Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
Þessi eini nektardans, sem þú hef-
Innan 10 daga veikist þú af rau<V ur látið mig fá, er hallærisrulla,
um hundum ... skal ég segja þér!
HÖGNI HREKKVÍSI
/SJDM/AS æ/64 //ÓD///I r’
///?/? /V£DA/? '/ 6>d 'rc///A/S. ■ ■
Dans á rósum: Þórhallur Sigurðsson, Saga Jónsdóttir og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum.
Vanti mannlegan skilning eru góðar
bókmenntir lokaður fjársjóður
H. Kr. skrifar:
„Það var verið að tala um leik-
ritið Dans á rósum í útvarpinu.
Bókmenntafræðingur rakti efni
þess og sagði sitt álit. Hér verður
ekki rætt um það í heild, en eitt
einstakt atriði tekið út úr. Bók-
menntafræðingurinn var að tala
um vandamál persónanna í leikn-
um, vandamál Harðar væri ekki
drykkjuskapurinn, þar sem hann
bryti ekkert og berði ekki fólk sitt
þó að hann væri drukkinn. Vanda-
mál hans var magasárið.
Sem sagt: ölvunin sjálf er ekk-
ert vandamál. Brjóti menn engin
verðmæti, misþyrmi ekki fólki
sínu og séu ekki með blæðandi
magasár þegar af þeim rennur, þá
er allt í lagi og ekki um neitt
vandamál að ræða.
Þá höfum við það.
Hins vegar rifjar dóttirin það
upp að þegar hún var barn hlakk-
aði hún oft til þess sem í vændum
var hjá fjölskyldunni og urðu það
mikil vonbrigði þegar það gat ekki
orðið vegna þess að fjölskyldufað-
irinn var ofurölvi þegar til átti að
taka. Þessi vonbrigði urðu svo
mikil og sár að þau ollu varanlegu
meini í barnssálinni. En það þýðir
ekkert að segja bókmenntafræð-
ingnum þetta. Þar er komið að
lokuðum dyrum. Manneskjunni er
ekki gefið að skilja þetta. Og þar
við situr.
Lífið er nú samt þannig, að oft
er ætlast til þess af okkur að við
séum algáð og ábyrg og það getur
haft slæm og varanleg áhrif ef það
bregst, jafnvel þó að ekkert sé
brotið og enginn barinn. Það er
hægt að særa fólk án þess að á því
sjái hið ytra.
Fram kom í þessu umtali undr-
un og vanþóknun á því að hús-
freyjan „var í tíma og ótima að
strjúka lín“. Konan vann fullan
vinnudag utan heimilis og varð því
að vinna heimilisverkin eftir
vinnutíma. Og þó að bókmennta-
fræðingur finni ekki að drykkju-
skapur sé neitt vandamál gat
hann leitt til þess að skipta þyrfti
um sængurföt fyrr en ella. Þar
fyrir utan mun margur kannast
við það af eigin reynd, að þegar að
herðir hugstríð sem erfitt er um
að ræða getur verið léttir og fró að
hafa eitthvað handa milli og sinna
verki. Auðvitað dugar engin
bókmenntafræði til að skilja
þetta, þegar mannlegan skilning
brestur — skilning á fólki. Góðar
bókmenntir snerta fólk, — eru um
menn og vegna manna, — án
skilnings á manneskjum eru þær
lokaður fjársjóður.
Vanti mannlegan skilning í
bókmenntafræðinginn er honum
ekki við bjargandi meðan svo er.“
Fullkomlega boðleg útflutningsvara
Böðvar skrifar:
„Velvakandi.
Góðfúslega birtið eftirfarandi
bréfkorn í dálki yðar:
Kvikmyndagerð á íslandi hefir
að mínu mati átt frekar erfitt
uppdráttar þar til nú hin allra síð-
ustu ár að fjörkippur hefur færzt í
greinina. Að sjálfsögðu eru verkin
jafn misjöfn og þau eru mörg en
nú virðist loks sem íslendingar
séu að ná tökum á kvikmyndagerð,
og á ég þar við kvikmyndina Út-
laginn, sem frumsýnd var fyrir
nokkrum dögum.
Útlaginn er tvímælalaust bezta
og vandaðasta verk okkar á
kvikmyndasviðinu hingað til og
fullkomlega boðleg útflutnings-
vara, það roðnar enginn kvik-
myndahúsgestur við tilhugsunina
um að bjóða útlendingum upp á
slíka landkynningu, eins og því
miður vill oft verða. Þótt Útlaginn
fjalli um utangarðsfólk í þjóðlífi
sögualdar, þá vona ég í lengstu lög
að handbrögð við gerð hennar
megi haldast innanstokks í kvik-
myndagerð tuttugustu aldar.
Framleiðendur hennar eiga heiður
skilið fyrir að sanna mátt ís-
lenzkra kvikmyndagerðamanna,
þeir eru að lyfta greininni á æðra
plan.
Með þökk fyrir birtinguna."
Úr Útlaganum.