Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 20

Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakið. mönnum, og var jafnframt látið að því liggja, að þau væru ósammála mati Bandaríkja- stjórnar á hlut Sovétmanna í kúguninni í Póllandi. Mánu- daginn 4. janúar komu svo utanríkisráðherrar Efna- hagsbandalagslandanna 10 saman til fundar í því skyni að samræma afstöðu sína til at- burðanna í Póllandi, meta stefnu Bandaríkjastjórnar og taka ákvörðun um eigin að- gerðir. Niðurstaða þess fundar var sú, að ráðherrarnir for- dæmdu aðgerðir pólsku her- stjórnarinnar, töldu Sovét- menn bera sinn hluta af Afstaða Vesturlanda og Pólland Ekki fer á milli mála, að hvort heldur menn eru búsettir í Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu eru þeir í senn reiðir, hnéykslaðir og sárir vegna þess að pólska þjóðin hefur verið hneppt í herfjötra fyrir það eitt að vilja fá leyfi til að starfa í frjálsum verkalýðsfélögum og fá að njóta skoðana- og málfrelsis. A Vesturlöndum eru menn einnig sammála um það, að rétta beri pólskri alþýðu hjálparhönd sé það fært án þess beinlínis að styrkja her- stjórnina alræmdu í sessi. Það getur ekki verið kappsmál neins að Pólverjar þoli sárt hungur eða sjúkdóma eða ótta við farsóttir vegna skorts á mat og hjúkrunargögnum. Hitt er jafn óþolandi, að her- stjórarnir í landinu færi sér meðaumkun og hjálparhug vestrænna þjóða i nyt og gef- ist færi á að slá sér upp á kostnað framlaga, sem innt eru af hendi í andúð á stjórn þeirra og framferði öllu. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, skýrði frá því 29. des- ember sl., að hann hefði ákveðið, að gripið yrði til ým- issa aðgerða gegn Sovétríkjun- um vegna þess, hve ráðamenn þar bæru þunga ábyrgð á kúg- uninni í Póllandi. Þegar for- setinn skýrði frá þeim sjö at- riðum, sem felast í aðgerðum hans, sagði hann, að sér hefði fundist þær óhjákvæmilegar, eftir að hafa lesið bréf frá Brezhnev um ástandið í Pól- landi. í því kæmi ótvírætt fram, að sovéskir ráðamenn skilji ekki hvaða skyldur séu á þá og aðra lagðar bæði í Helsinki-lokasamþykktinni og stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Aðgerðir Bandaríkja- stjórnar felast í þessu: Aero- flot er bannað að fljúga til Bandaríkjanna, sovésku inn- kaupastofnuninni í Bandaríkj- unum er lokað, ekki verður leyft að flytja rafeindatæki til Sovétríkjanna, frestað er við- ræðum um endurnýjun lang- tíma kornsölusainnmga, bann er sett við veiðum sovéskra skipa í bandarískri landhelgi, ekki verða veitt leyfi til að selja tækjabúnað til olíu- og gasvinnslu eða flutninga til Sovétríkjanna, ekki verða endurnýjaðir samvinnusamn- ingar milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem eru að renna út. Þegar Bandaríkjaforseti gaf út yfirlýsingu sína um þetta efni, var ljóst, að ýmis Vest- ur-Evrópuríki voru ekki til- búin til að grípa til beinna refsiaðgerða gegn Sovét- ábyrgðinni, aðgerðum Banda- ríkjastjórnar var ekki and- mælt en hins vegar töldu ráðherrarnir ekki tímabært á þessu stigi, að ríki þeirra gripu til refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum. Eftir að þessi niðurstaða var kunn, lýsti rík- isstjórn Japan því yfir, að hún fylgdi sömu stefnu og Efna- hagsbandalagsríkin 10. Nauðsynlegt er, að menn hafi bæði einstök atriði í ráðstöfunum Bandaríkja- stjórnar og efnisatriði sam- þykktar utanríkisráðherra Efnahagsbandalagslandanna í huga, þegar þeir meta áhrif atburðanna í Póllandi á sam- starf Vesturlanda. Unnt er að taka undir það með breska blaðinu Daily Telegraph, að ráðstafanir Bandaríkjastjórn- ar minni á viðvörunarskot fyrir framan stefni, þeim er ætlað að hafa pólitísk fremur en efnahagsleg áhrif. í raun hafa ríkisstjórnir Bandaríkj- anna og Efnahagsbandalags- ins mótað samhliða stefnu, það er enginn grundvallar- ágreiningur á milli þeirra og við því er að búast, að einhug- ur ríki um harðari afstöðu, ef ástandið á enn eftir að versna í Póllandi. Forsendan fyrir því, að ekki skilji frekar á milli Vesturlanda í þessu máli, er, að Vestur-Evrópuríkin fikri sig nær einarðlegri af- stöðu Bandaríkjanna, ef harðnar á dalnum í Póllandi, og Bandaríkjastjórn þokist nær Vestur-Evrópuríkjunum, ef menn telja herstjórnina vera að slaka á klónni. Því miður bendir allt til þess, að ástandið eigi enn eftir að versna og það er til marks um algjört úrræðaleysi herstjórn- arinnar, ef rétt er, að æðsti pólski herstjórinn, Jaruzelski, hafi mælst til þess við sendi- herra Efnahagsbandalags- landanna, að þau tækju við foringjum Samstöðu, þeg- ar og ef þeir yrðu gerðir út- lægir frá Póllandi. Þegar menn veita fyrir sér þeim mun, sem er á afstöðu Bandaríkjanna annars vegar og Efnahagsbandalagsland- anna hins vegar vegna Pól- lands, sakar ekki að minnast þess, hve langt Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti, gekk eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. í raun má segja, að hann hafi fryst öll sam- skipti við Sovétríkin og viljað höggva á svo til öll tengsl við þau. Vestur-Evrópuríkin vildu ekki ganga eins langt og sýndu Carter raunar andstöðu, sem ekki er gert við Reagan, má þar til dæmis nefna, hve sjálfsagt íþróttafrömuðir á Vesturlöndum töldu að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu. Ronald Reagan hefur ekki enn gengið eins langt og Jimmy Carter gerði, enda hafa Sovétmenn ekki enn gerst sek- ir um sama athæfi í Póllandi og Afganistan. En Banda- ríkjamenn hafa sýnt Sov- étmönnum á hverju þeir eiga von, hafist þeir frekar að gegn Póllandi, og ríkisstjórnir Efnahagsbandalagslandanna eru einnig tilbúnar til refsiað- gerða, ef nauðsyn krefur. Allar aðgerðir Vesturlanda miða að sama marki, þau eru að leitast við að létta undir með Pólverjum. Samhliða því sem neyðarhjálp er veitt, þarf að knýja herstjórana til að losa tökin, 35 milljóna manna þjóð verður ekki lengi haldið í vinnubúðum, og síðast en ekki síst þurfa allir frjálshuga menn að sameinast um að forða Pólverjum frá hinni verstu vá, innrás sovéskra skriðdreka. Stóra stoppið? Ekkr er spurt að ástæðu- lausu, hvort nú sé komið að stóra stoppinu í efnahags- lífi þjóðarinnar. • 900 fiskiskip liggja bundin við bryggju. • 13000 manns, er hafa at- vinnu af fiskveiðum og fisk- vinnslu, eru án verkefna og stór hluti þeirra að komast á atvinnuleysisbætur. • Atvinnuleysistrygginga- sjóður er tómur eins og allir aðrir sjóðir í vörslu ríkis- stjórnarinnar. • Til að gjaldeyrisvarasjóður- inn tæmdist ekki alveg, þorði Seðlabankinn ekki annað en stöðva sölu á gjaldeyri í bönk- um landsins. Fram undir jól var það helsta bjargráð ríkis- stjórnarinnar að prenta seðla á grundvelli bókhaldslegs hagnaðar gjaldeyrisvarasjóðs- ins. • Ríkisstjórnin þorði hins vegar ekki eða gat ekki vegna innbyrðis ágreinings tekið af- stöðu til tillagna Seðlabank- ans um nýtt gengi íslensku krónunnar. • Enginn veit, hvenær ákvörðun verður tekin um nýtt fiskverð. • Enginn veit, hvenær ákvörðun verður tekin um á hvaða gengi íslenska krónan skuli skráð. Arið 1982 byrjar svo sann- arlega ekki glæsilega. Við blasir, að vegna sundurlyndis í ríkisstjórninni og lélegrar stjórnar í árgæskunni 1981 eru engar fyrningar til eftir það ár. Jafnvel atvinnuleys- istryggingasjóður er auralaus í vörslu þess manns, sem mest hefur stært sig af auknu fé- lagslegu öryggi undir eigin forystu, Svavars Gestssonar. NÝJAR SVIPMYNDIR FRÁ PÓLLANDI AP-slmmmynd. Særður maður liggur í krapinu rétt við Lenin-skipasmíðastöðina í Gdansk þar sem Sendiferðabíll í torgi í Kraká fyrir skömmu. Bíllinn flutti nokkrar eftirsóttar og naumt skammtaðar vörutegundir. kom til mikilla mótmælaaðgerða 16. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.