Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 33

Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 33 Reagan fjölskyldan + Á jólum sameinast fjölskyldur og í Hvíta húsinu í Washing- ton hélt Reagan-fjölskyldan sín jól. Þau voru tilleiðanleg að stilla sér upp fyrir framan jólatréð og láta mynda sig: Doria, tengdadóttir forsetans, sonurinn Ron, Reagan forseti, Nancy forsetafrú og dóttirin Patti Davis. + Nýlega drukku þrír unglingar á Italíu eitrað vín og veiktust heiftarlega og voru heppnir að sleppa lífs. Lögreglan í Mílanó telur að brjálæðingur einhver hafi fengið þá hugmynd úr sjónvarpsmyndaflokknum um Colombo, sem íslendingar þekkja, að sprauta banvænu eitri niður um korktappa lok- aðrar vínflösku. Colombo- þátturinn, þar sem morðið var framið með þeim hætti, var ný- lega sýndur í sjónvarpi á Ítalíu. Unglingarnir fundu óupptekna vínflösku á járnbrautarstöð í Mílanó, opnuðu hana og sá fyrsti fékk sér gúlsopa, en spýtti honum útúr sér þegar hann fann fúlt bragð. Hinir tveir skellihlóu og næsti fékk sér gúlsopa, en það fór á sömu leið og þá veltist sá þriðji um að hlátri, greip flöskuna, bar hana að munninum, sveigði höfuðið aftur og hellti uppí sig, svo tók hann skyndilega kipp, kastaði frá sér flöskunni, spýtandi og hóstandi og bölvandi. Þá hlóu hinir tveir. En svo kenndu þeir allir verks í maga, það herptist á þeim kviðurinn og brátt engd- ust þeir af kvölum. Fólk bar að og þeim var komið undir lækn- ishendur. Læknirinn sagði, að þeir hefðu bjargað lífi sínu, drengirnir, með því að spýta sem mestu útúr sér af víninu, þegar þeir fundu fúlbragðið. Fólk varð skelfingu lostið, þeg- ar fréttist af eitraða víninu, en á þessum slóðum drekka full- orðnir létt vín eins og íslend- ingar mjólk. Peter Falk leikur leynilögreglu- manninn Colombo í sjónvarpi. / snjókasti + Venjulegast hafa lögreglumenn það rólegt á fæðingarhátíð frels- arans, og var þá þessi mynd tekin á Trafalgar-torginu í Lundúnum, þar sem götulögreglumenn brugðu á leik. Simon Sherif hefur hnoð- að snjókúlu og felur hana fyrir aftan bak, þar sem hann nálgast félaga sinn, Clive Brook, og horfir þar að auki í aðra átt, til að vekja ekki grunsemdir Clives. En Clive hafði haft einhvern pata af þessari fyrirætlan Simons og faldi snjókúlu í lófa sínum og var við öllu búinn. Báðir hittu þeir í mark en skildu sem bestu vinir, og héldu áfram virðulegri eftirlitsgöngu sinni um stræti Lundúnaborgar. Kennsla hefst á morgun fimmtu- daginn 7. janúar. Sími 72154. BnLLETSKÓLI sigríðrr óRmnnn ^SKÚLACÖTU 32-34 OOO 4mm vatnsþolnar krossviðsplötur til sölu 92,4 x 61 cm, 80 x 56 cm, 76,6 x 45,9 cm, 109,5 x 54,3 cm. Kassagerð Reykjavíkur. ' Færeyjar M/S Mánafoss fer til Færeyja fimmtudaginn 7. janúar. Vörumóttaka í Sundahöfn fram til kl. 16:00 miövikudaginn 6. janúar. EIMSKIP * POSTHOLF 220 - 121 REYKJAVIK - SIMI 27100 - TELEX 2022 IS Allt aö 50% afsláttur á r ■ nyjum vorum Herra, dömu- og unglingaúlpur, flauelisjakkar, anor- akkar, buxur, gallabuxur, stretch-gallabuxur, kjólar, peysur, herraskyrtur, barnafatnaöur, dömunáttkjólar, herranáttföt, samkvæmisklæönaður. Búsáhöld, leikföng, gjafavörur og sælgæti. Alltaf nýjar vörur á stórafslætti. Verslunin er opin frá kl. 12—18. N/(DRLlrtUSlD k I WTV. T’TTVZTJm Wi i 1------ Auöbrekku 44—46, Kópavogi. Póstsími 45300 — Sendum samdægurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.