Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
43
atvinnulífsins fyrst og fremst á
sviði iðnaðar og þjónustu. Þau
fyrirtæki sem eru þar starfandi
hafa náð verulegum vexti á und-
anförnum árum, en því miður er
ekki unnt að treysta því að þau
geti verið sá burðarás atvinnulífs-
ins í framtíðinni, sem þau þyrftu
að vera til þess að þessi byggðar-
lög búi við nægilegt atvinnuöryggi
og vaxandi atvinnulíf, jafnvel þótt
mjög verði hlúð að smærri iðnaði,
eftir því sem kostur er, í þessum
byggðarlögum.
Afstaða Norðlendinga
Forráðamenn Norðlendinga
hafa undanfarið rætt mjög ítar-
lega þennan vanda sem blasir við.
Þessi vandi hefur verið ræddur í
verkalýðsfélögum, sveitarfélögum,
sýslunefndum og á Fjórðungsþingi
Norðlendinga og vil ég með leyfi
hæstvirts forseta vitna í nokkrar
ályktanir þessara aðila.
Fundur í Trésmíðafélagi Akur-
eyrar 24. sept. sl. lýsti áhyggjum
sínum yfir miklum samdrætti sem
orðið hefur i byggingum húsnæðis
á Akureyri undanfarna mánuði og
ár. Þar er t.d. áformað að byggja
einungis 58 íbúðir í ár í saman-
burði við 190 íbúðir á ári síðustu
10 ár og segir svo orðrétt í loka-
orðum ályktunar Trésmíðafél. Ak-
ureyrar:
„Einnig hvetur fundurinn alla
Norðlendinga til samstöðu um
Blönduvirkjun og beinir þeirri
áskorun til bæjarstjórnar Akur-
eyrar að hún beiti áhrifum sínum
til að knýja á um Blönduvirkjun.
Það er skoðun trésmiða á Akur-
eyri, að slík virkjun stuöli mjög að
fjölgun atvinnutækifæra í bygg-
ingariðnaði og iðnaði á Norður-
landi, einnig í hinum ýmsu þjón-
ustugreinum. Fundurinn bendir á,
að orkufrekur iðnaður er nauðsyn til
fjölgunar atvinnutækifæra og upp-
byggingar fjölbreytts iðnaðar sem
víðast.“
í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu í
apríl sl. var gerð ályktun um at-
vinnumál. Þar segir: „Sýslufundur
Eyjafjarðarsýslu haldinn 28.-29.
apríl lýsir áhyggjum yfir versn-
andi horfum í atvinnumálum hér-
aðsins og bendir á að ein af megin-
stoðum blómlegs búskapar í Eyja-
firði, sé öflugt atvinnulíf í þéttbýli
við fjörðinn. Sýslunefnd telur að
ekki megi dragast að gera átak í
atvinnumálum héraðsins og felur
oddvita sínum að vera vel á verði
um öll þau mál. Auk þess sem efla
þarf þær atvinnugreinar sem fyrir
eru, þá telur sýslunefnd nauðsynlegt
að komið verði upp nýjum atvinnu-
tækifærum hið fyrsta og bendir m.a.
á orkufrekan iðnað í því samhandi."
Fjórðungsþing Norðlendinga
fjalíaði ítarlega um atvinnumál á
Norðurlandi í september sl. í
ályktun þingsins um staðarval
stærri iðnrekstrar segir svo orð-
rétt, með leyfi hæstvirts forseta:
„Fjórðungsþing Norðlendinga
haídið á Húsavík 3.-5. sept. 1981
leggur á það áherzlu, að mjög sé
vandað til athugana á staðarvali
iðnrekstrar. Að gefnu tilefni telur
þingið tímabært að iðnaðarráðu-
neytið og staðarvalsnefnd geri
sveitarstjórnum kleift að fylgjast
með ákvörðunum um staðarval
iðnfyrirtækja með það í huga að á
Norðurlandi rísi orkufrekur iðn-
aður sem hæfi staðarkostum og
félagslegum aðstæðum. í þessu
sambandi bendir þingið á pappírs-
verksmiðju á Húsavík og álverk-
smiðju við Kyjafjörð, ásamt álsteypu
á seinna stigi. Þingið felur iðnþróun-
ar og orkumálanefnd ásamt Fjórð-
ungsráði að fylgjast með þessum
málum sérstaklega.“
Þessar ályktanir sem hér eru
tilfærðar sem dæmi um þá um-
ræðu sem fram fer um atvinnumál
á Norðurlandi, sýna, svo ekki
verður um villst, að það er vilji,
yfirgnæfandi vilji, forystumanna
Norðlendinga, að sú tillaga sem
hér er flutt nái fram að ganga, og
að bráður bugur verði undinn að
því, að koma henni í framkvæmd.
Sókn í uppbyggingu
atvinnulífs
Hr. forseti.
Það er höfuðnauðsyn fyrir ís-
lendinga sem þjóð, að hefja nýja
sókn í uppbyggingu atvinnulífs,
alhliða uppbyggingu íslenzks at-
vinnulífs á næstu árum, til þess að
Islendingar geti búið þegnum sín-
um þau kjör sem þeim eru búin
annars staðar — þjóðarfram-
leiðsla fari vaxandi og lífskjör
batni í landinu. I ályktun, sem
Verkamannasamband íslands
samþykkti á síðasta þingi sínu, er
talað um slíka sókn. Þar segir orð-
rétt, með leyfi hæstvirts forseta:
„Verkamannasamband íslands
telur, að slík sókn verði að hafa
það að fyrsta markmiði, að at-
vinnuvegirnir verði samkeppnis-
færir við atvinnuvegi grannþjóð-
anna um vinnuafl Islendinga.
Helzta forsenda nýrrar lífskjara-
sóknar er að markvisst verði
stefnt að nýsköpun atvinnulífs
sem í ríkum mæli hlýtur að byggj-
ast á virkjun óbeizlaðrar orku
fallvatna og jarðvarma til eflingar
orkufreks iðnaðar.“
Hr. forseti.
Það er nauðsynlegur þáttur í því
að Norðlendingar geti verið með í
slíkri sókn í atvinnumálum og að
þar eflist byggð að sú tillaga, sem
hér er til umræðu, verði samþykkt
og að henni verði komið í fram-
kvæmd sem fyrst.
Ari T. Guðmundsson
viðmóti fulltrúanna, en Haukur
var þá nýkominn frá Póllandi og
stönguðust orð hans um ástandið
þar um margt á við orð Jakubs.
Þessi atvik hefðu legið í þagn-
argildi ef ekki hefði komið til orð-
rómur sem farið hefur víða, um að
Jakub hafi verið pólitískur loddari
eða sjálfskipaður talsmaður Sam-
stöðu. Mér hafa borist þessi orð
víða að og beinlínis verið spurður
nánar um þau efni. Meira að segja
var íslendingur beðinn um að
spyrjast fyrir um Jakub í Pól-
landi. Eftir það hafa þau orð geng-
ið meðal manna að sannanir hafi
fengist fyrir því að Jakub hafi
villt á sér heimildir.
Vel má vera að einhver hafi gef-
ið rangar upplýsingar um Jakub
Swiecicki í Svíþjóð og Póllandi.
Hitt er óvefengjanleg staðreynd
að hann er alþjóðlegur samstarfs-
maður Samstöðu. Hann er meira
að segja talinn sérlega góður tals-
maður samtakanna. Þessu til
sönnunar eru meðfylgjandi ljósrit
sem Jakub hefur sent að beiðni
minni. Annað er af félagsskírteini
Jakubs frá Samstöðu (með titli!).
Hitt er afrit af skeyti. Jakubi var
boðið sem sérlegum gesti á þing
Samstöðu en fékk ekki að koma til
Póllands. Forsætisnefnd þingsins
sendi þá einum ráðherra pólsku
stjórnarinnar mótmælaskeyti þar
sem segir m.a. að hann sé: „einn af
þeim einstaklingum sem þekkir
land okkar vel þrátt fyrir að hann
dveljist í útlöndum og hann hefur
helgað allt sitt starf verkalýðs-
samtökunum um eins árs skeið“.
(Lausl. þýð.)
Ætti hér með orðrómurinn um
Jakub Swiecicki að vera kveðinn
niður og mega allir sem hann
hittu eða á hann hlýddu treysta
því að hann talaði máli Samstöðu
og villti ekki á sér heimildir. Það
gerðu gestgjafar hans ekki heldur.
Ný ljóðabók:
„Frálandsvindar"
BÓKAÚTGÁFAN Letur hefur
sent frá sér ljóðabókina, „Frá-
landsvindar" eftir Þröst J. Karls-
son og er þetta önnur ljóðabók
höfundar. í bókinni eru tuttugu og
sjö Ijóð, en hún er 36 bls. að stærð.
Éy þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig á einn
eda annan hátt á sjötugsafmœli mínu 2U- október.
GuÖ blessi ykkur ölL
Bjarni Gíslason,
Stöðufelli.
REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ
Rafritvél með fisléttum áslætti,
áferðafallegri skrift, dálkastilli
28 eða 33 sm valsi.
Vél sem er peningana virði
fyrir jafnt leikmenn sem
atvinnumenn.
Fullkomin viðgerða-
og varahlutaþjónusta.
Leitið nánari upplýsinga.
o Olympia
KJARAISI HF [
ARMULI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022
TTrWm
lyrir iónadarm
.DUÍÍ
en
RR BYGGINGAVÖRUR HF
SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.