Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
FARANGUR
'„þessí «r úr &kta krókódila-
Skínni."'
Ast er...
... að skipta
skatta-afslœttinum
á milli sín.
TM Reo U.S Pat Oft.—aM rlghts reserved
® 1961 Los Angetes Times Syndicate
Voru skiptin á fílnum og úlfaldan-
um svo afleit?
HÖGNI HREKKVÍSI
Óvenjuleg landkynningar
stefna hjá útvarpsráði
K. skrifar:
„Ágæti Velvakandi,
Síðdegis sunnudaginn 6. des-
ember var fluttur í útvarpinu
þáttur um Kúbu; sem var saminn
af þeim Einari Olafssyni og Rún-
ari Ármanni Arthúrssyni. Var
þáttur þessi í raun óvandaður um-
búnaður utan um sleggjudóma um
Bandarikin og einskonar málsvörn
fyrir fátæktarstefnu kommún-
ismanns á Kúbu. Höfuðkapp var
lagt á að koma á framfæri þeim
áróðri Fidel Castro, að hann kæmi
hvergi nærri átökunum í E1 Salva-
dor, því færi víðsfjarri, að sovésk
vopn, sem í stórum stíl eru flutt til
Kúbu, væru ætluð til nota í Mið-
Ameríku. Allt tal um slíkt væri
lygi úr Ronald Reagan og Alex-
ander Haig, fyrir tilverknað
þeirra kumpána væri málum nú
svo komið, að í rúman mánuð
hefði kúbanski herinn verið í
viðbragðsstöðu, albúinn að mæta
innrásarliði frá Bandaríkjunum.
Til hins væri að líta, sögðu höf-
undar þáttarins, að Kúbumenn
teldu sig eiga svörtu Afríku skuld
að gjalda og þeir veittu þjóðum
þar það, sem í útvarpinu var kall-
að „tæknileg aðstoð". Um langt
árabil hefur öllum, sem einhverja
nasasjón hafa af málefnum Kúbu,
verið ljóst að þaðan hafa verið
sendir hermenn svo skiptir tugum
þúsunda til stríðsaðgerða í Afríku.
Ekki var einu orði minnst á þessa
herleiðangra Castros í þjónustu
Kremlverja í umræddum útvarps-
þætti. Það er ekki af tilviljun, sem
Kínverjar kalla Víetnama „Kúbu-
menn austursins" þegar þeir eru
að skýra það út fyrir vestrænum
mönnum, hvernig Víetnamar hagi
sér í Indókína. Með því eiga þeir
við, að á vegum stjórnar Víetnams
sé efnt til stríðsaðgerða hvar-
vetna, þar sem tækifæri gefst og
það er ráðamönnum í Moskvu
þóknanlegt. Einmitt hið sama er
um stjórn Castros á Kúbu að
segja. Þá er einnig jafnt á komið
með Kúbu og Víetnam að því leyti,
að án stöðugs fjárstreymis frá
Sovétríkjunum væri stjórnkerfið í
löndunum hraunið sökum gjald-
þrots og skorts. Auðvitað var ekk-
ert á þessa staðreynd drepið í um-
ræddum útvarpsþætti.
Að sjálfsögðu ríkir einræði
kommúnistaflokksins á Kúbu eins
og í öðrum kommúnistalöndum.
En þeir Einar Ólafsson og Rúnar
Ármann Arthúrsson voru aldeilis
ekki á því, almenningur væri
„mjög virkur félagslega" og væri
ekki „slík almenn félagsleg virkni
undirstaða hins eina sanna lýð-
ræðis“? Þessi staðhæfing var
„sönnuð" með því, að auk komm-
únistaflokksins væru eftirtalin
samtök starfandi á Kúbu: Nefnd
til varnar byltingunni, samtökin
Alþýðuvöld, Verkamannasamtök
Kúbu, Rikissamtök smábænda,
Barna- og ungliðahreyfing og
Samtök háskóla- og menntaskóla-
nema. Þessi málflutningur þeirra
félaga til varnar kúbönsku „lýð-
ræði“ lýsir ótrúlegum einfeldn-
ingshætti. Felst lýðræði í því að
þeirra mati, að einræðisflokkur
stofni innan sinna vébanda og
undir sinni stjórn allskyns sér-
greinarfélög til að ná betri tökum
„Það er ekki af tilviljun, sem Kín-
verjar kalla Víetnama „Kúbumenn
austursins", þegar þeir eru að skýra
það út fvrir vestrænum mönnum,
hvernig Víetnamar haga sér í Indó-
kína. Með því eiga þeir við, að á vegum
stjórnar Víetnams sé efnt til stríðsað-
gerða hvarvetna, þar scm tækifæri
gcfst og það er ráðamönnum í Moskvu
þóknanlegt. Einmitt hið sama er um
stjórn ('astros á Kúbu að segja.“
á einstökum hópum, allt frá því
þegnarnir eru á barnsaldri? Felst
lýðræði í „félagslegri virkni", sem
byggist á innritun manna í ein-
hver ríkisskipuð samtök án þes
þeir hafi eitthvert annað val?
Raunar sögðu þeir félagar, að það
Meira um „Altari
himingeimsins“
Árni L. Jónsson skrifar:
„Þorsteinn Guðjónsson er með
smápistil í Velvakanda föstudag-
inn 4. des., undir fyrirsögninni
„Altari himingeimsins", og segir
hann þar frá grein sem hann hef-
ur „lesið“ í tímaritinu „Science
Digest" (nóvemberhefti). Grein
þessi heitir „Vision of a new faith“
eða „Ný trú í sjónmáli" og er eftir
Mary Long.
Ég vil leyfa mér að gera nokkr-
ar athugasemdir við þessi skrif
Þorsteing, því að hann hallar mjög
réttu máli, og þar að auki er hann
óviljandi að gogga í eitt af áhuga-
málum mínum.
Þorsteinn leggur Mary Long
ýmislegt í munn sem hún hefur
aldrei sagt. Öll grein hennar er
samansett úr svörum ýmissa
manna við spurningum (sem ekki
eru birtar). Hún segir hvergi að
nútíma trúarhugmyndir séu
„trénaðar" og hæfi betur „uxum
en heimspekingum".
Ég fæ heldur ekki séð að nokkur
af þessum prófessorum, sem Mary
talar við, minnist neitt á að það sé
þörf á að byggja eitthvert alls-
herjar „Altari himingeimsins".
Þorsteinn hefur sýnilega skáldað
þetta upp vegna myndanna sem
fylRja greininni, þær sýna bæði
altari og himingeim, en þær eru
ekki eftir Mary Long.
Mér finnst næstum broslegt, að
þetta þing, sem Mary fjallar um,
— háæruverðugt guðfræðinga-
þing, halið með verkfræðingum,
hagfræðingum, líffræðingum og
fleiri vísindamönnum, á vegum
Alkirkjuráðs, í „Massachusets
Institute of Technology", — til að
fjalla um það hvernig hægt sé að
aðhæfa trúarbrögðin nýjustu
tækni og vísindum, skuli hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að
uppkastið að trú framtíðarinnar
gæti komið úr fortíðinni. (A model
of religion of the future may come
from the past.) Lítil er trú þín,
kona!
Þorsteinn segir í pistli sínum,
orðrétt: „Hugmyndin um altari
himingeimsins er of góð til þess að
segja ekki frá henni. Vandinn er
aðeins sá, hvar á að byrja.“
Þetta er líka skáldskapur hjá
Þorsteini, en ég get glatt hann
með því, að með þessum orðum
sínum hefur hann gerst spámaður,
og ég skal segja honum hvar hann
á að byrja. Mín hugmynd er of góð
til að þegja yfir, því að „Altari
himingeimsins" hefur alltaf verið
til og bíður síns tíma, — steinninn
sem mun sameina allt mannkyn
undir eina trú, þegar þörfin er
orðin nógu sterk.
Þú byrjar í bókaskápnum þín-
um, Þorsteinn, og dregur fram
biblíuna þína og lest hana spjald-
anna á milli. Hún er öll morandi
af frásögnum um þetta altari, eða
þennan stein, sem bíður síns tíma.
Ég skal gefa þér nokkur dæmi.
Við getum byrjað á Jesaja, 19.
kafla 19. versi (en þessi orð eiga
eftir að rætast): „Á þeim degi mun
vera altari handa Drottni í miðju
Egyptalandi og merkissteinn
handa Drottni við landamæri."
Jósúa, 22. kafli 26. vers (og
áfram): „Vér skulum reisa os alt-
ari, ekki til brennifórna, og ekki
til sláturfórna, heldur skal það
vera til vitnis fyrir oss, og fyrir
yður og fyrir niðja vora eftir oss,
að vér viljum gegna þjónustu
jAltari
himin-
geimsins?
Þorsleinn Guðjónsson skrifnr:
„I tímaritinu „Science Dig-
est- (Vísindalegt úrval), sem er
mjög gott tímarit, nóvember-
hefti, er grein eftir Mary Long,
sem átelur sljóleika jaróar-
I manna gagnvart alheimi þeim,
sem þeir byggja. Kennir hún
þetta forneskjulegum og trén-1
uðum trúarhugmyndum, sem '
| betur hæfa uxum en heimspek-
ingum. Leggur hún til að sett
verði upp og helgað alUri him- i
iðgeimsins, þar sem tekin er I
| niður fomfáleg mynd, sem
I minnir á þrautir, sorg og.
r 4auða, en þess í stað opnastf
gegnum altarisöfluna sýn -til 1
stjarna og vetrarbrauta, með
þeim „mörgu vistarverum" sem
þar eru. A guðfræðingaþingi
, sem haldið var í „Massachus-
etts Institute of Technology“
með tilsjón Alkirkjuráðs, segir
í sömu grein, var meðal annars
rækt um hvernig guðfræðingar
eigi að snúa sér að því að hugsa
, um lifandi verur á öðrum
hnöttum. En það hefur lengi
f verið viðkvæmt mál innan
kirkjunnar, eins og kunnugt er
af sögu hennar.
Hugmynd um altari himin-
geimsins er of góð til þess að
, segja ekki frá henni. Vandinn
• er aðeins sá, hvar á að byrja.
, Ef íslendingar væru dugandi
menn, og það eru þeir ef þeir
taka sig á, munu þeir setja alt-
sri^ip)^ Lógbemi á Þingvðll-
Drottins fyrir augliti hans með
brennifórnum, sláturfórnum og
heillafórnum, og að synir yðar geti
ekki á síðan sagt við sonu vora:
„Þér eigið enga hlutdeild í
Drottni!" ... Og Rubens synir og
Gaðs synir nefndu altarið Galeð
(Vitni), því að það er vitni þess
milli, að Drottinn er hinn sanni
Guð.“
Opinberun Jóhannesar, 2. kafli