Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
37
Besti virkjunarkosturinn
— hugleiðing um áramót
Ingjaldur Tótnasson skrifar:
„Eggert Haukdal lýsti því yfir
fyrir jólaþinghlé, að árangurs
væri ekki að vænta í virkjun-
armálum, meðan núverandi
orkuráðherra ornaði sér í ráð-
herrastól. En hvers vegna styðja
þeir sem nefna sig sjálfstæðis-
menn þennan ómögulega ráð-
herra? Ber það ekki vott um
slæma samvisku Haukdals, að
vera að ónotast út í Hjörleif?
Hann hefir aðeins verið trúr
margyfirlýstri stefnu Alþýðu-
bandalagsins, með því að hindra
alla meiriháttar orkubeislun og
tryggja innreið sósíalismans í
öll stærri fyrirtæki með meiri-
hlutaeign ríkisins. Undir þetta
jarðarmen gengu sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn, með því að
samþykkja neitunarvald komm-
únista í öllum þýðingarmiklum
málum.
Hafa lagst á hnén
Freistandi er að minnast á 7
ára stríðið við Húnvetninga um
Blönduvirkjun. Þrír orkuráð-
herrar úr þremur flokkum,
þrjár ríkistjórnir ásamt öðru
opinberu liði hafa lagst á hnén
fyrir framan hina miklu hún-
vetnsku höfðingja sem hafna
öllum samningum og tilboðum.
Svo skal alþjóð greiða mörg
virkjanaverð í olíustyrki og
langhunda að sunnan, sem
missa 10—15% orkunnar út í
loftið vegna spennufalls á allt of
langri flutningsleið.
Feimnismál yfirvalda?
Eg lýsi undrun minni á um-
mælum ýmissa stjórnarand-
stöðumanna, að ein stórvirkjun
sé óhugsandi, ef ekki fylgi stór-
iðja, helst erlend málmiðja. Við
Ingjaldur Tómasson
höfum meir en nóg verkefni og
nægan markað. Fjölmörg fyrir-
tæki neyðast nú til að nota rán-
dýra olíu. Það er hneyksli, að við
skulum verða að kaupa mikinn
áburð erlendis. Við höfum
ótæmandi orku og hráefni fyrir
stóra nýja áburðarverksmiðju.
Nær óþrjótandi landsvæði bíða
ræktunar hérlendis og stór hluti
heimsins líður af áburðarskorti.
En það er engu líkara en þessi
sannindi séu feimnismál yfir-
valda, hvað sem veldur.
Stórsnidugir menn
Eg verð að spyrja Hjörleif,
hví hann hafi ekki sprengt jóla-
bombu nú gegn álverinu í
Straumsvík, vegna þjófnaðar í
hafi. Það mál virðist nú hafa
verið þaggað niður af stjórn-
völdum. Otrúlegt. Það verður að
viðurkennast að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins eru stórsnið-
ugir menn, enda lærðir í undir-
hyggjulist austantjalds. Þegar
þeir neyðast til að fara frá völd-
um, eru allir sjóðir tæmdir og
lánstraust þrotið. Ný athafna-
söm stjórn tekur við og fram-
kvæmir nauðsynlegra orkubeisl-
un ásamt alhliða endurreisn. Þá
segja þeir bara: Þetta er allt
okkur að þakka vegna góðs und-
irbúnings tvö þúsund manna
nefndanna, ráðanna og starfs-
hópanna. Klókir menn kommar.
Gleðilegt stórvirkjanaár."
Morgunnámskeið í
bútasaum 30 teg-
undir bútasaums-
blöð
VIRKA
Klapparstíg 25—27,
simi 24747.
Ameríska hand-
klæðaúrvalið
VIRKA
Klapparstig 25—27,
sími 24747.
Læknar
Umsóknarfrestur um dvöl í hinu nýja orlofshúsi
lækna á Akureyri, nú í vetur rennur út föstudaginn
15. janúar nk. Húsiö veröur væntanlega tekiö í notk-
un 12. febrúar.
Skrifstofa læknafélaganna veitir allar nánari upplýs-
ingar.
Orlofsnefnd
Kyrrsetning f
atvinnuleysi
Ásgeir R. Helgason hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
finnst ástæða til þess að vekja at-
hygli á sérstöku vandamáli sem
skapast vegna atvinnuleysis þess
meðal fiskvinnslufólks, sem koma
mun í kjölfar sjómannaverkfalls-
ins og verkbanns atvinnurekenda.
Eins og kunnugt er koma hingað
til starfa á þessum vettvangi fjöl-
margar stúlkur, margar alla leið
frá Ástralíu. Oft eru þær á ferða-
lagi um heiminn og koma í því
augnamiða að vinna sér inn pen-
inga til að standa straum af
kostnaðinum. Nú lenda þessar
stúlkur illa í því, þegar öll vinna
stöðvast. Þá standa þær m.a. uppi
með það, að flugmiðar þeirra eru
teknir af þeim, þannig að þær eru
beinlínis kyrrsettar hér í landinu.
Þessi regla hefur verið sett til þess
að þær geti ekki hlaupist undan
merkjum, þegar þeim sýnist, en
kemur sér illa þegar ástand eins
og nú blasir við skellur yfir. Það er
ekkert þægilegt að vera kyrrsettur
í ókunnu landi, þegar engin vinna
er fyrir hendi. Þessar stúlkur búa
oft við illþolandi aðstæður, 3—4 í
herbergi. Dæmi eru til að þær
verði að þvo allan þvott af sér,
jafnvel 17—18 manns, í einum
vaski, og hafa enga eldunarað-
stöðu nema e.t.v. eina hellu o.s.frv.
Það er okkur til vansæmdar, ís-
lendingum, að þetta skuli viðgang-
ast svona og það hlýtur að spyrj-
ast út. T.d. má búast við að skrifað
verði um þetta í erlend tímarit
sem fjalla um slík mál. Við ættum
að athuga okkar gang í tíma og
reyna að bæta úr. Ég veit til þess
að stúlkurnar greiða allar gjöld til
verkalýðsfélaga á hverjum stað og
greiða auk þess skatta til hins
opinbera, skilst mér, en hins vegar
veit ég ekki til þess að þær eigi
rétt á atvinnuleysisstyrkjum,
meðan á vinnustöðvun stendur, þó
að ég þori nú ekki að fullyrða það.
En allavega er óhætt að segja að
málefni þeirra séu í hers höndum
eins og nú horfir.
Um hvað
snýst sagan?
Haukur Haraldsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Við
vorum nokkrir að spjalla saman
og langar til að vita hvort þið get-
ið grafið upp fyrir okkur stór-
merkilegan hlut: Um hvað fjallar
sagan sem verið er að lesa í út-
varpið: Óp bjöllunnar mun hún
heita. Er hægt að fá þetta upplýst
einhvers staðar? Það virðist ekki
nokkur maður fyrirfinnast, sem
veit eða skilur um hvað sagan
snýst. Og svo er annað: Því er
haldið fram, að höfundur sögunn-
ar sé á launum hjá okkur og sé á
skáldastyrk. Er þetta rétt? Menn
eru svolítið hissa á þessu „forholi"
öllu saman eins og sagt er á nú-
tíma íslensku.
? jazzBaLLettekóLi búpu^
Suðurveri
Stlgahlíö 45,
sími 83730.
Bolholti 6
sími 36645.
Dömur athugið
Byrjum aftur eftir jólafrí 11. janúar
★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri
Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Matarkúrar fyrir þær sem eru í megrun.
Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk.
Jazzdans
Hinir vinsælu jazzdanstímar, einu sinni eöa
tvisvar í viku í Bolholti.
Stuttir hádegistímar
meö Ijósum tvisvar í viku í Bolholti.
Lokaöir flokkar
Framhaldsflokkar ath.: Eitthvaö til af plássum
í lokaða tíma.
Sturtur — Sauna — Tæki — Ljós.
Upplýsingar og innritun í síma
83730 Suöurveri og 36645 Bolholti.
ö,njD9
no>lsqq©Tiogzzor 2
Dansskóli Kigmor Hanson.
— Grímudansleikur verður
haldinn á laugardaginn
kemur fyrir alla nemendur
skólans og gesti þeirra í
K.R. húsinu. Kl. 5 er barna-
dansleikur og eru foreldrar
barnanna boðnir þangað
ókeypis. Kl. 10 hefst dans-
leikurinn fyrir fullorðna og
gesti þeirra (sjá nánar í
augl. í blaðinu í dag).
53^ SIGGA V/öGA £
WV)A, A9 \<VFfV5-
avsko L\tmr<
f'swmi
mmm
SKoflA L\Ýl-
OWAf/
vtó/V Kf Vf(JK W W5Q \
WGUföb VFlR HANN
<%\l\/ottT‘btvt \iOMUYl
Lmtmmvm
YlA YiAlV/VófftlSl/é?
VílMLÍTA U9Pa
iíL ÝEWAZÍ