Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 7

Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 55 „Óeðlilega miklum tfma ráðuneytisins er sóað í þessa kjökrandi Júðan, SÆLUDAGAR Hin hliðin á Hawaii Straumur japanskra ferða- manna til Hawaii-eyja hefur farið sívaxandi á undanförnum árum, og þykir víst, að þeir séu þar á höttum eftir ýmsu í viðbót við sól og sjó, að minnsta kosti leggja ýmsir verzlunareigendur í Hono- lulu fyrir þá snörur af mörgum gerðum, eins og sjá má á auglýs- ingaspjöldum þeirra, sem ýmist eru á ensku eða japönsku. Verzlanirnar hafa eitthvað við allra hæfi. Þær eru í hrönnum á fögrum breiðstræt- um Honolulu, aðeins nokkurra mínútna gang frá Waikiki- ströndinni og auglýsa vörur sínar með ýmsum hætti. A enskum auglýsingaskiltum stendur gjarnan: — Myndbönd fyrir fullorðna. Hins vegar eru þau japönsku öllu berorðari og gætu jafnvel boðið upp á — Launhelgustu staðir á ljóskum. Og margir japanskir karlar bíta á agnið. Þeir eru nefnilega ekki vanir slíkum tilboðum Launhelgustu staðir á Ijóskum heima hjá sér. í Japan eru nektarblöð, nektarkvikmyndir og myndbönd stranglega bönn- uð, enda liggur þar blátt baún við að sýna nakinn mannslík- ama. Og það forboðna er jafn- an spennandi. Fyrir þremur ár- um komu 460.000 japanskir ferðamenn til Hawaii, en síð- asta ár var fjöldi þeirra kom- inn upp í 568.000. Þar með eru Hawaii-eyjar orðnar næstvin- sælasti ferðamannastaður Jap- ana. Taiwan er í fyrsta sæti. Þessi vaxandi fjöldi ferða- manna til Hawaii þykir mikl- um tíðindum sæta, þarsem ódýrasta ferðin þangað frá Japan kostar rúmlega 3.500 krónur, þ.e. helmingi meira en samsvarandi ferðir til Taiwan og Suður-Kóreu. Ferðaskrifstofur þær, sem skipuleggja ferðir til Hawaii auglýsa ekki „kynlífsferðir", þ.e. ferð þar sem allt er í einum pakka, gisting, gleðikonur, o.þ.h. en slík tilboð lokka marga japanska karlmenn til annarra Asíulanda. Það eru hins vegar eigendur porno- verzlana í Honolulu sem sjá til þess að japönsku ferðamönn- unum sé sýnd hin ýtrasta gestrisni. Porno-kaupmennirnir láta ekki hér við sitja heldur leið- beina þeir Japönunum við að smygla heim til sín kvikmynd- um og myndböndum, sem þeir hafa keypt en mega ekki fara með til Japans. Þeim er ráðlagt að kaupa konfektöskju, tæma hana og setja myndböndin, þar sem neðsta lagið var. Síðan eru efri lögin látin aftur ofan í öskjuna, og henni lokað. Þegar hún hefur verið látin í umbúðir og lítillega verið ýtt ofan á hana, grunar engan neitt og allra sízt nánasarlega tollþjóna í Japan. „Við sýnum hvernig unnt er að fara með minjagripi heim,“ segir á auglýsingaspjaldi einn- ar porno-verzlunarinnar í Honolulu. Þessi verzlun selur jafnframt sælgæti og þar kost- ar „sérhannaður" konfektkass- inn helmingi meira en annars staðar. Myndbandið kostar um það bil þúsund krónur. Hingað til hafa þessar að- ferðir reynzt algerlega pott- þéttar. Tollyfirvöld í Japan ha- fa ekki skýrt frá því að sælgæt- iskassar með klámmyndaspól- um hafi verið gerðir upptækir. Hins vegar tekst tollþjónum iðulega að hafa upp á ólögleg- um tímaritum og spólum, sem ferðamenn hafa falið í fatnaði sínum ofan í ferðatöskum. — DONALD KIRK. HELFÖRIN Kerfið tók ekki mark á neyðar- ópum Gyðinga „Það er ekki andskotalaust hvað nýi nýlendumálaráðherrann okkar er meira en fús til að taka harma- grátinn í gyöingasamtökunum bókstaflega." J.S. Bennett heitir hann, sem þetta sagði, háttsettur embættis- maður í nýlendumálaráðuneytinu breska, þeirri deild, sem hafði með innflytjendur af gyðingaættum aö gera, og tilefnið var það, aö í des- ember 1942 hafði Winston Churchill loksins getað talið Bandamenn á aö sameinast um að fordæma þá „kaldrifjuðu og viöbjóðslegu útrým- ingarherferð“, sem nasistar fóru með á hendur gyöingum. Þegar Bennett, embættismaðurinn umræddi, las skýrslur vitna, sem sögöu frá því, sem fram fór i útrým- ingarbúöunum, skrifaði hann þetta hjá sér: „Allt er þetta gamalkunnugt Gyðingar hafa ekki gert annað en aö spilla fyrir sér með því að vera aö klifa á þessu árum saman.“ Á þeim tíma þegar Bennett var að hripa niður þessar athugasemdir sín- ar, hafði nærri fimm milljónum gyð- inga og álíka mörgum Pólverjum, Sígaunum, rússneskum stríösföng- um og kynvillingum verið slátrað með vísindalegri nákvæmni í útrým- ingarbúðum nasista. Þegar hér var komið, voru nasistar aö veröa uppi- skroppa með fólk í gasklefana og líkbrennsluofnana og eina ástæöan fyrir því aö þeir voru starfræktir áfram, allt til ársloka 1944, var sú, að fundist hafði ný eldsneytislind fyrir morðmaskínurnar, gyðingarnir í Ung- verjalandi. „Óeðlilega miklum tíma ráðuneyt- isins er sóað í þessa kjökrandi júöa,“ var athugasemd, sem höfð var eftir A.R. Dew, háttsettum starfsmanni breska utanríkisráöuneytisins, á stríðsárunum. Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði fallist á tillögu þess efnis, aö Banda- menn reyndu að bjarga gyöingum meö því aö gjalda nasistum fé fyrir þá, en breska utanríkisráöuneytinu tókst að koma þeirri áætlun fyrir kattarnef. Churchill hryllti hins vegar við manndrápunum og reyndi hvað hann gat til að gera eitthvaö í málinu. Þegar lagt var til, aö sprengjuflugvél- ar Bandamanna eyöilegöu járnbraut- arlínur, sem lægju að útrýmingar- búðunum, skrifaði Churchill strax til Anthony Edens, utanríkisráðherra síns: „Fáðu þá aðstoö hjá flughern- um, sem þú getur, og kallaöu á mig et með þarf.“ Embættismenn breska utanríkis- ráöuneytisins og flughersins voru hér á öndverðum meiði við Churchill og með góðri aðstoö John J. McCloys, aðstoðarhermálaráöherra Bandaríkj- anna, tókst þeim aö telja Churchill hughvarf. Flugvélar Bandamanna gerðu reyndar árásir á verksmiðjur, Nasistar voru að verða uppi- skroppa með fólk í gasklefana þegar þeir fundu nýja „eldsneyt- islind“. sem framleiddu gervibensín, skammt frá Auschwitz og vörpuðu stundum af misgáningi sprengjum á útrým- ingarbúðirnar, en þrátt fyrir það hélt flugherinn því fram, að árásir á að- dráttarleiöir búöanna myndu valda „tilgangslausum flugvélamissi og dauöa breskra flugmanna". „Þessi ummæli eru vissulega öm- urleg. Kannski aöallega vegna þess, aö maöur er ekki vanur oröbragöi embættismannanna og þvi tilfinn- ingaleysi, sem einkennir röksemda- færslu þeirra,“ segir Martin Gilbert, höfundur nýútkominnar bókar, „Auschwitz og afskipti Banda- manna“, þar sem mjög ítarleg úttekt er gerð á þessum málum. „Fólk áttar sig ekki á þvi hvers konar bylting varð með 30 ára reglunni, sem Har- old Wilson stóð fyrir. Áður urðu sagnfræöingar aö bíöa í 50 ár eftir opinberum gögnum, sem þýddi oftast þaö, að samtímasagan var meira eða minna málum blandin, byggð á ritskoðuöum heimildum." Martin Gilbert er best þekktur sem hinn opinberi ævisöguritari Winston Churchills og ritstjóri 12 binda verks með skjölum Churchills. Gilbert er af rússneskum gyöingaættum. Afar hans og ömmur ólust upp á keisara- tímanum, en flúðu seinna öll til Eng- lands. Ef þau hefðu ekki gert þaö, hefðu þau vafalaust hlotiö sömu ör- lög og aðrir trúbræður þeirra. Gilbert byrjaði aö skrifa bókina „Auschwitz og afskipti Bandamanna" þegar hann rakst á minnisseðil, sem Churchill hafði stílað til Edens áriö 1944, með þessum orðum: „Fáðu þá aöstoö hjá flughernum, sem þú get- ur.“ Þessi bók er enginn skemmti- lestur í venjulegum skilningi. Þegar staðið er upp frá lestri hennar eru menn uppfullir af hneykslan og rétt- látri reiöi. _ MARTIN WALKER ÓFREMDARÁSTAND Trjánum fórnað fyrir tóbakið Víða í Afríku eru nú heilu skógarnir höggnir í spaú ng brenndir til ösku í hlöðum. Með þessu móti er tóbak þurrkað, þannig að það henti til sígar ettuframh'iðslu. I’etta gríðarlega skóg- arhögg fvrir sígarettuframleiðslu þykir skjóta skökku við á tímum orkukreppu. Skógum fækkar, viður verður fyrir bragðið torfengnari og dýrari og enn- fremur veldur þetta háttalag uppblæstri lands. Árlega eru höggnir niður um 2000 hektarar af skógi í Kenya fyrir til- stilli tóbaksframleiðenda. Þar hefur tögl og hagldir risafyrirtækið British American Tobacco Company. Mikið skógarhögg í Kenya leiðir af sér háskalegt ástand í umhverfism'ál- um. Umhverfisverndarmenn í land- inu segja að raunar þjóni skógar- höggið einkum þeim tilgangi að afla fólki eldsneytis til matargerðar. En háttalag tóbaksiðnaðarins bæti hér gráu ofan á svart, og ekki megi við svo búið standa. Telja náttúruvernd- arsamtök í Kenya, að með áfram- haldandi skógarhöggi verði allur skógur í landinu uppurinn um næstu aldamót. Að undanförnu haf'a átt sér stað miklar deilur í Kenya vegna skógar- brennslu til tóbaksþurrkunar. Er ýmsum heitt í hamsi vegna þess hversu gífurlega mikið timbur þarf að brenna til að þurrka tiltölulega lítið af tóbaki. >að þarf að fella heila ekru skógar, u.þ.b. 300 tré, til þess að þurrka eina ekru af tóbaki. Stórt skógartré er fellt til þess eins að hægt sé að þurrka tóbak er nægir í 300 sígarettur. Helztu tóbaksræktunarsvæðin í Kenya eru skammt suður af mesta eyðimerkurbelti Afríku. Eru menn því eðlilega uggandi um að frekari eyðing skóga valdi því að eyðimörkin teygi úr sér í suðurátt. Það eru ekki einungis Kenyabúar, sem óttast afdrif skóga sinna. I Tanz- aníu og Malawi hefur skógarhögg í þágu tóbaksiðnaðarins valdið um- hverfisspjöllum og áhyggjum. Til- raunir hafa verið gerðar til að beizla sólarorkuna til að þurrka tóbak og hagnýta þar með hina sterku Afríku- sól til þess arna. Hins vegar hafa þær lítinn árangur borið. Talsmaður fyrirtækisins British American To- bacco skýrði frá því í viðtali, að fyrir- tækið hefði gert slíkar tilraunir en án árangurs. Kvað hann hér vera um að ræða tæknileg vandamál, sem ekki hefði enn tekizt að leysa. — JOHN MADELEY dCdDIR BROTTFARARDAGAR: 30. JANÚAR (HEIMKOMA 14. FEBRÚAR) 16 DAGAR 13. FEBRÚAR (HEIMKOMA 28. FEBRÚAR) 16 DAGAR. VERÐ FRÁ 6.390 KR INNIFALAÐ: FLUG KEFLAVÍK - LUXEMBURG - AGADIR - LUXEMBURG - REYKJAVÍK FLUTNINGUR TILOG FRÁ FLUGVELLI ERLENDIS, GISTING í AGADIR OG EINNAR NÆTUR GISTING í LUXEMBURG HELGARFERÐIR - VIKUFERÐIR NOTFÆRIÐ YKKUR LÁGU TILBOÐIN Á VIKUFERÐUNUM TIL AD SKOÐA VÖRUSÝNINGAR ILONDON OG BIRMINGHAM SJÁ LISTA HÉR AÐ NEÐAN YFIR VÖRUSÝNINGAR. VIKUFERÐ - 7 NÆTUR VERÐFRÁ 3.450 KR. HELGARFERÐ - 3 NÆTUR VERÐ FRÁ 3.232 KR DES. VERÐ FRÁ: 6.900 KR HELGARFERÐIR - VIKUFERÐIR 2JA VIKNAFERÐIR BROTTFARIR ALLA FÖSTUDAGA VERÐ FRÁ 4.390 KR. INNIFALIÐ: FLUG KEFLAVlK - LUXEMBURG - RÓM - LUXEMBURG - KEFLAVÍK, GISTING MEÐ MORGUNVERÐI ST. PETERSBURG - TREASURE ISLAND 3JA VIKNA FERÐIR FRÁ 7.700 KR MIAMI - 3JA VIKNA FERÐIR. BROTTFARIR 14/11 OG 18/11 JÓLAFERÐ 19. DES. VERÐ FRÁ 9.713 KR. HELGARFERÐIR - FLUG OG BÍLL. VERÐ 2.750 KR. VIKUFERÐIR - FLUG OG BÍLL VERÐ 2.960 KR. HELGARFERÐIR - FLUG OG GISTING VERÐ 2.466 KR. SKÍÐA FERÐIR AUSTURRÍKI - 2VIKUR FLOGIÐ BEINTTIL MUNCHEN. BROTTFARIR: 19/12, 81-3/1 '82 - 17/1 - 31/1,14/2-28/2 FERÐIR FYRIR SKÍÐAFÓLK OG EINNIG ÞÁ SEM VILJA HVÍLAST OG FARA I GÖNGUFERÐIR í HEILNÆMU FJALLALOFTINU FIE 17—20/11 Olympla, London. Alþjóöleg matvælasýning. GIFTS FAIR 29/11—3/12 Mount Royal Hotel, London. Gjafavörusýning. INTERBUILD 29/11—5/12 Birmingham. Alþjóöleg byggingarvörusýning. SICAP 7—11/12 Paris. Alþjóöleg snyrtivörusýning. ROYAL SMITHFIELD SHOW 6— 11/12 Earls Court. London. Landbunaöarsýning. [jfjjjFEROA IEJIIMIDSTOÐIIM AÐALSTRÆTI9 S 28133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.