Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 l>etla kort af hafísnum við ísland teiknaði Þór Jakobsson, deildarstjóri hafíssdeildar Veðurstofu íslands eftir ískönnunarflug í fyrri viku. Hafís óvenju mikill norðvestur af landinu HAFÍS er óvenju mikill norðvestur af landinu og talsverð hætta á að hann breiðist út og torvcldi jafnvel siglingar fyrir Horn, að sögn Þórs Jakobsson- ar, deildarstjóra hafíssrannsóknadeildar Veðurstofu íslands. Landhelgisgæzla íslands kann- aði hafíssvæðið mjög vel í gær og var skyggni gott til ískönnunar og var Sigurjón Hannesson skipherra í könnunarfluginu. Isjaðarinn er nú l&sjómílur norður af Horni, og 20 sjómílur norðvestur af Kögri. Hann er aðeins 18 sjómílur norð- vestur af Deild og liggur þaðan í suðvestur. Fjarlægðin vestur af Bjargtöng- um er um 40 sjómílur. Búist er við vestlægum og norðvestlægum átt- um næstu dægur, sem eru mjög óhagstæðar með tilliti til truflana á siglingum. ■y wh JAN MATEN * Oþægilegt ef karfavinnsl- an dytti skyndilega niður - segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson — VÍST yrði það óþægilegt ef skyndilega dytti niður vinnsla á karfa eftir að afli hefur farið stigvaxandi síðustu 2 til 3 árin, en hins vegar hefur ekkert verið ákveðið ennþá um að draga úr sókn í karfa þrátt fyrir að fiski- fræðingar segi hana vera of mikla, sagði Eyjólfur ísfeld Eyj- ólfsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er Mbl. innti Lýst eftir vitnum ÞANN 21. nóvember kl. 14.20 var vörubifreið í Ártúnsbrekku á leið í bæinn með grjóthlass þegar steinn féll af palli biísins og skall á annarri bifreið. Vitni sem kom við á Árbæj- arstöð lögreglunnar er beðið að hafa samband við lögregluna. Þann 27. nóvember skömmu fyrir miðnætti var árekstur á tengi- braut að Breiðholtsbraut, gengt Seljaskóla. Tveir bílar skullu þar saman, en ökumaður annarar bif- reiðarinnar stakk af. Talið er að hann hafi verið á gulri Cortinu með vinyl-toppi. Vitni sem kunna að hafa séð áreksturinn og greint Cortina-bifreiðina eru beðin að gefa sig fram. hann álits á hver yrðu hugsanleg áhrif minnkandi sóknar í karfa. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson sagði að karfavinnsla hefði aukist mjög mikið síðustu 2 árin og virtist hún vera kringum 40%. Árni Bene- diktsson formaður Félags Sam- bandsfiskframleiðenda sagði að þrátt fyrir að veiðst hefði meiri karfi að undanförnu væru sveifl- urnar ekki mjög miklar og sagði hann að jafnvel þótt sókn yrði takmörkuð væri karfinn þó sá fiskur sem mönnum væri minnst eftirsjá að. Þá sagði Árni að nú stæðu yfir í Sovétríkjunum við- ræður um sölu íslenskrar fram- leiðslu til Sovétmanna og gerði hann ráð fyrir að karfabirgðirnar myndu þá minnka. Fulltrúar hagsmunaaðila sjávarútvegsins á fundi með sjávarútvegsráðherra. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Fiskveiðistefnan rædd Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, kallaði fulltrúa hagsmunaaðila sjávarútvegsins á sinn fund á þriðjudag til að ræða fiskveiðistefnu næsta árs og stóð fundurinn í eina klukkustund. Fjall- að var um frumdrög fiskveiðistefn- unnar á fundinum og eru menn al- mennt sammála um hana. Sjálfur hefur sjávarútvegsráðherra sagt að stefna næsta árs verði svipuð því sem er á þessu ári, enda hafa for svarsmenn sjávarútvegsins sagt, að Undirbúningsstarf fyrir kvennaframboð í Hótel Vík SAMTÖKIN, sem vinna að kvennaframboði í Reykjavík, hafa fengið Hótel Vík til afnota fyrir starfsemi sína. Húsnæðið er hent- ugt og býður upp á marga mögu- leika. Stefnt er að því að hafa opið hús til kynningar starfseminni, ýmist með fastri dagskrá eða frjálsum umræðum. I bígerð er að koma upp barnagæzlu og föndur- aðstöðu fyrir börn og getur þá öll fjölskyldan lagt leið sína í húsið á sama tíma. Þegar hefur verið hafizt handa um að koma húsinu í gott horf, m.a. með því að mála, og eru allir sem áhuga hafa á málefninu, hvattir til að koma til starfa. Unn- ið verður í húsinu eftir kl. 4 á dag- inn fyrst um sinn. Þess ber að geta að húsgögn vantar og er allt sem verða má til að ráða bót á því vel þegið. (Kréttatilkynning.) Myndbandaklúbburinn Keðjan: Umsókn um kapallagna- leyfi sett fram í fullri alvöru MORGUNBLAÐINIJ barst í gær svohljóðandi yfirlýsing frá Mynd- bandaklúbbnum Keðjunni, þar sem ítrekað er að umsókn klúbbsins um leyfi til kapallagna í Reykjavík, sé sett fram í fullri alvöru: „Vegna ummæla í fjölmiðlum sem höfð eru eftir borgarfulltrú- um, þess efnis að umsókn Keðj- unnar um myndbandakapallagnir í Reykjavík kunni að vera grín eitt, vill stjórn myndbandaklúbbs- ins Keðjunnar taka fram að félög- um klúbbsins er full alvara með umsókn sinni. Stjórn Keðjunnar lýsir furðu sinni á tilraunum borgarfulltrúa til þess að bendla umsóknina við ákveðinn stjórnmálaflokk og grafa þannig undan trausti klúbbsins. Stjórnin álítur það lágmarks- kröfu að umóknin fái málefnalega umfjöllun án þess að reynt sé um leið að gera hana tortryggilega eða skoplega. Myndbandaklúbburinn Keðjan harmar að ákveðnir borgarfulltrú- ar skuli líta á umsóknina sem skemmtiefni fyrir borgarstjórn — og telur raunar ýmsa innanh- ússmenn þar betur fallna til að búa til slíkt efni.“ fiskveiðistefna þessa árs hafi heppn- ast að mestu, nema hvað viðkemur sífelldri fjölgun í fiskiskipaflotan- um. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þá munu helztu breyt- ingarnar á fiskveiðistefnunni væntanlega snerta loðnuveiðarnar mest, en sjálf verður fiskveiði- stefna sjávarútvegsráðherra ekki lögð fram fyrr en um miðjan des- ember, þar sem lokatillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar verða ekki tilbúnar fyrr. Þing FFSÍ: Þorskafli miðist við 450 þús. lestir á næsta ári Á ÞINGI Farmanna og fiskimannasambands íslands sem haldið var fyrir skömmu, var samþykkt að beina því til stjórnvalda á stjórn og fyrirkomulag botnfiskveiða verði með svipuðum hætti á árinu 1982 og hefur verið á þessu ári. í samþykkt FFSÍ segir, að heild- arþorskafli skuli miðast við 450 þús. smálestir og skiptast jafnt á milli báta og togara. Heimild loðnubáta til þorskveiða verði svipuð og á yfirstandandi ári, en afli loðnuskipa, sem hlíti skrap- dagakerfi, reiknist með hlut tog- ara í heildarafla. Þá segir að árinu verði skipt niður í þrjú jafnlöng veiðitímabil og við það miðað að þorskafli bátaflotans fari ekki fram úr 150 þús. smálestum á tímabilinu janúar-apríl, aflinn verði ekki meiri en 45 þús. smálestir mánuð- ina maí til ágúst og verði ekki meiri en 30 þús. smálestir sept- ember — desember. Gert er ráð fyrir að verði afli á veiðitímabili minni en áætlað er, bætist það sem á vantar við afla næsta tíma- bils. Um togaraflotann segir, að á tímabilinu janúar — apríl fái þeir að veiða 80 þús. smálestir, og taki út 45 daga þorskveiðibann, þar af 15 daga í janúar og febrúar. Á tímabilinu maí til ágúst fái þeir að veiða 75 þúsund smálestir, 60 daga þorskveiðibann komi þar inn í, þar af 35 dagar í júlí og ágúst. Farmanna- og fiskimannasam- bandsþing leggur einnig til alls veiði togurum bannaðar þorsk- veiðar í 150 daga á árinu, en heild- ar þorskafli í hverri veiðiferð skiptist þannig að í 40 daga verði afli þorsks af heildarafla 5%, fari ekki fram úr 15% í 55 daga og ekki fram úr 30% í 55 daga. Þing FFSÍ: Veðurspár út á ensku Á ÞINGI FFSÍ fyrir skömmu var þeim tilmælum beint til sam- gönguráðuneytisins og Veður- stofu íslands, að vcðurspár á ensku talmáli verði sendar út frá tveimur til þremur íslenzkum strandstöðvum, tvisvar á sólar hring og stormaðvaranir eftir þörfum. í samþykkt þingsins segir að hafa beri í huga, að ís- lenzk skip verði slíkrar þjónustu hvarvetna aðnjótandi, er þau sigli erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.