Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
Hafís
ílok
desember 1981
Kortið sýnir í megindráttum hafísinn
milli Islands og Grænlands síðustu daga
ársins 1981. Mánudaginn 28. desember
kannaði Landhelgisgæsla Islands og hafís-
rannsóknadeild veðurstofunnar jaðarsvæðið
fyrir norðvestan land. Liðlega 500 km af
jaðarlengjunni voru kannaðir. Isröndin hef-
ur færst mikið til norðvesturs frá því sem
verið hefur fyrr í vetur og er næst landi um
72 sjómílur (130 km) norðvestur af
Straumnesi. Jaðarsvæðið er nú við miðlínu
milli íslands og Grænlands. Auk ískönnun-
ar Landhelgisgæzlunnar er stuðst við veð-
urtunglamyndir við gerð kortsins.
Brotalínur á kortinu tákna yfirborðshita
sjávar samkvæmt verðurtunglamyndum.
Gera þarf þó ráð fyrir allmikilli ónákvæmni
í þeirri ágiskun.
Rfkisstyrkur til blaðanna:
Stjórnarlidiö felldi
tillögu Alberts
STJÓRNARLIÐIÐ felldi, að við-
höfðu nafnakalli, breytingartillögu
Alberts Guðmundssonar (S) við fjár
lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar,
þess efnis, að liðurinn „Til blaðanna
samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að fengnum tillögum
stjórnskipaðrar nefndar", kr.
2.550.000, félli niður. Þá felldi
stjórnarliðið breytingartillögur frá
sama þingmanni um hækkun á
framlagi til Hins íslenzka biblíufé-
lags úr kr. 115.000 í kr. 400.000 og
hækkun á framlagi til Olympíu-
nefndar úr kr. 75.000 í 100.000.
Tillagan um niðurfellingu
blaðastyrkja var felld með 38 at-
kvæðum gegn 20 en 2 þingmenn
vóru fjarstaddir.
Með tillögunni greiddu atkvæði
allir þingmenn Sjálfstæðisflokks,
þ. á m. Eggert Haukdal, nema
ráðherrarnir þrír, Gunnar Thor-
oddsen, Friðjón Þórðarson og
Pálmi Jónsson, sem greiddu at-
kvæði gegn henni. Auk þingmanna
Sjálfstæðisflokks greiddi Vil-
mundur Gylfason (A) tillögunni
atkvæði.
Gegn tillögunni greiddu atkvæði
allir þingmenn Alþýðubandalags
og Framsóknar, þrír ráðherrar úr
Sjálfstæðisflokki og þingmenn Al-
þýðuflokks, utan Benedikt Grön-
dal og Karl St. Guðnason, sem
vóru fjarverandi, og Vilmundur
Gylfason, sem fylgdi tillögunni,
sem fyrr segir.
Til sölu
Eignarhluti Lögmannafélags íslands að Óðinsgötu 4,
Reykjavík, (ca. 80 fm á 1. haeð) er til sölu.
Heppilegt fyrir margs konar atvinnurekstur svo §em
lögmannsskrifstofur, læknastofur, verkfræðistofur o.fl.
Húsnæðið verður til sýnis í dag og næstu daga, þ. á m.
laugardaginn 9. jan. nk. kl. 10—12.
Kauptilboð sendist skrifstofu félagsins fyrir 20. jan. nk.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins í
síma 19650.
Lögmannafélag íslands
Fasteignamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins hf
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 11 SÍMI 28466
(HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVlKUR)
Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson
HVERFISGATA
Nýstandsett góö einstaklings-
íbúð. Allt sér.
SKELJANES
2ja 'herb. 65 tm góö íbúð á 1.
hæð í timburhúsi. Stór eignar-
lóð.
VALLARGERÐI — KÓP.
2ja herb. góð íbúð á 2. hæð í
tvíbýlishúsi. Herb. i kjallara fylg-
ir. Bílskursréttur.
FURUGERDI
3ja herb. góð ibúð á jarðhæð.
Þvottaherb. og geymsla innan
íbúðar. Sér garður.
KÓNGSBAKKI
4ra herb. 110 fm góð íbúð á 2.
hæð. Þvottaherb. innan íbúðar.
Stór geymsla. Góð sameign.
KAPLASKJÓLSVEGUR
6 herb. góð íbúð á 4. hæð og i
risi. Á hæðinni eru 2 svefnherb.,
stór stofa, eldhús og bað, en í
risi eru 2 svefnherb. og sjón-
varpsherb.
GRETTISGATA
Timburhús sem er kjallari, hæð
og ris 50 fm að grunnfleti.
Steinsteypt viðbygging er viö
húsið og hægt að hafa sem sér
íbúð eða vinnustofu. Húsið
þarfnast standsetningar.
DALSEL
Fullbúið glæsilegt raðhús á
tveimur hæðum. Á jarðhæö er
húsbóndaherb., en möguleiki er
á tveimur íbúðum í húsinu. Sér-
smiðaðar innréttingar. Bílskýli.
MOSFELLSSVEIT
Höfum til sölu glæsilegt einbyl-
ishús í Helgafellslandi. Húsið er
á 2 hæðum samtals 200 fm og
er allt furuklætt að innan. Inn-
byggður bílskúr. 1200 fm. eign-
arlóð. Fallegt útsýni.
HRYGGJASEL
240 fm rúmlega fokhelt einbýl-
ishús á 3 hæðum, 60 fm upp-
steyptur bílskúr. Hægkvæm
kjör.
Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði
Höfum til sölu í vesturborginni 450 fm húsnæöi, sem er kjallari og
hæð. Húsnæðið er í góöu ástandi. Hentar vel fyrir t.d. heildverslun.
Skrifstofuhúsnæði við miðborgina
Höfum til sölu 1000 fm skrifstofuhúsnæöi við Sigtún, sem afhendist
fullfrágengið að utan en fokhelt að innan, hægt er að hafa lyftu í
húsinu. Til afhendingar fljótlega. Góð lóö. Mikil bílastæði.
Fokhelt einbýlishús og parhús
Höfum til sölu fokheld einbýlishús og parhús fyrir Einhamar sf. við
Kögursel í Breiðholti. Húsin verða fullfrágengin að utan með gleri
og útihurðum, og einangruö að hluta. Lóð frágengin. Bílskúrsplata
fylgir. Stærð parhúsanna er 136 fm. Staðgreiðsluverö er 722.500
kr. Stærð einbýlishúsanna er 161 fm. Staögreiösluverö er kr.
977.700. Teikningar á skrifstofu okkar.
Fasteignaínarkaöur
Fjárfestingarfélagsins hf
SKÓLAVÖRÐUSTIG 11 SÍMI 28466
(HUS SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR)
Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson
íslendingablaðið Gustur:
Fjórfalt dýrara að
hringja frá Bandaríkj
unum til íslands en
annarra Norðurlanda
FJÓRFALT dýrara er nú ad hringja
frá Bandaríkjunum til Islands en
annarra Nordurlanda, segir í frétt í
Gusti, eina íslenzka fréttablaðinu,
sem gefið er út í Bandaríkjunum og
borizt hefur Morgunblaðinu. í frétt-
inni segir að nýlega hafi símtöl frá
Bandaríkjunum lækkað um 35%.
Það gildi þó aðeins um önnur lönd
en þau vanþróuðu og sé ísland talið
með þeim. Orsakir þessa eru meðal
annars raktar til þess að er sími var
stofnaður á íslandi skömmu eftir
síðustu aldamót var gerður samning-
ur til 99 ára við Store Nordiske um
einkarétt á símaþjónustu við ísland
og hafi það staðið tækniþróun fyrir
þrifum.
I blaðinu er ennfremur sagt frá
nýjum veitingastað í Santa Bar-
FJÁRHAGSÁÆTLUN Njarðvfkurbæj-
ar fyrir árið 1982 var lögð fram til fyrri
umræðu á fundi Bæjarstjórnar Njarð
víkur fyrir áramót og voru niðurstöðu-
tölur áætlunarinnar kr. 19.679.000.
Hækkun frá fjárhagsáætlun fyrra árs
er 56 prósent.
Helstu tekjuliðir eru: Útsvar kr.
10.300.000. Aðstöðugjald kr.
3.295.000. Fasteignagjöld kr.
2.625.000. Jöfnunarsjóður kr.
2.108.000.
bara í eigu Magnúsar Björnsonar
og öðrum íslenzkum veitingastöð-
um í San Gabriel Valley og New
York. Þá eru meðal annars í blað-
inu greinar og umræða um ferða-
mál og ritstjórnargrein um víg-
búnaðarkapphlaup stórveldanna
og möguleika forseta Islands til að
draga úr því.
Blaðið hóf göngu sína fyrir ári
og er gefið út ársfjórðungslega og
selt í áskrift, aðallega í Bandaríkj-
unum og á íslandi. Ritstjóri er
Jakob Magnússon og gjaldkeri
Sigurjón Sighvatsson, en auk
þeirra starfa nokkrir íslendingar
við blaðið, sem gefið er út af ís-
lenzk-ameríska-félaginu í Kali-
forníu.
Helstu gjaldaliðir eru: Fræðslu-
mál kr. 2.927.000. Almannatr. og fé-
lagshj. kr. 2.608.000. Æskul. og
íþróttamál kr. 2.251.000. Hreinlæt-
ismál kr. 827.000.
Til eignabreytinga og gatna- og
holræsagerðar verður varið 5,5
milljónum, en frestað var til 2. um-
ræðu að skipta því fé.
Fjárhagsáætluninni var vísað til
2. umræðu sem fram fer 2. febrúar
nk.
Tjarnargata 14.
Bankamenn í
eigið húsnæði
SAMBAND íslenzkra banka-
manna hefur fest kaup á húseign-
inni Tjarnargötu 14. Kaupsamn-
ingur var undirritaður í nóvember
sl. og er kaupverð 2,1 milljón
króna. Fyrri eigandi hússins var
Félag íslenzkra stórkaupmanna,
sem flytja mun starfsemi sína í hús
verzlunarinnar.
Tjarnargata 14 er tvær hæðir,
ris og kjallari, um 95 fermetrar
að grunnfleti. Hæðirnar tvær
eru innréttaðar sem skrifstofu-
húsnæði, en í risi er stór og
rúmgóður fundarsalur.
Húsið er byggt á árunum 1912
og 1913. Það hefur nýlega verið
endurbyggt að miklu leyti og
mikið endurnýjað. Risið er ný-
legt og var byggt samkvæmt
upphafiegri teikningu. Húsið
hentar mjög vel fyrir starfsemi
SÍB og þarf engar breytingar að
gera á því.
Fyrsta hæðin verður afhent
SÍB hinn 1. mars 1982 og mun
sambandið þá flytja starfsemi
sína þangað.
Njarðvíkurbær:
Um 20 milljónir á fjár-
hagsáætlun fyrir ’82
Mogens Camre
Fyrirlestur um dönsk stjórnmál
DANSKI þingmaðurinn og sósíal-
demókratinn Mogens ('amre er
væntanlegur í heimsókn fimmtu-
daginn 7. jan. og dvelur hér á landi
til mánudagsmorguns.
Mogens Camre hefur í mörg ár
staðið framarlega í dönskum
stjórnmálum. Hann hefur verið
lengi þingmaður sósíaldemó-
krata, og í síðustu ríkisstjórn
var hann pólitískur málsvari
flokksins á þingi. Því embætti
gegnir hann nú einnig í hinni
nýmynduðu minnihlutastjórn
sósíaldemókrata.
Mogens Camre er þekktur
fyrir einarðar skoðanir og er
óhræddur við að halda þeim
fram, enda þótt þær séu af
mörgum taldar umdeilanlegar.
Morgens Camre heldur fyrir-
lestur í Norræna húsinu sunnu-
daginn 10. jan. kl. 14.00 og ræðir
um nýjustu þróun í dönskum
stjórnmálum og á eftir mun
hann svara fyrirspurnum áheyr-
enda.