Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Sagan af Brazilíu-
förunum sem fluttust al-
farnir frá íslandi í lok
sídustu aldar og settust
ad í Brazilíu hefur heill-
að margan Islending og
vakið löngun til að
kynnast þessu sólríka
ævintýralandi. Um þetta
landnám ritaði Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson
bókina „Ævintýrið frá
íslandi til Brazilíu“,
sem út kom 1938 og
greinir þar ítarlega frá
sögu landnámsins. En
ævintýraþráin er ekki
með öllu úr Islending-
um þótt langt sé um
liðið frá dögum Brazil-
íulandnámsins. Nýlega
fóru um 150 Islendingar
í þriggja vikna ferð til
Brazilíu á vegum ferða-
skrifstofunnar Útsýnar
og skoðuðu sig um í
Brazilíu undir leiðsögn
Ingólfs Guðbrandsson-
ar, forstjóra Útsýnar,
sem sjálfur var skipu-
leggjandi og aðalfarar-
stjóri ferðarinnar. Inni-
faldar í verði ferðarinn-
ar voru sex skoðunar-
ferðir um Brazilíu þar
sem athyglisverðustu
staðir landsins voru
skoðaðir.
Morgunblaðið ræddi
við nokkra þátttakendur í
Brazilíuferð Útsýnar og
var fyrstur tekinn tali
Þráinn Jónsson, veitinga-
maður á Egilsstöðum:
Ilin fræga ( 'opacahana-strönd í Rio de Janeiro.
frá íslandi tíl BrazQíu
Rætt við ferðamenn í afmælisferð
Útsýnar um Brazilíu
hráinn Jónsson:
„Stórkostlegt
ævintýri“
„Þessi ferð var í einu orði stórkostlegt
ævintýri," sagði Þráinn. „Við flugum frá
Keflavík til London með Flugleiðum en
þaðan til Lissabon, þar sem gist var á
fyrsta flokks hóteli. Frá Lissabon var
flogið með portúgölsku flugfélagi til Rio
de Janeiro sem er um 9 klst. flug. Það
kom mér á óvart hversu öll þjónusta var
góð hjá portúgalska flugfélaginu. Hún
var til fyrirmyndar. Starfsfólkið var
huggulegt og kom mjög vel fram. Þegar
að aðalmáltíðinni kom gat maður valið
á milli nokkurra rétta og var þar á með-
al íslenzkur saltfiskur, sem ég borðaði
með beztu lyst.
Rio de Janeiro er einkar fögur borg.
Reyndar er hún einskonar borgríki
fremur en eiginleg borg, því einstök
borgarhverfi eru aðskilin af bröttum
fjöllum með skógivöxnum tindum. Það
orð hefur lengi legið á að innsiglingin í
Rio sé sú fegursta í heimi og get ég ekki
annað en tekið undir það. Þar blasa við
augum skógivaxnar eyjar og er sú sjón
alveg ógleymanleg.
Ég hafði ekki áður gert mér grein
fyrir hversu mikla framtíð Brazilía á
fyrir sér, ef til vill er þetta mesta fram-
tíðarland í heimi, möguleikarnir þar eru
svo miklir. Brazilía er ógnarstórt iand,
a.m.k. jafn stór og öll Vestur-Evrópa, og
hefur til að bera mikla kosti, s.s. geysi-
leg landgæði og einstakt veðurfar.
Lífskjör landsmanna virðast að vísu
töluvert misjöfn en allir virðast þó hafa
í sig og á. Brazilíumenn eru mjög bland-
að fólk af mörgum kynþáttum, mest lit-
að fólk en þó flest með evrópskt yfir-
bragð. Kynþáttavandamál virðast þó
ekki þekkjast þarna, fólkið býr saman í
sátt og samlyndi þrátt fyrir mismun-
andi litarhátt og þjóðerni.
Við höfðum tækifæri til að kynnast
Brazilíu tiltölulega mikið í þessari til
þess að gera stuttu ferð, þar sem Utsýn
bauð upp á 6 langar skoðunarferðir um
landið og voru þær innifaldar í kostnaði
ferðarinnar.
Brazilía — 20 ára
gömul stórborg
Hin fyrsta þessara ferða var til höf-
uðborgar landsins, sem ber nafnið Braz-
ilía. Þessi borg er aðeins 20 ára gömul
en er þó þegar orðin stórborg. Vega-
lengdin þangað er svipuð og vegalengdin
frá Reykjavík til Kaupmannahafnar.
Þarna er þing Brazilíu, stjórnarbygg-
ingar og sendiráð erlendra ríkja. Við
komum í þinghúsið meðan þingið sat og
var þar verið að ræða vandamál hlið-
stæð þeim sem við erum að glima við,
verðbólguvanda og úrræði í atvinnu-
málum.
Arkitektúrinn þarna í borginni vakti
sérstaka áthygli mína. Stóru sambýlis-
húsin sem þarna er mikið af eru t.d.
engin tvö eins. Þau eru líka sérstaklega
vel skipulögð með tilliti til þarfa íbú-
anna. A neðstu hæðum þeirra er öll al-
geng þjónusta, samkomusalir, barna-
heimili þar sem foreldrar geta tekið
þátt í starfinu að vild, smábarnaskólar,
búðir og margt fleira. Einbýlishúsa-
hverfin eru stórglæsileg og varð ég mjög
hrifinn af þeim. Húsin eru alveg sérlega
vel teiknuð og hugmyndaflugið ekki
sparað. Ég vil gera það að tillögu minni
að íslenzkir arkitektar geri sér ferð til
að skoða byggingarlist í Brazilíu. Bygg-
ingarlist hér er alveg sérlega einhæf,
það hef ég lengi gert mér ljóst, en þarna
sá ég fyrst hvaða möguleikar eru fyrir
hendi. Flestir okkar arkitektar munu
vera menntaðir á Norðurlöndum og er
það ef til vill ástæðan fyrir hversu fá-
tæklegt hér er um að litast hvað þetta
varðar.
Önnur skoðunarferð var til Sao Paulo,
sem er ört stækkandi 8 eða 9 milljón
manna borg, og er margt sem bendir til
að hún verði stærsta borg heims áður en
langt um líður. Þar er almenn velmegun
og atvinnuleysi alveg óþekkt. Þar borð-
uðum við hádegismat uppi á 41. hæð.
Þaðan sást vel yfir borgina og var það
tilkomumikil sjón.
„Stórkostlegasta
náttúruundur
sem ég hef séð“
Skemmtilegust af þessum skoðunar-
ferðum var þá 2ja daga ferð til Igu-
assu-fossanna. Þetta eru á annað
hundrað fossar sem falla þarna í gljúfr-
um umkringdir skóglendi og er þetta
stórkostlegasta náttúruundur sem ég
hef séð. Þarna var okkur sagt að verið
væri að byggja stærsta raforkuver í
heimi og verður uppistöðulónið við stífl-
urnar nær tvöfalt stærra en Island að
flatarmáli. Fossarnir eru við landamæri
þriggja ríkja: Brazilíu, Paraguay og
Argentínu.
Við fórum í skoðunarferð yfir til
Paraguay og síðan til Argentínu til að
skoða fossana þar megin frá og verzla. í
Argentínu er verð mjög hagstætt á ýms-
um vörum, sérstaklega þó á skinnavör-
um, þar var t.d. hægt að fá skinnkápur
fyrir s.s. 70—80 dollara. Þessar þrjár
skoðunarferðir sem ég hef talið upp
voru allar farnar með þotum og var t.d.
tveggja klukkustunda flug til Iguassu-
fossanna. Einnig fórum við í nokkrar
styttri skoðunarferðir á vegum Útsýnar
og voru þær allar vel heppnaðar. Það
má segja að skoðunarferð hafi verið
annan hvern dag af þessum 18 dögum
sem við dvöldum í Brazilíu og voru allir
mjög ánægðir með skipulag þessarar
ferðar.
*
„Fyrst til Islands
og far þaðan
med Útsýn“
Þá held ég að miðað við vegalengd
hljóti þessi ferð að teljast ódýr. Hún
kostaði með ferðum, gistingu og skoðun-
arferðum aðeins um 13.000 kr. Ég man
að við Iguassu-fossana hittum við Dana
sem ferðaðist þarna á vegum danskrar
ferðaskrifstofu og sagði hann þegar við
sögðum honum hvað ferð okkar kostaði
að næst þegar hann færi til Suður-
Ameríku ætlaði hann að ferðast fyrst til
Islands og fara þaðan með Útsýn!
Þá má ekki gleyma því að Útsýn hélt
fyrir okkur tvær veizlur í ferðinni, við
komu og brottför frá Brazilíu. Útsýn
veitti okkur frábæra þjónustu í þessari
ferð og þeir fararstjórar sem með okkur
voru vildu bókstaflega allt fyrir okkur
gera. í fyrra fór ég með Útsýn til Mex-
ikó og var það prýðis ferð, en ferðin til
Brazilíu er þó langtum eftirminnilegri.
Er það ekki sízt að þakka hinum vel
skipulögðu skoðunarferðum sem við fór-
um um Brazilíu.
Ég er búinn að fara í þó nokkrar ferð-
ir til útlanda og alltaf með prýðis sam-
ferðafólki. Þó held ég að þessi hópur
sem fór til Brazilíu á vegum Útsýnar
séu þeir jafnbeztu ferðafélagar sem ég
hef ferðazt með og langar mig að lokum
til að þakka þeim samfylgdina," sagði
Þráinn.
Auður Guðmundsdóttir
og
Guðmundur Erlendsson:
„Dásamlega fallegt
þarna í Brazilíu“
„Rio er alger draumastaður. Við höf-
um farið nokkuð víða en þetta er ein-
hver sá allra fegursti og veðursælasti
staður sem við höfum dvalið á. Við vor-
um svo heppin að komast á hótelið við
Gavea-ströndina, en hluti hópsins
dvaldi á Rio Palace í Rio de Janeiro. Það
var mikil hvíld í því að dveljast þarna
og vel búið að hótelgestum. Fyrir fram-
an hótelið var stórt, frjálst svæði og þar