Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
51
voru þrjár sundlaugar fyrir hótelgesti,"
sagði Auður.
„Við fórum í allar skoðunarferðirnar
og voru þær allar vel skipulagðar. Einna
skemmtilegust fannst mér þó ferðin til
stórborgarinnar Sao Paulo. Þar var
mikið af gömlum byggingum sem gam-
an var að skoða. Þá var farin mikil reisa
þvert yfir Brazilíu að Iguassu-fossum,
einhverju mesta náttúruundri sem mað-
ur hefur séð.
Landslagið þarna í Brazilíu hlýtur að
koma öllum ferðamönnum á óvart.
Landið er afar gróðursælt og fjöllin eru
þar skógi vaxin frá fjallsrótum og alveg
upp á topp. Við fórum til Mexikó með
Utsýn í fyrra en það land er víða auðn-
arlegt, þess vegna átti maður ekki von á
þessum geysilega mikla gróðri í Brazilíu
sem hreinlega þekur allt þetta mikla
landflæmi," sagði Guðmundur.
„Umferðin þarna er hrein martröð.
Með ströndinni þar sem við gistum er
fjögurra greina þjóðvegur og það var
aldrei lát á umferðinni um hann. Hún
var alltaf jafn mikil, hvaða tími sól-
arhringsins sem var. Bílstjórarnir virt-
ust hins vegar mjög geðgóðir og tillits-
samir. Það er anzi hætt við að það yrði
mikið flautað ef svona ástand myndi
koma upp hér.
Þarna á ströndinni var fólk að
trimma og stunda alls kyns íþróttir frá
því eldsnemma á morgnana og fram á
kvöld. Sérstaklega var mikið um að
fótboltalið væru þarna að æfingum og
keppni. Fótbolti virðist vera einskonar
þjóðaríþrótt í Brazilíu og enginn telst
maður með mönnum nema hann geti
eitthvað í fótbolta."
Hvað um verðlagið þarna í landinu?
„Þarna eru flestar vörur álíka dýrar
og hér, kannski eitthvað ódýrari. Matur
er þó mikið ódýrari og t.d. helmingi
ódýrara að fara út að borða þar en hér.
Þarna eru hins vegar verzlanir og vöru-
úrval geysilegt. A Rio Sol komum við
t.d. á stað þar sem 400 verzlanir voru
undir sama þaki og fékkst þar flest milli
himins og jarðar."
Finnst ykkur að þetta hafi verið dýr
ferð?
„Aldrei gist á
glæsilegra hóteli“
„Þegar litið er á hversu mikið var
innifalið í verðinu og hversu vel var gert
við okkur í ferðinni, hlýtur hún að telj-
ast ódýr. Þrjár af skoðunarferðunum
voru t.d. tiltölulega langar flugferðir.
Það var aðeins gist á fyrsta flokks hót-
elum og minnti Hotel Ritz sem við gist-
um á í Lissabon á konungshöll. Við höf-
um aldrei gist á glæsilegra hóteli.
imnonoma-ströndin. „Stúlkan
frá Impanema“ heitir lagið, sem heimsfrægt varð.
Hjónin Auður Guðmundsdóttir og Guðmundur A. Erlendsson.
Það eru nú 17 ár síðan við fórum
okkar fyrstu utanlandsferð. Þá fórum
við með Útsýn og höfum alltaf haldið
okkur við þá ferðaskrifstofu. Þó að það
hafi orðið okkur eftirminnileg ferð verð-
ur þessi áreiðanlega ekki fíður eftir-
minnileg. Það er svo dásamlega fallegt
þarna í Brazilíu og þó verður þar áreið-
anlega enn fallegra þegar kemur fram á
vorið. Þarna er krökkt af trjám með
allavega litum blómum sem einmitt
voru að byrja að springa út um það leyti
sem við fórum. Þarna hlýtur að vera
alveg dýrlegt að vera þegar náttúran
skrýðist sínu fegursta.
Þráinn Jónsson
Iguassu-fossarnir
Guðmundur H. Jónsson:
„Þar lifa indíánar enn
að hætti forfeðra sinna“
„Mér le'izt alveg sérstaklega vel á mig
þarna í Brazilíu," sagði Guðmundur H.
Jónsson, framkvæmdastjóri. „Fólkið
þarna er mjög lífsglatt og lítur greini-
lega björtum augum á framtíðina. Braz-
ilía er líka mesta gósenland, býr yfir
miklum náttúruauðlindum og er eitt
mesta gróðurríki jarðar. Lífskjörin eru
nokkuð misjöfn en þó gat maður ekki
annað séð en fólk lifði almennt góðu lífi
þarna, að minnsta kosti þeir sem kæra
sig um það.
Að vísu þekkjast þarna fátækra-
hverfi. Það er eins og víða í stórborgum
að fólk kemur utan af landsbyggðinni í
atvinnúíeit og byggir sér hús úr kassa-
fjölum við útjaðra borgarinnar. Þetta
fólk gæti trúlega flest haft það betra.
Það kýs bara sjálft lifnaðarháttu af
þessu tagi. Ég gat ekki annað séð en
dugandi menn hafi tækifæri til að kom-
ast þarna vel af.“
Hvað kom þér helzt á óvart í Brazilíu?
„Ég hafði lesið mér töluvert til um
landið áður en ég fór, þannig að ég
þekkti nokkuð til. Ég varð hins vegar
dálítið hissa á því hvað maður sá lítið af
indíánum þarna. Ef til vill hefur það
verið vegna þess hvað við vorum mikið í
borgunum. Þeir búa sjálfsagt meira úti
á landsbyggðinni. Þá tekur maður eftir
að í Brazilílu eru engar fornminjar sem
frumbyggjar hafa skilið eftir sig, en af
slíku er hins vegar mikið í Mexikó sem
ég ferðaðist um í Útsýnarferð í fyrra.
Frumbyggjar Brazilíu hafa verið skóg-
arfólk sem ekki hefur skilið eftir sig
neinar varanlegar menjar."
Forvitnuðust þið nokkuð um landnám
íslendinga þarna?
„Já, það voru nokkrir að huga að því. I
ferðinni var Þingeyingur sem las mikið
í símaskrá Rio-borgar og leitaði að ís-
lenzkum nöfnum. Hann fann eitt sem
var greinilega íslenzkt „Skjöldur
Thorsteinsson" og svo annan Thor-
steinsson til með erlendu fornafni.
Hann reyndi að hringja í þessi númer
en það kom ekkert út úr því. Svo virðist
sem afkomendur Islendinga í Brazilíu
hafi með öllu gleymt uppruna sínum.
Það stafar sjálfsagt af því hversu byggð
íslendinga var strjál þarna og landið
óhemju stórt. Brazilía er um 85 sinnum
stærra en Island.
„Landið víða alveg ósnortíð“
„Allt þetta mikla landsvæði er skógi
vaxið, hver lófastór blettur. Víða er
landið alveg ósnortið og hulið frum-
skógi. í grennd við Iguassu-fossana er
friðlýst frumskógarsvæði sem er nær
tvöföld stærð íslands að flatarmáli. Þar
lifa indíánar enn að hætti forfeðra
sinna þó þeir séu að vísu í nokkurri
snertingu við nútímamenningu. Skógur-
inn þarna er hættulegur ferðamönnum
og fólki ráðlagt að fara ekki inn í hann
án varúðarráðstafana. Þarna er t.d.
mikið af eiturslöngum af fjölmörgum
tegundum, geysistórar köngulær sem
eru baneitraðar og alls konar villidýr
sem sitja um að granda mönnum."
Hvað finnast þér um skipulag þessar-
ar ferðar?
„Mér fannst hún alveg sérstaklega vel
skipulögð og vildi gjarnan koma á fram-
færi þakklæti til fararstjóra og starfs-
fólks Útsýnar fyrir hversu vel var að
henni staðið. Manni varð oft hugsað til
þess hversu mikil vinna hlyti að liggja á
bak við þetta og ég tók eftir að Ingólfur
þurfti sífellt að vera á þönum til að allt
stæðist áætlun.
Ferðin kostaði með öllum skoðunar-
ferðum inniföldum um 13.000 kr. og þeg-
ar hugsað er til þess að flugfarið eitt til
Rio kostar um 20.000 kr. hlýtur það að
teljast ótrúlega lágt verð. Svona mikið
fær maður ekki fyrir peningana nema á
einhverjum sérstökum kjörum, og hlýt-
ur Útsýn að hafa náð sérstaklega hag-
stæðum samningum í þessu tilviki.
Að lokum vildi ég koma á framfæri
þakklæti til ferðafélaganna fyrir
ánægjulega samfylgd og ég vona að Út-
sýn haldi áfram að bjóða ferðir til fram-
andi landa á vildarkjörum sem þessum."
— bó