Morgunblaðið - 08.11.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.11.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 59 Guðmundur Magnússon inn sjálfstæður oggetur hann ráð- ið röðun verkefna sinna. Það er einkennandi á sama hátt og rekst- ur þjóðfélagsins skapast af happa- drjúgum afla, þá byggist rekstur háskólans á happdrætti. Þá er um aðra sérstöðu að ræða, sem er Há- skólabíó og eru tekjur bíósins uppistaðan í farareyri kennara. Það fer því eftir vinsældum kvik- myndastjarna hvort háskóla- kennari kemst til útlanda! Einnig höfum við háskólasjóð sem hefur tekjur af greiðslum þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni. Enn- fremur fáum við einkaleyfisgjöld og nýlega keyptum við lyfsöluleyfi Reykjavíkurapóteks. Þá eru ótald- ir ýmsir sjóðir og gjafir til skólans sem of langt yrði upp að telja." Eitt stærsta fyrir tæki landsins „Ef starfsmannafjöldi háskól- ans er mældur, þá kemur í ljós að fastir kennarar, að kennurum í hlutastörfum meðtöldum, eru um 230 og ef stundakennarar og fyrir- lesarar eru taldir með, þá eru störfin um 800. Þá er hér að auki fólk við stjórnunar- og rannsókn- arstörf og er það á milli 200 og 300 talsins, þannig að háskóli íslands er eitt stærsta fyrirtæki landsins, jafnvel hið stærsta, ef stúdentar eru taldir með.“ Tískusveiflur í vali námsgreina „Það hafa verið vissar tísku- sveiflur í vali námsgreina í há- skólanum á undanförnum árum. Upp úr 1970 var almenn þjóðfé- lagsfræði vinsæl námsgrein og talsverð ásókn í það nám um tíma. Einnig hefur sálarfræði verið vinsæl á öðrum tíma, og einnig hafa líffræði og matvælafræði verið vinsælar, en það eru tiltölu- lega nýjar greinar. Síðastliðin 3 ár hafa viðskiptafræði og verkfræði verið tiltölulega vinsælar greinar. Við val námsgreina hafa atvinnu- og tekjumöguleikar áhrif, saman- ber ásóknin í læknisfræði og viðskiptafræði. Einnig hefur ásókn aukist í tölvunarfræði, tannlækningar, verkfræðigrein- arnar og guðfræði." I>arfir atvinnugreinanna „Háskóli Islands verður að leit- ast við að hafa á boðstólum nám sem kemur að gagni og verður þá einkum að hafa í huga þarfir at- vinnuveganna og einnig hamingju einstaklinganna, hvaða menntun þeir vilja afla sér. Ef maður vill lesa sögu af hreinum áhuga, þá verður að taka tillit til þess. Hins vegar verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á því námi sínu, en hann á ekki að gera þá kröfu til þjóðfélagsins að það búi til starf sem hentar þessum sama einstakl- ingi. Menn verða að taka afleið- ingum gerða sinna." Strangari kröfur en í mörgum skólum „Hvað stöðu háskólans varðar held ég að við getum borið höfuðið hátt. Það eru mörg dæmi þess að við gerum strangari kröfur en ýmsir skólar í kringum okkur. Hinsvegar ber að geta þess að að- staða til verklegrar þjálfunar hér er ekki eins góð og víða erlendis. Við erum með kennaralið sem sótt hefur menntun víða að og ekki ósjaldan frá bestu skólum í heimi og það er meðal annars þetta sem við höfum fram yfir skóla á Norð- urlöndunum. Þar er það mjög al- gengt að kennarar hafi ekki fengið menntun annarsstaðar en á há- skólalóðinni, —.. hafa ekki sótt þekkingu í aðra háskóla en þann sem þeir kenna við. Margir skólar erlendis eru að hugsa um að krefj- ast þess að menn hafi starfað ann- arsstaðar, áður en þeir fá vinnu við skólann. Reyndar sagði einn danskur prófessor að ef nemendur vildu vita í hvaða skólum heimsins best væri að stunda nám í, þá skyldu þeir spyrja íslendinga að því, þeir vissu það manna best. Það er nauðsynlegt að virkja þá kunnáttu betur til rannsókna sem fyrir er í landinu, og það er mikil- vægt að það gerist á þessum ára- tug. Kraftur háskólans hefur farið í kennsluna, uppbyggingu náms- brauta og námsleiða og viðtöku nýrra nemenda, án þess að menn hafi verð hvattir til rhnnsókna." Mörg verkefni í takinu „Frá því háskólinn var stofnað- ur hefur hann aldrei í sögunni ver- ið með jafn mörg verkefni í takinu eins og nú. Varðandi uppbyggingu háskólans kemur til velvilji fjár- veitingavaldsins, að teggja fram fé til framkvæmda á móti tekjum happdrættisins. Varðandi fram- kvæmdir á háskólasvæðinu ber fyrst að telja byggingu húss tann- læknadeildar og læknadeildar. Samkvæmt byggingaráætluninni á tannlæknadeildin að geta hafið kennslu í húsinu haustið 1982, ef ekkert slys verður. Framkvæmdir við hugvísindahús hófust síðla á síðasta ári og ætti það að geta komist í notkun á árinu 1983. Þá hefur háskólinn fengið heimild til að byggja næsta áfanga húss verk- fræði- og raunvísindadeildar og munu framkvæmdir við þá bygg- ingu væntanlega hefjast í lok þessa árs,“ sagði Guðmundur. Breytingar á rekstri Háskólabíós „Ástæðan fyrir því að við byggj- um nú á tveimur stöðum er sú að nú eru minni einingar byggðar og verða þær fljótt teknar í gagnið og stærð áfanganna er miðuð við fjárhagsgetuna á hverjum tíma. Þá höfum við verið að kanna breytingar á rekstri Háskólabíós og höfum í hyggju að reisa nýtt hús sem rekið yrði þannig, að það yrði notað til fyrirlestra á daginn en til kvikmyndasýninga á kvöld- in. Þá yrði húsið nýtt til ráð- stefnuhalda á sumrin, á þeim tíma sem háskólinn sjálfur notaði ekki húsið. Ég veit ekki til, að þessi hugmynd hafi verið framkvæmd annarsstaðar, en með þessu feng- ist mjög góð nýting á húsinu. Kvikmyndahúsið yrði rekið með svipuðum hætti og Regnboginn, þar yrðu nokkrir salir þar sem myndir yrðu sýndar, en ef um tónleika yrði að ræða, eða sérlega vel sóttar kvikmyndir, myndu sýn- ingar fara fram í Háskólabíóinu gamla. Ef af byggingu hússins verður, erum við að hugsa um að byggja það í nágrenni við Nor- ræna húsið og myndi það styrkja stöðu þess. Ástæðan fyrir þessari hugmynd er fyrst og fremst sú að okkur vantar fyrirlestrasali sem taka 200—300 manns, vegna auk- innar aðsóknar í nokkrar deildir Háskólans. Ákvörðun um þetta hefur ekki verið tekin enn, en það verður væntanlega gert innan 2ja ára.“ Föstum kennarastöð- um verði fjölgað „Ég hef beitt mér fyrir því að föstum stöðum verði fjölgað, þannig að hlutfall stundakennara í kennaraliði háskólans geti minnkað úr helmingi í þriðjung á næstu sjö árum, en það jafngildir 12 nýjum kennarastöðum á ári. Einnig verður stuðlað að því að stundakennarar geti sótt um rannsóknarstörf vegna ákveðinna verkefna. Hefur það í för með sér að þeir verða hæfari og jafnframt yrði kennslan betri. Það er um- deilt hvort beri að fara þessa leið, en mér sýnist það rökrétt, en ég er alfarið á móti kennarastöðum sem eru eingöngu kennslustöður og ekki gert ráð fyrir neinum rann- sóknum." Staða Háskóla íslands á eftir að styrkjast „Ég held að margt bendi til þess að staða Háskóla Islands eigi eftir að styrkjast í framtíðinni og há- skólinn verði ennþá nauðsynlegn an hann hefur verið á undanfórn- um árum. Ástæða þessarar skoð- unar minnar er sú að uppi eru al- varlegar hreyfingar erlendis um að takamarka frekar aðsókn er- lendra stúdednta, einkum á þetta við um stúdenta frá þróunarlönd- unum. Sömuleiðis það, að niður- skurður á fjárveitingum til há- skóla hefur leitt til stífari aðsókn- artakmarkana og hærri skóla- gjalda. Einnig er fjárfesting í mannauði nauðsynleg, ef við eig- um að efla hér á landi ýmsar nýj- ar framleiðslugreinar," sagði Guð- mundur Magnússon. ÓDÝR JÓLA-OG .OÍXd Miðbæjarmarkaðinum 2. hæð. Aðalstræti 9. Sími 10661. NÝÁRSFERÐ TIL KANARÍEYJA Bro tför 21. desember, 12 dagar. Verð frá kr. 5.900. Nú gefst tækifæri til að eiga sólríka jólahátíð og áramót á Kanarí- eyjum. Okkur hefur tekizt að fá íbúðir og hótel á þessum eftirsótta tíma þegar allir vilja komast í sólskinsparadísina á Kanaríeyjum, þegar reikna má með kulda á norðurslóðum og margir frídagar gera það að verkum að ekki þarf að eyða nema sex vinnudögum í nærri hálfsmánaðar ferð. Ilægt er að velja um dvöl í íbúðum eða á hótelum með morgunmat og kvöldmat. Glæsileg aðstaða til sólbaða og sunds og fjölbreytt skemmtanalíf. íslenzk jólahátíð og áramótafagnaður. I'antið snemma því plássið er takmarkað, þegar cr búið að panta meira en hclming þess sætafjölda er flugvélin tekur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.