Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 30

Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Elektroniska ritvélin Olympia ES ÍOO Rafeindaritvél sem valdió hefur straumhvörfum vió vélritun og ritvinnslu. Alsjálfvirkur leióréttingarbúnaóur meó minni, endurtekning á öllum lyklum, elektronisk pappírsísetning, tvær íslenskar letttrgeróir meó hverri vél á verói sambærilegu vió eldri geróir ritvéla. Rafeindaritvélin er byggó upp á aóeins 7 grunneiningum og hefur einn tíunda af hreyfanlegum hlutum eldri geróa. Prenthjólió er nýjung próuó af Olympia fyrir ES 100. Þaó er oft kallaó "hvíslhjólió" pví samanborió vió háværar kúluritvélar er þaó hljóólaust og að auki miklu hraóvirkara. Samtalsbók yid Lech Walesa FJÖLVAÚTGÁFAN hefur sent frí sér samtalsbók við pólska verkalýðs- leiðtogann Lech Walesa eftir þýzka hlaðakonu, Júlíu Gatter Klenk. í frétt frá útgefanda segir að Klenk hafi af tilviljun verið stödd í sumarleyfi í Gdansk í ágúst 1980, þegar hún hafi frétt af seturverk- falli verkamanna í Lenínskipa- smiðjunni. „Það er óvenjulegt að samtöl þessi voru ekki tekin við borð inni í stofu, heldur á hlaupum hér og hvar í hita baráttunnar og gefa þannig óvenjulega glögga mynd af Walesa og þeirri baráttu sem hann háði gegn yfirvöldun- um.“ Þýðandi bókarinnar er Þorsteinn Thorarensen. Eftirmála skrifar Haukur Már Haraldsson, fræðslu- fulltrúi Alþýðusambands íslands um heimsókn sína til Walesa í Gdansk. Bókin er 208 bls., prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin í Arnarbergi. „Fleiri en eitt líf‘ Bók eftir Jeffley Iverson BÓKAÍITGÁFAN Hildur hefur gefið út í íslenskri þýðingu bók Jeffreys Iverson, „Fleiri en eitt líf, frásagnir fólks, sem virðist hafa lifað áður“. Á kápusíðu segir m.a.: „Einn af virtustu dáleiðslulækn- um Bretlands er Arnall Bloxham. í dáleiðsluástandi hjá honum lýsir ung húsmóðir frá Wales í smáatrið- um sex aðgreindum æviskeiðum: sem eiginkona kennara á tímum Rómverja á Englandi; sem gyð- ingakona á tólftu öld, þegar framin voru fjöldamorð á gyðingum í Jór- vík; sem þjónustustúlka hjá þekkt- um kaupsýslumanni í Frakklandi á miðöldum; sem hirðmær hjá Katr- ínu af Aragon; sem fátæk sauma- stúlka í London á dögum Önnu drottningar og loks sem nunna í Bandaríkjunum. Saga hennar er aðeins ein af miklum fjölda í einstæðu safni af segulbandsupptökum, sem Arnall Bloxham hefir gert af slikum upp- rifjunum fjögur hundruð manna og kvenna í dáleiðslu, á síðustu tuttugu árum.“ Iversen gerði sjónvarpsþætti um þessi mál í samvinnu viö Magnús Magnússon, sjónvarpsmann, sem ritar formála fyrir bókinni. ... og myndin liggur á borðinu „ttnomi ««*< Falleg og nett. Kodak Instant myndavélin framkallar myndirnar um leiö í björtum og fallegum Kodak litum. Kodak Instant EK160-EF Verd kr. 680.- MO'lf Æwírc>MEn' HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S: 36161 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.