Morgunblaðið - 13.01.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri:
„Vona
starfið
bara að sam-
yerði gott“
HKOLFUR Jónsson, byggingatækni-
Træðingur, hefur verið ráðinn vara-
slökkvilidsstjóri við Slökkviliðið í
Keykjavfk, en einhverrar gagnrýni
hefur gætt meðal slökkviliðsmanna
út af veitingu hans í embættið. Blm.
Morgunblaðsins hitti Hrólf að máli í
gær en hann hefur unnið við slökkvi-
liðið í um eitt og hálft ár og gengt
starfi varaslökkviliðsstjóra í fjögurra
mánaða veikindaforróllum hans.
Kinnig hefur Hrólfur farið á yfir
mannanámskeið til Danmerkur sl.
vetur og lokið þar prófum.
„Það ætti ekki að koma neinum á
óvart," sagði Hrólfur, „að ég skuli
hafa fengið veitingu í þetta emb-
ætti. Hér á stöðinni vissu allir að
ég stefndi á það þegar ég hóf hér
störf.
Það segir í lögum um brunavarn-
ir frá 1969 að sá sem veitir bruna-
málastofnuninni forstöðu skuli
annað hvort vera verkfræðingur
eða tæknifræðingur. Einnig segir í
brunamálasamþykkt að bæði
slökkviliðsstjóri og varaslökkvi-
liðsstjóri skuli hafa lokið verk-
fræði- eða húsameistaranámi, en
starfsheitið húsameistari er ekki
lengur notað í dag. Eg tel því að
það hefði þurft að fá undanþágu ef
maður, sem ekki hefði þessa
menntun sem kveðið er á um, hefði
farið í þetta.
En það er vissulega Borgarráðs
að ákveða hverjir fá embættið og
þróunin hefur orðið sú á undan-
förnum árum að menn með lang-
skólanám eru frekar ráðnir til
ábyrgðarmeiri stjórnunarstarfa.
Það er farið að minnka að menn
gangi upp til stærri stjórnunar-
starfa hjá liðinu, þ.e.a.s. að menn
byrji sem brunaverðir og endi sem
slökkviliðsstjórar.
Auðvitað er reynsla hinna um-
sækjendanna til staðar hjá liðinu
og ég vænti þess að samstarfið við
þá verði gott og að við bökkum hver
annan upp. Ég held að það sé alls
ekki verið að gera lítið úr þessari
stöðu þó menn sem hafi unnið hér
lengi hafi ekki verið valdir til að
gegna henni. Ég hef ekki orðið var
við óánægju innan liðsins þó það sé
ekki þar með sagt að hún sé ekki
fyrir hendi, en eins og ég segi þá
vona ég bara að samstarfið hér hjá
liðinu verði gott um ókomna fram-
tíð,“ sagði Hrólfur Jónsson vara-
slökkviliðsstjóri að lokum.
Hinn nýi varaslökkvilidsstjóri Slökkviliðsins f Reykjavík, Hrólfur
Jónsson.
Sævar Jóhannesson slökkyilidsmaður:
Oánægjan beinist frekar að Rúnari en Hrólfi
„MESTA óánægjan hjá okkur
slökkviliðsmönnum er nátlúrulega
vegna þess, að gengið skuli fram
hjá þeim sem hafa unnið mjög lengi
á stöðinni og hafa öðlast þá mennt-
un í starfi og reynslu sem þarf,“
sagði Sævar Jóhannesson, fulltrúi
slökkviliðsmanna í fimmtu deild
STRV (Starfsmannafél. Reykjavík-
ur), en það er deild slökkviliðs-
manna.
„Við viljum taka það skýrt
fram að óánægja okkar beinist
alls ekki að nýráðnum vara-
slökkviliðsstjóra Hrólfi Jónssyni
heldur miklu frekar að Rúnari
Bjarnasyni slökkviliðsstjóra, en
hann byggði sín meðmæli með
Hrólfi á lögum frá 1953 sem
kveða á um vissa menntun í þetta
embætti. Þau lög gilda bara ekki
lengur því í seinni lögum frá 1969
stendur ekkert um menntun.
Rúnar hundsaði algerlega
menn með langa starfsreynslu og
neitaði jafnvel að gefa þeim með-
mæli þegar þeir báðu um þau, en
gaf svo Hrólfi Jónssyni sín með-
mæli,“ sagði Sævar.
Hitaveita Reykjavíkur:
Vatnsgeymarnir orðn-
ir fullir af vatni aftur
Heitavatnsgeymar Hitaveitu Reykjavíkur voru fullir af vatni á mánudagsmorgun, en þeir
nánast tæmdust í kuldum þeim sem hér hafa verið undanfarið, og hætt er að kynda vatnið.
Sagði Gunnar Kristinsson yfirverkfræðingur hjá hitaveitunni að veitan stæði ágætlega núna
með vatni en ef yrði aftur mjög kalt og það myndi vara lengi, þá lentu þeir í sömu sporum og
áður.
Hjörleifur Guttormsson:
Enn ekkert ákveðið
með hækkunarbeiðn-
ina frá hitaveitunni
„ÞAD hefur ekki enn verið lagl mat
á hækkunarbeiðnina frá llitaveitu
Keykjavfkur, en hún er í athugun,“
sagði Hjörleifur Guttormsson iðnað-
arráðherra í samtali.við Mbl. er
hann var inntur eftir því hvort beiðn-
in yrði veitt.
Hjörleifur sagði það vera rétt-
mæta gagnrýni að hitaveitan væri
eini mælikvarðinn á húshitun í
landinu og að vísitala stæði í vegi
fyrir gjaldskrárhækkun. Það væri
ekki farsælt til lengdar. Best væri
ef tekin yrði upp víðtækari við-
miðun á húshitun í sambandi við
vísitölu og hitaveitan yrði ekki
það eina sem notað yrði til viðmið-
unar.
Aðspurður um álit hans á þeirri
skoðun Sigurjóns Péturssonar,
oddvita vinstri meirihlutans í
borgarstjórn, að verðlagsstefna
stjórnvalda væri orsökin fyrir erf-
iðleikum hitaveitunnar, sagðist
hann ekki vilja leggja mat á það.
Færa mætti rök að því og rekja
það til mismunandi ástæðna.
Hann sagðist vera þeirrar skoðun-
ar að ná ætti verðlaginu á orku í
landinu á eðlilegan kostnaðarleg-
an grundvöll, þannig að hver veita
hefði upp í eðlilegan kostnað til
viðhalds og endurbóta og veitunn-
ar næðu eðlilegum jöfnuði á milli
Hitaveita Reykjavíkur hefur
nýverið sótt um 45 prósent
hækkun á gjaldskrá sinni en
Gunnar sagði það frekar lágt
þegar á allt væri litið og þyrfti
75 til 80 prósent hækkun ef
koma ætti í veg fyrir að það
ástand, sem var í kuldunum,
skapaðist aftur. 45 prósent
hækkunarbeiðnin, sem nú ligg-
ur fyrir, er ætluð til að rétta
við stöðu Hitaveitu Reykjavík-
ur á nokkrum árum. Megnið af
þeim framkvæmdum, sem hita-
veitan stendur í á þessu ári,
hefði átt að vera búið að fram-
kvæma í fyrra en þá var það
ekki hægt vegna fjárskorts.
Það eru, að sögn Gunnars
Kristjánssonar, þrjú atriði sem
liggur á að framkvæma svo
hægt sé að starfrækja hitaveit;
una með eðlilegum hætti: I
fyrsta lagi að bora meira eftir
heitu vatni og virkja holurnar,
setja á þær dælur og byggja
dæluhús og koma vatninu á
markað; í öðru lagi að vinna að
skynsamlegri og eðlilegri
endurnýjun á dreifikerfi hita-
veitunnar en kerfið er sum-
staðar gamalt og úr sér gengið;
í þriðja og síðasta lagi þyrfti að
auka rannsóknir á hitasvæðum
svo hægt sé að vita í tíma hvort
borgi sig að virkja svæði sem
álitleg eru, því lítið vit væri í
að treysta á svæði sem lítið er
vitað hvað getur gefið af sér.
Gunnar sagði að það væri
fyrirsjáanlegt að þau, svæði
sem heitavatnið nú kemur frá,
verði þurrausin eftir fimm til
sjö ár en þegar vatnið þrýtur er
ekki vitað hvaðan helst væri að
fá heitt vatn, og er það vegna
þess hve litlu hefur verið veitt
til rannsókna.
Davíð Qddsson, borgarstjómarfulltrúi:
Sýnir hróplega eymd stjórnvalda
hvernig komið er fyrir hitaveitunni
„ÞAÐ sýnir hróplega eymd stjórn-
valda, jafnl ríkis og borgar, að láta jafn
arðsamt fyrirtæki og Hitaveita Reykja-
víkur er, komast í jafn bullandi þrot,“
sagði Davíð Oddsson, borgarstjórnar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og oddviti
sjálf.stæðismanna í borgarstjórn er
Mbl. innti hann eftir viðbrögðum Hans
við þeim fjárhagskröggum sem hita-
veitan hefur átt við að stríða og hefur
leitt til þess að litlu munaði að taka
þyrfti upp skömmtun á heitu vatni til
borgarbúa.
„Hitaveita Reykjavíkur er fyrir-
tæki sem um langan aldur," sagði
Davíð Oddsson ennfremur, „hefur
skilaö þjóðarbúinu mjög miklum
arði og er eitt hagkvæmasta fyrir-
tæki í þeim efnum hér á landi. Ég tel
að stjórnendur Reykjavíkurborgar
hafi ekki sinnt sem skyldi þörfum
hitaveitunnar og fylgt mjög slælega
eftir beiðnum og baráttumálum
hennar.
Hitaveitustjóri og aðrir for-
svarsmenn hitaveitunnar hafa fyrir
langa löngu vakið ótæpilega athygli
á því í hvert óefni stefndi með hita-
veituna og það varð meðal annars til
þess að við sjálfstæðismenn óskuð-
um eftir því að haldinn yrði sameig-
inlegur fundur þingmanna og borg-
arfulltrúa Reykjavíkur þar sem gerð
yrði grein fyrir vanda hitaveitunnar.
A þeim fundi veittist formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
Ólafur R. Grímsson, af mikilli hörku
að hitaveitustjóra og sakaði hann
um að fara með talnalegar falsanir,
þegar hann væri að gera grein fyrir
málefnum veitunnar. Þeir sem bera
mesta ábyrgð á stjórn Reykjavíkur-
borgar nú, illu heilli, flokksbræður
Ólafs R., gerðu ekkert til þess að
verja stjórnanda hitaveitunnar fyrir
þessum óbilgjörnu árásum og hafa
næsta lítið gert til þess að sjá mál-
efnum veitunnar borgið.
Hitaveita Reykjavíkur hefur reynt
að halda í horfinu en ekki getað lagt
grunn að því að sjá fyrir framtíðar-
vatnsþörf Reykvíkinga vegna fjár-
skorts, og því eru framtíðarhorfur
eins dökkar og raun ber vitni. Það er
fráleitt að heyra sjálfan viðskipta-
ráðherra segja í fjölmiðlum að að-
förin að Hitaveitu Reykjavíkur sé
farin í þeim tilgangi einum að falsa
mælistiku vísitölunnar í landinu.
Ég tel fullvel koma til álita sem
nauðvörn fyrir hitaveituna að hafa
stjórnvaldsfyrirmælin, sem nú er
viðurkennt að byggð séu á vísitölu-
fölsunum, að engu og tryggja tekjur
veitunnar með einhliða aðgerðum,"
sagði Davíð Oddsson að lokum.