Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1982
19
Norskir bátar leggja net
þrátt fyrir þorskveiðibann
Osló, 5. janúar, fri Jan Krik l>aure fréltaritara Mbl.
UM 20 BÁTAR lögðu í gær net þrátt fyrir þorskveiðibann yfirvalda,
og þar sem fiskvinnslan mun verða við fyrirskipunum yfirvalda og
ekki taka við aflanum, verða sjómennirnir annað hvort að fleygja
aflanum eða selja hann einkaaðilum á bryggjunni. Alls eru um 100
sjómenn á bátunum 20, en fleiri bátar eru á leið á miðin.
StrandKæzlan hefur eftirlit með
bátunum sem brjóta þorskveiði-
bannið og verður skýrsla um veiði-
brot þeirra send lögregluyfirvöld-
um. Þegar hefur verið ákveðið að
þeir bátar sem bannið brjóta fái
ekki ríkisstyrk þann sem aðrir
bátar fá vegna veiðibannsins, sem
samtals verður í tíu vikur á árinu.
Verður bannið framkvæmt í
áföngum, nú fyrst í tíu vikur.
Fregnir hafa þegar borist af því
að bátar hafa varpað aflanum
fyrir borð til að mótmæla veiði-
banninu, en aðrir munu reyna að
selja aflann við bryggju, eða jafn-
vel gefa mönnum í soðið.
Akveðið hefur verið að efna til
viðræðna ráðamanna og fulltrúa
sjómanna og kanna með hvaða
hætti megi afstýra þessari alvar-
legu fiskveiðideilu. Á sama tíma
hefur óánægja sjómanna með leið-
toga sína aukist og kröfur um að
breytingar verði gerðar á forystu
sjómannasamtakanna verða há-
værari.
Johan J. Toft, formaður sam-
taka sjómanna og útvegsmanna
(Norges Fiskarlag), mótmælti
framferði bátasjómanna sem reru
um helgina, sagði þá hafa tekið
völdin í sínar hendur og væru á
góðri leið með að leggja samtökin
í rúst. Samtökunum hefði vaxið
fiskur um hrygg síðustu misseri
og áhrif þeirra aukist, þótt ekki
hefði verið tekið tillit til mótmæla
þeirra við fiskveiðibanninu, sem
að mati samtakanna var alltof
víðtæk. „Við verðum að virða
janúarbannið, en megum ekki
slaka á baráttunni fyrir því að
hætt verði við fyrirhuguð þorsk-
veiðibönn seinna á árinu,“ sagði
Toft.
Fiskifræðingar halda því fram,
að nauðsynlegt sé að draga úr
þorskveiðum, þegar hafi verið
gengið um of á stofninn. Norð-
menn muni af þessum sökum eiga
við erfiðleika þegar á níunda ára-
tuginn líði. Sjómennirnir sætta
sig ekki við niðurstöður fiskifræð-
inga, sem stjórnvöld hafa tekið til-
lit til, segja nóg af fiski í sjónum
og veiðibönn ástæðulaus.
Hætta á
frekari
flóðum
í York
^ork, 5. janúar. AIV
ALLIR voru beðnir um að vera farnir
úr miðharg bresku borgarinnar York í
dag klukkan þrjú vegna mikillar flóða-
hættu. Iler og lögreglulið aðstoðuðu
neyðarsveitir við að byggja upp varn*
argarða á bökkum árinnar Ouse í
Yorkshire. Ilermenn notuðu báta til að
bjarga strandaglópum og allir vegir til
hinnar 2000 ára gömlu borgar voru lok-
aðir,
Ouse-áin var 5,6 metrum hærri en
venjulega, en svo mikil hefur hún
ekki verið síðan 1947. Mikil flóð urðu
í borginni 1978 og þá voru varnar-
garðar byggðir. Þeir héldu á sumum
stöðum en gáfu sig á öðrum.
Þrír drukknuðu í flóðunum á
Bretlandi á mánudag. Þau koma til
vegna mikilla rigninga og leysinga
undanfarið en desember var mjög
snjóþungur á Bretlandi.
Skólar lokuðu snemma í York í
dag og flestir verða lokaðir á morg-
un.
Sfldarmjöl
í kúafóður
Krá frétlarilara Morj'unblaðsinN
í Osló, i>. janúar.
í NOREGI hefur reynst vel að
hlanda sfldarmjöli saman við kúa-
fóður. Sérfræðingar fuliyrða að
mjólkin verði mun betri og orku-
ríkari við þetta. Tilraunir í þessa
átt hafa staðið í fimm ár. Heisti
vandinn hefur verið að sjá
hversu miklu síldarmjöli á að
blanda við aðra fæðu kúnna svo
bestur árangur náist. Ef of mikið
síldarmjöl er notað kemur það
fram í bragðinu af mjólkinni. En
ef blandan er rétt verður árang-
urinn mjög góður, mjólkin verð-
ur hollari og gefur meiri ost.
rfsmenn
hann vera hæfur í hið nýja emb-
ætti svaraði hann: „Eg læt forseta
Bandaríkjanna — manninn sem
tók ákvörðunina um að ráða mig
— um að dæma það.“
Clark er 50 ára. Hann er
rómversk-kaþólskur og var gagn-
njósnari í seinni heimsstyrjöld-
inni. Hann er lögfræðingur að
mennt og sat í hæstarétti í Kali-
forníu áður en hann hóf störf fyrir
Bandaríkjastjórn.
Hermenn reyna að bjarga kindum sem lentu í flóðunum í kringum York á mánudag.
Bein útsending um
„franska kfmni“
endar með ósköpum
Flugust á og hótuðu hver öðrum limlestingum og dauða
Farís, 4. janúar. Al\
BKIN útsending úr sjónvarpssal frá umræðum um „franska kímni og tjáningai
frelsid", sem franska sjónvarpið sendi frá sér sl. laugardagskvöld, endaði með
því, að þátttakendurnir flugust á, jusu hver annan svívirðingum og einn hótaði
jafnvel að stytta öðrum aldur frammi fyrir alþjóð. Reyndar voru margir þátttak
endanna svo kófdrukknir, að fjarlægja varð þá með valdi úr sjónvarpssal, en það
hindraði þó ekki stjórnendurna í að sýna þáttinn þar til „yfir lauk“.
Veður
viða um heim
Akureyri -11 skýjað
Amsterdam -7 rigning
Aþena 18 heiðskýrt
Barcelona 20 mistur
Berlín 9 rigning
BrUssel 10 skýjað
Chicago 0 skýjað
Dyflinni 12 skýjað
Feneyjar 6 skýjað
Frankfurt 11 rigning
Gent * 10 rigning
Helsinki -8 skýjað
Hong Kong 19 lóttskýjað
Jerúsalem 11 rigning
Jóhannesarborg 27 lóttskýjað
Kaupmannahöfn 1 snjókoma
Kairó 17 rigning
Las Palmas 23 lóttskýjað
Lissabon 17 rigning
London 12 skýjað
Los Angeles 14 rigning
Madrid 12 skýjað
Malaga 20 heiðskýrt
Mallorka 18 heiöskýrt
Mexikóborg 22 léttskýjað
Miami 27 skýjað
Moskva -17 skýjað
New York 15 skýjað
Nýja Delhí 19 léttskýjað
Osló -15 léttskýjað
Paris 13 skýjað
Reykjavik -13 heiðskirt
Ríó de Janeiro 24 rigning
Rómaborg 15 léttskýjað
San Francisco 12 rigning
Stokkhólmur -5 snjókoma
Sydney 24 skýjað
Tel Aviv 16 rigning
Tókýó 17 léttskýjaö
Vancouver -2 snjókoma
Vinarborg 7 skýjað
Tilefni þáttarins var það, að viku-
ritið „Charlie Hebdo“ hafði lagt upp
laupana en það hefur haft það á
stefnuskrá á 13 ára ferli sínum að
gagnrýna ef ekki beinlínis níða niður
allt það, sem liklegt er, að Frökkum
sé einhvers virði — klerkana og
kynlífið, menninguna og mennta-
mennina og jafnvel þótti ástæða til
að draga dár að dauða og útför
Charles de Gaulle á sínum tíma.
Á síðustu árum hefur stöðugt hall-
að undan fæti fyrir „Charlie Hebdo“
og svo virtist sem það væri ekki
lengur í takt við tímann. Rót-
tæklingar stúdentauppreisnanna eru
nú orðnir ráðsett fólk og æskan í dag
hefur önnur viðhorf. „Stúdentar eru
fífl,“ öskraði útgefandinn, „prófessor
Choron", eins og hann kallar sig, að
hópi ungmenna þegar eitt þeirra
dirfðist að draga í efa, að rétt væri
að varpa öllum fornum dyggðum
fyrir róða.
Vegna þessara tímamóta, að út-
gáfu vikuritsins var hætt, ákvað
stjórnandi þáttarins „Réttur til
svars" að leiða saman starfslið
blaðsins og nokkra hægrisinnaða
blaðamenn til að fjalla um „franska
kímni og tjáningarfrelsið" og ekki
leið á löngu þar til „andskotinn var
laus“ eins og stjórnandinn komst
seinna að orði.
„Það er rétt. Sumir þátttakend-
anna voru útúrdrukknir," sagði hann
í viðtali við blaðið Journal de Dim-
anche. „En það var ekki mér að
kenna. Þeir á „Charlie Hebdo" komu
með sitt eigið viskí.“
Mestur var atgangurinn milli
„háðfuglanna“ á „Charlie Hebdo" og
tveggja hægrisinnaðra blaðamanna
og þó að stjórnandinn reyndi að róa
liðið kom allt fyrir ekki. Allan síðari
hluta þáttarins, sem stóð í tvo tíma,
gekk ekki á öðru en formælingum og
klúrustu klámyrðum, gleraugu voru
brotin og borðum velt og mönnum
hótað jafnt limlestingum sem dauöa.
Þegar þannig var komið „beinu út-
sendingunni" var kallað á fíleflda
karlmenn til að fjarlægja mestu
fyllibytturnar, þ.á m. „prófessor
Choron".
Stjórnandi þáttarins hefur sætt
mikilli gagnrýni i Frakklandi fyrir
að sýna þessa uppákomu alla en
hann svarar því til, að á þessu sé
alltaf hætta í „beinni útsendingu".
Hann gefur þó í skyn, að lítil hætta
sé á að hne.vkslið endurtaki sig nk.
laugardag, en þá verður umræðuefn-
ið „undaneldi og kynbætur í frönsk-
um landbúnaði".
Ný kynslóð
íQyiHlmögjiuK/-
Vesturgötu 16.
sími 13280.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell ....... 11/01
Arnarfell ....... 25/01
Arnarfell ........ 8/02
Arnarfell ....... 22/02
ROTTERDAM:
Arnarfell ....... 13/01
Arnarfell ....... 27/01
Arnarfell ....... 10/02
Arnarfell ....... 24/02
ANTWERPEN:
Arnarfell ....... 14/01
Arnarfell ....... 28/01
Arnarfell ....... 11/02
Arnarfell ....... 25/02
HAMBORG:
Hvassafell ....... 5/01
Helgafell ....... 21/01
Helgafell ........ 7/02
Helgafell ....... 24/02
HELSINKI:
Dísarfell ....... 4/01
Dísarfell ....... 5/02
LARVÍK:
Hvassafell ...... 8/01
Hvassafell ...... 18/01
Hvassafell ...... 1/02
Hvassafell ...... 15/02
GAUTABORG:
Hvassafell ...... 7/01
Hvassafell ...... 19/01
Hvassafell ....... 2/02
Hvassafell ...... 16/02
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ...... 6/01
Hvassafell ...... 20/01
Hvassafell ....... 3/02
Hvassafell ...... 17/02
SVENDBORG:
Helgafell ........ 5/01
Hvassafell ...... 21/01
Helgafell ....... 23/01
Hvassafell ....... 4/02
Helgafell......... 9/02
Hvassafell ...... 18/02
GLOUCESTER, MASS.:
Skaftafell ....... 8/01
Skaftafell ....... 8/02
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ...... 11/01
Skaftafell ...... 10/02
m
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reyk|avík
Sími 28200 Telex 2101