar Ríkisútvarpsins: Hver velur danslögin sem útvarp- að er á laugardagskvöldum? Allt virðist þar sniðið fyrir smekk ungs fólks, en önnur sjónarmið látin lönd og leið. Þó er það vitað, að það er ekki unga fólkið sem situr heima þessi kvöld, heldur full- orðna fólkið. Og það bíður eftir lögum við sitt hæfi, t.d. harmo- nikkulögum. Stundum koma þau og stundum ekki. Er ekki einhver öfugsnúningur í þessu? Fyrirspurn til Vega- gerðarinnar Ragnhildur Kristjánsdóttir, Eski- firði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er hérna með fyrir- versinu (3. Mós. 3,17) og blóð- neysla er bönnuð er einnig bann- að að borða mör. Mör er gott dæmi um mettaða fitu sem flest- ir vísindamenn telja að stuðli að kransæðastíflu og öðrum æða- kölkunarsjúkdómum. Raunar er orðið mör þýtt með orðinu fita í helstu erlendum biblíuþýðing- um. Það er því vel hugsanlegt að það eigi eftir að koma í ljós að blóð ekki síður en fita sé óhollt heilsu okkar. Skapari okkar hef- ur séð okkur fyrir nægum öðrum fæðutegundum en blóði og neysla þess er því engan veginn nauðsyn góðri heilsu við venju- legar kringumstæður. En hvað þá með blóðgjöf? Líta má á blóðgjöf í æð sem ákveðið form lyfja en öll lyf má yfirleitt bæði nota og misnota. Mjög oft má bæta heilsu manna og jafn- vel bjarga lífi þeirra með því að gefa þeim blóð í æð. Neysla blóðs sem fæðu er allt annars eðlis en læknisfræðileg notkun blóðgjaf- ar. Við teljum það skýlausa skyldu kristinna manna að gæta heilsu sinnar og lífs og halda lík- amanum í eins góðu formi og kostur er. í 3. bréfi Jóhannesar, 2. versi, óskar kærleikspostulinn vini sínum Gajusi þess að „þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel“. Páll postuli hvetur okkur til að vegsama Guð með líkama okkar: „Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eig- in. Þér eruð verði keyptir. Veg- samið því Guð með líkama yðar.“ 1. Kor. 6,19.20. Góð heilsa er ekkert takmark í sjálfu sér en hún auðveldar okkur að uppfylla tilgang lífsins. Góð líkamleg og andleg heilsa gerir okkur hæfari til að inna af hendi störf í þjóðfélaginu, taka réttar ákvarðanir, greina rétt frá röngu, þekkja Skaparann og vilja hans og reynast honum betri og nýtari þjónar á allan hátt. Ef við getum bjargað lífinu og þjónað Guði og samborgurum okkar í mörg ár í viðbót með því að fá blóðgjöf í æð, teljum við það rétt og álítum að menn ættu að þiggja hana með þakklæti. Þegar Kristur átti í deilu við faríseana um hvort leyfilegt væri að lækna á hvíldardegi sagði hann: „Mundi sá vera nokkur á meðal yðar, er á eina sauðkind, að hann taki ekki í hana og dragi hana upp úr, hafi hún á hvíldardegi fallið í gryfju? Hve miklu er nú maðurinn meira verður en sauðkind." (Matt. 12,11.12). „Ég spyr yður, hvort er leyfilegt á hvíldardegi að gjöra gott eða gjöra illt, að bjarga lífi eða fyrirfara því? Og hann renndi augum yfir þá alla og sagði við manninn: Réttu fram hönd þína. Hann gjörði svo og hönd hans varð aftur heil.“ (Lúk. 6,9.10.) Það er enginn vafi á því hver kenning Biblíunnar er, kenning Krists: Hann myndi bjarga lífi. Blóðgjöf til að bjarga lífi og heilsu getur með engu móti fallið undir leiðbeiningar Biblíunnar um fæðuval. í Biblíunni er að finna fjölmargar leiðbeiningar um varðveislu heilsunnar. Fólk hefur sjálfsagt átt erfitt með að skilja þær þegar þær voru gefn- ar en nú á dögum hafa vísindin sýnt fram á gagnsemi þeirra í langflestum tilvikum. Nokkur atriði eru enn þá ósönnuð en við trúum því að vísindin muni sanna að einnig þau stuðli að bættri heilsu." spurn til Vegagerðar ríkisins. Fyrirspurnin er í nokkrum liðum og ég vonast fastlega til þess að forráðamenn þessa ríkisfyrirtækis sjái sér fært að svara mér: 1. Hver er áætlaður kostnaður við gerð undirganga við Rauðavatn? En við lagningu varanlegs slitlags á Bláfjallaveg? 2. Hvað hefði kostað að setja upp umferðarljós við Rauðavatn? 3. Eru peningarnir sem fara til þessara framkvæmda teknir úr sama sjóði og greiðir kostnað við lagningu varanlegs slitlags, sem sauðsvartur almúg- inn (þ.e. þeir sem hvorki stunda hesta- né skíðasport) notar af illri nauðsyn? 03^ SIGGA V/öGA fi ‘f/LVEftAU Foreningen Dannebrog afholder sit árlige Andespil (Bingo) i Sigtún i aften 8. nov. Huset ábner kl. 20.00. Bestyrelsen. riýjung: Hraðréttir í hádeginu mánudaga til föstudaga. H RADR ÉTTASEÐILL n/ESTU VIKU: Tómatsúpa með þeyttum rjóma Súpa fylgir með öllum réttum Hakkað hreindýrabuff með steiktum lauk kr. 65,00 Kjómasoðinn kjúklingur með sinnepssósu kr. 79,00 Ofnsteikt rauðsprettuflök á trébretti með hvítlaukssmjöri kr. 75,00 Blandaðir fiskréttir á teini með hrísgrjónum og karrýsósu kr. 75;«)0 Gratíneraður skötuselur kr. 79,00 Léttreykt grálúðuflök með piparrótarsósu kr. 68,00 ChePs special: Svartfuglsbringa með humarsósu kr. 85,00 Þjónustugjald og söluskattur innifalið ARMARHÓLL Hverfisgötu 8—10, sími 18833. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178. REYKJAVlK SIMI85811 ,ima m 'bláóh '&Á 5A 'hfYt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.