Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Friðrik Friðriksson skrifar frá Bandarfkjunum:
Kenningin um „nýja friðinn“
I>að er harla sjaldgæft og heldur
ó.skemmtilegt að finna kjarnorku-
sprengju í flæðarmálinu hjá sér eins
og Svíar gerðu á diigunum. Atburð-
urinn hefur eðlilega vakið mikla at-
hygli, ekki síst fyrir þær sakir að á
samri stundu var afhjúpað hug-
myndalegt gjaldþrot svonefndra
friðarhreyfinga í Evrópu. I>ótt þessi
atburður hefði átt sér stað, þá ætti
flestum að vera Ijóst að málstaður
„friðarhreyfinganna" er vondur, og í
þessari grein mun ég sýna fram á
með einföldum hætti hvers vegna
hann er vondur. Ég vil segja, að með
því að þekkja eðli kommúnismans
og draga rökréttar ályktanir af gangi
sögunnar, þá sé kenningin um „nýja
friðinn" grundvölluð á hugsanavillu.
Um það er ekki ágreiningur að
af sögunni megi læra, í þessu til-
felli um stríð og frið. Það eru eink-
um tvö atriði sem ég vil nefna. í
fyrsta lagi blasir við sú einfalda
sögulega staðreynd, að hugsanleg-
ur árásaraðili í styrjöld leggur
ekki til atlögu nema með góðri
vissu um sigur. í okkar tilfelli get-
um við verið nokkuð viss um, að
Sovétmenn muni ekki ráðast á
Evrópu nema til að sigra. Við
þessu má bregðast á tvennan hátt.
Annars vegar með sterkum vörn-
um, með það fyrir augum að
wm
REAGAN! 2aix
NON A LA BOAB
ANEUTRON
Það má á svipstundu semja um allsherjarfrið, en spurningin verður hins
vegar alltaf sú, hvað er innifalið?
hræða árásaraðila frá að hefja
stríð og lágmarka þannig mögu-
leikann á að það verði. Hins vegar
má ganga út frá góðum tilætlun-
um allra manna, hafa veikar varn-
ir í þeirri trú að enginn muni ráð-
ast á okkur. Hér verður því að
velja, og kenningin um „nýja frið-
inn“ byggir á síðari kostinum, ein-
Hugleiðing
um „friðar-
hreyfinguna“
hliða afvopnun og góðum tilætlun-
um, en fyrri kostinn kjósa þeir
sem vilja kaupa friðinn því verði
sem hann kostar. En hvers vegna
er ekki hægt að fallast á „nýjan
frið“ og góðar tilætlanir allra
manna? Svarið hefur ekkert með
einstaklinga að gera heldur felst í
eðli kommúnismans, og þá fyrst er
menn skilja það, þá hafna þeir
hugmyndum um veikar varnir.
I mjög einfölduðu máli, þá er
kommúnismi það, að alræðis-
stjórn slær eign sinni á hug og
hjörtu þegnanna í eiginlegri
merkingu. Hún skammtar ein-
staklingunum lifibrauð, hugmynd-
ir, listir og menningu, m.ö.o. hún
krefst fullkominnar undirgefni og
þeir sem sýna sjálfstæði eru tekn-
ir úr umferð. Til að viðhalda al-
ræðinu verður því að koma í veg
fyrir að þegnarnir fái vitneskju
um aðrar hugmyndir en þær sem
skammtaðar eru, vitni annars
konar lifimáta í öðrum löndum
sem veki spurningar, efasemdir og
óróa. Mesta hættan sem beinist að
alræðisríkinu er því óumdeilan-
lega nábýlið við lýðræðið, nábýlið
við frelsið, aðrar hugmyndir, betri
lífskjör. Samkeppni hugmynda er
um leið samkeppni um stjórnar-
far, og þar sem alræðið tapar
óhjákvæmilega í þeirri keppni þá
verður að útiloka samkeppnina.
Berlínarmúrinn er í rauninni ekk-
ert annað en opinber staðfesting á
þessari kenningu. Með örri tækni-
þróun verður hins vegar æ örð-
ugra að takmarka upplýsinga-
streymi og þar af leiðandi að við-
halda alræðinu. Þegar hér er kom-
ið sögu skýrist hugmyndin um
heimsyfirráð kommúnismans, á
þann hátt að alræðisstjórnarfar-
inu er hætta búin meðan einhvers
staðar logar týra lýðræðis og
frelsis. Það er því söguleg nauðsyn
fyrir kommúnista að ná heims-
Silfur og sögukvæði
í Norræna húsinu
Eftir Stefán B.
Stefánsson
Það er ekki á hverjum degi að
maður gengur út af listsýningu
glaður og bjartsýnn og telur sig
fróðari um sögu vora og meðferð
góðmálma.
I anddyri Norræna hússins hef-
ur danski silfursmiðurinn og cisel-
örinn John Rimer opnað sýningu
sína „Silfur og sagnakvæði" og
gefur það heiti okkur svolitla
hugmynd um hvað er á ferðinni.
John hefur haft sitt eigið verk-
stæði síðan 1960, smíðað skart-
gripi og ekki síst korpus og er einn
af fáum í faginu sem haldið hefur
við ciseleringunni og það af gífur-
lega miklum dugnaði eins og sjá
má á gripum hans, enda hefur
hann haldið sýningar víðs vegar
um heiminn. Þó að á sjötta ára-
tugnum væri mikill uppgangur í
danskri silfursmíði og dönsk
hönnun þekkt víða um lönd eru
tímar breyttir og hafa silfursmið-
ir þar ekki átt bjarta daga undan-
farin ár. Þó hefur kjarninn ef svo
má að orði komast tekið sig saman
og árið 1976 stofnuðu tólf danskir
silfursmiðir flokk sem kallast
„Udstillingsgruppen af nov. 1976“,
þar á meðal er John, og hafa þeir
unnið við að halda á lofti því
handverki sem eitt sinn blómstr-
aði, m.a. með sýningum á silfur-
korpus.
Sýning sú, sem John hefur flutt
hingað til okkar, og mun einnig
fara til annarra Norðurlanda, er
orðin til úr hugmyndum eftir lest-
ur Islendingasagna og John hefur
unnið við undanfarin þrjú ár. Öll
frumvinna hefur tekið langan
tíma eins og rissa upp ýmis form
og hugmyndir og útfæra smíðina í
nútímalegt form en samt láta
mann finna fyrir samspili milli
smíðarinnar og kvæðanna sem
prýða silfurmunina.
Kvæðin ásamt öllum manna-
myndum, einnig landslagsmynd-
irnar sem unnar eru nákvæmlega
eftir ljósmyndum, eru ciseler-
ingarvinna sem fellst í því að slá
með hamri á „púnsul" sem gengur
niður í málminn að utanverðu en
mótstaðan að innanverðu er svart
bik. „Púnsullinn" er stálstöng um
12 sm löng, ekki ólík blýanti sem
er með sérstöku formi á endanum
sem smiðurinn hefur gert og notar
til að mynda hin ýmsu form. Oft
þarf að smíða nýjan „púnsuP sem
er sérhæfður til verksins enda á
John um 500 slíka. Annan eins
fjölda höfðum við nemendur hans
aldrei séð fyrr og munum líklega
ekki sjá í framtíðinni.
Þær sex sögur, sem eru á sýn-
ingu hans, eiga hver einn til fimm
smíðaða gripi og á hver saga sitt
ákveðna form eins og t.d. dósirnar
fimm þar sem lokið fellur á dósina
í efstu línunni. Það eru vísur úr
Kormáks sögu; öskjurnar þrjár,
þar sem kvæðin eru ciseleruð inn í
lokin úr Gunnlaugs sögu orms-
tungu, svo að eitthvað sé nefnt.
Þegar inn á sýninguna er komið
blasir við gríðarstórt fat tileinkað
Grettis sögu og er hugmyndin þar
víkingar að berjast og mynda
hjálmar þeirra munstur í fatið.
Þannig hefur hver lína og hvert
form sinn ákveðna tilgang í öllum
þessum átján hlutum þar sem
John hefur látið púnslana leika
fimlega á smíðisgripum sínum á
verkstæðinu í Málöv á Sjálandi.
Korchnoj og Franska vörnin
Skák
Guðmundur Sigurjónsson
Einvígið í Merano dregur að sér
athygli okkar. Byrjanaval kepp-
enda vekur t.d. ýmsar spurningar,
sem gaman er að velta fyrir sér.
Mig langar að hreyfa einni þeirra í
þessum pistli: Hvers vegna teflir
Korchnoj ekki Franska vörn, eins
og í fyrri einvígjum sínurn við
Karpov? Hún reyndist honum þó
vel og ekki tapaði hann skák, þeg-
ar hann tefldi franskt. Ég hef velt
þessu nokkuð fyrir mér að undan-
rórnu og mig langar að koma fram
með tilgátu, sem mér virðist senni-
leg.
Við minnumst þess, að
Korchnoj tókst ávallt að halda
jafntefli í fyrrnefndum skákum,
en staðreynd er það engu að síð-
ur, að oft stóð hann á barmi
glötunar. Karpov tefldi í sínum
anda og lék sér í kringum staka
d-peðið eftir öllum listarinnar
reglum, en allt kom fyrir ekki.
Húbner var sannfærður um að
leikmáti Karpovs væri góður, en
ekki tókst honum þó að vinna
skák af Viktor fremur en heims-
meistaranum, þegar útlaginn fór
í Frakkann.
Einvígi þeirra Húbners og.
Korchnojs lauk með sögulegum
hætti, en hálfu ári síðar þ.e. í
ágúst sl. var því framhaldið í
skákmóti í Suður-Afríku reynd-
ar þó aðeins í skákfræðilegum
skilningi. Korchnoj sigraði aftur
og hlaut 2Ví vinning en Húbner
1 'h. Sigurskák Húbners virtist
hafa mikil áhrif á Korchnoj, en
þar var Franska vörnin enn á ný
tekin til meðferðar, og í þetta
sinn brustu innviðir hennar und-
an þunganum.
Hvítt: Hiibner
Svart: Korchnoj
Frönsk vörn
I. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 -
c5, 4. exd5 — exd5, 5. Bb5+ —
Rc6, 6. Rgf3 — Bd6, 7. dxc5 —
Bxc5, 8. 0-0 — Rge7, 9. Rb3 —
Bd6, 10. Hel — 0-0, 11. Bg5
Húbner teflir samkvæmt for-
skrift Karpovs. Allt snýst um
staka peðið á d5.
11. — Dc7, 12. c3 — h6
I átjándu skákinni í einvíginu
1974 lék hann 12. — Bg4, en
Karpov náði yfirhöndinni eftir
13. h3 - Bh5 14. Be2 - h6, 15.
Bxe7 - Rxe7, 16. Rfd4 - Bxe2,
17. Dxe2. Korchnoj lifði þó
þrengingarnar af eins og ég gat
um áðan. Endurbót Korchnojs
leysir engan veginn vandamál
hans.
13. Bxe7 í Karpovs stíl.
13. - Rxe7, 14. Rbd4 — a6, 15.
Bd3 - Bd7, 16. h3 - Hfe8, 17.
I)b3! Drottningin gefur staka
peðinu auga og riddari svarts
verður að sætta sig við að valda
það.
17. — Bc5, 18. He2 — Db6.
Uppskipti lina lítið þrautir
svarts, en hvítur hótaði óþægi-
lega 19. Hael.
19. Re5 — Ilad8, 20. Rxd7 —
Hxd7, 21. Dxb6 - Bxb6, 22. Rf5
- Kf8, 23. Hael
Húbner hefur leppað riddar-
ann á e7 kyrfilega, en með næsta
leik sínum reynir Korchnoj að
brjótast út úr herkvínni.
23. — d4
24. Bc2!
Stuttur leikur en sterkur.
Hvítur hótar 25. Ba4, en einnig
25. cxd4 — Bxd4, 26. Hxe7 —
Hxe7, 27. Hxe7 - Hxe7, 28.
Rxd4. Þessi hnykkur gekk ekki,
þegar biskupinn var d3 vegna
Hd7 eftir fyrrnefnd uppskipti.
24. — Hc7
Ekki 24. — d3 vegna 25. Bxd3
- Hxd3 og svarti riddarinn fell-
ur.
25. Rxd4 - Bxd4, 26. cxd4
Taflmennska hvíts hefur borið
ávöxt þ.e.a.s. eitt peð.
26. — Hd8, 27. Hdl — Hcd7, 28.
Hed2 - Rc6, 29. d5 — Re5, 30.
Bb3 — Ke7, 31. Ba4
Hvítur lokkar fram b-peðið til
þess að veikja c6-reitinn.
31. — b5, 32. Bb3 — g5, 33. Hc2
- h5, 34. Hd4 — g4?
Þetta er feigðarflan, en staða
Korchnojs var tæpast verjandi.
35. He2 — Kf6, 36. Kh2 — He7,
37. Hde4 - Kf5, 38. Kg3! - f6?
Það kom Húbner á óvart, að
Korchnoj skyldi ekki reyna 38.
- h4+!? t.d. 39. Kxh4?? - Hh8+,
40. Kg3 — gxh3, 41. gxh3 —
Hg8+, 42. Kh2 - (42. Kh4 -
Rf3+, 43. Kh5 — Hh8 mát.) Rf3+,
43. Khl — Hgl mát! Húbner
hugðist svara 38. — h4+ nteð 39.
Kh2! og staða svarts hrynur.
39. hxg4 — hxg4, 40. Hxg4
og Korchnoj gafst upp. Hann
yfirgaf síðan keppnisstaðinn í
flýti og virtist vera í miklu upp-