Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
Faðir okkar og tengdafaðir,
KRISTINN VIGFÚSSON
trésmíöameistari,
Bankavegi 4,
Selfossi,
lést i sjúkrahúsi Suöurlands, aðfaranótt 5. janúar.
Guómundur Kristinsson, Ásdis Ingvarsdóttir,
Sigfús Kristinsson, Sólveig Þóróardóttir,
Hafsteinn Kristinsson, Laufey Valdimarsdóttir.
+
Hjartkær eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma, lang-
amma og systir,
ALETTA SOFFIA JÓHANNSSON,
(fædd Mjátveit),
Álftahólum 4,
lést aö morgni mánudags 4. janúar á Landspítalanum.
Jaröarför auglýst síöar.
Samúel Jóhannsson,
Lilly A. Samúelsdóttir, Margeir Jóhannsson,
Karl J. Samúelsson, Berit I. Samúelsson,
Anna M. Samúelsdóttir, Garðar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
Maria Jónsson.
Faöir minn,
BJARNI GUDBJARTSSON,
Bergstaðastræti 33,
lést á heimili sinu 22. desember. Veröur jarösunginn frá Foss-
vogskapellu fimmtudaginn 7. janúar 1982 kl. 3.00 e.h.
Jóhann Þ. Bjarnason
+
Fósturmóðir okkar og tengdamóöir okkar,
ÁSA VÍGLUNDSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. þ.m.
kl. 10.30.
Sígríöur Guómundsdóttir, Árni Sigurösson.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓNASJÓNSSON
frá Bessastöðum,
Kambsvegi 21,
sem lést á Borgarspítalanum á aöfangadag jóla veröur jarösung-
inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Erla Kristín Jónasdóttir, Birgir Sveinbergsson,
Jón Jónasson, Gunilla Skaptason
og barnabörn.
Útför + ÁRMANNS JÓNSSONAR, hæstaréttarlögmanns, Rauöalæk 38, Reykjavík,
fer fram í Laugarneskirkju föstudaginn 8. janúar nk. og hefst
athöfnin kl. 10.30 f.h.
Margrét Siguröardóttir,
Siguröur Ármannsson, Jón Ármannsson,
Sigmar Ármannsson, Guðmundur Ármannsson, Jóhanna Ármannsdóttir, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Jónas Jónsson
frá Bessastöðum
Fæddur 20. apríl 1907.
Dáinn 24. desember 1981.
Umgur má en gamall skal, var
víst stundum sagt hér áður, þegar
dauðinn skáraði oft breiðar og
óvæntar með köflum en nú er tíð-
ast. Ég býst við að fleirum en mér
hafi orðið hverft við þriðjudaginn
15. desember. sl., þegar við frétt-
um að Jónas mágur minn hefði
skyndilega fengið slag og lægi á
gjörgæzlu milli heims og helju.
Þótt hann bæri það ekki utan á
sér, var hann orðinn nær hálfátt-
ræður, lúinn eftir langan vinnu-
dag og hafði stundum að undan-
förnu talað um að hann væri hálf-
lasinn, en það gerði hann á sinn
hægláta hátt.
Jónas fæddist á Bessastöðum í
Fljótsdal og þar ólst hann upp,
sonur hjónanna Jóns Jónassonar
og Önnu Jóhannsdóttur, sem þar
bjuggu allan sinn búskap og hún
þó öllu lengur, síðast í skjóli barna
sinna. Jónas var hinn áttundi í
hópi nítján alsystkina, sem fædd-
ust á árabilinu 1898—1924.
Það ræður af líkum, að á þess-
um tímum hafi hvert og eitt barn-
anna þurft að fara að taka til
hendi jafnskjótt og þroski, vit og
orka leyfði. En þessum systkinum
var það flestum eða öllum sameig-
inlegt að vera sérlega handlagin
— sum einnig listhneigð — og gef-
in fyrir smíðar og hannyrðir eða
að fást við véiar. Urðu þess háttar
störf æviviðfangsefni sumra
þeirra, en önnur höfðu slíkt í hjá-
verkum með búskap eða öðru.
Faðir Jónasar dó sumarið 1936,
en þá var Jónas farinn að heiman.
Vann hann fyrst við bústörf hjá
ýmsum, fyrst í átthögum sínum;
en síðar í fjarlægum héruðum. I
Eiðaskóla var hann veturna tvo,
rétt fyrir 1930 í skólastjóratíð síra
Jakobs Kristinssonar, síðar
fræðslumálastjóra.
Um það leyti sem Jónas er að
hleypa heimdraganum er bíllinn
að halda innreið sína á Austur-
landi. Varð úr að hann sneri sér að
þeim viðfangsefnum, sem þar buð-
ust, og gerðist hann á fjórða ára-
tugnum einn hinna fyrstu áætlun-
arbílstjóra þar um slóðir; ók hann
lengst af milli Reyðarfjarðar og
Akureyrar. Yngstu systur hans er
það minnisstætt, þegar hann
fyrstur manna komst á bíl alla
leiðina heim að Bessastöðum, og
sá hún þá í fyrsta skipti þess hátt-
ar farkost, orðin 10 ára gömul.
Marga hef ég heyrt bera lof á
Jónas fyrir lipurð, greiðvikni og
geðprýði í þessum störfum, en allt
voru það eiginleikar.sem vel kom
sér að vera gæddur fyrir þá, sem í
þá daga börðust við að koma fólki,
flutningi og farartækjum eftir
þeim tröllavegum, sem þá lágu
víða milli byggða á íslandi. En allt
blessaðist þetta öllum vonum
framar eins og kunnugt er.
Árið 1943 réðst Jónas í það
fyrstur systkina sinna að flytjast
búferlum til Reykjavíkur. Má
raunar geta þess.að flest áttu þau
systkinin lungann af starfsævi
sinni fyrir austan. En um þessar
mundir hafði heimsstyrjöld og
hernám raskað öllu jafnvægi hér-
tendis eins og alkunna er.
Þegar til Reykjavíkur kom var
Jónas fyrst leigubílstjóri hjá
Steindóri, en síðan allt til dauða-
dags á eigin snærum og ók þá hjá
Hreyfli.
Árið 1947 staðfesti hann ráð sitt
og stofnaði heimili. Gekk hann þá
að eiga Aðalheiði Pétursdóttur frá
Reyðarfirði. Lengst af áttu þau
heima á Kambsvegi 21 hér í bæ,
þar sem þau voru samvaldir
Útför
JÓNU ALEXANDERSDÓTTUR
Úthlíö 5,
fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 3 e.h.
Ingvi Þóröarson.
+
Útför systur minnar,
GUDNÝJARPÁLSDÓTTUR
fró Húsavík,
Álftamýri 4,
sem lést 28. des. sl., fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8.
jan. kl. 10.30.
Kristbjörg Pálsdóttír.
+
Móöir okkar,
GUÐRUN ÞÓRSTÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hóli, Eskifiröi,
sem lést 25. desember í Landspítalanum veröur jarösungin frá
Eskifjaröarkirkju fimmtudaginn 7. janúar kl .14.00.
Börnin.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
EINARS SÍMONARSONAR
múrarameistara.
Jónína V. Eiríksdóttir,
Marel Einarsson,
Stefanía Einarsdóttir, Stefán Árnason,
Margrét Einarsdóttir, Sigurjón Ólafsson,
Hafdís Einarsdóttir,
Einar V. Einarsson
og barnabörn.
+
Innilegustu þakkir til allra þeirra er auösýndu samúð og vinarhug
viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og
afa,
HALLDÓRS EINARSSONAR
frá Kárastööum.
Margrét Jóhannsdóttir,
Einar Halldórsson, Ólöf Harðardóttir,
Guófinna Halldórsdóttír, Hilmir Elísson,
Jóhann Halldórsson, Olga Guómundsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum au’ösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
BJARGAR GUOMUNDSDÓTTUR
frá Hofsósi.
Synir hinnar látnu.
gestgjafar hinna mörgu vina og
kunningja, sem þangað lögðu leið
sína.
Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið, og geta engir foreldr-
ar kosið sér fegurri vitnisburðar
en þau systkinin eru, jafnt um
upplag sem uppeldi. Þau eru Jón,
tannlæknir, kvæntur, Gunillu
Skaftason, sem einnig er tann-
læknir, og eiga þau þrjú börn, og
Erla Kristín, bókavörður, gift
Birgi Sveinbergssyni, og á hún tvö
börn.
Aðalheiður dó 24. júlí 1979, eftir
langvinna vanheilsu, sem hún bar
af hinu mesta æðruleysi. Eftir það
átti Jónas heimili hjá dóttur sinni
og tengdasyni á Kambsveginum.
Þriðjudaginn 15. desember sl.
fékk Jónas snögglega slag, þegar
hann var nýkominn á fætur. Ung
dótturdóttir, sem þá var nær-
stödd, brá við af mikilli röggsemi
og hringdi til móður sinnar, þar
sem hún var við vinnu. í snatri var
Jónas fluttur á sjúkra hús. En
enginn fær til langframa vikið sér
frá samfundunum við manninn
með ljáinn, og á aðfangadag, af-
mælisdag sonar síns, var Jónas
allur.
Um leið og góður drengur er
kvaddur að loknu farsælu dags-
verki, vil ég samhryggjast ástvin-
um hans, börnum, tengdabörnum
— og þó umfram allt barnabörn-
unum, sem mér býður í grun að
mest hafi misst.
Bergsteinn Jónsson.
í dag, á síðasta degi jóla, er til
moldar borinn minn ástkæri
tengdafaðir, Jónas Jónsson.
Það var á aðfangadag jóla, laust
fyrir hádegi, er fjölskyldan var
saman komin hjá okkur í Mos-
fellssveit vegna afmælis Jóns, að
okkur barst fregnin um það, að
hann afi væri dáinn. Alla setti
hljóða og við hugsuðum, hvað get-
um við gert. En svarið var auðvit-
að: ekkert.
Kall hans kom snöggt, þar sem
hann var hress og kátur meðal
okkar rétt fyrir jól, en guð almátt-
ugur ræðúr ferðum okkar og því
valdi verðum við að lúta.
Hann afi var fæddur 20. apríl
1907 á Bessastöðum í Fljótsdal,
einn af nítján systkinum. Nú, þeg-
ar hann er farinn frá okkur, koma
upp í huga manns ýmsar góðar
minningar frá liðnum árum.
Mér var hann góður tengdafað-
ir, það var alltaf hægt að treysta á
hann. Við áttum góðar stundir
saman, þegar þau Aðalheiður
heitin heimsóttu okkur í Berlín,
enda var oft vitnað í þann tíma
meðal okkar.
Okkar bestu stundir saman voru
þau skipti nú í vetur, er Jónas
heimsótti mig, eftir að litla dóttir
okkar fæddist. Það er ljúft að
minnast þeirra samræðna, sem við
áttum saman um lífið og tilver-
una, en sjaldan hef ég talað við
raunsærri mann en hann.
Á sunnudögum kom afi alltaf í
mat qg munum við öll sakna þess
að hafa hann ekki hjá okkur leng-
ur, því hann var barnabörnum
sínum góður afi.
Ég er viss um, að hann var sæll,
er hann kvaddi þennan heim, sæll
og ánægður með sitt ævistarf.
Einn kemur þá annar fer, þann-
ig er lífið.
„Far þú í friði, far þú í ró, í
frelsarans Jesú nafni.“
Guniila.