Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
11
Miðhúsum:
Hyggjast reka dvalarheimili
fyrir aidraða að Reykhólum
Úr sýningu Alþýðuleikhússins á Illum feng.
Sýningar hefjast á
ný á „Illum feng“
Á fimmtudagskvöld hefjast á ný
sýningar í Alþýðuleikhúsinu á gam-
anleiknum Illum feng eftir breska
höfundinn Joe Orton.
Illur fengur er gallsvartur
glæpafarsi, þar sem ýmislegt
óvenjulegt og krassandi gerist
inni á heimili siðprúðs og
strangtrúaðs ekkjumanns. Með
hlutverkin í leiknum fara Arnar
Jónsson, Bjarni Ingvarsson,
Bjarni Steingrímsson, Borgar
Garðarsson, Helga Jónsdóttir og
Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri
er Þórhallur Sigurðsson, leikmynd
og búninga gerir Jón Þórisson.
Næsta sýning er á laugardag. Á
morgun, föstudaginn 8.1., hefjast
aftur sýningar á leikriti Vitu And-
ersen, Elskaðu mig, sem sýnt var
við mikla aðsókn fyrir jól, en höf-
undurinn er einmitt staddur hér á
landi um þessar mundir. Hún
verður viðstödd sýninguna á Elsk-
Bókmenntaverð-
laun Norður-
landaráðs ákveð-
in 22. janúar
llthlutunarnefnd Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs kemur
saman í Stokkhólmi 22. janúar og
ákveður þá hvaða bókmenntaverk
hlýtur verðlaunin. Af íslands hálfu
sitja í nefndinni þeir Hjörtur
l’álsson og Njörður I’. Njarðvík.
Það eru fulltrúar frá fimm
Norðurlöndum sem nefndina
skipa en Færeyjar hafa þar ekki
fulítrúa. Þau tvö íslensk verk
sem lögð hafa verið fyrir nefnd-
ina eru: „Heimkynni við sjó“,
eftir Hannes Pétursson og „Sag-
an af Ara Fróðasyni og Hug-
borgu konu hans“, eftir Guðberg
Bergsson.
Skákþing
Kópavogs á
laugardaginn
Skákþing Kópavogs hefst nk.
laugardag, 9. janúar 1982, kl.
14.00. Teflt verður að Hamraborg
1, kjallara, á laugardögum og mið-
vikudagskvöldum, alls 7 umferðir
eftir Monrad kerfi.
Tímamörk verða 2 klukku-
stundir á 40 leiki og síðan 1 klst.
á hverja 20 leiki þar framyfir.
Þátttökugjald hefur verið
ákveðið kr. 100,- fyrir fullorðna,
en kr. 50,- fyrir unglinga (19 ára
ogyngri).
Sérstakt drengjameistaramót
(14 ára og yngri) hefst að þessu
móti loknu.
aðu mig á sunnudagskvöldið og
mun ræða við áhorfendur á eftir
um verk sín.
Barnaleikritið Sterkari en Súp-
ermann er einnig komið úr jólafríi
og á sunnudag kl. 15.00 hefjast
sýningar á því á ný.
(Króttatilkynning)
Mióhúsum, 4. janúar.
í GÆR var stofnfundur í sjálfseign-
arfélagi, sem hyggst reisa og reka
dvalarheimili fyrir aldraða á
Reykhólum. Með þessum fundi var
lagt inn á nýjar brautir, því að full-
trúaráðið er kosið af velflestum fé-
lögum í Geiradals- og Reykhóla-
hreppi.
Áuk hreppanna tveggja má
nefna eftirtalin félög í þessum
hreppum: Búnaðarfélag Geira-
dals- og Reykhólahrepps, Kvenfé-
lagið Liljan í Reykhólasveit og
Kvenfélagið í Geiradal, söfnuðir
Garðsdals- og Reykhólakirkju,
Verkalýðsfélagið . Brandur,
Reykhólum og Kaupfélag
Króksfjarðar, en það nær yfir
þrjá hreppa í Austur-Barða-
strandarsýslu, Gufudalshrepp,
Reykhólahrepp og Geiradals-
hrepp.
Sennilega eiga eftir að bætast
við fleiri félög og hreppar og má
þar til nefna Flateyjarhrepp, en
hann hefur sýnt jákvæðan vilja,
en á þessum tíma árs eru sam-
göngur erfiðar milli lands og eyj-
ar. Þá má gea þess, að oddviti
Gufudalshrepps var mættur á
stofnfundinn, en var ekki sam-
mála undirbúningsnefnd, sem
hafði undirbúið þennan fund, um
leiðir i öldrunarmálum, en áhugi
var mikill hjá honum fyrir mál-
efnum aldraðra. Hins vegar eru
allar leiðir opnar fyrir hreppa og
aðra, sem vilja stuðla að fram-
gangi þessa máls.
Fyrirhugað er að reisa íbúðir
fyrir 14 manns, fern hjón og sex
einstaklinga. Stofnunin verður
sjálfseignarstofnun. í aðalstjórn
voru kosnir, auk sóknarprests, en
það er bundið í lögum félagsins,
að Reykhólaprestur skuli eiga
sæti í stjórninni, vegna þess að
hann er sameiningartákn allra
sýslubúa, Halldór Gunnarsson,
útibússtjóri Samvinnubankans í
Króksfjarðarnesi, Guðlaug Guð-
mundsdóttir, Tindum, starfsmað-
ur símans í Króksfjarðarnesi,
Halldór Kristinsson, bóndi
Skerðingsstöðum og Sveinn Guð-
mundsson, Miðhúsum. í vara-
stjórn voru kosnar: Eygló
Bjarnadóttir, Reykhólum, Ingi-
björg Kristjánsdóttir, hjúkrun-
arkona, Garðsdal og Indíana
Ólafsdóttir, Reykhólum. Stjórnin
kaus séra Valdimar Hreiðarsson,
Reykhólum, fyrir formann
stjórnar. Þess má geta, að undir-
búningsnefnd hefur starfað í því
sem næst tvö ár. Hún hefur safn-
að gögnum, kynnt sér viðhorf
fólks og rekstur stofnana, svipuð-
um þeirri sem fyrirhugað er að
reisa. Ólafur E. Ólafsson, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri, hefur
alltaf verið reiðubúinn að leggja
undirbúningsnefnd allt það lið,
sem hann hefur getað.
Fréttaritari er alkunnugur
þessum málum og minnist þess
ekki, að nokkru máli hafi verið
tekið með meiri skilningi og vel-
vilja í þau 26 ár, sem hann hefur
starfað fyrir Morgunblaðið í
Austur-Barðastrandarsýslu.
Framundan eru mikil verkefni,
sem vonandi tekst farsællega að
leysa. Gleðilegt ár.
— Sveinn.
Frumsýning
Nýr
127 special 3 dyra
Sýndur í fyrsta sinn utan Italíu
Gúmmíkantar á hliöum
Nýtt grill og studarar
170 lítra farangursgeymsla
Fiat 127 hefur löngum sannað
ágæti sitt og verið mest seldi
bíll Evrópu, samfleytt 6ár ekki
að ástæðuiausu. Hér á íslandi
hefur umboðið til þessa ekki
annað eftirspurn, enda bíllinn
skilað einu hæsta endursölu-
verði á markaðnum.
Glæsilegt mælabord og innrétting, m.a. fallega tau-
bólstrad sæti, teppalagöur í hólf og gólf, niöurfellanleg
aftursæti, rúllubelti, og margt fleira.
Fiat 127 special 3 dyra. Nú er rétti tíminn til
aö gera bestu bílakaupin í ár.
Veró á götu
82.898.-
/ FÍAT EINKAUMBOO A ISLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
/ SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200.
/