Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 5

Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 5 SíÖast kosið í Dags- brún fyrir 10 árum Kosningar hafa ekki farið fram t. stjórnar í Verkamannafélaginu Dagsbrún í Keykjavík síðan árið 1972. Þar sem Eðvarð Sigurðsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs má hins vegar allt eins gera ráð fyrir slíkum kosning- um á næstunni. Eðvarð var kosinn formaður í Dagsbrún árið 1961 og hefur því verið formaður félagsins í 20 ár. f samtali við Morgunbiaðið á sunnudag sagði Eðvarð, að hann teldi þá Guðmund J. Guðmundsson og Halldór Björnsson líklegustu formannsefnin. Síðustu árin hefur ekki verið tekizt á um forystuna í Dagsbrún af eins miklum krafti og hér á árum áður. í kringum 1940 voru oft hatrömm átök í félaginu og stjórnarskipti voru tíð í Dags- brún. Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29. marz 1938, en það var fyrsta félag sjálfstæðisverka- manna. í ársbyrjun 1939 buðu Óðinsmenn fram lista í stjórnar- kosningu í Verkamannafélaginu Dagsbrún og hlaut hann 427 at- kvæði, listi Alþýðuflokksins hlaut 409 atkvæði, en listi Sósíalista- flokksins, undir forystu Héðins Valdimarssonar, hlaut flest at- kvæði, 660, og náði kosningu. Árið 1940 buðu Óðinsmenn og Alþýðuflokkurinn fram lista í Dagsbrún gegn Sósíalistaflokkn- um og unnu kosninguna, hlutu 717 atkvæði gegn 659 atkvæðum sósí- alista. Árið 1941 buðu Óðinsmenn fram með stuðningsmönnum Héð- ins Valdimarssonar, sem þá hafði sagt sig úr sósíalistaflokknum, og unnu enn. Héðinn varð formaður - Atök oft á tíðum fyrr á árum Dagsbrúnar. Óðins- og Héðins- menn hlutu 843 atkvæði, Sósíal- istaflokkurinn hlaut 488 atkvæði, Alþýðuflokkurinn 392 atkvæði. Árið 1942 buðu Óðinsmenn aftur fram með Héðinsmönnum gegn lista Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokksins sameinuðum, en töpuðu kosningunni. Lýðræðissinnar reyndu hvað eftir annað að ná Dagsbrún und- an yfirráðum Sósíalistaflokksins, en án árangurs. Árið 1946 fékk stjórnin 1307 atkvæði, en lýðræð- issinnar, sem voru þá og næstu árin einkum alþýðuflokksmenn, 364 atkvæði. Árið 1947 voru hlut- föllin 1104 á móti 374 atkvæðum og árið 1948 1174 gegn 512. Árið 1949 buðu lýðræðissinnar fram saman gegn stjórninni, en hún fékk 1317 atkvæði og þeir 602. Ár- ið 1950 buðu sjálfstæðisverka- menn einir fram gegn stjórninni, en hún fékk 1300 atkvæði og þeir 425. Árið 1951 buðu lýðræðissinn- ar fram saman gegn stjórninni, en hún fékk 1254 atkvæði og þeir 540. Árið 1952 buðu sjálfstæðis- verkamenn fram lista gegn stjórninni og alþýðuflokksmenn annan, en stjórnin fékk 1258 at- kvæði, sjálfstæðisverkamenn 392 og Alþýðuflokkslistinn 335. Árið 1953 buðu lýðræðissinnar fram saman gegn stjórninni, en hún fékk 1192 atkvæði og þeir 606 at- kvæði. Árið 1954 buðu þeir enn fram sameinaðir gegn henni en fengu 692 atkvæði gegn 1331 at- kvæði. Næstu ár var sjálfkjörið í Dagsbrún en árið 1958 var aftur boðið fram gegn stjórninni, sem fékk (með aðstoð framsóknar- manna) 1291 atkvæði en lýðræðis- sinnar, Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksmenn, fengu 834 atkvæði. Árið 1959 fékk stjórnin 1268, en lýðræðissinnar fengu 793 atkvæði. Arið 1960 fékk stjórnin 1369 at- kvæði , en lýðræðissinnar 627. Enn fóru fram kosningar í Dagsbrún árlega fram til ársins 1965, en listi stjórnar sigraði ævinlega í þessum kosningum. Árið 1972 var enn kosið um stjórn félagsins, en listi stjórnar, undir forystu Eðvarðs Sigurðssonar, sigraði örugglega. Árið 1978 var gerð tilraun til mótframboðs í Dagsbrún, en listi stjórnarand- stæðinga í félaginu fékk ekki nægjanlegan fjölda meðmælenda þannig að listi stjórnar var sjálfkjörin. I’áll P. Pálsson stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni á „Vínarkvöldi“. „Vmarkvöld44 hjá Sinfóníuhljómsveit íslands á morgun ÁTTUNDU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag, og hefjast kl. 20:30. Tónleikamir bera nafnið Vínarkvöld og verður eingöngu sungin og leikin létt óperu- tónlist frá Vín, m.a. eftir Strauss, Lehar o.fl. Stjórnandi er Páll P. Pálsson, sem fæddur er Austurríkismaður, en hefur sem kunnugt er starfað hérlendis að tónlistarmálum ýmiss konar í fjölda ára. Hefur Páll margoft áður stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni. Einsöngvari er Sigrid Martikke, sem fædd er í Þýskalandi. Hún var fyrst ráðin að „Komische Oper“ í Berlín og síðar starfaði hún m.a. í 5 ár við óperuhúsið í Graz. Frá 1975 hefur hún verið ein af aðal- söngkonum Volksoper í Vín, en hún hefur einnig sungið víða sem gestur. Þá hefur hún farið tón- leikaferðir til Randaríkjanna, Hollands, Englands, ísrael og Norðurlanda og sungið inn á hljómplötur. Barnalög og ný lög um meðferð einkamála ÝMIS lög gengu í gildi nú um áramót og önnur féllu úr gildi og fékk Mbl. i gær upplýsingar hjá ráðuneytum hverj- ar væru þar helstar breytingar. Ein af viðamestu lögin e-u barna- lög, sem samþykkt voru á Alþ'ngi sl. vor, en gengu í gildi nú um áramót. Þá tóku gildi lög um meðferð einka- mála, sem fela í sér að stuðia að hraðari gangi dómsmála og einnig gengu í gildi ný ákvæði laga um horfna menn, en þar var talið að vantaði ákvæði um ýmis atriði er tengjast mannshvörfum. Úr gildi féllu lög um verðlagsaðhald, en þau voru samþykkt í maí sl. og tóku við af bráðabirgðalögunum um efna- hagsráðstafanir, sem sett voru um síðustu áramót. Þá fengust þær upplýsingar í fjár- málaráðuneytinu, að lítið væri þar annað á ferðinni en hefðbundin lög og reglur, svo sem fjárlögin. Lög um tímabundið vörugjald voru sam- þykkt á Alþingi skömmu fyrir jól og breytingar voru gerðar á reglugerð- um í tollskrárlögum, má þó nefna sem dæmi. * Lögreglan í Amessýslu: Lýsir eftir ökumanni eftir ofsaakstur um Hveragerði llveragerði, 5. janúar. UM KLUKKAN 18 í gærkvöldi, mánudaginn 4. janúar, var fólksbifreið ekið með feiknarhraða eftir l»elamörkinni hér í Hveragerði, með þeim afleiðing- um að bíllinn lenti á Ijósastaur og braut hann í tvennt. Þá ók hann á girðinguna utan við garðyrkjustöð Dvalarheimilisins Áss, og klippti þar sundur þrjá þriggja tommu járnstaura. Kastaðist bíllinn því næst yfir götuna, og braut þar brunahana. Ekki linnti bílstjórinn ferðinni, en fór sína leið, og hefur ekki gefið sig fram ennþá. Talið er að hér sé um bláa bif- reið að ræða, trúlega af amerískri gerð, og eftir verksummerkjum að dæma hlýtur hún að vera mikið skemmd. Lögreglan í Árnessýslu leitar hennar nú, og heitir á alla, sem gætu gefið upplýsingar, um umrædda bifreið, að tilkynna það hið bráðasta til lögregíunnar á Selfossi. Þelamörkin er mjög fjölfarin gata, einkum af börnum og ungl- ingum, þar sem hún er ein aðal- leiðin til skólans, og liggur þvert í gegnum allt þorpið. Þá eru þarna oft á ferli gamalmenni og konur með barnavagna, svo ekki þarf að orðlengja hversu alvarlegar af- leiðingar slíkur akstur getur haft í för með sér. — Sigrún o INNLENT Norsk-ísl. fiskveiðinefndin: Rætt um loðnuna við Jan Mayen á fundi í Reykjavík NORSK-ÍSLENZKA riskveiði- ncfndin mun halda fund í Reykja- vík í lok þessa mánaðar eða í byrj- un febrúar. Að sögn Jóns Arnalds, ráðuneytisstjóra, þá eiga hann og Gundesen, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins, sæti í nefndinni, en á fundinum munu þeir hafa nokkra ráðgjafa með sér. Jón sagði, að á fundinum yrði rætt um loðnuna við Jan Mayen og Norðmenn myndu eflaust skýra afstöðu sína til fiskveiða Efnahagsbandalagslanda á svæðinu við Jan Mayen. Thor Listau, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði í ára- mótaviðtali við NTB-fréttastof- una, að viðræður Norðmanna og íslendinga myndu fyrst og fremst snúast um hvernig loðnu- kvótanum við Jan Mayen yrði skipt á milli þjóðanna, og deilur Noregs og Danmerkur um mið- línu milli Jan Mayen og Græn- lands kæmu þessum viðræðum ekkert við. í viðtalinu segir List- au ennfremur, að væntanlega verði teknar upp viðræður við Efnahagsbandalag Evrópu bráð- lega um fiskveiðistefnu þess á miðum í nánd við Jan Mayen. Það er ekki margt betra fyrir börnin' en dansinn Barnaflokkar fyrir 4ra—12 ára. Innritun daglega til föstudags- kvölds frá kl. 1—7. Simar 39551, 24959, 20345, 74444, 38126. Kennsla hefst frá og með mánudeginum 11. janúar. Kennslustaðir: Reykjavík Brautarholt 4 Tónabær Drafnarfell 4 Ársel Kópavogur Hamraborg 1, Garðabær Flataskóli Hafnarfjöröur Góötemplarahúsiö Innritun í Keflavík fimmtu- dag frá kl. 4—7 í Tjarnar- Sértímar í Rock’n Roll I DHnSShðtl p fyfyfy

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.