Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
5
Þrjú vísindaleg fræðirit
tileinkuð Sigurði sjötugum
í TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Sigurðar Uórarinssonar hafa verið geBn
út þrjú vísindaleg fræðirit, tileiknuð honum, sem mun vera einsdæmi,
auk þess sem 15. Norræna jarðfræðiráðstefnan var honum til heiðurs.
Nýlega kom út á ensku rit um öskulagarannsóknir, Tephran Studies,
en dr. Sigurður er frumkvöðull þeirrar greinar vísinda og gaf henni m.a.
hið alþjóðlega nafn tephran. í ritinu er safn fyrirlestra, sem fluttir voru
af tugum vísindamanna úr öllum heimsálfum á alþjóðlegri jarðfræðiráð-
stefnu á Laugarvatni 1980. Er ritið tileinkað dr. Sigurði Þórarinssyni.
Ljó.sm. (irétar KiríksNon.
Norrænir jarðfræðingar, sem hér voru á jarðfræðiráðstefnu til heiðurs Sig-
urði, færðu honum heljarstóra tertu í líki gjósandi eldfjalls.
Á afmælisdaginn kom út „ís-
land, stutt landlýsing og söguyf-
irlit“, en það er ljósprentun á ís-
landslýsingu Þórðar biskups
Þorlákssonar eftir frumritinu,
sem kom út í Wittenberg árið
1666, ásamt íslenzkri þýðingu
Þorleifs Jónssonar. Kom bókin út
á vegum Ferðafélags íslands í til-
efni afmælis dr. Sigurðar og fylg-
ir heillaóskaskrá félaga í FI. Dav-
íð Ólafsson, forseti Ferðafélags-
ins afhenti Sigurði Þórarinssyni
bókina heima hjá honum á
afmælisdaginn.
Þá er á leiðinni safn 47 ritgerða
eftir ýmsa okkar þekktustu nátt-
úruvísindamanna og nokkra
hugvísindamenn, sem rituð er til
heiðurs dr. Sigurði Þórarinssyni.
Hið ísl. náttúrufræðifélag, Hið ís-
lenzka fornleifafélag, Jarðfræð-
ingafélag íslands, Jöklarann-
sóknafélag íslands, Landfræðifé-
lagið, Norræna félagið, Sögufé-
lagið og Félag íslenzkra fræða
gangast fyrir þessu afmælisriti
dr. Sigurðar, sem hefur hlotið
bráðabirgðanafnið Galdrað í
gjósku. Tilkynnti Sigurður Stein-
Forseti Ferðafélags íslands, Davíð Ólafsson, afhendir Sigurði Þórarinssyni
1. eintakið af íslandslýsingu Þórðar biskups Þorlákssonar, sem félagið lét
gefa út í tilefni afmælisins.
þórsson jarðfræðingur Sigurði
um bókina á afmælisdaginn.
Að auki var Sigurður Þórar-
insson heiðraður á margvíslegan
hátt á afmælisdaginn. Háskóla-
prófessorar og félagar hans úr
Háskólanum og félagar úr Jökla-
rannsóknafélaginu, þar sem hann
er formaður, komu saman með
honum í félagsheimili við Suður-
götu um kvöldið. Stjórnir ýmissa
félaga komu heim til hans síðdeg-
is. Þá færðu norrænir jarðfræð-
ingar á jarðfræðingaráðstefn-
unni honum m.a. stóra eldfjalla-
tertu. Kvöldið áður var hann
heiðursgestur í veizlu jarð-
fræðiráðstefnunnar.
Stórviðburður í skemmtanalífinu
l Nýársgleói vúéð Utsýrt \
L
•.
S SUNNUDAGSKVÖLD17. JANÚAR KL. 19.00 •
# • • # • #• • ••# • #•••*##• • •# w # • • # • #• »#• w • •## # ••# ♦#•••••
a BiccAiDmy
Kl. 19.00 Húsið opnaö fyrir matargesti og veittur fordrykkur.
Gestir eru hvattir til að mæta stundvíslega.
Kl. 19.10 Borðhald hefst.
Forréttur: Graflax a la Lauf.
Aöalréttur: Sítrónusteiktur lambahryggur
aö spænskum hætti. Verð kr. 150.
Kh 19.20 Big Band lúörasveitar Svans leikur létt lög í Broadway-stíl
undir stjórn Sæbjörns^
Jónssonar og Ingólfs
Guðbrandssonar.
Feröakynning
í máli og myndum,
m.a. frá Brasilíu í neöri sal.
Hópur erlends sýningarfólks
sumartízkuna 1982
frá In-Wear og Matienique,
á vegum Evu og Gallery
sýmr
Dansflokkur frá
Sóley sýnir nýjan
Broadway-dans
• • •
•••••• ••
□
• Forsala og boröapantanir á Broadway í dag
•^frá kl. 16.00—19.00 og daglega til sunnu-
• dags á sama tíma — sími 77524.
HÚSIÐ OPNAÐ FYRIR AÐRA EN MATARGESTI KL. 21.00.
Ljósameistari: Consuela Mira.
Hljóöstjórn: Douglas Harriott.
Diskótekari: Gísli^Sveinn Loftsson.
Yfirkokkur: Einar Guönason.
Yfirþjónn: Höröur Sigurjónsson.
Kynnir: óorgeir Astvaldsson.
Hinir heimsfrægu skemmtikraftar
Karlos og Eva
frá glæsilegasta næturklúbb
Costa Del Sol, Fortuna. Þau
hjónin eru nú komin til landsins í
tilefni fyrsta Útsýnarkvölds ársins
á Broadway.
Bingó
Spilað verður um þrjár Útsýnarferðir til sólar-
stranda.
Happdrætti
Gestir sem koma fyrir kl. 19.40 fá happdrættis-
miða. Vinningur Útsýnarferö.
Ungfrú
Útsýn
— forkeppni
Þátttakendur valdir
úr hópi gesta
kliíhhui
*S
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN