Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
Peninga-
markadurinn
f >
GENGISSKRÁNING
NR. 250 — 31. DESEMBER 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 8,161 8,185
1 Sterlingspund 15,606 15,652
1 Kanadadollar 6,883 6,903
1 Dónsk króna 1,1157 1,1189
1 Norsk króna 1,4053 4 1,4094
1 Sænsk króna 1,4731 1,4774
1 Flnnskt mark 1,8735 1,8790
1 Franskur franki 1,4330 1,4372
1 Belg. franki 0,2131 0,2137
1 Svissn. franki 4,5415 4,5548
1 Hollensk florina 3,3108 3,3205
1 V-þýzkt mark 3,6311 3,6418
1 ítölsk líra 0,00681 0,00683
1 Austurr. Sch. 0,5188 0,5203
1 Portug. Escudo 0,1250 0,1253
1 Spánskur peseti 0,0839 0,0842
1 Japanskt yen 0,03712 0,03723
1 Irskt pund 12,923 12,961
SDR. (sérstök
dráttarréttindi 30/12 9,5181 9,5460
t V
-<
GENGISSKRÁNING
FERÐAMANN AGJALDE YRIS
31. DESEMBER 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 8,977 9,004
1 Sterlingspund 17,167 17,217
1 Kanadadollar 7,571 7,593
1 Dönsk króna 1,2273 1,2308
1 Norsk króna 1,5458 1,5503
1 Sænsk króna 1,6204 1,6251
1 Finnskt mark 2,0609 2,0669
1 Franskur franki 1,5763 1,5809
1 Belg. franki 0,2344 0,2351
1 Svissn. franki 4,9957 5,0103
1 Hollensk florina 3,6149 3,6526
1 V.-þýzkt mark 3,9942 4,0060
1 ítölsk lira 0,00749 0,00751
1 Austurr. Sch. 0,5707 0,5723
1 Portug. Escudo 0,1375 0,1378
1 Spánskur peseti 0,0923 0,0926
1 Japanskt yen 0,04083 0,04095
1 írskt pund 14,215 14,257
/
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur............
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1)....
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)
4. Verðtryggðir 6 mán. reikningar...
5. Ávísana- og hlaupareikningar.
6. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum.....
b. innstasður í sterlingspundum...
c. innstæður í v-þýzkum mörkum
d. innstæður í dönskum krónum.
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
IJTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur i sviga)
1. Víxlar, forvextir.... (26,5%) 32,0%
2. Hlaupareikningar..... (28,0%) 33,0%
3. Lán vegna útflutningsafurða.. 4,0%
4. .Önnur afurðalán .... (25,5%) 29,0%
5. Skuldabréf .........:. (33,5%) 40,0%
6. Vísitölubundin skuldabréf..... 2,5%
7. Vanskilavextir á mán...........4,5%
Þess ber að geta, að lán vegna út-
flutningsafurða eru verötryggö miöaö
viö gengi Bandaríkjadollars
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphaeö er nú 120 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstímí er allf aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg. þá
getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aðild aö
lífeyrissjóðnum 72.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár
bætast við lánið 6.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 3.000 nýkrónur á
hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára
sjóðsaöild er lánsupphæðin oröin
180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 1.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjórðung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóðnum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir janúarmánuö
1981 er 304 stig og er þá miöað viö 100
1. júní '79.
Byggíngavísitala fyrir janúarmánuö
909 stig og er þá miðaö viö 100 í októ-
ber 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
34,0%
37,0%
39,0%
1,0%
19,0%
10,0%
8,0%
7,0%
10,0%
Sjónvarp kl. 18.55:
Enskukennsla fyrir unglinga
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.55 er fyrsti þáttur af tíu í enskukennslu í
sjónvarpi, og er hún einkum mjðuð við unglinga, sem lært hafa nokkuð í
málinu ádur.
Myndaflokkur þessi heitir Ljóðmál, eða Songs Alive, og er í hverjum
þætti tekið fyrir vinsælt sönglag, texti þess brotinn til mergjar og
íslensk þýðing höfð mjög í hófi. Umsjónarmaður þáttanna heitir Derek
Griffiths, en hljómsveitin Duty Free spilar og syngur lögin.
Þættirnir eru framleiddir hjá enskukennsludeild BBC, sem jafnframt
hefur gefið út kennslubækur til afnota fyrir nemendur.
Sjónvarp kl. 18.30:
Furðuveröld
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.30 er fyrsti þáttur í nýjum breskum mynda-
flokki sem heitir Furðuveröld og er framleiddur á vegum alfræðibókarinnar
Britannica.
Þetta eru fimm sjálfstæðar myndir um náttúrufyrirbæri og dýralíf.
Hin fyrsta þeirra fjallar um skordýr, ein þeirra fjallar um kanínur, ein
um frumskóga, ein um vindinn og áhrif hans til góðs og ills og ein um
björninn, þennan ókrýnda konung auðnanna.
Erindi eftir Hermann Pálsson í hljódvarpi kl. 22.45:
Hvernig lönd finnast og týnast
í hljóðvarpi kl. 22.45 er
dagskrárliður er nefnist Kund-
inn Noregur. Karl Guð-
mundsson les erindi eftir Her
mann Pálsson.
— Þetta er bæði fróð-
leiks- og skemmtierindi,
sagði Karl Guðmundsson, —
og fjallar um landafundi,
m.a. Noregs. Þá er rætt um
það hvernig lönd finnast og
týnast. Hermann segir m.a.
á einum stað: „Landafundir
forfeðra okkar á víkingaöld
eru merkir viðburðir, en þó
þykir hitt ekki síður frá-
sagnarvert, hvernig tókst að
týna löndum aftur. Þær
þjoðsögur eru alkunnar, að
menn fundu Vínland af því
að þeir rötuðu ekki til Græn-
lands, og gerðu síðan út leið-
angur frá Græniandi í því
skyni að kanna þetta nýja
land. En síðan tapaðist aust-
anmönnum það gersamlega
um aldaraðir, uns Kólumbus
fann það aftur þegar hann
var að leita að Indlandi og
ætlaði að stytta sér leið.
Norskir og danskir konung-
ar réðu yfir Grænlandi um
marga mannsaldra, en síðan
gleymdist þeim gersamlega,
að þeir ættu þetta bjarta
land, og er það talið með
mestu afrekum í sögu Norð-
urlanda á tilteknu tímabili,
að þeim tókst að týna
stærstu eyju heims, eins og
einhver hefði lagt hana á
glámbekk. Árið 1194 er þess
getið í annálum, að Sval-
barði hafi fundist, en síðan
týndist þetta land svo ræki-
Hermann Pálsson
lega, að menn vita ekki
hvort það hefur verið
Spitzbergen eða Jan Mayen.
En nú eru þessi tvö lönd
komin aftur í kortabækur
heimsins og hafa þau bæði
sér til ágætis helst, að þau
eru laus við ferðamannaböl-
ið, sem nú ógnar íslenskri
náttúru og andlegu jafnvægi
þjóðarinnar." Erindið er sem
sé svona í léttum dúr og
rabbstíl, með ívitnunum í
forn fræði. Það er samið í
sumar sem leið en þá var
höfundurinn hér á ferð.
Utvarp Reykjavfk
A1IDMIKUDKGUR
13. janúar
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.20 Leikfinii.
7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson. Samstarfs-
menn: Guðrún Birgisdóttir.
(8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun-
orð: Stefanía Pétursdóttir talar.
Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15
Veðurfregnir. Forustugr. frh.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Skógarævintýri" eftir Jennu
og Hreiðar. Þórunn Hjartar
dóttir les (2).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar.
Umsjón: Ingólfur Arnarson.
Fjallað um fiskverð og kjaramál
sjómanna.
10.45 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
11.00 íslenskt mál. (Endurtekinn
þáttur Jóns Aðalsteins Jónsson-
ar frá laugardeginum).
11.20 Morguntónleikar.
a. „Gesange der Friihe“ op.
133 eftir Robert Schumann;
Jean Martin leikur á píanó.
b. „Þrír pavanar í D-dúr“ eftir
Luys Milán; Caledonio Romero
leikur á gítar.
c. Divertimento nr. 1 í F-dúr
eftir Joseph Haydn; Blásara-
sveit Lundúna leikur; Jack
Brymer stj.
d. „Þrjú ljóð“ og „Fjögur smá-
lög“ eftir Erik Satie; Marjanne
Kweksilber syngur; Reinbert
De Leeuw leikur á píanó.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍÐDEGID
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Miðvikudagssyrpa — Asta
Ragnheiður Jóhannesdóttir.
15.10 „Elísa“ eftir Claire Etcher
elli. Sigurlaug Sigurðardóttir les
þýðingu sína (11).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Útvarpssaga barnanna:
„Hanna María og pabbi" eftir
Magneu frá Kleifum. Heiðdís
Norðfjörð les (6).
MÍÐVIKUDAGUR
13. janúar
18.00 Barbapabbi.
Endursýndur þáttur.
18.05 Bleiki pardusinn.
•Sjötti þáttur. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi:
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.30 Furðuveröld.
Nýr flokkur.
Fyrsti þáttur. Hættuleg dýr og
heillandi.
Breskur myndaflokkur í fimm
þáttum um nokkur náttúrufyr
irbæri og dýralíf. í þessum
fyrsta þætti er fjallað um
skordýr.
Þýðandi og þulur: Oskar Ingi-
marsson.
18.55 Ljóðmál.
Enskukennsla fyrir unglinga,
16.40 Litli barnatíminn. Gréta
Olafsdóttir stjórnar barnatíma
frá Akureyri.
17.00 íslensk tónlist
a. Þrjú íslensk þjóðlög í úLsetn-
ingu Hafliða Hallgrímssonar.
Hafiiði Hallgrímsson og Hall-
dór Haraldsson leika á selló og
píanó.
b. „Kveðið í bjargi" eftir Jón
Nordal. Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð syngur; Þorgerður
Ingólfsdóttir stj.
17.15 Djassþáttur í umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
þar sem tekið er fyrir eitt lag í
hverjum þætti, farið i textann
og atriðin sviðsett. Tónlistina
flytja nokkrir tónlistarmenn í
hljómsveit, sem þeir nefna
„Duty Free“.
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
19.10 Hlé.
19.45 F'réttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður: Sigurður H.
Richter.
21.00 Dallas.
Tuttugasti og níundi þáttur og
sá síðasti.
Þýðandi: Kristmann Eiðsson.
21.50 íþróttir.
Umsjón: Bjarni Felixson.
22.30 Dagskrárlok.
________________________________J
KVÖLDID
19.35 Á vettvangi. Stjórnandi þátt-
arins: Sigmar B. Hauksson.
Samstarfsmaður: Arnþrúður
Karlsdóttir.
20.00 Gömul tónlist. Ríkharður
Örn Pálsson kynnir.
20.40 Bolla, bolla. Sólveig Hall-
dórsdóttir og Eðvarð Ingólfsson
stjórna þætti með léttblönduðu
efni fyrir ungt fólk.
21.00 Landsleikur í handknatt-
leik: Island — Ólympíumeistar
ar AusturÞýskalands. Her
mann Gunnarsson lýsir síðari
hálfieik í Laugardalshöll.
21.45 Útvarpssagan: „Óp bjöllunn-
ar“ eftir Thor Vilhjálmsson.
Höfundur les (22).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Hver dagur nýr“. Auðunn
Bragi Sveinsson les úr sálma-
þýðingum sínum.
22.45 Fundinn Noregur. Karl
Guðmundsson les erindi eftir
Hermann Pálsson.
23.00 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir
Mozart.
a. Divertimento í Es-dúr
(K113).
b. Resitatív og aría, „Basta
vincesti“ — „Ah, non lasci-
armi“.
c. Resítatív og aría (rondó),
„Venga la morte“ — „Non tem-
er, amato bene“ (K490).
d. Sinfónía í C-dúr nr. 36,
„Linz-sinfónían“, (K425). Moz-
arthljómsveitin í Salzburg leik-
ur. Einsöngvari: Barbara Hend-
ricks. Stjórnandi: Ralf Weikert.
(Hljóðritun frá tónlistarhátíð-
inni í Salzburg í fyrra.)
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.