Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
Er flokkaskiptingin að
breytast í Bretlandi?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar frá Bretlandi
Jafnaðarmannaflokkurinn breski,
SDP, er í sigurvímu þessa dagana.
Hann hefur í bandalagi við Frjáls-
lynda flokkinn unnið mikla sigra í
þrennum aukakosningum. Roy Jenk-
ins hafði næstum því fellt frambjóð-
anda Verkamannaflokksins í Warr-
ington, William Pitt (frá Frjáls-
lynda flokknum) felldi frambjóð-
anda Ihaldsflokksins í Croydon, og
fyrir nokkrum dögum felldi Shirley
Williams frambjóðanda íhalds-
flokksins í Crosby. Merkilegast er,
að þessi kjördæmi eru mjög ólík.
Warrington hafði verið öruggt kjör-
dæmi Verkamannaflokksins, Croy-
don hafði verið „vafakjördæmi“, eins
og það er nefnt, og Crosby hafði ver-
ið öryggt kjördæmi íhaldsflokksins.
Ályktunin, sem foringjar Jafnað-
armannaflokksins og stjórnmála-
skýrendur í Bretlandi draga af þess-
um staðreyndum, er sú, að bandalag
Jafnaðarmannaflokksins og Frjáls-
lynda flokksins njóti víðtæks fylgis í
öllum stéttum og öllum byggðum
Bretlands. „Úr þessu eru engin þing-
sæti örugg," sagði Shirley Williams
eftir sigur sinn í Crosby, sem var
mikill, hún hlaut 6 þús. atkvæða
meirihluta, en í síðustu þingkosning-
um hafði þingmaður íhaldsflokksins
hlotið 19 þús. atkvæða meirihluta.
Þetta hefur orðið til þess, að
breskir stjórnmálamenn og stjórn-
málaskýrendur spyrja: Er flokka-
skiptingin í Bretlandi að breytast?
Verður ekki í framtíðinni um tvo
stóra flokka að velja, heldur þrjá,
Ihaldsflokkinn, Verkamannaflokk-
inn og miðjubandalagið? Að sjálf-
sögðu geta engir svarað þessari
spurningu aðrir en kjósendur í
næstu aimennu þingkosningum, og
Roy Jenkins hefur bent á, að sýnd
veiði sé ekki gefin. En Jafnaðarmenn
hafa ástæðu til að vera bjartsýnir.
Þeir hafa sigrað í hverjum auka-
kosningunum af öðrum, og skoðana-
kannanir eru þeim mjög í hag,
miðjubandalagið er langstærsti
stjórnmálaflokkurinn samkvæmt
þeim. Menn ræða um það í fullri al-
vöru, hvort Roy Jenkins myndi
næstu ríkisstjórn Bretlands, — en
fyrir nokkrum mánuðum hefði það
þótt óhugsandi.
ViðbrögÖ „gömlu“
flokkanna
Hvað veldur þessari miklu breyt-
ingu? Og hvað segja „gömlu" flokk-
arnir um hana? Ihaldsmenn bera sig
vel. Þeir benda á, að allar ríkis-
stjórnir hafi orðið fyrir miklum
áföllum í aukakosningum á miðju
kjörtímabili, en síðan fengið aftur
fylgi í almennum þingkosningum. í
aukakosningum nota menn tækifær-
ið til að mótmæla óþægindum lífsins
og ná sér niðri á valdsmönnum, en í
almennum þingkosningum verða
þeir að velja um flokka, menn og
stefnumál. Þeir benda einnig á, að
Ihaldsflokkurinn hafi ekki misst
næstum því eins mikið af fylgi sínu
og Verkamannaflokkurinn til hins
nýja flokks. íhaldsflokkurinn missti
í Crosby um 30% af fylgi sínu til
hans, en Verkamannaflokkurinn
hvorki meira né minna en 70%. En
þeir viðurkenna, að mál íhalds-
manna hafi ekki komist nægilega vel
til skila og að milda verði orðaval og
framkomu harðjaxlanna í flokknum,
frú Thatchers og nánustu samverka-
manna hennar. En ekki er líklegt, að
heybrækurnar í flokknum (The
Wets) færist í aukana vegna þessara
ósigra. Miklu fremur virðist flokkur-
inn ætla að sameinast gegn hinum
nýja óvini sínum. Að vísu gerir
Edward Heath allt, sem hann getur,
til að spilla fyrir frú Thatcher. Hann
lét jafnvel að því liggja í sjónvarps-
viðtali eftir aukakosningarnar í
Crosby, að hann gæti hugsað sér að
fara í stjórn með miðjubandalaginu,
en hann er ekki tekinn mjög alvar-
lega. (Hann er kallaður „James
Bond“, eftir að hann gerðist stjórn-
arformaður einkarekinnar upplýs-
ingaþjónustu með 50 þús. punda
árslaun, sem er um 700 þús. nýkr.)
Verkamannaflokksmenn hljóta að
hafa meiri áhyggjur af þróuninni,
enda klofnaði Jafnaðarmannaflokk-
urinn út úr flokki þeirra. Sannleik-
urinn er sá, að Verkamannaflokkur-
inn er í rústum. Leiðtogi hans,
Michael Foot, hefur orðið að aðhlát-
urs- og hneykslunarefni fyrir klæðn-
að sinn við hátíðleg tækifæri (en
Bretar eru mjög agasamir í því efni),
fyrir að láta undan öfgamönnum í
flokknum undir forystu Anthonys
Benns og fyrir að ráða ekki við frú
Thatcher í vikulegu einvígi þeirra í
Neðri málstofunni. F’rúin, sem getur
stundum verið grimm, leikur sér að
honum eins og köttur að mús. Foot
er einnig að reskjast (hann er ekki
nema nokkrum árum yngri en dr.
Gunnar Thoroddsen) og á það til að
sögn að sofna á mannamótum. En
kjarni málsins er sá, að Verka-
mannaflokkurinn hefur tekið stefnu,
sem mikill meirihluti bresku þjóðar-
innar getur ekki sætt sig við. Flokk-
urinn berst fyrir úrsögn úr Efna-
hagsbandalaginu, endurskoðun
hernaðarsamvinnu Breta við Banda-
ríkjamenn, einhliða afvopnun, þjóð-
nýtingu þeirra fyrirtækja, sem
stjórn íhaldsflokksins hefur skilað
almenningi aftur, stórhækkun ríkis-
útgjalda, sem felur í sér stórhækkun
skatta, innflutningshöftum, og svo
má lengi telja. Þessar eru ástæðurn-
ar til þess, að þessi stjórnarand-
stöðuflokkur fær ekki nema um 30%
fylgi samkvæmt skoðanakönnunum,
þótt stjórnin sé mjög óvinsæl og
kreppan verri en nokkur önnur, sem
Bretar hafa reynt frá því á fjórða
áratugnum.
Jafnadarmannaflokkurinn
íhaldssamur flokkur
Að sjálfsögðu fær miðjubandalag-
ið sitt mikla fylgi ekki síst vegna
þess, að kjósendur kenna frú
Thatcher um atvinnuleysið, þeim
finnst sársaukinn af lækningu henn-
ar of mikill og sjúklingnum ganga
heldur illa að ná heilsu, en Verka-
mannaflokkurinn vera ótækur kost-
ur. En hvaða stefnu fylgir hinn nýi
Jafnaðarmannaflokkur? Það felst
nokkur þversögn í því að nefna Jafn-
aðarmannaflokkinn „nýjan" flokk.
Foringjar hans — fjórmenningaklík-
an svonefnda, Roy Jenkins, Shirley
Williams, David Owen og William
Rodgers — eru engir nýliðar á velli
stjórnmálanna. Þeir eru engir sak-
leysingjar með óreyndar og frumleg-
ar lausnir alls vanda, engar álfa-
meyjar með töfrasprota. Öðru nær.
Þetta eru þrautreyndir stjórnmála-
menn, og flokkur þeirra er umfram
allt íhaldsflokkur. Þetta hafa ekki
allir skilið. Það, sem Jafnaðar-
mannaflokkurinn er að reyna að
gera, er að halda í blandaða hagkerf-
ið, í velferðarríkið, í alþjóðlega sam-
vinnu vestrænna þjóða. Foringjar
hans horfa með söknuði til áranna
1950—1970, þegar flestir héldu, að
öll hugmyndafræði væri dauð, því að
velferðarríkið hefði sætt alla. (Þess-
ar hugmyndir voru áberandi á við-
reisnarárunum á fslandi, en sumir
sjálfstæðismenn sitja enn fastir í
fari þeirra.) Þeir horfa aftur, en ekki
fram, að sögn efagjarnra áhorfenda.
Mönnum hættir til að láta blekkj-
ast af orðum í stjórnmálum, hægri
stefna og vinstri stefna, miðflokkur
og öfgaflokkur, íhaldssemi og frjáis-
lyndi — þessi orð fá merkingu, sem
grípur ekki sjálfan veruleikann.
Sannleikurinn er sá, að íhaldsflokk-
ur frú Thatchers er hinn róttæki
flokkur í breskum stjórnmálum á
okkar dögum. Hann er flokkur nýrra
hugmynda, vona, breytinga — þótt
ekki hafi blásið byrlega á siglingu
hans síðustu tvö árin. Miðjubanda-
lagið reynir að stöðva þá breytingu,
sem frú Thacther er að gera á breska
hagkerfinu, það reynir að snúa við
inn í blandað hagkerfi liðinna ára-
tuga. Og íhaldssemi er öflug tilfinn-
ing, menn óttast hið ókunna, tregðu-
lögmálið er sterkt með flestum þjóð-
um, ekki síst Bretum, svo að fylgi
bandalagsins er víðtækt.
Ihaldssemin er greinileg, þegar
litið er á stefnu flokksins og fylgi, en
síðustu vikurnar hefur það verið
kannað rækilega. Hver er lausn
flokksins á kreppunni? Hún er ekki
aðhald í peningamálum og fjármál-
um eins og lausn frú Thatchers,
heldur launastefna (income policy),
Michael Foot hefur mistekist að
efla Verkamannaflokkinn. Hann
ræður hvorki við frú Thatcher í viku-
legu einvígi þeirra í Neðri málstof-
unni né við róttæka öfgamenn í eig-
in flokki undir forystu Tony Benns.
þannig að ríkisstjórnin takmarki
launahækkanir og refsi þeim með
skattahækkunum, sem virði ekki þau
takmörk. Þannig á verðbólgan að
hjaðna, en atvinnuleysinu á að út-
rýma með auknum framkvæmdum
ríkisins, þótt það kosti skattahækk-
anir. Með öðrum orðum á enn að
reyna hagstjórn í anda Keyness
lávarðar — reyna sömu ráðin og
Macmillan, Wilson og Heath reyndu
á sínum tíma.
Gallinn er sá, að þetta mistókst
þá, og það mistekst nú. Verkalýðsfé-
lögin virða aldrei þau takmörk, sem
ríkisstjórnir setja þeim, ef þau vita,
að af því hlýst ekki atvinnuleysi.
Óttinn við atvinnuleysi er hið eina,
sem getur haldið aftur af verkalýðs-
félögunum. (Þess má reyndar geta,
að verkalýðsfélögin eru mjög óvin-
sæl með flokksmönnum í hinum nýja
flokki samkvæmt könnunum.) Og
reynslan hefur sýnt, að af verðbólgu
hlýst atvinnuleysi, þegar til lengdar
>
Langflestir flokksmenn Jafnaðar
mannaflokksins telja, að Roy Jenk-
ins eigi að verða fyrsti leiðtogi hans,
enda nýtur hann trausts, er gamal-
reyndur og hófsamur stjórnmála-
maður, þótt flokkur hans bjóði að
vísu kjósendum lítið annað en upp-
hitaðar lummur frá árunum
1950—1970 eftir uppskrift Keyness
lávarðar: launastefnu til að eyða
verðbólgu og ríkisframkvæmdir til
að útrýma atvinnuleysi.
lætur. Menn geta afstýrt atvinnu-
leysi til skamms tíma með því að
auka ríkisframkvæmdir og auka
verðbólgu, en þeir geta það ekki til
langs tíma. Enn er það, að blandað
hagkerfi er óstöðugt í eðli sínu, í því
er tilhneiging til að auka ríkisaf-
skipti, þótt það sé efni í aðra grein
að ræða það.
„Hörð“ eða „mjúk“
frjálshyggja
Ég held þó, að stofnun miðju-
bandalagsins hafi verið ánægjuleg.
Það eru miklar líkur á, að það taki
við af Verkamannaflokknum sem
meginandstæðingur íhaldsflokksins,
en Verkamannaflokkurinn gegni í
framtíðinni sama hlutverki og
Frjálslyndi flokkurinn hefur gert í
60 ár — að vera lítill flokkur, sem
breytir engu, en er tilvalið mál-
fundafélag fyrir menntamenn. Við
megum ekki gleyma því, að miðju-
bandalagið styður þrátt fyrir allt
markaðskerfið, þótt það telji aðra
blöndu betri í því en sumir okkar:
Keynes lávarður var frjálshyggju-
maður. Og við megum ekki heldur
gleyma því, að það er alþjóðahyggju-
flokkur, en fylgir ekki hættulegri
einangrunarstefnu eins og Verka-
mannaflokkurinn. Þetta getur orðið
mikil breyting, því að það felur í sér,
að miðjan færist til í breskum
stjórnmálum. Á morgun verður valið
um „harðan" frjálshyggjuflokk,
Ihaldsflokkinn, og „mjúkan “ frjáls-
hyggjuflokk, miðjubandalagið, en í
gær var valið um „mjúkan" ríkis-
afskiptaflokk, Ihaldsflokkinn, og
„harðan“ ríkisafskiptaflokk, Verka-
mannaflokkinn. Og verið getur, að
þessir stóru flokkar framtíðarinnar
fari í framtíðinni að keppa hvor við
annan um, hvor lækki fremur skatta
og veiti almenningi meira valfrelsi,
en ekki um, hvor bjóði víðtækari
þjónustu ríkisins, eins og verið hef-
ur.
Áður hefur verið á það minnst, að
fylgi Jafnaðarmannaflokksins kem-
ur einkum frá Verkamannaflokkn-
um. Kannanir sýna þó, að margir
flokksmenn hafa ekki áður starfað í
stjórnmálaflokki, en eygja „nýja“
von í miðjubandalaginu, ætla að
brjótast út úr hefðinni — með því
reyndar að velja það, sem kemst
næst því að vera hefðin í breskum
stjórnmálum! Þetta er bjargálna
miðstéttarfólk, sem á hús og bíl, til-
tölulega frjálslynt, 65% þess segist
fylgja „hófsamlegri umbótastefnu",
en 34% kýs „róttækar breytingar"
(sem sýnir enn, að íhaldsflokkur er á
ferðinni). Það minnir í sumu á það
fylgi, sem Hannibal Valdimarsson
aflaði í kosningunum 1971 — eða
sem hann hefði getað aflað, ef hann
hefði verið í öflugu bandalagi við Al-
þýðuflokkinn.
Framtíð
Jafnaðarmannaflokksins
Hver verður framtíð Jafnaðar-
mannaflokksins? Flestir flokksmenn
telja samvkæmt könnunum, að Roy
Jenkins eigi að verða leiðtogi hans.
Hann er geðþekkur maður og hóf-
samur og fjórmenningaklíkunni
tekst sennilega að halda flokknum
saman og styrkja innviði hans fram
að næstu almennu þingkosningum.
En rósir jafnaðarmanna eru ekki án
þyrna. Hvernig skipta jafnaðarmenn
og frjálslyndir menn með sér kjör-
dæmunum? Hverjir verða aðrir í
forystu flokksins en Jenkins? Hver
verður forsætisráðherraefni banda-
lagsins, David Steel, formaður
Frjálslynda flokksins, eða Jenkins?
Og hvað gerist eftir næstu kosn-
ingar? Sennilega er heppilegt fyrir
Jafnaðarmannaflokkinn, eins og The
Times benti á fyrir skömmu, að frú
Thatcher sigri í næstu kosningum,
þótt það kunni að þykja skrýtið.
Hann má ekki fá ríkisvaldið of
snemma, flokkarnir tveir í miðju-
bandalaginu verða að skipuleggja
starf sitt og senda Verkamanna-
flokkinn út í jaðar stjórnmálanna.
Og vel getur verið, að frú Thatcher
sigri í næstu kosningum, þótt litlar
líkur séu á því samkvæmt skoðana-
könnunum. Það er allt undir því
komið, hvað verður um atvinnulífið
á næstu árum. Ýmis merki eru um,
að það sé að rétta við, að sjúklingur-
inn sé að komast til heilsu. En það
eru ekki ný sannindi, að allt getur
gerst í stjórnmálum — ekki síst hið
ófyrirsjáanlega.
Oxford í nóvember 1981
Fjórmenningaklíkunni, sem stofnaði Jafnaðarmannaflokkinn snemma á þessu ári, hefur tekist að mynda flokk, sem
nýtur víðtæks fylgis, ekki síst vegna þess að hann er flokkur fhaldssemi og hófsemi, en íhaldsflokkurinn undir
forystu frú Thatchers er í rauninni flokkur breytinga.