Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Er gott að koma heim?
Eftir Þf'm) E.
Halldórsson
Heima er best, er mottó þeirra,
sem telja sig unna landi sínu og
þjóð framar öliu öðru. Sveitinni
sinni með lágreistu baðstofuhúsi í
grænu túni, læknum sem hjalar
við blómskrýdda bakka í brekk-
unni, þakinni blágresinu á móti
suðri. Ekki síst ætti þetta að eiga
við um þá, er leita ættjarðar-
stranda eftir búsetu erlendis,
þeim mun frekar sem hún hefur
verið lengri. Hversu gott er ekki
að koma heim að afloknu dags-
verki og hvíla lúin bein. Og síðast
en ekki síst, hversu gott er ekki að
vera fagnað við heimkomuna af
vinum og ættingjum.
Það er stöku sinnum sagt í
ræðu, og sést á prenti, hversu mik-
il 'eftirsjá sé að þeim er flytjast
búferlum til annarra landa, blóð-
taka fyrir litla þjóð að sjá á bak
útflytjendum. Maður skyldi ætla
að sæmilega væri tekið á móti
þeim, ef þeim dytti í hug að hverfa
aftur til ættjarðarinnar. Ekki
þann veg meint að á móti þeim
ætti að vera tekið með lúðra-
blæstri og húrrahrópum. Hins
vegar vonast þeir sennilega eftir
því flestir að fá að stíga hér á
land, án þess að vera fjárhagslega
flettir roðinu, ef svo má að orði
komast. Ekki hvað síst ef þeir
hafa dvalist langdvölum erlendis.
Ég get ekki látið hjá líða að gefa
almenningi kost á að vita hvernig
á móti okkur hjónum var tekið af
^opinberri hálfu, er við stigum hér
á land, eftir tólf ára búsetu er-
lendis, snemma á þessu ári.
Við höfðum dvaíið lengstan tím-
ann í Luxemborg, eða tæplega tíu
ár. Það eru lög þar í landi, að eng-
inn fær að vinna þar eftir 65 ára
aldur. Vissi ég því að innan
skamms mundi koma a því að við
yrðum að hugsa til heimferðar
frekar en mæla þar götur atvinnu-
laus.
Eins og gefur að skilja voru
heimilistæki okkar farin að ganga
verulega úr sér og sum orðin ónýt.
Við hurfum því að því ráði að
kaupa fjögur heimilistæki, er
okkur vanhagaði sérstaklega um,
sjónvarpstæki, litla frystikistu,
þvottavél og eldavél. Þessir hlutir,
ásamt öðru okkar innbúi voru
fluttir flugleiðis til Islands. Við
komuna hingað hirti tollgæzlan
þessi heimilistæki af okkur. A all-
ar mínar skýringar og rök var
ekki hlustað. Tollverðirnir á
Bíldshöfða eyddu jafnvel löngum
tíma í vangaveltur um það hvort
ég hefði ekki falsað þann reikning
er ég sýndi þeim yfir tækin. Bentu
þeir mér þó á þá leið að fá fjár-
málaráðuneytið til að breyta
þeirra ákvörðun. Tæki það að
jafnaði ekki nema tvo til þrjá daga
að fá það afgreitt. Ráku mig síðan
niður á tollstöð til að fá útfyllta
innflutningsskýrslu. Eftir að ég
hafði fengið tollskýrsluna útfyllta
á tollstöðinni kom í ljós að mér
var gert að greiða af þessum fjór-
um hlutum hvorki meira né minna
en nýkr. 26.539,00 eða langt í þrjár
milljónir g.kr.
Eftir að ég hafði kynnt mér
hvað þessir umræddu hlutir
mundu kosta í smásölu í Reykja-
vík, komst ég að þeirri niðurstöðu,
að greiddi ég.tollinn væri ég búinn
að greiða fyrir tækin 45% hærra
verð en smásöluverðið í Reykjavík.
Fór ég því eftir ábendingu toll-
varðanna og ritaði fjármálaráðu-
neytinu eftirfarandi bréf:
„Beiðni um niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda af búslóð.
Með tilvísun til samtals míns
við hr. ... í hinu háa fjármála-
ráðuneyti, er erindi mitt með
þessu bréfi að óska eftir aðstoð
ráðuneytisins til niðurfellingar
tolla af búshlutum samkvæmt
meðfylgjandi innflutningsskýrslu
og samkvæmt upplýsingum og
skýringum er hér fylgja.
Þar sem mjög ströng lög í Lux-
emborg banna fólki að vinna fyrir
launum eftir 65 ára aldur, sá ég
framá að óðum mundi styttast í
starfi mínu í Luxemborg af fram-
angreindum ástæðum.
Gældum við því við þá hugmynd
að betra mundi að flytja til föður-
landsins en ganga atvinnulaus um
götur Luxemborgar.
Með því að flest okkar heimilis-
tæki voru orðin gömul og úr sér
gengin, ákváðum við á sl. ári að
kaupa slík tæki til endurnýjunar.
Notaða eldavél gátum við ekki
flutt með okkur því að í Luxem-
borg notuðum við jarðgas til eld-
unar.
Sjónvarpstæki er við áttum var
þegar orðið 9 ára gamalt og þar af
leiðandi orðið næstum úreltur og
ónýtur hlutur.
Djúpfrysti höfðum við ekki átt
sökum rúmleysis i lítilli íbúð.
Þetta eru ástæðurnar fyrir því
að við keyptum framanskráð tæki
í verzlun AEG í Luxemborg; þann
12. júní 1980.
Framanskráðar upplýsingar
gera ljóst, að okkur var ekki kleift
að nota tækin í Luxemborg. Voru
þau því geymd í versluninni í Lux-
emborg, þar til við fluttum þau
heim með búslóð okkar til íslands
þann 16.3.1981. Það vantar því að-
eins tæpa þrjá mánuði uppá að
þau hafi verið í okkar eigu í eitt *
ár, en á því byggist krafa tollyfir-
valda um tollgreiðslu af tækjun-
um, að því er við erum upplýst um
af tollvörðum.
Nú hafði ég verið erlendis í tæp
tólf ár, og hafði auðvitað ekki
fylgst með þeim breytingum sem
hér höfðu orðið á því tímabili hvað
varðar breytingar á lögum og regl-
um um tollafgreiðslu.
Það liggur því í augum uppi að
þessa búshluti gat ég geymt í Lux-
emborg þar til þeir næðu lögaldri
tollfríðinda venjulegs búslóðar-
innflutnings. Ég hef ekki stundað
neinn grunsamlegan feluleik í
þessu sambandi, heldur lagt fram
reikning frá seljanda og látið gera
aðflutningsskýrslu, enda þótt ég
nái ekki uppí að skilja þær svim-
andi upphæðir er þar koma fram,
sem gera verð þessara búshluta
45% hærra en sama vara kostar
út úr smásölu hér í Reykjavík. Ég
vil sérstaklega taka fram að vegna
annarra atvika sé ég mér ekki
fært að greiða aðflutningsgjöld af
téðum búshlutum. Legg ég svo mál
þetta í þóknanlega afgreiðslu
ráðuneytisins.
Reykjavík 26.4.81
Virðingarfyllst
Þórður E. Halldórsson
Hagamel 40, Reykjavík."
Þannig hljóðaði bréf mitt til
ráðuneytisins.
Leið nú hálfur mánuður án þess
mér bærist nokkurt svar. Byrjaði
ég þá mína frægu „píslargöngu" í
ráðuneytið og hitti þar fyrir full-
trúa, sem sagði mér að við fljót-
lega athugun í ráðuneytinu hefði
það komið í ljós, að þeir sem
reiknuðu út tollinn á þessum tækj-
um, í Tollhúsinu, hefðu ofreiknað
mér að greiða rúmlega tíu þúsund
nýkrónur, eða rúma eina milljón
gkr. Ja, geri aðrir betur.
Þar með má slá föstu, hvort sem
það var af algjörri vanþekkingu
eða öðru verra, átti að ná af mér
ofangreindri upphæð, ef ég hefði
verið það sljór að greiða hana án
athugasemda.
Enda þótt að upphæðin, er mér
var gert að greiða, lækkaði þannig
skyndilega um rúmlega einn
þriðja, og að því er virtist ekki
hægt að komast lengra, þótti mér
engan vegninn erindi mínu svarað
með þessum hætti.
Fékk ég nú í lið með mér gaml-
an og góðan skólabróður minn,
sem þekkti vel til í innsta hring
„kerfisins". Hann var ekki allt of
hrifinn af þessum málalokum og
setti því allt í gang til þess að fá
þetta mál tekið fyrir og afgreitt.
Einhvernveginn skoluðust at-
burðirnir þannig, að þessi og hinn
var ekki „við“. Jafnvel skjölin
týndust í „kerfinu". Svo komu
Söluskattur
og tugthús
eftir Halldór Jóns-
son verkfrœðing
Fyrir Alþingi Islendinga liggur
nú frumvarp til laga um breyt-
ingar á lögum nr. 10. 22. mars 1960
um söluskatt.
Frumvarp þetta er tímamóta-
frumvarp, samið, að tilhlutan
kommúnistans Ragnars Arnalds,
af nefnd sem i voru Árni Kol-
beinsson, Skúli. Alexandersson,
Garðar Valdimarsson, Geir Geirs-
son, Jón Hallsson og Jónas Gunn-
arsson með aðstoð prófessors
Jónatans Þórmundssonar. Virðist
einsýnt af nafnalistanum að
reynsla af vandamálum verðlags-
pínds atvinnurekstrar í skatt- og
verðbólguþjóðfélagi okkar hafi
ekki íþyngt þessarri nefnd. Hins
vegar er refsigleði hennar næg og
grimmd þvílík að ráðherrann má
vera fullánægður með frumvarpið.
Tímamótaverk
Frumvarpið er tímamótaverk,
þar sem nú á að beita fyrir-
svarsmenn fyrirtækja fangelsi i
allt að 6 árum fyrir misfellur á
söluskattsskilum auk sekta, sem
áður vörðuðu sektum gjaldandans
sjálfs í flestum tilfellum. Nú næg-
ir hverskonar gáleysi til þess að sá
starfsmaður fyrirtækis, t.d. iðnað-
ardeildar SIS, Máls og menningar,
Þjóðviljans, Morgunblaðsins
o.s.frv. sem skrifar undir sölu-
skattsskil, sé hæfur til þess að
fara í fangelsi og gjalda fyrir yfir-
sjón með eigum sínum og fjöl-
skyldu sinnar. Allt að geðþótta
pólitískt skipaðs dómara í landi
kunningsskaparins, sem hefur
nokkuð frjálsar hendur um
ákvörðun refsingar fyrir brot á
söluskattslögum og um leið ranga
skýrslugjöf og skjalafals skv.
hegningarlögum.
Samkvæmt frumvarpinu getur
það kostað fyrirsvarsmann fyrir-
tækis 6 ára fangavist að greiða
Sóknarkonunni eða Dagsbrúnar-
manninum út laun sín á undan
söluskattihum til ríkisins. Meðan
ríkið skammtar fyrirtækjunum
álagningu og fyrirskipar taprekst-
ur, þá á ríkið Seðlabankann, þar
sem það getur yfirdregið að vild
sinni, meðan fyrirtækið getur ekki
fengið skyndilán í banka til þess
að borga söluskatt. Jafnvel þó að
auraleysið stafi af því, að ríkið
borgar ekki reikninga sína, eins og
allir þekkja sem við það versla, þá
eiga 6 ára fangavist og sektir að
sjá um að söluskattasiðferðinu sé
uppi haldið í landinu.
Allt þetta þrátt fyrir það, að
nefndin segir í greinagerð með
frumvarpinu: „Núgildandi viður-
laga- og refsiákvæði eru að stofni
til frá árinu 1974. Er það annars
vegar um að ræða ákvæði 21. gr.
laganna sem kveða á um sjálfvirk
viðurlög, án sakar, við drætti á
söluskattsskilum og skýrslugjöf.
Eru þessi viðurlög nokkurs konar
sambland af dráttarvöxtum og
refsikenndum viðurlögum. Nefnd-
in telur að þessi ákvæði hafi að
meginstefnu reynst vel og gerir því
ekki tillögur til róttækra breytinga á
þeim. (NB! En svo kemur fram-
haldið.) Hins vegar er um að ræða
ákvæði 25. og 26. gr. um eiginlegar
refsingar ákveðnar af skattsektar-
nefnd (nú ríkisskattanefnd) eða
dómstólunum. Nefndin telur þess-
um ákvæðum að ýmsu leyti (sic!)
áfátt, t.d. gætir óeðlilegs misræm-
is milli 25. gr. og 26. gr., og einnig
sé nauðsynlegt að samræma þessi
ákvæði samsvarandi ákvæðum í
XII kafla nýju tekjuskattslag-
anna.“ Samræmingin er í því fólg-
in að bæta í söluskattslögin (um-
fram tekjuskattslögin) „enda liggi
ekki við brotin þyngri refsing eftir
þcsHum eða öðrum lögum“ og gera
þau þannig mun harðari en lögin
um tekju- og eignaskatt. Hér eru
dómurum veittar svo til frjálsar
hendur um refsingar. Og þvílík
séni koma nú ekki eingöngu útúr
lögfræðideild Háskólans, að þeim
sé allt vald gefandi á himni og
jörðu.
En hér ættu menn að gera sér
ljósan eðlismun og upphæðir
beinna skatta og söluskatts, og
fjölda gjaldenda. Beinir skattar
eru áætlaðir um 1350 milljónir
1982, og fjöldi gjaldenda slíkur að
ekkert tugthús rúmar þá alla.
Söluskattur er áætlaður hinsvegar
2800 milljónir eða um 36% af öll-
um ríkistekjunum og gjaldendur
(sem eru um leið innheimtumenn
beinna skatta) svo miklu færri að
þeir eru tugthúsanlegur fjöldi. Þá
geta menn séð hversvegna, að
mati kommúnista, á að fara öðru-
vísi að með þessa aðila, sem ann-
ast mestan hluta innheimtu tekna
ríkissjóðs ókeypis. Þeir eru burð-
arásar hins kapitalíska þjóðfélags,
sem kommúnistar hafa svarið að
drepa. Þurrkið út þessa menn, fæl-
ið alla frá störfum í atvinnu-
rekstri, og þjóðfélagið í núverandi
mynd mun rýma fyrir Sovét-
Halldór Jónsson
íslandi. í stað innheimtulauna fái
þeir tugthús eftir atvikum og sekt-
ir eftir smekk dómara á sakareðli.
Fyrir 200 árum var dauðarefs-
ing við því í Frakklandi að vilja
ekki taka við peningaseðli ríkisins,
„assignatinum", sem það prentaði
daga og nætur til þess að borga
eyðslu sína. Allt kom fyrir ekki og
„assignatinn" og ríkið urðu álíka
verðlaus, þar til að Napóleon
leysti vandamál fátækra Frakka
með því að láta drepa þá á vígvell-
inum, Frakklandi til dýrðar að
sjálfsögðu. Finnst mönnum ekki
óhugnanlegt, að „Robespierrar"
eru að rísa meðal okkar hér á ís-
landi. Menn, sem eru ótruflaðir af
því í hvaða hlutfalli refsing á að
standa við broti — „hin nýja
stétt“. Mér finnst uggvænlegt að
þurfa að búa í þjóðfélagi þar sem
þvílíkir menn hljóta vaxandi
gengi. Fangelsanir og persónu-
legar eyðileggingar eru refsi-
hugmyndir kommúnista í dag,
þegar söluskatturinn er aðeins
23,5%. Mun nokkuð minna duga
en fallöxi, þegar hann verður kom-
inn upp í 50% um aldamót.
Þórður E. Halldórsson.
„Hingað er ekkert orð-
ið að sækja annað en
sæmilega hreint loft og
sumarfrí og aðrar „óviðráðanleg-
ar“ ástæður, sem virtust verða
þess valdandi að hvorki gekk né
rak.
Framhald þessa máls er þann
veg vaxið, að ég get ekki, þrátt
fyrir mína erfiðleika og aukaút-
gjöld þessu samfara, svo sem
húsaleigu fyrir tækin liggjandi
uppi á Bíldshöfða og annað þar
eftir, en litið á málið í heild öðru-
vísi en sem kómiska revíu.
Þann 30. september hitti ég loks
að máli einn af máttarstólpum
ráðuneytisins, ekki þó sjálft „Al-
mættið". Kom þá í ljós, eftir því
sem hann tjáði mér, að komið gæti
til greina að ég fengi eftirgjöf af
tolli á eldavélinni, byggt á þeirri
forsendu að ég hafði eldað á gas-
eldavél í Luxemborg og nokkrir
áratugir síðan hætt var að nota
slíka gripi á íslandi. Var þetta al-
veg „stórkostlegt kostaboð", þar
sem tollur af innfluttum eldavél-
um er hvort eð er nánast enginn.
Þann 1. október hringdi ég í
fulltrúa þann í fjármálaráðu-
neytinu, sem hafði haft með mál
þetta að gera. Hann sagði mér að
ég mætti sækja skýrsluna í ráðu-
neytið daginn eftir um kl. 11.00.
Ég var mættur þar á slaginu kl.
11.00 þann 2. okt. Skýrslan var
ekki komin úr vélritun. Sagt að
Skattfrekja og varnir
Grundvallarmeinið í söluskatts-
kerfinu er það að hann er orðinn
alltof hár, m.a. vegna undantekn-
inganna, sem við erum alltaf að
gera, t.d. á akstri, matvöru,
mannvirkjagerð, tannlækningum,
þjónustu o.s.frv. Ef hann væri
lagður á allt, og aðeins einu sinni á
hverja vöru, gæti hann verið
miklu lægri og yrði minna vanda-
mál. En skattfrekja ríkisins og
vinsældakúnstir stjórnmálamann-
anna leiða alltaf til vandræða og
flótta í „neðanjarðarhagkerfið"
eins og nú er mikið umtalað hér og
t.d. í V-Þýskalandi, þar sem sölu-
skatturinn er þó aðeins 13%. Auð-
vitað verðum við að hafa lög í
landinu. En við höfum þráfaldlega
séð, að ólög eiga litlum vinsældum
að fagna meðal fólksins, þó þing-
mannaliðið álfist stundum til að
setja svoleiðis lög. Það er sama þó
við tækjum nýja útvarpshúsið,
sem verður sjálfsagt laust með til-
komu frjáls útvarps, undir sölu-
skattstugthús. Fjárhungur ríkis-
ófreskjunnar verður ekki satt án
aðhalds, né lögum komið yfir
landann, nema honum finnist lög-
in vera sanngjörn. Áhyggjuefnið
mesta er það, að til þingmennsku
veljast núorðið tómir félags- og
ríkishyggjumenn, sem sífellt vilja
þenja út báknið með tilheyrandi
skattbólgustefnu. Samdráttur
ríkisgeirans á enga alvöru tals-
menn lengur. Þær skoðanir virð-
ast hafa glatast þjóðinni með
ömmu Ronalds Reagans, þá er hún
flutti af Islandi, að því ég hef
heyrt. En kannski verða þessir
hæfileikar fleirum að gagni í
Vesturheimi en hér.
Það verður fróðlegt að horfa á
kommúnista koma þessu galdra-
brennufrumvarpi í gegnum þingið
með atfylgi stjórnarþingmanna á
borð við t.d. Albert Guðmundsson
og Friðjón Þórðarson og fróðlegt
fyrir sjálfstæðismenn að fylgjast