Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
27
Alþjóðamótið f Ljubljana:
Síðasta umferðin skipti sköpum
Alþjóðlega mótinu í Ljubljana í
Júgóslavíu í desember lauk með
því að júgóslavneski alþjóðameist-
arinn Djuric varð hlutskarpastur
með tíu vinninga af þrettán mögu-
legum. Hann náði jafnframt seinni
áfanga sínum að alþjóðlegum
stormeistaratitli og mun því hljóta
útnefningu sem slíkur á næsta
FIDE-þingi. Ég, undirritaður, barð-
ist lengst af um efsta sætið við
Djuric, en undir lok mótsins tók
nokkuð að halla á mig og er við
mættumst í síðustu umferð varð ég
að vinna til að eiga möguleika á
efsta sæti. llm hreinan úrslitaleik
var því að ræða og framan af mátti
ég vel við una með svörtu. Eins og
í fleiri skákum sínum á mótinu
tókst Djuric hins vegar að þræða
einstigið og eftir að ég hafði misst
af afar vænlegum leik blasti við
jafnteflislegt endatafl. Slík úrslit
hcfðu hins vegar ekki þjónað nein-
um tilgangi, því ég hafði þegar
tryggt mér annað sætið, þannig að
ég hélt vinningstilraununum áfram
með andstæðum afleiðingum eins
og oft vill reyndar verða.
Eins og á mótinu í Subotica
mánuði áður, missti ég þarna af
gullnu tækifæri til að ná efsta
sæti á alþjóðlegu móti. Eftir sex
umferðir var ég t.d. efstur með
fimm vinninga og þurfti aðra
fimm vinninga úr sjö síðustu
skákunum til að hljóta áfanga að
stórmeistaratitli. Þá hafði ég
ekki lengur vindinn í bakið og í
næstu skák tapaði ég slysalega,
er ég lék mig í mát í aðeins ein-
um leik gegn júgóslavneska
kandídatmeistaranum Mencing-
er, eftir að hafa verið búinn að
bjarga mér úr erfiðri stöðu.
Þar með komst Djuric upp
fyrir mig, en strax í næstu um-
ferð tókst mér að ná honum með
því að sigra Sznapik í bestu skák
minni á mótinu, en hún fer hér á
eftir. Síðan tefldi ég langa og
erfiða skák við Barle þar sem
Skák
Margeir Pétursson
mig vantaði alltaf herzlumuninn
til að ná sigri. Þá var þreyta
nokkuð farin að há mér, því nær
allar skákir mínar höfðu farið í
bið. Eg tefldi þá slaka skák gegn
Forintos, tapaði peði, en rétt
undir lok setunnar lék hann af
sér og mér tókst að ná mótspili.
Þá gekk síðan heppnin til liðs við
mig á jafn tilþrifamikinn hátt og
hún hafði yfirgefið mig í skák-
inni við Mencinger. Forintos
hafði skrifað skákina vitlaust
niður og í stað þess að leika 40.
leiknum féll hann á tíma eins og
kom í Ijós eftir að við bárum
skorblöð okkar saman.
Það er auðvitað ekki sérlega
skemmtilegt að þurfa að taka við
vinningi á þennan hátt og mér
varð hugsað til skákmótsins í
Lone Pine fyrir tveimur árum,
en þá urðu mér á sömu mistök og
Forintos nú, í gjörunninni stöðu
gegn bandaríska stórmeistaran-
um Tarjan. En hvað um það,
hvort sem það var samvizkubiti
að kenna eða ,-ekki tefldi ég
næstu skák mína sem var við
Rakic mjög illa og sá aldrei til
sólar.
Þar með var stórmeistara-
árangur úr sögunni, þótt ég ynni
Wittmann í 12. umferð, og frí-
deginum fyrir síðustu umferðina
varði ég til að tefla biðskákina
við Barle, en hún endaði með
jafntefli sem áður segir. Ég var
því í þeirri óskemmtilegu að-
stöðu í síðustu umferð að þurfa
að vinna með svörtu, enda fór
sem fór.
En hvað um það, mótið var af-
ar skemmtilegt, aðstæður góðar
og baráttugleði þátttakenda nær
einsdæmi miðað við mörg önnur
skákmót í Júgóslavíu. Það má
síðan endalaust harma tækifæri
sem fóru forgörðum, en fyrir-
fram hefði ég auðvitað verið afar
ánægður ef einhver hefði sagt
mér að ég myndi lenda í öðru
sæti eins og raun varð á.
Með þessu móti lét ég lokið
löngu skákferðalagi til Júgóslav-
íu, því í stað þess að taka þátt í
þriðja mótinu eins og mér var
boðið upp á ákvað ég að halda í
jólagleðina hér heima.
Hvítt: Margeir Pétursson.
Svart: Sznapik (Póllandi).
Kóngsindversk vörn.
1. d4 — RfG, 2. c4 — gG, 3. Rc3 —
Bg7, 4. e4 — dG, 5. f3 — 0-0, 6. Be3
— Rc6, 7. Rge2 — a6, 8. Dd2 —
Hb8, 9. h4!?
Hér er stundum leikið 9. Rcl
eða 9. d5, en hér blæs hvítur
strax til sóknar.
— b5, 10. h5 — e5, 11. d5
E.t.v. sterkara en 11. 0-0-0
exd4, 12. Rxd4 — Rxd4, 13 Bxd4
— Be6, en þannig tefldu Ree,
Hollandi, og Mortensen, Dan-
mörku á síðasta Ólympíumóti.
— Ra5, 12. Rg3 — b4,
Eftir 12. — Rxc4, 13. Bxc4 —
bxc4,14. 0-0-0 hefur svartur ekk-
ert mótspil.
13. Rdl — c6, 14. Rf2 — Bd7, 15.
b3!
Hvítu peðin mynda nú geysi-
sterkan fleyg sem gefa svörtum
ekkert færi á mótspili.
— He8, 16. Be2 — De7, 17. 04) —
Rxh5?!, 18. Rxh5 — gxh5,
19. Hfbl!
Sznapik er þekktur sem mikill
sóknarskákmaður og í sautjánda
leik gat hann ekki lengur setið á
strák sínum og stofnaði til mjög
snarpra vopnaviðskipta. Nú hót-
ar hvítur illa 20. a3.
— Rb7, 20. Dxb4 — f5!, 21. Ba7!
Fyrst leizt mér ekki meira en
svo á að hirða skiptamuninn.en
bæði 21. exf5? — e4 og 21. Dc3 —
f4 er hagstætt svarti.
— Bh6, 22. dxc6 — Bxc6, 23. Bxb8
— Be3!, 24. Bxd6! — Rxd6, 25. c5
— Dh4, 26. Del — Kh8?
Sznapik yfirsást 28. leikur
hvíts. Bezta tilraunin var líklega
26. — fxe4, 27. cxd6 — Dg5, þó
hvítur ætti að geta varizt eftir
28. Khl, 26. — Rf7 var of hæg-
fara vegna 27. Bc4.
27. cxd6 — fxe4, 28. Bb5!
Nú fær hvítur auðunnið tafl,
því ekki dugir 28. — Bxf2+ 29.
Dxf2 - Dxf2+ 30. Kxf2 - Bxb5
og hvítur er enn skiptamun yfir.
— Dg5, 29. Bc6 — Hg8, 30. Dfl —
Dg3, 31. Hel — Bf4, 32. Rxe4 —
Dh4, 33. Df2 — Dh2+, 34. Kfl —
h4, 35. d7 — h3, 36. g4 og svartur
gafst upp.
LJUOLJfíNfí 1Q8f STIG TIT- ILL 1 Z 3 V E & 7 8 9 10 11 12 13 /V VINN. KÓt>
1 DJURIC (Júgós/a/iu) 29(0 fíM i 1 iz iz Íz iz 1 Íz I 'iz 1 1 1 / 10 1
Z MARGEIR PÉTURSSOhl 2%0 m O 1 1 0 'íz 0 I / / iz 1 iz 1 / Siz 2
3 SZNAPIK (ftlletncli) 2Y7Ö fíM iz 0 W, iz iz iz Íz iz iz I 'k 1 / / 8 3
V MENCINGERCTLgös kv'iu 22?S Íz / iz YA, iz 0 O iz 1 0 1 0 1 / 7 V-7
5 bUKIC(JiL3ísla.y',u) IMS SM Iz ’/z Íz iz ’AA, W, iz íz 1 iz I 0 iz iz 'iz 7 V-7
(0 RAKIC (Jiígós/a/iu) 2 W0 m iz 1 iz 1 iz iz 0 Íz 0 / iz 0 / 7 Y-7
7 DANNER (ftustumki) 2Y/0 fíM 0 O iz 1 iz iz iz O I / iz iz / 7 Y-7
8 JELEN (júgosUy'.u) 2Y15 fíM Íz 0 iz iz 0 1 ,/ Iz 'A iz 'iz iz 1 iz b'iz 8-9
9 OSTOJIC (JúgóslaViu) IHS0 SM 0 0 iz 0 iz iz 1 íz iz 1 1 iz iz Vk 8-9
10 5ARLE (Jiigós/aviu) IH10 fíM iz iz 0 1 0 1 0 iz iz 1 iz iz 0 6 10
11 WlrrMfíNN (fíusturr) 2H1S fíM 0 0 iz 0 1 0 0 iz 0 O 1 1 / 5 11- fi
12 STEINEk (Tdgístav'u) 2325 0 Íi 0 1 iz Íz Íz iz 0 !z 0 iz iz S H-iz
13 F0RIN T0S (Unpnja.!) 2Y 6C SM 0 0 0 0 Íz 1 iz 0 iz iz 0 iz V/A iz 4 /3
1H POLfíJZER (Jlí)óf/ay/u 1315 0 0 0 0 iz 0 0 iz iz / 0 iz \iA m 3 Íz m
Aðalfundur Verslunarráðs íslands:
Rætt verður um
þáttaskil í þró-
un atvinnulífsins
NÝ ÞÁTTASKIL í þróun atvinnu-
mála, hvert stefnir og hvað er fram-
undan í atvinnulífinu er meðal efnis
á dagskrá aðalfundar Verslunarráðs
íslands, sem halda á 25. febrúar nk.
Gestur fundarins er Curt Nicolin
formaður sænska vinnuveitenda-
sambandsins og mun hann ræða
þessi mál.
Þá verður á fundinum lýst úr-
slitum stjórnarkjörs, sem lýkur
daginn fyrir aðalfundinn og for-
maður ráðsins til tveggja ára
verður kosinn beinni kosningu. í
frétt frá Verslunarráði segir m.a.
að Curt Nicolin sé verkfræðingur
að mennt og var hann árin
1961—1976 aðalframkvæmda-
stjóri ASEA samsteypunnar. Síð-
an hefur hann verið stjórnarfor-
maður fyrirtækisins og átt sæti í
stjórn margra fyrirtækja og er nú
formaður sænska vinnuveitenda-
sambandsins. Árin 1961-1962 var
hann fenginn til að endurskipu-
leggja rekstur SAS, sem þá stóð
höllum fæti og sneri hann erfið-
leikum upp í blómlegan hagnað.
Þá segir einnig í frétt Verslunar-
ráðs, að hann hafi hlotið marg-
háttaða viðurkenningu fyrir störf
sín.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni
Skráning á Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni er nú hafin. Svei-
tarforingjar eru beðnir að til-
kynna þátttöku til Guðmundar
Páls Arnarsonar (s. 33989) sem
fyrst, en ekki síðar en 20. jan.
Mótið byrjar 24. janúar, sem er
sunnudagur. Fyrirkomulagið ve-
rður svipað á þessu móti og verið
hefur: 16 spila leikir, allir við
alla, en síðan úrslit fjögurra
efstu sveitanna. Keppnisstjóri
verður Agnar Jörgensen. Spila-
dagar eru þessir:
Sunnud. 24. j*n„ kl. 13.0(1 — Hrcyfikdiúuið.
Sunnud. 24. jan., kl. 20.00 (með fvrirvara) —
HreyfiMiÚHÍð.
Midvd. 27. jan., kl. 19.30 — Dómus Mcdica.
Fimmlud. 28. jan., kl. 19.30 — Dómus Medica.
Sunnud. 31. jan., kl. 1.1.00 - Hreyrdshúsid.
taugard. 13. feh., kl. 13.00 — llreyfilshúsið.
Sunnud. 14. feb., kl. 13.00 — llreyfilshúsið.
I^ugard. 20. feb., kl. 13.00 — llreyfilshúsið.
Sunnud. 21. feb., kl. 13.00 — llreyfilshúsið.
Úrslitin verða svo spiluð hel-
gina 6.-7. marz.
Bridgefélag kvenna
Fyrsta spilakvöld BK eftir
áramótin verður mánudags-
kvöldið 11. janúar. Þá hefst
aðalsveitakeppni félagsins og
verða spilaðir tveir 16 spila iei-
kir á kvöldi. Konur, vinsamle-
gast hafið samband við Ingunni
Hoffman (s. 17987) og skráið yk-
kur í keppnina.
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Mánudaginn 14. desember sl.
lauk jólatvímenningi félagsins
með þátttöku 20 para (2 kvöld).
Staða 8 efstu para var þannig:
Ari — ísak 263
Gunnlaugur — Arnór 250
Ragnar — Eggert 239
Gísli — Jóhannes 232
Viðar — Pétur 226
Jónas — Viggó 222
Sigurður — Hermann 219
Málfríður — Helgi 217
Mánudaginn 11. janúar nk.
hefst aðalsveitakeppni félagsins.
Þátttaka tilkynnist til Heiga Ei-
narssonar í síma 71980 fyrir 10.
janúar.
Hringiö
í síma
35408
fs ■
-h-
Blaðburðarffólk óskast
VESTURBÆR
Tjarnargata I og II,
Nýlendugata,
Vesturgata 2—45,
Skerjafjörður, sunnan
flugvallar,
Selbraut,
Garðastræti,
Tómasarhagi 32—57.
AUSTURBÆR
Miðbær I og II,
Baldursgata,
Háahlíð.
UTHVERFI
Ármúli.
Mfri&mmMaMíh