Morgunblaðið - 13.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
3
4. sept 1978
15%
V
31. mars 1980
3%
GengisfefHng
1
29maí 1981
3.85%
26 ágúst 1981
4.76%
10 nóv1981
6.50%
í tíð vinstri stjórna frá 1978:
Dollarinn hækkað um
213,9% gagnvart ísl. kr.
Á VALDATÍMA Alþýðubandalags og Kramsóknarflokks frá haustinu 1978
hcfur gengi íslcnsku krónunnar verið breytt fimm sinnum formlega og þar af
nýkrónunnar þrisvar. Sérstakt markmið cfnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar
31. desember 1980 var þó að styrkja nýkrónuna og stöðva gengisfellingar.
Nýkrónan rýrnaði um 31% á sínu fyrsta ári. l*að þýðir, að hver króna hefur
fallið úr 100 aurum í 69 aura.
í áliti sjálfstæðismanna í fjár-
veitinganefnd Alþingis segir með-
al annars: „I bréfi Seðlabanka ís-
lands frá 27. nóvember sl., segir
svo orðrétt: Frá 1. ágúst 1978 til
24. nóvember 1981 hafa erlendir
gjaldmiðlar vegið með landavog
hækkað gagnvart ísl. krónu um
191,7%. A sama tímabili hefur
gengi Bandaríkjadollars hækkað
gagnvart ísl. krónu um 213,9%.“
Eins og öllum er ljóst, stefnir
ríkisstjórnin nú að enn einni geng-
islækkuninni.
Grindavík:
Skreið fótbrot-
inn 2ja km leið
(■rindavík, 12. janúar.
IIM KL. 15.25 í gærdag tilkynnti
vegfarandi um l’órkötlustaðahverfi í
(•rindavík lögreglunni í Grindavík,
að hann hefði fundið 15 ára pilt
liggjandi á götunni á gatnamótum
við Stafholt. Auðséð væri að hann
væri slasaður, hann virtist hafa dreg-
ist þangað um alllangan veg, það
sýndi blóðferillinn í förum piltsins.
Sjúkrabíll var kvaddur til og
flutti piltinn, sem var mikið
siasaður og brotinn á vinstra fæti,
í Keflavíkurspítala og síðar í
Borgarspítalann í Reykjavík þar
sem aðgerð fór fram.
Þetta mun hafa gerst með þeim
hætti, að pilturinn, sem var próf-
laus á léttu vélhjóli, illa búinn til
vetraraksturs, var einn að leik í
hlíðum svonefnds Bæjarfells fyrir
austan býlið Hraun í Grindavík. Á
leiðinni niður hlíðina, sem er
nokkuð brött, mun hann, hafa
misst stjórn á hjólinu, vegna snjó-
og svellalags, ekið yfir grjótruðn-
ing og stóra staksteina og kastast
á hjólinu í loftköstum og virðist
hafa lent undir því með vinstri fót
á stórum steini þar sem hjólið
stöðvaðist.
Þarna var engin umferð og pilt-
1NNLEN1T
-r
«*
llmmerki á slysstað, en talið er að
pilturinn hafi lent undir hjólinu.
urinn hefur tekið það ráð eftir að
hann losnaði af hjólinu að draga
sig fótbrotinn eftir snjó- og svella-
laginu upp á veginn og að býlinu
Hrauni, þar upp háar tröppur, en
þar var enginn heima og hann
sneri við og skreið aftur af stað
niður veginn að gatnamótum við
bæinn Stafholt, alls rúma 2 km.
Blóðferill úr sárum piltsins sýndi
leiðina sem hann fór. Þykir með
eindæmum hugrekki og þrek þessa
pilts að dragast þannig slasaður
alla þessa leið eftir frosinni jörð.
Guðfinnur.
Gjaldeyrisdeildir bank-
anna lokaðar í átta daga
- Gengi síðast skráð fyrir 12 dögum
TOLK IIAGAK eru nú liðnir frá því gengi íslenzku krónunnar var síðast skráð
hér á landi, og gjaldeyrisdeildir bankanna hafa verið lokaðar í átta daga, nema
hvað nauðsynlegar yflrfærslur hafa fengizt, gegn því, að viðkomandi hafi greitt
15% aukagjald ofan á hina raunverulegu upphæð, sem síðan verður gert upp
þegar nýtt gengi verður skráð.
Iljá Olafi Tómassyni, hagfræðingi í Seðlabanka íslands, fengust þær upplýs-
ingar, að alls ekki væri einsdæmi, að gjaldeyrisdeildir bankanna væru lokaðar
einhverja daga í kringum gengisbreytingar, t.d. hefðu liðið 19 dagar frá því
síðast var skráð gengi 3. febrúar 1960, þar til nýtt gengi var skráð 22. febrúar.
Arið 1961 var gengi síðast skráð 2.
ágúst, en nýskráning kom 4. ágúst og
var gengið þá fellt um 11,6%. Árið
1967 var svo gengi íslenzku krónunn-
ar fellt um 24,6% og var það síðast
skráð fyrir fellingu 19. nóvember, en
nýskráning kom 27. nóvember. Ári
síðar var svo gengið fellt um 35,2%,
en þá var gengi síðast skráð 10. nóv-
ember og nýskráning kom daginn
eftir, eða 11. nóvember.
Árið 1972 var gengið fellt um
10,7% og var það síðast skráð 15.
desember og nýskráning kom 20.
desember. Gengið var svo aftur fellt
ári síðar um 10%, en þá var það síð-
ast skráð 9. febrúar og nýskráning
kom 15. febrúar.
Árið 1974 var gengi íslenzku krón-
unnar tvívegis fellt, fyrst um 4%, en
þá var gengi síðast skráð 17. maí og
nýskráning kom reyndar sama dag
og síðan um 17%, en þá var síðasta
skráning 21. ágúst og nýskráning
kom 2. september.
Árið 1975 var gengið fellt um 20%
og var það síðast skráð 11. febrúar
og nýskráning kom aftur 14. febrúar.
Síðan liðu þrjú ár þar til formleg
gengisfelling var aftur framkvæmd,
en það var árið 1978, tvívegis. í fyrra
skiptið um 13%, en þá var gengi síð-
ast skráð 4. febrúar og nýskráning
kom 10. febrúar og aftur um 15% og
var gengi þá síðast skráð 26. ágúst
og nýskráning kom 6. september.
Næsta gengisfelling kom svo árið
1980 og var gengið þá fellt um 3%.
Síðasta skráning fór fram 31. marz
og nýskráning kom reyndar sama
dag. Á síðasta ári var gengi krón-
unnar svo fellt í þrígang. Fyrst um
3,85% og fór síðasta skráning þá
fram 27. maí, en nýskráning kom
aftur 29. maí. Síðan var gengið fellt
um 4,7% og þá var síðasta skráning
25. ágúst og nýskráning kom daginn
eftir, eða 26. ágúst. Síðasta gengis-
fellingin var svo 9. nóvember sl., en
þá var gengið fellt um 6,5% og
nýskráning kom 10. nóvember.
I ofangreindri upptalningu hefur
aðeins verið minnst á formlegar
gengisfellingar, en ekki sig og aðrar
breytingar, sem orðið hafa á þessu
liðlega 20 ára tímabili.
Lítið að gera í gjaldeyrisdeildum bankanna. i.jósm. Mbi.
1- ■ % argMi
I I IVllll'15' l|l n i WBBBi ■ >1 facfe 1
li' IH ■1 k (• •• 1
11 wnnwmrm
1
1 Æ
'L‘e'
i
f-íH 1
4fpf